Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ

þeim og eigi sjá hvað hann hefði
getað gert annað. En engan tæki
þa*ð sárara en sig, að verk þeirra
skyldi verða svo að bærinn gæti
eigi nýtt það.
Utn það að reisa stöð hjá Soginu
sagði hann það, að það mundi vera
að reisa sér hurðarás um öxl fyrir
bæinn. Stöðin yrði miklu stærri
heldur en svo, að bægt yrði að hag-
nýta alt afl hennar um margra ára
skeið. Og því kvaðst hann alveg
mótfallinn að Reykjavík gengi íbanda-
lag við Árnes-, Gullbringu-, Kjósar-
sýslu og Hafnarfjðrð um þá stöð.
Mundi kostnaðurinn þá koma tiltölu-
lega miklu þyngra niður á Reykja-
vík, en hinum aðiljum, en mirina
bæri hún þá og tiltölulega úr býtum.
Þetta stafaði af því að hér væri þétt-
býli og kostuðu leiðslnr hér til allra
bæjarbua tiltölulega lítið í saman-
burði við það að leiða rafmagn um
strjálbygð.
Hitt kvað hann sönnu nær, að
bærinn sniði sér stakk eftir vexti
eins og allir aðrir, og reisti raf-
magnsstöð við sitt hæfi. Þegar um
það væri að ræða, að koma slíku
fyrirtæki á fót, sem rafmagnsstöð,
bæri á það að líta, að kostnaðurinn
við hana færi eigi fram úr því, sem
hún gæti gefið af sér, og að fram-
leiðslan yrði þó sto ódýr að menn
sæu sér hag i því að nota hana.
Til þess að reisa stöð hjá Soginu,
yrði að leggja fram mikið fé, sem
lægi arðlaust árum saman, en það
væri ekki heppilegt að stíga svo
stórt spor í einu. Betra að færa sig
npp á skaftið og byrja með minnu.
Þess bæri og að gæta, að þótt raf-
magnsstöð yrði reist hjá Elliðaánum
og þeir kæmu tímarnir að hún reynd-
ist bænum ónóg, þá þyrfti eigi að
leggja hana niður.
Það væri verið að tala um vatns-
veituna, að hún væri of litil. Hann
kvaðst álíta að hún hefði verið nógu
stór í fyrstn og betra fyrir bæinn
að leggja aðra pípu jafnframt henni
síðar, heldur en byrja með að leggja
heimingi viðari og alt að helmingi
dýrari pípu í fyrstunni og láta hana
eyðast af ryði í jörðunni, áður en
svo væri komið að hennar væru full
not.
Spurningu Þorv. Þorvarðssonar um
hve mikið vatn rynni í árnar tir
öðrum stöðum en Gvendarbrunnum,
kvaðst hann vilja snúa við og segja
heldur hve mikið vatn kæmi i árn-
ar úr þeim. Með þeirri vatnseyðslu
sem nú væri í bænum, væri.tekið
svo mikið vatn úr Gvendarbrunn-
um, að það samsvaraði i% af þvi
vatnsmegni ánna, sem áætlað væri
(2,5 m8 ásek.). Með öðrum orðum,
væri vatnmegn ánna nú 900 hest-
öfl og svo yrði vatnsveitan stækkuð
um helming, þá fengjust eigi nema
891 hestafl. Væri af því Ijóst að
vatnsveitan hefði eigi og g«iti eigi
haft mikil áhrif á afl ánna.
Eigi. þyrfti að mæla rensli íánum
daglega. Það nægði fyllilega að
mælingarnar færu fram einu sinni
í viku. Og í Elliðaánum væri svo
>jafnt rensli, að hann þekti eigi slíkt
Saxon framtíðarbifreiðin
Sterkust, bezt bygð,
vönduðust og.smekk-
legust. Sérlega vand-
aður 3 5 hesta, 6 cylind-
eia mótor. Benzin-
mælir er sýnir nákvæm:
lega fylliog geymisins.
Sjálf»starter og rafljós
a£* nýjustu gerð. Vott-
orð frá ísl. fagmanni
fyrir hendi.
JOH. OLAFSSON & Co.,
Sími 584.
Lækjarg-ötu 6.
annarsstaðar heldur en í Soginu. —
Menn töluðu um það að þegar
þurkar gengju, þá yrði landið um-
hverfis skrælþurt. Þetta væri kost-
ur. Það sýndi, að jarðvegurinn væri
svo gljdpur, að hann gleypti i sig
úrkomuvatn jafnóðum, og þess vegna
gufaði lítið upp af þvi. Enda væru
uppsprettur ánna mjög jafnar allan
ársins hring og að vatnið væri
lengi að siast fram og kæmi langt að
mætti meðal annars sjá á þvi, að
það væri jafn heitt vetur og sumar.
Öllum þeim mælingum, sem fram
hefðu farið á vatnsmagni ánna, bæri
og mjög samað. Kvað hann nú
mundi svarað öllum spurningum
Þ, Þ., bæði með því sem borgarstjóri
hefði sagt og hann sjálfur.
Thor Jensen tók mjög í sama
streng og þeir borgarstjóri og Jón
Þorláksson. Ssgði að sér þætti það
leitt að bæjarstjórn hefði nú dregið
þetta mál á langinn í heilt ár cg
kostaði það hana lklega 300 þúsund
krónur. En þó að dýrt væri að
koma upp rafmagnsstöð núna, þá
vildi hann það þó heldur en draga
málið á langinn. Og betra mundi
að læra fyrst að skríða, áður en
maður færi að ganga — betra að
taka Eiliðaárnar heldur en ráðast á
Soqið.
Ef menn ætluðu Reykjavík nokkra
framtíð, þá yrði að koma hér upp
rafmagnsstöð. Og þótt það væri dýrt
og þótt í mörg horn væri að líta,
þá mættum við þó ekki bera kinn-
roða fyrir börnum okkar fyrir það,
að hafa eigi gert alt sem hægt var
til þess að lyfta undir framfarirnar
og búa í haginn.
Sigurður Jónsson kvað sér sýnast
sem við margt mætri styðjast í
norsku áætlaninni fyrir þá sem gerðu
áætlan um hina minni stöð við
árnar. Væri það léttara verk en
ella.
Þorvarður afsakaði sig með þvi
að hann hefði ekki kært sig um nð
koma á fund með rafmagnsnefnd
vegna þess að hún hefði þá lokið
störfum sínum og hann eigi starfað
neitt með henni áður. Tók hann
svo viðaukatillögu sína afar.
Aðrar  umræður  þýðir  eigi  að
herma. En svo lauk málinu að til-
lögur rafmagnsnefndar voru sam-
þyktar, eins og getið er um í blað-
inu i gær.
Er vonandi  að  nú  fari  eitthvað
að rætast úr rafmagnsmálinu.
Sjóorusta um nótt.
TandurspilIaviðureigD.
Brezkur sjóliðsmaður segir svo frá:
— Vér vorum á siglingu úti i
Norðursjó nm nótt og var svo dimt
að manni fanst sem skeram ætti myrkr-
ið með knifi. 'Vér gátum eigi séð
nokkurn skapaðan hlut, en austan-
stormur var á, illhryssingslega kald-
ur, regnið lamdi oss og sjávarlöður
gekk yhr skipið og þeyttist framan
i oss.
Á þilfarinu var svo sleipt, að þnr
var naumalt stætt og átti maður það
jafnan á hættu, ef maður misti fót-
anna, að skolast útbyrðis eins og
spýtudrumbur, því að holskeflurnar
riðú hver af annari yfir skipið. Og
kuldinn var afskaplega bitur. Og
þótt vér værum vel diíðaðir og i sjó-
fötum frá hvÍTÍiI til ylja, þá gátum
vér ekki haldið á oss hita og hold-
votir vorum vér. Það er eigi oft að
eg legg leið mína niður i vélarúmið
eða til kyndaranna, en það gerði eg
t essa nótt, því að þar var þó hlýtt.
Því að þótt vér ætluðum að sálast
úr kulda' uppi á þilfarinu, þá stóðu
kyndararnir hálfnaktir við vinnu sma
og ætluðu að bráðna af hita.. Þann-
ig er það oft á tundurspillunum.
? Lengi fór nu þessu fram og vér
vorum farnir að ætla það að ekkert
annað sögulegt mundi bera fyrir oss
þessá nótt. En maður veit aldrei á
hverju maður á von. Ef til vill rekst
skipið á tundurdufl og það er verst.
Ef til vill hittir það óvinina og það
er ágætt, því að þá getur maður þó
unnið það starf, sem manni er ætlað.
Vegna þess að maður veit það,
að hvað sem fyrir kemur, kemur
fyrirvaralaust,  þá er alt af haldinn
tryggur vörður til þess að vera við
öllu búinn. Það var gott fyrir oss
að vér gerðum það, því að skyndi-
lega vorum vér komnir í bardaga.
Eg get eigi komið betur orðum að
því sem gerðist. Vér gátum eigi
séð óvinina, en vér höfðum hugboð
um það, að þeir væru eigi langt á
burtu. Vér gáfum þegar merki,
en fengum ekkert svar. Óvinirnir
vissu vel hverjum þeir áttu að mæta,
og það var þess vegna óþarfi fyrir
þá að leita nokkurra upplýsinga áður
en þeir hófu orustuna. Og þeir
gerðu það heldur ekki, en sendu oss
kúlnakveðju samstundis.
Fyrsta hríðin er oft hættulegust og
óvinirnir voru svo hyggnir að reyna-
að nota sér það. Ef fyrsta skothríð'
hittir tundurspilli, þá þarf hann sjald-
an meira. En það er ejgi gott að
hæfa í þreifandi myrkri, þegar þess
er líka gætt, að bæði það skip er
skýtur og hitt sem skotið er á, eru>
á fullri ferð. En það er hættulegt
að hægja ferðina. Hér er eigi nema
um eitt að géra, að láta skrúfurnar
knýja skipið svo hratt sem unt er
og eiga hvorttveggja jafn víst, að
verða fyrir skotunum, eða þau
hæfi eigi.
Vér vorum svo hepnir að komast
hjá skotunum. Kúlur óvinanna þutu
yfir oss og féllu í sjóinn. Fallbyss-
ur vorar voru auðvitað eigi iðjulaus-
ar heldur. Þær tóku til máls nærri þvf
jafn snemma og fallbyssur óvinanns
Og skothvellirnir kváðu við alt um-
hverfis oss. Vér sáum eldtungurnai
fram úr fallbyssukjöftum vorra skipa
og óvinanna. Gengu þær eins 0%
fleygar inn i náttmyrkrið, og hurf^
jafn skjótlega og þær bittust. Eio-
staka sinnum var brugðið upp leitar-
ljósi, en það getur verið hættulegt,
því að með því er gefið til kynna
hvar það skip er, sem sendir þaO;
og óvinirnir eru þá fljótir til að bein*
skothríð sinni þangað.
Meðan þessu fór fram hélzt veðr^
hið sama. Holskeflurnar riðu J"*
skipið og regnið lamdi oss í franQaK
en vér veittum því litla athygli, eD(l3
þótt það gerði starf vort ærið tor-
veldara. Og sprengikúlunum úg^
niður umhverfis oss.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8