Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ

gleðilegan vott um aukið hreinlæti

meðal almennings.

Þess ber og að gæta, að margir

húseigendur hafa sidustu árin látið

koma fyrir baðtækjum í húsum sín-

nm og við það minkar auðvitað að-

sóknin að hinnm opinberu böðum.

En skýrslan ber það greinilega með

sér, að húsið er orðið altoí lítið og

að nauðsyn ber til þess að stækka

það hið allra fyrsta. Mun hafa verið

i ráði að það yrði gert síðastiiðið

sumar, en þótti þó ekki tiltækilegt

þegar til kom, vegna þess hve bygg-

ingarefni er orðið dýrt. En ákveðið

mun það vera undir eins og ófrið-

nrinn er á enda.

Böð eru hverjum manni nauðsyn-

Jeg. Það er eigi síður nauðsynlegt

að þvo allan líkamann, en að þvo

sér í andliti og á höndum, en það

gera allir siðaðir menn daglega.

Baðhús Reykjavíkur er þöif stofn-

un sem enginn mun telja eftir þó

bæjarsjóður styrki með ríflegri fjár-

upphæð árlega.

ErL símfregnir

frá fréttaritara ísafoldar og Morgunbl

Kaupmannahöfn, 17. marz.

Þingið rússneska hefir neytt

Rússakeisara til þess að láta af

völdum.

Stdnuskrá hinnar nýju

stjórnar landsins hefir verið

birt. Ætlar hún að koma á

almennum kosningarétti, al-

mennu prentfrelsi og fleirum

þessháttar umbótum.

Michael stórfursti er frjáls-

lyndur.

Dómsmálafréttir.

Landsyflrdómur 19, marz,

Málið:  Tótnas  Jónsson

gegn  Ólafl  Briem f. h.

Landsbankans  eða  hon-

um persónulega.

Áfrýjandi er Skagfiiðingur og taldi

hann  Óiaf  Briem  hafa brigðað við

sig kauprétti eða að m. k. forkaups-

létti á jörðinni Syðii-Hofdölum, en

hana átti Landsbankinn og hafði Ól.

Br.  umsjóa  með  henni íyrir hönd

bankans. Málið var dæmt í undirrétti,

fyrir gestarétti Skagafjarðarsýslu, þann

veg,  að  stefndi  (Ó. Br.) var sýkn-

aður af kröfum T. J. og málskostn-

aður látinn falla niður.

Er málið svo kom til yfirdóms, var

jþví fyrst vísaíjrá dómi, söknm þess,

að Landsbankanum, sem var aðili í

málinu, var ekki stefnt, og skyldi

áfrýjandi greiða málskostnað. Síðan

var því enn áfrýjað, og krafðist T.

í. þess, aðallega, að Ó. Br. f. h. Lands-

bankans yrði skyidaður til þess að

selja honum umgetna jörð, að við-

lögðum dagsektum og greiða skaða-

bætur, en varakrafa hans var, að Ó.

Br. yrði dæmdur til þessa persónu-

lega.

En svo fór á ný, að málinu var

aðallega vlsað ýrá yfirdómi aftur, ex

officio, vegna þess að eigi hafði nú

heldur Lindsbankanum verið stefnt,

og skyldi áfrýjandi greiða 2j hr. sekt

i landssjóð fyiir óþarfa þrætu. —

Varakrafan var þar á móti tekin upp

til dóms að efni til. Komst yfir-

dómur að þeirri niðurstöðu, að stefndi

hefði eigi gefið áfrýjanda neitt sjálf-

stætt eða skilyrðislaust loforð um

kaup á jörðinni og að öðru leyti

hefði áfrýjandi eigi getað fært sönn-

ur á mál sitt. Taldi dómurinti þvi

að stefndur Ó. Br. hefði hvorki brot-

ið á áfrýjanda fyiirmæli laganna um

forkaupsrétt leiguliða né önnur lög.

Var hann þvi algerlega sýknaður,

og áfrýjandi dæmdur í 40 kr. máls-

kostnað.

Astæðu fann yfirdómurinn til þess

að víta það, að máifl.m. Bogi Brynj-

ólfsson hafði farið óviðeigandi orðum

um hinn fyrri frávísunardóm yfir-

réttar, en þótti þetta þó eigi nægja

til þess að sekta lögmanninn.

Málið: Carl Sæmundsen

& Co. gegn borgarstjóra

Reykjaviknr f. h. bæjar-

sjóðs.

Málið er risið út af útsvarsgjöld-

um, sem firmanu C. S. & Co. var

gert að greiða hér í bænum, en'það

neitaði, kvaðst ekki hafa hér aðsetur,

en að eins svokallaðan »Pladsagent«

Fór þá fram úrskurðnr fógetaréttar

um gjö'd þessi, er voru að upphæð

kr. 450,00 og skyldi lögtak fram

fara, ef gjaldið yrði eigi greitt.

Firmað áfrýjaði fógetaúrskurðinum

til yfirdóms.' Voru þar ríeldur eigi

tekin til greina mótmæli áfrýjánda

gegn útsvarsgreiðslunni. Var upplýst,

að firmað hefir hér í bænum skrif-

stofu og lager og launaðan umboðs-

mann, er annaðist hér kaup og sölu

f. h. firmans. Taldi yfirdómur full-

sannað, að það ræki hér arðsama at-

vinnu og væri því útsvarsskylt, Fó-

getaurskurðurinn var því staðjestur

og greiði áfrýjandi jo h. í máls-

kostnað.

Stjéínarbyltifigio

í

Rússlandi.

Mönnum er farið að leiðast stríð-

ið. Bæði þeim sém að því starfa og

hinutn sem hjá sitja. Þeir eru orðn-

ir svo vandfýsnir með fréttirnar, að

fregnir um dráp margra þúsunda,

fall stórra borga eða tortíming tuga

af skipum ganga inn um annað

eyrað og út um hitt. Nú Jykirmest

varið í friðartíðindi.

Fiegnirnar af atburðum þeim, sem

orðið hafa i Rússlandi siðnstu vik-

una, hafa þótt tiðindum sæta. Um-

talið um hafnbannið hefir orðið að

þoka fyrir þeim stórtíðtndum.

Símfregnirnar herma að rétturinn

til keisaradóms hafi verið fenginn

Michael stórfursta með alþjóðar sam-

þykki. Virðist því svo sem viðburð-

irnir séu aðrir og meiri en ætla

mátti í upphafi, því afsetning og

fangelsun gamla ráðuneytisins þurfti

ekki endilega að hafa í för með sér

keisaraskifti. Þetta gat verið iík breyt-

ing þeirri i Englandi, er Arquith

fór frá en Lloyd George tók við.

Aðferðin bara rússnesk.

Þvi hefir verið spáð fyrir löngu

að ófriðar þyrfti með til að koma

rússneska einveldinu fyrir kattarnef.

Meðan stóð á ófriðnum við Tapana,

reyndi almúginn rússneski að hrista

af sér okið, en mistóks; hraparlega

svo sem kunnugt er. En nú eru

tímarnir breyttir og undarlegt má

heita, hversu friðsamlega þessi mikla

breyting hefir á komist, ef treysta

má símfregnunum.      )

Rússneska einveldið er úr sög-

unni. Og nú vaknar til starfa fjöl-

mennasta þjóð Evrópu, sem hingað

til hefir legið i dvala í ánauðar-

hlekkjunum. Þjóðin sem í margar

aldir hefir þráð frelsið, en átt visa

Síberíuvist fyrir ógætilega talað orð

eða alls ekki neitt. Og nú má bú-

ast við risavaxnari þroska Austur-

evrópu á næstu árum, en nokkurn

hefir dreymt um.

Sennilega verður stjórnarbyltingin

ekki til að flýta fyrir úrslitum ófrið-

arins. Menn voru að spá því í fyrstu

að nú væru Rdssar úr sögunni sem

þátttakendur í stríðinu, en önnur

virðist raunin ætla að verða. Hinum

gamla yfirhershöfðingja, Nikulási stór-

fursta hafa verið fengin öll völd í

hendur á ný og ekki ástæða til að

ætla annað en að herinn felli sig við

breytinguna.

Utn framtíðarfyriikomulag'ð á

æðstu stjórn landsins er erfitt að segja

nokkuð ákviðið. Ætla má að stjórn

Michaelis keisarabróður sé að eins

til bráðsibirgða. En hvað síðar verð-

ur veit maður ekkt. Hver veit nema

einvaldsríkið verði innan stundar orð-

ið að lýðveidi?

Hin tíðu stjórnarskifti sem orðið

hafa í Rússlandi upp á síðkastið gáfu

ástæðu til sð vænta breytinga. En

hitt mun fæsta hafa grunað, að breyt-

ingin kæmi svona fljótt og gengi

svona hljóðalaust af. Máttur þjóð-

arinnar og skilningur hennar á þýð-

ingu sjálfrar sín, hefir að lokum vax-

ið embættismannasamábyrgðinni svo

rækilega yfir höfuð, að hiin hefir ekki

séð sér fært að veita viðnám lengur.

Jarðarför ekkjunnar Vilborgar Jónsdóttur

frá Setbergi),  shih  andaðist þann 12. þ.

m , er ákveðin frmtudagínn þann 22. þ. m.

kl. II f. m. og hefst með húskveðju á heim-

hinnar látnu, á Jófríðastaðavegi 13.

Eftir ósk hinnar látnu verður kistan borin

hina fornu Garðakirkju.

Hafnarfirði 17. marz 1917.

Börn og tengdabörn.

Nikolaus stérforsti.

- w» ¦~*f*a,/Mir"--'A ¦w--j.^.

Hmn var í upphah ófriðarins yfir-

hershofðingi Rússa. En eftir hinar

miklu hrakfarir, sem Rú-sir fóru

fyrir Þjóðverjum sumarið 1915, var

hann settur af, og tók keisarinn þi

sjílfur yfirstjórn hers og flota. Ea-

Nikolnus var settur yfir her Rúisa-

suður í Kaukasus. Þar var hann

þangað til í haust að hann var send-

ur til Rúmeniu og honum fengin

yfirherstjórnin þar. En nú hefir hann

aítur fengið fulla uppreisn, þar sem.

hin nýja frjálslynda stj^rn í Rúss-

hndi hefir gert hann að yfirher-

stjóra alls Rússahers á landi.

Bannlagabrot.

Um daginn kom hingað ekin

islenzku botnvörpunganns, sem tií

viðgerðar hafði verið í Danmörku,

Lá þegar grunur á því að skipið

hefði áfengi meðferðis og styrktist

hann við það, að skipið íór út aft-

ur áður en lögreglunui hafði gefist

kostur á að rannsaka þsð. Síðar

fundust í Viðey og Gufunesi, að sögn

eftir tilvísun einhverrar stúlku í Viðey,

allmiklar áfengis-birgðir, sem grunuf

lék á að fluttar hefðu verið á land

úr botnvötpungnum. Fyrir rétti jit-

uðu skipverjar að skipið hefði haft

áfengi þetta meðferðis.

Réttarhöld hafa reörg verið í rDá»

þessu og mun það ekki útkljáð enn.

SSS'   D A 880151 N.   ^^'

Afmæli f dag:

Guðbjörg Þorsteinsdóttir, húsfrú.

Sign'Sur Þorláksdóttir, búsfrú. f

Steinunn Sigurðardóttir, húsfru.

f. Henrik Ibsen, 1828.

f. Jón Ólafsson, 1850.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4