Morgunblaðið - 13.05.1917, Blaðsíða 7
MOKGUNBLáÐIÖ
7
hiia var hugsjón jafnaðarmanna og
Englendinga. Það varð að bæta þeim
•allsstaðar við þar sem einhver l.ætta
var á ferðum. Og Vilhjálmur reikn-
aði dæmi sitt rétt. Þ\í þegar hann
ætlaði þýzka hernum að heimsækja
Frakka 1914 og glíma við þá, þá
slettu Englendingar sér þar fram í
og bættu sér við í glímuna.
Jæja, svo leið og beið og hinir
gulu komu eigi cé gerðu sig heldur
neitt líklega til þess, og jafnaðar-
' menn þokuðu sér þetta áfram jafnt
og þétt. Þá hætti hann að hugsa um
þá eða hvetja rikishöfðingja til þess
að stofna »heilagt bandalag« gegn
þeim. Nú sá hann um tíma ekkert
illara til í heiminum en Bandaríki
Norður-Ametíku »plusc Englend-
ingum. Hann gleymdi þeim aldrei.
Enn talaði hann um stofnun »heilags
bandalags* meðal Norðurálfuþjóð-
anna gegn Bandaríkjunum og Eng-
lendingum. Keisarinn tók sem sé
einna fyrstur manna eftir því hve
mikil afskifti þeir vildu hafa af stjórn-
málum Norðurálfuþjóðanna. Þetta
óttaðist hann. Þeir voru líka manna
vissastir að tiðsinna Englendingum.
Sá spádómur hefir nú fyllilega ræst
1917. En hvað þótti honum helzt
að Englendingum ?
Það var nú reyndar margt. Þeir
voru einvaldir á sjónum. Þeir voru
að hans áliti svarnir óvinir allra eða
flestra Evrópu þjóða. Þeir vildu
aldrei stofna eða vera með í neinu
heilögu rlkjasambandi. Þeir létu
jafnaðarmenn afskiftalausa, en studdu
þá óbeinlínis með of frjálsum lög-
um. Þeir stóðu i götu hans hvar
sem hann vildi færa út kvíarnar t
öðrum heimsálfum. Þar við bættist
að blöðin og tímaritin gerðu nap-
nrt skop að ræðum og öllu stjórnar-
bruggi keisarans. — Englendingar
hlæja allra þjóða minst. En þó hlæja
þeir oft dátt að ræðum Vilhjálms
og guðhræðslu og siðgæðistali hans.
En Vilhjálmur lætur hart mæta
hörðu. Og þýzku blöðin borga fyrir
keisarann og draga enska stjórn-
málamenn sundur í háði, og láta
sjaldan Englendinga njóta sannmæl-
is. En svo er það líklega á báðar
hliðar, kalt og bölvað, innvið beinið;
Nú eru það hvorki hinir gulu eða
rauðu, sem Vilhjálmur á í höggi við,
heldur mikill hluti beimsins. Nú er
sá >stóri dagurt kominn og eigi
liðinn. Og hvernig svo sero á end-
anum fer fyrir Þýzkalandi eða hver
sem leikslokin verða, þá verður
sldrei annað sagt með réttu, en að
Vilhjálmur og herinn hans hafi vel
búið sig undir þennan dag og hald-
ið velli með alveg dæmalausu þreki,
vitsmunum og herkænsku. Sigur
Þjóðverja gegn Frökkum 1871 hef-
ir verið mest þakkaður skólakennur-
unum þýzku Það kantt að vera
nokkuð hæft í þvi. En í þetta sinn
nun engum blandast hugur um
það sem nokkra hugmynd hefir um
þýzku skólana, að það eru einmitt
þeir, sem eiga mjög mikinn þátt i
gengi Þjóðverja í stríðinu og allri
hernaðarskipun þeirra og fram-
komu, hvernig svo sem hún verður
dæmd á sinum tima.
Þórólþson.
Ferðtillsafjarðar
Með mótorsbipinu „Viola“, sem að forfallalausu fer
til Isafjarðar þriðjudaginn 15. þ. m., verður tekinn
vð^uflutningur.
Móti flutningi veiður tekið mánudaginn 14. þ. m.
i Nýlendugötu nr. 10, hjá Helga Zoega.
*'■*» / t i
D r a g t i r banda telpum frá 9—13 ára
til sölu. Til sýnis í Austurstræti 5, sauma-
stofunni.
Mikið úrval af fataburstum, skó-
burstum, ofnburstum, nýkomið í
Verzl Goðafoss, Laugavegi 5. Sími
__________________
Plorobin, bezta meðal fyrir tann-
pínu. Verzl. Goðafoss, Laugavegi 5..
Simi 436.
Brauðmiðum
verður útbýtt dagana frá 14. til 19. maí í leikfimishúsi Barnaskólans kl.
9—4 dag hvern.
Menn sæki brauðmiða sömu vikudaga og þeir hafa fengið sykur-
seðla, og vegna afgreiðslunnar er nauðsynlegt, að menn komi á rétt-
um degi.
Matvælanefnd Reykjavíkur, 12. maí 1917.
K. Zimsen. Kl. Jónsson. Sig. Bjornsson.
Sig. Jónsson.
Frá 1 dag verður lokað fyrir gasið kl. 6 e. m. til kl. 5 að morgni.
Ennfremur er stranglega bannað að nota
baðofna og hitunarofna
frá sama tima, sé því ekki framfylgt, verður tafarlaust lokað fyrir gasið
hjá þeim sem ekki hlýða.
Óbrigðul| meðal til þess að ná
blettnm úr fötum, fæst í Verzlun
Goðafoss, Laugavegi 5. Sími 436.
Nokkrar birgðir af reiðtýgjnm, ak-
týgjnm, tösknm og ýmsnm ólnm. Einnig
stærri og smærri tjöld nr ágætn efni.
örettisgötn 44 A. Eggert Kristjánsson.
G ó ð vorkápa til sölu fyrir hálft
verð á Lindargötu 7 (uppi). ,
Á Geithálsi fæst til leigu stofa
og svefnherbergi frá 1. júní n.k. þar
til í srptembjr. ,
Ágæt stofa með sérinngangi til
leigu fyrir einhleypan og reglusam-
an mann. Nokkuð af húsgögnum
gemr fylgt ef vill. Uppl. á Grettis-
götu 46 (niðri).
Góð stofa með nokkru af hús-
gögnum er til leigu á Hverfisgctu
43 (upp;). Sérinngangur.
Gott herbergi með húsgögnum og
helzt sængurfötum óskast til leigu
strax. Tilboð, merkt »15«, sendist
Morgunblaðinu.
^ffinna
1 Unglingsstúlku, 14—16 ára, vant-
ar mig frá 14. maí. Frú Jenny
Vestskov, Lækjartorgi 2.
Reykjavík 13. mai 1917.
Gasstöðin.
Vagnhestur, 7 vetra, 54 þml.
hár, er til sölu.
Ritstj. vísar á.
r=]f> DAGBÓK. <[=]
(Framhald af 2. síðu).
Guðsþjónustur í dag, 5. sunnudag
eftir páska, (Guðspj,: BiðjiS í Jesú
uafni) í dómkírkjunni í Reykjavík
kl. 12 síra Bjarni Jónsson (altaris-
ganga) og kl. 5 síra Jóhann Þorkels-
son. í fríkirkjunni kl. 5 sfra Ólafur
Ólafsson. í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði
kl. 12. Ferming.
Gestir í bænnm: Jónas í Sólheima-
tungu, Ásgeir í Knararnesi, Einar á
Geldingalæk, Böðvar á Laugarvatnl,
Björn á Brekku 0. fl.
Hjúskapnr. Cefin voru saman 5.
maí af síra Ólafi Ólafssyni fríkirkju-
presti, jungfrá Magnea Vilborg Magnús-
dóttir, Laugaveg 27 B, og Magnús
Stefán Daðason vólstjóri samastað.
Svartur plydshattur hefir verið tek-
inn í misgtipum h)á Eyólfi rakara,
kl. 5—6 í gærkvöldi. Skilist í Mið-
stræti 4, niðri.
Austanpóstur fór í gær hóðan með
flutning á átta hestum.
Látinn er hér í bænum Vigfús
Guðnason faðir Magnúsar dyravarðar í
stjórnarráðinu og Einars bakara í
Stykkiehólmi.
Þegnskylduvinnu höfðu íþrótta-
félögin hór í bænum suður á íþrótta-
velli í fyrrakvöld. Kom þangað stórt
hundrað manna og var unnið af kappi.
Langfond, kolaskipið, sem sökt var,
hafði meðferðis póst, sem fara átti
hingað frá Englandi. Týndist hann all-
ur með skipinu.
Óknnni maðurinn verður leikinn í
dag og hefst leikurinn klukkan h á 1 f -
f j ö g u r eða einni stundu fyr heldur
en áður hefir verið auglýst, vegna þess
hvað snemma er lokað fyrir gasið.
Hálf húseign
á fyrirtaks stað í bænum, til sölu
nú þegar. Verð tíu þúsund krónur.
Luust til íbúðar að mestu leyti 14.
þ. m. í skiftum gæti komið til
greina hús í Hafnarfirði.'
Þeir er óska kynnu frekari upp-
lýsinga geri viðvatt í lokuðu um-
^slagi merktu »Hálf húseignc, er send-
ist til afgr. þessa blaðs.
DPPBÖÐ.
Þriðjudaginn 15. þ. mán.
verður uppboð haldið á ýms-
um eigulegum munum, í
Þingholtsstræti 21.
Uppboðið hefst kl. 4V2 eftir
hádegi.
Nokkrar kanpakonur
óskast norður í Skagafjörð. Upp-
lýsingar gefur
Brynleifr Tobíasson,
Heima 2—3. Tjarnargötu 37.