Morgunblaðið - 24.04.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.1917, Blaðsíða 1
Ritstjórnarsími nr 500| Ritstjóri: Vilhjálmnr Finsen. |Isafoldarprentsmiðja I»riðjudag 24. v apríl 1917 4. argang'f 169. tölubiað Afgreiðslnsimi nr. 500 Gamía Bíó Luciííe íove, 21., 22., 22., 22., 22. og 26. þáííur verða sýndir í kvöld og nasstu kvö!d, fram til sum'.udags. Sýningin stendur yfir 1V2 kl.st. Aðg.m. kosta eins og áður 70, 50 og 25 aura. Tölusett sæti má panta í síma 475 til kl. 5. Pantaðir aðgöngumiðar afhendast i Gamla B o kl. 7— 8. Æfing í nýtízkudönsum Yerður í kvöld kl. 9 i Iðnó. Stefanía Guðmundsdóttir. ^ffarzlun, maé falsvaréum vörum, íií söíu úti á landi. Arðvænlegur staður. Góðir borgunarskilmálar. Til greina getur komið að aðrar eignir yrðu teknar i skiftum. Lysthafendur sendi adressu sína til Morgunblaðsins, í lokuðu um- slagi, merkt „100“, fyrir lok þessarar viku. d. S. <3. <3. S. <3 íþróttafélag Reykjavíkur heldur kvöldskemtun fimtudaginn 26. þ. m. kl. 9 síðdegis í Iðnó. Húsið opnað kl. 8^/g. Skemtiskrá: fiuðm. Björnson landlæknir: Upplestur. Theodór Arnason: Fiðluleikur. Fimleikaflokkur I. R. sýnir fimleika. Skrautsýning (Nýjasta nýtt). &ezta Rvolésfiamíun arsins. Aðgöngunaiðar seldir í Bókverzlun ísafoldar og kosta 1 krónu sæti, 75 aura standandi. HérmeO tilkynnist aO okkar hjartkæri sonur, Eiríkur Óskar Þorsteinsson rakari, verOur jarösettur fimtudaginn 26. þ. m. og hefst meO húskveöju á heimili hins látna, Laugaveg 38 B., kl. II1/* f- h. GuOrún Vigfúsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson. Bezt er að bua að sínu. (Niðurl.) Þá vildi eg leiða athygli að sæ- þörungunum. í 20. árgangi Búnaðarritsins árið 1906 er fróðleg grein eftir Helga Jónsson, grasafræðing: »Nokkcr orð um notkun sæþörunga«, og enn- fremur er í 24. árgangi Búnaðar- ritsins, árið 1910, grein eftir Asgeir sál. Torfason efnafræðing um efna- greining á þörungum þeim, sem hr. Helgi Jónsson skrifaði um. Eru báðar þessar greinar mjög fróðleg- ar og vildi eg benda almenningi á að kynna sér þær. í grein sinni seg- ir H. J., að gróðurinn við strendur íslands sé »tiltölulega miklu fjölbreytt- ari og þroskameiri en gróðurinn á landi,< einkum séu sæþörungarnir mjög blómlegir við suðvesturhluta landsins. Varla getur það verið efa- mál, að lán væri það, ef við fær- um nú að nota okkur af þessum þroskamikla sævargróðri, sem í sér hefir falið mikið af þeim efnum, sem gefa korninu gildi þess til mann- eldis. Hér skal þó að eins drepið á tvær af þessum sæjurtum, sem sé sölin og pnrpura-himnuna, þótt fleiri mætti nefna. , Sölin (Rhodymenia palmata) þekkja sjálfsagt margir og fáir eru þeir vist, sem eigi hafa heyrt þeirra getið að einhverju góðu. Það yrði hér of- langt mál að fara að taka upp alla efnagreiningu Asgeirs sál. Torfason- ar um sölin; en hér skal að eins tekið upp niðurlagið, er segir: »Á efnagreiningunni sést að söl eiga fullkomlega skilið að þau hafa þótt góð fæða. Köfnunarefnasamböndin eru mikil og auðmelt. Að visu er askan mikil, en sjálfsagt er hægt að minka hana að mun með þvi, að leggja sölin i ósalt vatn. Áð líkind- um færi þá meiri hluti matarsalts- ins (Na Cl) og talsvert af öðrum söltum burtu.« En þetta er einnig það, sem reynslan hefir kent mönn- um fyrir löngu. Þannig segir í ferða- bók E. Ó. og B. P., bls. 444, að á Breiðafjarðareyjum séu sölin þvegin upp úf ósöltu vatni áður en þau séu þurkuð, því að með þessu móti verkist þau betur og verði sætari. En í Saurbænum segja þeir að þess þurfi ekki með, því að þar rennur ósalt vatn um fjöruna þar sem grös- in vaxa. Svo segir ennfremur í um- getinni ferðabók, bls. 483, að Barða- strandasýslu séu sölin látin í báta og þeir fyltir ósöltu vatni. Séu söl- in látin liggja í vatninu í sólarhring, en slðan breidd á jörðina til þurks. Þegar búið var að þurka sölin voru þau látin i tunnur eða önnur lík ílát og geymd þannig. Eftir nokk- urn tima sezt þá á sölin hvítleitt og sæt dust, sem nefnt er hneita. 77//777 BÍÓ mtt prógram i kvötdt Kvenfélag Fríkirkjunnar heldur fund 25. þessa mán. á venjulegum stað og tíma. Frá því i fornöld og öld eftir öld hafa menn hér á landi neytt sölva og jafnan hafa þau þótt góð og holl fæða. Af oftnefndri ferðabók E. Ó. og B. P. og fleiri öðrum ritum má sjá, að sölva hefir verið neytt svo að kalla daglega, að minsta kosti alt fram að 19. öldinni, En úr því virðist fara að draga úr notkun sölv- anna til manneldis, og á síðustu tímum mun hún hafa lagst niðnr, að minsta kosti á flestum efnaðri heimilum. Að vísu get eg ekki sagt að eg sé þessu nákunnugur. En eg get ekki leitt hjá mér að minn- ast eins dæmis, sem eg þekki. Það var fyrir mörgum árum að eg var gestur á alkunnu rausnarheimili í grend við Reykjavík. Við sátum þar við morgunverð, og eins og lög gera ráð fyrir var þar margbrotinn og góður matur fram borinn. En á borðum var líka meðal annars diskur fullur af velverkuðum, hvítum sölvum. Lagði einkennilegan ilm af þeim. Það var eitthvað farið að tala um sölin, og sagði hin elskuverða húsmóðir þá, að þar í húsinu væru söl jborðuð jafnaðarlega; heimilis- fólkinu þætti þau sælgæti og bætti hún brosandi við: »Mér virðist það annars vera skortur á réttu uppeldi að kunna ekki að borða söl«. Svona leit hún nú á sölin og heimafólk hennar sjálfsagt líka. Víst væri það enginn skaði, ef fleiri — húsmæður og aðrir — vildu Hta eíns á þetta og hún, eigi síst á þessum timum. Sölin munu venjulega hafa verið borðuð hér á landi hrá eða ósoðin - með harðfiski og smjöri. Þar á móti virðast þau sjaldan hafa verið borðuð soðin, og kemur það ef til vill af því að soðin söl þykja vera nokkuð væmin. Það þarf að krydda þau. En um krydd hefir oft verið lítið hér á landi. I öðrum löndum eru sölin brúkuð ýmist hrá eða soðin. í hinni fróð- legu ritgerð sinni: »Um manneldi«, prentaðri 1868, segir Jón landlæknir Hjaltalin, að sölin hafi á Færeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.