Morgunblaðið - 27.04.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.1917, Blaðsíða 1
Fðstudag 27. april 1917 4 argaa^p Í72 tölublaft Ritstjómarsími nr 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. Isafoldarprentsmiðja L 0. 0. F. 994279. Afgreiðslnsimi nr. 500 Gamla Bio 21, 22,, 23., 24,, 25. o$ 26. fáttar verða sýndir í kvöld- og næstu kvöld, fram til sunnudags. Tölusett sæti má panta í síma 475 til kl. 5. Pantaðir aðgöngumiðar afiaend- ast í Gamla Bio kl. 7—8. - Stefára Jónsson læknir tekur á móti sjiiklingum kl 5—6 i lækningastofum Jóns lækuis Krist- jánssonar, í Lækjargötu 6. Bann, Hérmeð banna eg alla umferð um Bráðræðis- og Sauðagerðistúnið. Sömuleiðisað börn séu þar að leikum. Sé þessu ekki hlýtt mun eg leita réttar mins að lögum. Sveinn J. Einarsson. Dugleg og góð stúíka óskast í vist frá 14. mai. Hansson, Laugavegi 29. U. M. F. Iðunn Fundur í kvöld (föstudag) kl. 9 í Bárunni (uppi). Mörg skemtileg og áriðandi störf. Síðasti fundur í vorl K.F.O.E. Afmælisfundur í kvöld kl. 8^/2, Upptaka nýrra meðlima. Allar stiilkur, þótt utanfélags séu, eru velkomnar. Morgunblaðið bezt. í útlendum blöðum má að kalla dagiega lesa um að gasnotkun í þeitn og þeim bæ hafi verið tak- mörkuð að raiklum mnn og sum- staðar alveg tekið fyrir gasnotkun og stöðvunum lokað, vegna kola- skorts. Og nú er svo komið, að Reykjavik er í sömu fordæming- unni. Gasstöðin hefir auglýst að fram- vegis verði lokað fyrir gasið frá kl. 9 á kveldin til 5 að morgni. Með því er tekið fyrir alla gasnotkan til ljósa. Sparast að sjálfsögðu mikið gas við það, því þó dagurinn sé langur orðinn, virðist samt svo, sem margir komist ekki hjá því, að láta Ijós loga fram á nótt. En sparnað- urinn, sem við Ijósgasbannið verður, er hvergi nærri nógur. Betur má ef dnga skal, því hugfast verður að bafa, að qasstöðin er að protum komin með kol 0g að pað má að eins takast með ttrustu sparsemi Jrá allra gas■ notenda hálju, að haja gas handa banum framundir miðjan júni mánuð. Nú veit fólk hvernig það á að snúa sér. Fyrir alla óþarfa eyðslu kemur hefnd. í>að er oss sjálfum fyrir beztu að spara gasið. Því n eira sem sparað er, þess lengur tndist sá litli forði, sem til er af gaskolum. En hvernig á að spara? Flestum finst sem þeir spari eins og þeir frekast geta, og finna engin ráð til að takmarka gaseyðsluna meira en gert er. En sannleikurinn er sá, að mikið gengur i súginn, algerlega til óþarfa. Oft má sjá það, að fólk lætur loga á gasi til að halda heitu vatni í kaffi eða annað. En í stofunni er ofninn kyndaður og gefur meira en nógan hita, og vandinn ekki annar en að setja ketilinn á ofninn. Til að ylja vatn til þvotta má líka nota ofnhitann, því víðast hvar mun lagt í ofna enn þá, þó hverjum meðal- hraustum manni væri vel fært að lifa án þess, þessa veðurblíðu daga. Og ekki væri það frágangssök, að neita sér um að hafa heitan mat nema einu sinni á dag. Kaffi- og tehitun er meiri eyðsluseggur á gas- ið, en nokkur maður gerir sér hug- mynd um. Þá er það og mikill munur hvað soðið er. Fiskur þarf ekki nema litla suðu, sumt kjöt t. d. nautakjöt aftur á móti afarmikla. Fólk ætti þvi, eldsneytisins vegna, að neyta svo litils kjöts sem fært þykir. Og það á ekki að líðast, að sjóða sein- soðinn mat, án þess að hafa moð- kassa. Það er sýnt og sannað með reynslunni að moðkassinn, sem hægt er að láta hvern smið smíða, borgar sig á örstuttum tíma. Steik- ing og kökubakstur ætti fólk að forðast eins og mögulegt er, því það eyðir mjög gasi. Síðan naunit fór að verða um ofnko), hafa œenn tekið upp á því að Dota gasofna til hitunar. Slíkt ætti að barma þegar í stað og taka gasið algerlega af þeim, sem gera sig seka í slíkri eyðslu. Og ekki væri það fjarri sanni að banna þeim heimilum gasnotkun, sem gera sig seka um eyðslusemi á gasinu. Fólk sýnir svo oft að það viil ekki spara, þrátt fyrir nauðsyn þá sem á því er, og því verður að neyða það til þess að spara. Gaseyðslan fer mjög vaxandi. Hinn 4. marz í fyrra var eytt 1510 rúm- stikum af gasi í bænum. En í ár, 41 degi seinnaáárinu og þrátt fyrir fiýtta klukku, var gaseyðslan 14. þ. m. 1520 rúmstikur. Að vísu mun fólk- ið fleira, en samt dylst það ekki, að illa er á haldið. Gasstöðin er hætt að seija »koksc, og notar það alt sjálf til að hita upp ofnana, svo ekki geta bæjarbú- ar náð sér í það, til þess að brúka þegar gasið er þrotið. Þrátt fyrir margvíslegar tilraunir .er enn þá vonlaust um að fá gas- kol frá útlöndum. En það skal skýrt tekið fram, að meiri nauðsyn er á gaskolnm hingað til landsins en ofn- kolum, þvi hver 1000 ton af gas- kolum gefa fyrir utan gasið 750 ton af »koks«, og mundi helmingur þess verða á boðstólum handa bænum. En hvað tekur bærinn til bragðs þegar gasstöðinni verður lokað? Og hvað gerir stjórnin? Einhverja fyrir- hyggju þarf að bafa, svo bærinn eti ekki hrátt í sumar. Leiðin er til: íslenzkt eldsneyti. Erl. simfregnir frð fréttaritara ísafoldar og Morgunbl Kaupmannahöfn, 25. apríl. Frá Berlín er sfmað, að mótmæli hafi komið frá Spánverjum gegn kafbáta- hernaðinum. Bretar tilkynna, að þeir hafi sótt fram í gær og handtekið 1500 menn. Tyrkir tilkynna, að á Irak-vígstöðvunum hafl þeir hörfað táeina kíló- metra norður á bóginn. núw BÍÓ Hálsmen múmíunnar. Sjóuleikur í 3 þáttum, útbúinn á leiksvið af Robert Dinesen. Aðalhlutverkið leikur hinn heiras- frægi kvikmyndaleikari Valtiemar Psilander, sem nú er nýlátinn. Tölusetta aðgöngumiða má panta í síma 107 allan daginn. Hinir íslenzku kaupmenn. Fnndur í Grnndtvigs-húsi. Mörg hundruð íslenzkir kaupmenn komu i gær saman í Grundtvigs- húsi til þess að ræða hið örðuga ástand, sem þeir og ættland þeirra er í. Bauð Carl Olsen kaupmaður menn velkomna og samborgari hans, hinn skörulegi Magnús Blöndalh stýrði fundinum, en fyrsti ræðumað- ur var Emil Nielsen forstjóri hins íslenzka Eimskipafélags. Herra Niel- sen skýrði frá örðugleikum þeim, sem á siglingum væru, en herra Boye Melsted stakk upp á að beina málum sinum til Zahle forsætisráð- herra. Hófust nú fjörugar umræður og fóru þær aðallega fram á hinu ís- lenzka máli, en hljómaði djariega i vetrardimmum salnum, með hin- um mörgn, svipsterku þögulu ver- nm, sem að gömlum íslenzkum sið höfðu tekið sér sæti meðfram lang- veggjunum. Að eins fáir sátu við borðin. Fundarstjóri þaggaði þegar í stað niður allan klið og málæði. Það kom í ljós að naumt væri um matvæli og aðalega væri út- litið slæmt að því er rúgmjöls- birgðir snertir. Af þeirn sem þátt tóku í umræðunum skulum vér nefna Asgeir Pétursson, Akureyri, Jensen- Bjærg, Reykjavik, Hallgrimm Bene- diktsson (ákafan íþróttamann, sem hefir tekið þátt i olympisku leikun- um í London og Stokkhólmi sem kappi), Þorbjörnsson, Reykjavík, Þorsteinsson, ísafirði, og frú Bjarn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.