Morgunblaðið - 28.04.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.1917, Blaðsíða 1
Laugartl. Ritstiórnarsimi nr 500 | Ritstjóri: YilhjAlmar Finsen. í Isafoldarprentsmiðia|Afgreiðslusimi nr. 500 Tl Tlýja-Latidi fásst Jarðarber (msð rjóma), Hprikoser, JJnanas og Jiirsuber. TILBOfl óskast í brezka botnvörpuskipið M A N X M A N þar sem það liggur strandað í Vestmanueyjum, ásamt öilu tilheyrandi sem í er, svo sem veiðarfærum, áhöldum, kolum o, fl., alt í því ástandi sem það er í. Ásgeir Sigurðsson, Okunni maðurinn verður leikinn sumuidagiun 29. april kl. 6Va siðdegis Aðgöngumiðar verða seldir i dag í Iðnó með hækkuðu verði og á morgun með venjulegu verði. 21, 22,, 23, 21, 25. og 26. þáttnr verða sýndir í kvöld og næstu kvöld, fram til sunnudags. Tölusett sæti má paita í síma 475 til kl. 5. Pantaðir aðgöngumiðar afhend- ast í Gamla Bio kl. 7—8. Stefán Jónsson læknir tekur á móti sjúklingum kl 5—6 í lækningastofum Jóns læknis Krist- jánssonar, í Lækjargötu 6. Hérmeð tilkynnist vinum og vandamðnn- um að móðir okkar elskuleg Kristin Guð- mundsdóttir frá Hðlakoti, til heimilis í Hildibrandshúsi við Garðastræti, 85 ára gömul, andaðist 25. þ. m. Börn hinnar látnu. Yöruúthlutunin Reglugerðin, sem stjórnarráðið setti 11. þ. tn. um úthlutun smjör- likis og kornv.öiu, hefir valdið nokk- urri óáuægju meðal kaupmanna. Þeim heíir fundist svo, sem tekið væri fram fyrir hendur þeirra með ákvæð- inu um að stjórnin geti tekið af þeim nefndar vörutegundir. En sem betur fer kennir hér misskilnings. Tilgangur stjórnarráðsins er að eins sá, að reisa skorður við þvi að einstakir menn geti birgt sig að nauðsynjum fyrir lengri líma. Og þetta er auðvitað sjálfsagt. Þegar jafnlítið er til af nauðsynjum í land- inu og nú, má það ekki líðast, að sumir sem efni hafa til og ástæður, geti sölsað undirsig nauðsynjartil langs tíma, því að við það bíða aðrir skort. Og stjórnin gerir sitt til að haga þessu eftirliti á þann hátt, sem kaup- menn mega vel við una, vegna þess að því er þökk á, að þeir geri sitt til að útvega sem mest af nauðsynj- um. Stjórnið hefir nú gefið út tvær reglugerðir, aðra um fyrirkomulagið á úthlutun til sveita, en hina um úthlutunina i kaupstöðum. Skulu lögreglustjórar allir hafa ábyggilegar upplýsingar urn, hvað mikið berst að af vörum, og sjá um að vörun- um verði skift jafnt á heimilin að tiltölu við fólksfjölda. Eru tveir menn kosnir þeim til aðstoðar af sýslunefnd eða bæjarstjórn. Reglu- gerðir þessar eru hér i blaðinu i dag og vísast til þeirra. Til þess að taka af öll tvímæli um reglugergina frá 11. apríl, sendi stjórnarráðið 20. þ. m. öllum lög- reglustjórum til frekar birtingar svo felda yfirlýsingu : »Að qefnu tilejni skal pví lýst yfir, að tneð regluqerð utn aðjiutta korn- vöru ui. tn. er pað eleki tilcetlunin, að landsstjórnin taki aj kaupmönnum slíkar vörur, er peir jiytja inn, heldur sú, að landsstjórnin með tilstyrk lög- reglustjóra geti hajt ejtirlit með útsölu slíkra vara til almennings, í pví skyni að jöjnuður verði d útbýtingunni milli manna að pvi leyti, setn purfa pykir. Er pess pví vanst, að kaupmenn og kaupfélög dragi sig ekki í hlé með útvegun á pessutn vörutn«. Af þessu er það ljóst, að það er síður en svo að stjórnin vilji gera kaupmönnum erfitt fyrir. Stjórnin vill þvert á móti gera alt sitt til, að kaupmenn flytji sem mest hingað af nauðsynjum. Og afskifti stjórnarinnar í þessari myud eru nauðsynleg, — stjórninni mundi veða ámælt, ef hún hefði ekki komið eftirlitinu á. Flest- ir munu sjá, að úthlutunin sem ver- ið hefir undanfarið á eldsneyti, smjör- Hki o. fl. 'nefir orðið til þess að all- ir bæjarbúar hér hafa fengið eitt- hvað. Bezti stuðningur, sem stjórnin getur veitt kaupmönnum er sá, að útvega þeim skipakost. Kaupmenn bæði eiga og geta útvegað erlendis vörur. En vandinn er að fá þær fluttar heim. Ef iandstjórnin gæti útvegað kaupmönnunum skipakost til að flytja vörurnar heim, myndu þeir vafalaust kunna landstórninni þakkir fyrir og þar með væri feng- in góð undirstaða undir góðri sam- vinnu. Erl. simfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Kaupmannahöfn, 26. apríl- Ákðf orusta hjá Scarpe- ánni. Viðsjár með Spánverjum og Þjóðverjum. Svíar hafa bannað allan matvælaútflutning. Svíar og Norðmenn búast .......■wmwinriimiiiiiiiiiiigiiiiiiiiir mjjn bíó Hálsmen múmiunnar. Sjónleikur í 3 þáttum. Aðalhlutverkið leikurhinnheims- frægi kvikmyndaleikari Valdemar Psilander, sem nú er nýlátinn. Tölusetta aðgöngumiða má panta í síma 107 allan daginn. Sfðasta sinn f kvfild við jafnaðarmanna óeirð- um 1. mai, Kaupmannahöfn, 26. april. Bretar tilkynna að Mau- de hershöfðingi hafi tekið Samarra. Framsóknin hjá Arras heldur enn átram, en l»jóð- verjar halda því fram, að hún hafi mishepnast. f»ýzkir tundurbátar hafa ráðist á Dunkerque og biðu ekkert tjón. Hlutlausum skipum er leyft að sigla frá brezkum höfnum 1. mai. I Málmey hafa 35.000 verkamenn hafíð uppþot vegna matvælaeklu og 15,000 verkamenn í Gauta- borg. Upþþotsmenn í Stokkhólmi hafa barist við lögregluna. Um þá tilhliðrun Þjóðverja, sem hér er getið, mun óhætt að segja það að þar er ekki verið að slaka á hafnbanninu. En þegar Þjóðverjar hófu kafbátahernaðinn í öndverðum febrúar, þá voru mörg skip hlut- Iausra þjóða stödd í brezkum höfn- um og hafa eigi þorað að leggja út. T. d. áttu Spánverjar þar nokkur skip og hafa átt i samningum við Þjóðverja síðan um það að fá skipin heim. Þjóðverjar hafa sett ýms skil- yrði, svo sem fyr er getið hér í blaðinu, en Spánverjar hafa eigi vilj- að ganga að þeim. Hafa þeir sótt í sig veðrið nú að síðustu og er það líklega þess vegna að Þjóðverjar hafa slakað til og gefa nú hlutlausum skipum í Englandi heimfararleyfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.