Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 160. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ij. apríl 160 tbl.
MORGUNBLAÐIÐ
C3SBBMBH
Farið  eftir  fyi-irso£ninni  sem
er  a  ollum   5un!fttht   sopu
um'nieuin.
Hví  notáð  þér  blautasápu  og  algengar
sápur,  sera  skemraa
íöt, notió  heldur
SUNLIOHT  S f\PO,
sem   ekki   spillir
fínustu tíúkum  né
veikasta   hörundi,
Stjórnarbyltingar.
Þær eru ekki lengi að gerast
nú á dögum. Þjóðhöfðingjaættir,
sem setið hafa á veldisstóli um
aldaraðir eru settar afog sviptar
völdum á fáeinum klukkustund-
um. Þetta hefir ekki altaf verið
svo, í gamla daga vori bylting-
arnar miklum erviðleíkum bundn-
ar og kostuðu optast nær miklar
blóðsúthellingar. Svo var það
t. d. þegar Karl I. Englakonung-
ur reyndi að brjóta í bág við
vilja þings og þjóðar; byltingin
sem þá varð stóð í 7 ár.
Rússneska stjórnarbyltingin nýja
stóð yfir í 48 klukkustundir.
Romanow-ættin hafði setið að
völdum í þrjár aldir og þó tók
ekki nema tvo daga að koma
henni fyrir kattarnef.
Stjórnarbyltingin mikla i Frakk-
landi, hin fyrsta sem gerð hefir
verið i heiminum fyrir almenn-
ihö mannrjettindum, hófst þegar
árásin var gerð á »Bastilluna«
14. júlí 1789 og endaði með af-
töku Robespierre 28. júlí 1794 og
stóð því um 5 ára skeið.
Hraðfara byltingar.
Stjórnarbyltingin í Portúgalár-
ið 1910 stóð yfir að eins 31
klukkustund. Fyrst gekk land-
herinn og síðan flotinn uppreisnar-
flokknum til handa, skothríð var
gerð á konungshöllina og smá-
vegis óeirðir á strætum úti, en
eftir einn sólarhring var alt geng-
ið um garð, og Manuel konungur
landflótta. Konungsríkið Portugal
Var gert að lýðveldi og konungs-
settin frá Braganza, er setið hafði
&ð ríkjum í 270 ár var úr sög-
unni.
Manchu-ættin, sem ráðið hafði
rtkjum í Kína i 267 ár hvarf úr
þjóðhöfðingahópnum, er Hsuan
Tung keisari var látinn segja af
^sjer. 12. febrúar 1912, að eins
5 ára gamall og Kína lýst lýð-
veldi með stjórnarskipun líkri því
sem tiðkast í gömlu lýðveldun-
um. Byltingin sem gerbreytti svo
stjórnarf orráðum 400 mil jón manna
var hafin 11. okt: 1911 af nokkr-
um hundruðum hermanna í Wuc-
hang og breiddist út eins og
eldur í sinu. Herinn varð með
uppreisnarmönnum og þá var
björninn unninn.
Stjórnarbyltingarnar nú á dög-
um eru ekki að eins miklu hrað-
ari á sjer en fyrrum, heldur
einnig miklu róstuminni. Franska
byltingin 1789 laugaði alt ríkið í
blóði. En sú seinasta, sem varð
1870 eftir ófarnar við Sedan fór
fram án blóðsúthellinga að kalla
mátti. Byltingin sú var einnig
sú stysta, sem orðið hefir nokk-
urntía. Hinn 4. september kl. 3
og 10 mín. e. h. kom þingið sam-
an á fund. Þá var Frakkland
keisaradæmi. En stundarfjórðungi
eftir kl. 4 var ríkið lýst lýðveldi
og Bonaparte-ættin afmáð eins
og kertaljós sem slökt er.
Stjórnárbyltingin sem árið 1889
gerði keisararíkið Brasilíu að lýð-
veldi var nærri því eins við-
burðalitil. Enda þótt það væri
herinn, sem hóf uppreistina urðu
ekki neinar orustur að marki.
Gamli keisarinn Don Pedro var
tekinn höndum og sendur á her-
skipi til Evrópu ásamt fjölskyldu
sinni.
Raunaleg urðu örlög Maximi-
lians keisara í Mexico, sem var
bróðir Frans Jóseps Austurríkis-
keisara. Þegar Mexikanar lýstu
rikið lýðveldi, árið 1865 einsetti
Maximilian sér að beita vopnum
móti byltingarmönnum. Og í á-
kefð sinni lét hann taka af lífi
marga fanga saklausa, sem hann
taldi uppreistarmenn. Það var
því, næsta eðlilegt að byltingar-
menn tækju keisarann af lífi er
þeir höfðu náð honum á sitt
vald.   '
önnur by ltingarsaga ekki þokka-
legri gerðist í Serbíu árið 1903 i
júnimánuði þegar Alexander kon-
ungur var myrtur í höll sinni og
með honum hin alræmda drottn-
ing hans, Draga. Með morði
þeirra konungshjóna var Obreno-
vitch-ættin fyrir borð borin.
Það er langt síðan menn fóru
að spá stjórnarbyltingu í Rúss-
landi. En fæstir munu hafa látið
sér til hugar koma að sú bylt-
ing gæti orðið jafn friðsamleg og
raun er á orðin. Blóðsunnudag-
urinnn frá 1905 stóð öllum í svo
fersku minni. En það, að bylt-
ingin varð svona friðsamleg, er
eitt af því fáa, sem þakka má
ófriðnum mikla.
Arfgengna stjórnin er að ganga
úr móð. Og ekki er fyrir það að
synja, að þeim fækki enn betur
en orðið er keisufunum og kon-
ungunum áður en langt um líður
Kolin og kolanámurnar
ísienzku.
Eftir Þorst. Júl. Sveinsson.
Málamiðlun
Jafnaðarmanna.
---------B--------
Stauning meBalgöngumaBur.
Laugardaginn fyrir pálmasunnudag
sendi stjórn jafnaðarmanna í Þýzka-
landi svolátandi skeyti til danska
ráðherrans og jafnaðarmannsins
Stauning:
— Rússneskir ja/naðarmenn í
Kaupmannahöfn hafa sent okkur
friðarboðskap og ósk um það, að
við berjumst móti öllum afskiftum
af st|órnarbyltingunni í Rússlandi.
Þýzkir jafnaðarmenn eru alveg sam-
máia hinum rússnesku jafnaðarmönn-
um i þessu efni og hafa ótvírætt
haldið þessari skoðun fram á sein-
asta fundi ríkisþingsins. Aðrir stjórn-
málaflokkar í Þýzkalandi og stjórnio
sjálf, hafa einnig látið það ótvírætt
í ljós, að eigi bæri Þjóðverjum að
skifta sér neitt af innanríkismálum
Rússa. Þýzkir jafnaðarmenn sam-
gleðjast ,hinum rússnesku jafnaðar-
mönnum út af hinu pólitíska frelsi
stm þeir hafa fengið og óska þess
heitt, að það verði til þess að færa
heiminum friðinn, sem þýzku jafn-
aðarmennirnir hafa barist fyrir síðan
stríðið hófst.
Við biðjum yður að birta þetta í
»Social Demokrafent og síma það
til Tszheideze (foringja jafnaðar-
manna) og »dúmunnar i Petrograd.
Stauning varð við hvorri tveggja
beiðninni og þykir »BerI. Tidendec
sem hann hafi eigi komið þar svo
hlutlaust fram, sem dönskum ráð-
herra sami.
Nii er svo háttað högum okkar
Islendinga, að til stórvandræða
horfir með eldivið á komandi
vetri og máske fyr, svo framar-
lega að stríðinu ekki linni á
þessu sumri. Einkum mun kola-
vöntun verða tilíinnanlegust í
bæum og stærri kauptúnum, sem
nú mörg undanfarandi ár hafa
eingöngu brent kolum og hafa
þar afleiðandi enga eldstó, sem
hægt er að brenna öðru í t. d.
þurkuðum ífiskiúrgangi þönglum ,
og þangi, sem vel má brenna í
opnum eldstóm eða hlóðum, en
húsakynni og þrengsli orsaka það,
að ómögulegt er að breyta þess-
um lifnaðarhætti á stuttum tíma.
Af þessu leiðir að bæjarbúar
eða þeir, sem eingöngu hafa not-
að nefnd eldfæri verða að ná í
eldsneyti sem hægt er að brenna
í eldavélum, en það eldsneyti er
kol, mór eða viður.
Um viðinn er naumast að tala
hér á landi því þótt einstöku
skógarrjóður séu lítið eitt grisjuð
árlega gætir þess skógarhöggs
svo litið nema ef vera skyldi
sem uppkveikja.
Aftur er mór víða notaður sem
aðaleldiviður til sveita og í minni
kauptúnum og víða svo góður
að hann er fult viðunandi elds-
neyti. Eunfremur hafa menn á
ýmsum stöðum fundið svo um
munar, surtarbrandslög í jörðu,
sem auðvelt er að ná að sjer
fyrir nærliggjandi héruð, og síðast
í fyrrasumar fundust góð húsa-
kol í ríkum mæli að ytra útliti
(i Stálfialli).
Alt þetta bendir á það að land
vort sé þeim gæðum gætt að
hægt sé að afstýra fyrirsjáanleg-
um vandræðum sé ráðið tekið í
tíma og notað það, sem fyrir
hendier. Allirvitaþað,aðaf öllum
skorti er vatns og eldiviðarskort-
ur hið allra sárasta því lengi má
eitthvað finna til að leggja sér
til munns sé hægt að hreinsa það
í vatni og elda það.
Engin taki orð mín þannig,
að eg álíti skort liggja fyrir dyr-
um þótt stríðið haldi áfram, en
hitt er öllum ljóst, að vöntun
verður á ýmsum, en það er
okkar að gera við þvi að sú
vöntun ekki verði að skorti.
Nú er það Ijóst að skipakostur
verður erviður alt sumarið og
fram á haust að minsta kosti,
farmgjöld fara ávalt hækkandi
og vörur þarafleiðandi líka, og sá
skipakostur sem við eigum ráð
á svo lítill, að naumast myndi
hrökkva til að íiytja að landinu
nauðsynjar þær, sem vér ómögu-
lega gætum framleitt hér, svo
sem kornvörur, salt, olíu, sykur
og ýmsa vefnaðarvöru, veiðar-
færi, skófatnað, og flest er skip-
um og útveg tilheyrir. Þar með
talin skipakol, þótt  reynt  yrði
L
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8