Morgunblaðið - 29.03.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.1917, Blaðsíða 1
Fimtudag 29. marz 1917 4. argangr 145 tölublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. Isafoldarprentsmiðja Afgreiðslusími nr. 500 Gamla Bio Tvær mæður Sjónleikur i 3 þáttum frá Pathé Freres í Paris, leikinn af beztu leikurum Parisarborgar. Afaifalleg og áhrifamikil 'mynd. | ■nBHMiil------------ Ungl st. Unnur nr. 38 heldur árshátíð sina í Good- Templarahúsinu föstudag 30. þ. m. kl. 7 síðdegis. Aðgöngumiða sé vitjað á Lindar- götu 18, fimtudag, eftir kl. 4 síðd. Hérmeð tilkynnist að jarðarför minnar hjartkæru eiginkonu, Guðlaugar Jónsdóttur, fer fram frá heimili hennar, laugardaginn 31. þ. m. og hefst með húskveðju kl. ll'/2 fyrir hádegi. Guðm. Jónsson, Sauðagerði. Smjörverð. Þá er nú komið hámarksverð á íslenzkt smjör, 3 — 3.30 kr. kíló hvert í stað 4.50—4.60 kr. svo sem nú hefir verið að undanförnu. Menn eru að tala um það, að þetta muni til ills eins. Bændur muni heldur vilja eta smjör sitt sjálfir heldur en selja það við þessu verði. Kaupstaðabúar verði því alveg við- bitslausir, þrátt fyrir útflutningsbann- ið. Og í þriðja lagi muni þetta spilla fyrir þeirri hugmynd að bændur færi frá í sumar, eða jafnvel fæla þá al- gerlega frá því að gera-það. Það er rétt að athuga þetta dálit- ið nánar. Hver maður ætti að geta séð það, að flytjist ekkert viðbit til landsins, þá munu bændur nota smjör sitt til heimilisþarfa, hvort sem verðið á þvi er hátt eða lágt. Eu hitt væri fásinna að ætla það, að þeir legðu meira smjör til búa sinna, heldur en nauðsyn krefur. Enginn bóndi mun svo skyni skroppin. Og eigi munu bændur heldur svo fáfróðir að eigi viti þeit það, að smjör er ekki hægt að geyma til langframa. Það er þvi engin hættr á þvi að þeir haldi smjörinu eftir, í þeirri von að þeir geti fengið hærra verð fyrir það síð- ar. Við geymsluna skemmist smjör- ið og það kæmi þess vegna sjálfum þeim verst í koll, ef þeir ætluðu að fyrna það. Á hitt ber einnig að líta, að há- marksverð það, er verðlagsnefnd hefir ákveðið og stjórnarráðið sam- þykt, er svo hátt, að hver bóndi er fullsæmdur af því. Og þótt smjörið hafi verið selt hærra verði — miklu hærta verði — hér i Reykjavík nú að undanförnu, þá er það efasamt hvort bændur hafa fengið 3 krónur fyrir kilóið. Það er hægt að leggja á smjör eins og hverja aðra vöru, eigi sízt nú, meðan viðbits-eklan er sem mest. Hins ber líka að gæta, að þótt stærsti markaðurinn sé hér i Reykjavík, þá þurfa fleiri að eta smjör heldur en Reykvíkingar og fr mleiða fleiri smjcr en þeir einir, sem selja vörur sinar hér. Og bænd- ur úti á landi — aðrir en þeir, sem ef til vill hafa haft lag á því að fá óhæfilega hátt verð fyrir vörur sín- ar hjá Reykvíkingum — munu fagna því, ef þeir geta fengið alt að 3 krónum fyrir kílóið af smjöri sinu. Menn verða að gá að því, að þetta er ekki litil verðhækkun frá því sem var, áður en striðið hófst. Þá fengu bændur kr. 1.20—150 fyrir hvert kiló af smjöri. En þá var kjöt í geypiverði — þótt hærra kæmist það siðar. Nú er alt óvíst um kjötmark- aðinn. Menn geta eigi haft neina hugmynd um það hvað kjötverðið vetður i haust. .En smjörverðið mun óliklega verða iægra en þetta, því að eigi eru horfur á því að framboð af fituvörum verði um of. Af öllu þessu er ljóst, að bændur þurfa eigi að kynoka sér við því að færa frá. Allar mjólkurafurðir verða i qeypi- verði svo sem skyr, ostar og smjör (því að geypiverð má á smjörinu kallast samanborið við það sem áð- ur hefir verið). Og það eru líkur til þess að bændur muni ekki þurfa að kvarta um skort á vinnuafli i sumar, svo að eigi ætti það að verða til þess að draga úr þeim kjark með það að færa frá. Þeir vita svona hér um bil hvað ærin gefur af sér mikla mjólk á sumri og er það þá ein- falt reikningsdæmi að finna hve mikinn arð hver ær gefur. En að hinu leytinu er það að renna alveg blint í sjóinn — og eigi búmann- legt — að íáta ærnar ganga *með dilk, þegar engin vissa er um það, að að hátt verð fáist fyrir kjöt í haust. En eitt er það í þessu máli, sem athuga þarf rækilega: Hvernig er hægt að að spara óþarfa milliliði í innlendu verzluninni? Það er ákaf- lega þýðingarmikið að milliliðirnir haldi eigi niðri verðinu fyrir fram- leiðendum og gæti þess þó altaf að fá hámarksverð fyrir afurðirnar hjá þeim, er þær kaupa til neyzlu. Þeir bændur, sem eru í kaupfélög- um og sameignarfélögum (svo sem Nýja Bíó Nýja Bíó <[ Skrifarittn Þessi framúrskarandi lallega mynð verður enn sýnd í Evolé, 29. marz. — Aðgöngumiða má panta í síma 107 allan daginn®—■ Tltji dansskóíinn dCfing í Evöíó Rí 9 í tSárunni. Sláturfélagi Suðurlands) eru sæmi- lega settir með það að fá fult verð fyrir afurðir sínar. Hinum þyrfti að hjálpa með einhverjum ráðum. Fyrir sitt leyti gæti Reykjavík gett það á þann hátt, að bæjarstjórnin hérna keypti vörurnar af bændum — skyr, smjör og osta — og seldi svo aftur út um bæinn. Hagnað ætti bæjarstjórn eigi að hafa á því, held- ur að eins svo lág ómakslaun, að þau hrykkju íyrir útgjöldum. Og svo ber bráð nauðsyn til þess, að komið sé á feitmetisskömtun sem fyrst. Guðm. Jónsson. VerMagsnefndin. Það er erfitt að lifa svo öllum líki — ekki sízt hér á landi. Veslings verðlagsnefndin hefir undanfarið verið skömmuð nokk- urn veginn látlaust fyrir að gera ekkert. Og jafnóðum og árangur af starfi hennar kemur fyrir al- menningssjónir sern hámarksverð, þá er hún skömmuð fyrir það. Ignotus, sem skrifar í Morgun- blaðið í morgun, skammar hana bæði fyrir aðgerðir hennar og að- gerðaleysi. Að hann ruglarsam- an stjórnarráði, velferðarnefnd og verðlagsnefnd skiftir vitaskuld ekki máli. En grein hans er bygð á svo mikilli vanþekkingu á því, sem hann skrifar um, að hun má ekki vera óátalin. Þeir sem þekkja til, vita að verðiagsnefndin, sem nú er, er sí- starfandi og verður alls ekki af henni heimtað með neinni sann- girni, að hún eyði meiri tíma í nefndarstörfin en hún gerir. Og allflestir býst eg við að verði henni sammála um þá stefnu, sem hún hefir tekið, að reyna að kom- ast sem mest hjá því að setja há- marksverð á vörur landsmanna, en semja heldur við framleiðendur svo að verð á vörum verði ekki sett hærra en sannsýnilegt er. Annars er það ekki meining mín að skrifa neina apologíu fyrir verðlagsnefndina, en meginþáttur greinar I. er um mjólkurverðið, sem eg hefi haft afskifti af, og finst nauðsynlegt að að minsta kosti sé rétt frá skýrt. Þegar verðlagsnefndin í haust setti hámarksverð á mjólk, var úrskurði hennar skotið til þáver- andi ráðherra. Eftir að mjólkur- framleiðendur höfðu lagt fyrir hann gögn sín, félst hann á að mjólkurverðið gæti ekki verið lægra en 35 aura pr. líter eins og framleiðslukostnaður væri þá. Varð það að samningum milli hans og Mjólkurfélagsins, að félagsmenn skyldu slaka til og selja mjólk á 35 aura pr. 1., meðan maismjöl vœri fáanlegt hér i bœnum á 20 Jcr. pr. 63 Jcg., en úrskurður verð- lagsnefndar um 32 aura verð pr. 1. skyldi feldur úr gildi. Sam- komulag þetta var birt í blöðun- um í október í haust. Nú kostar það maismjöl, sem mjólkurfram- leiðendur nota kr. 27,50 pr. 63 kg. og auk þess hafa vinnulaun hækkað um 25%- Sáu mjólkur- framleiðendur sér því ekki fært að selja áfram mjólk með gamla verðinu. Vegnaþessþað varsamn- ingum bundið frá í haust, þó sá samningur væri bundinn skilyrði, sem nú var 'fallið burtu, sneri Mjólkurfélagið sér til stjórnarinn- ar um þetta, en stjórnin vísaði til verðlagsnefndar. Eftir ræki- lega athugun samþykti verðlags- nefndin að setja mætti verðið upp c? ajn aóarmannafeíagsjunóur i Rvoló Rí. 9 i Sáruöúó (uppi)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.