Morgunblaðið - 18.05.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.1917, Blaðsíða 1
Fðstudag 18. maí 1917 4. argangT 193 tðlublaO Ritstjórnarsimi qr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmar Finsen. Isafoldirprentsmiðja Afgreiðslusimi nr. 500 i!ií ReybjavíkHi' Biograph-Tkeater Talslmi 475 Jðdaso Sænekur ejónleikur í 3 þittum, tek- in af Sveneka Biografteatern i Stock- holm. Aðalhlutv. leika Egil Eide og Johii Eckman. Þessi afbragðsgóða og áhrifa- mikla mynd er einhver sú bezta sænska mynd sem hér hefir veiið sýnd. Sýningar i dag kl. 6, 7, 8 og 9. Thoívaldsenslélagið. Fundur föstudaginn 18. maí ki. 4i/g í Iðnaðarmannahúsinu. Áríðandi málefni. Erl. símfregnir. Frá fréttaritara ísafoldar og Morgunbl Kaupm.höfn 17. mai. Italir haía hafið mjög ákafa sókn og tekið marga menn höndum. Herlið Venizelos hefir tekið 2500 metra svæði hjá Hadqzi- bari. Þjóðverjar hafa gert árang- urslaus gagnáhlaup hjá Bulle- court. Danir hafa sent tvo við- skiftafulltrúa til Washington. Samsteypuráðuneyti myndað í Rússlandi. Lwoff prins er forsætisráðherra og Kerenski hermálaráðherra. Stjórnin, sem setið hefir í Rúss- landi siðan stjómarbyltingin hófst, var að eins skipuð til bráðabirgða. Nú hefir verið komið föstu skipu- lagi á stjórnarstarfið þar. Kerenski var dómsmálaráðherra í bráðabirgða- stjórninni. Þar hefir Dönurn þótt ástæða til þess að senda viðSkiftafulltrúa til Fundur verður haldinn í Véistjórafélagi íslands laugard. 19. þ. m. 1 GoodtempIaFahúsiutu (uppi), byrjar k.1. 4 e. m. Félagsmenn eru ámintir um að fjölmenna. Sffornin. Bandaríkjanna, enda þótt þeir hefðu þar ræðismenn fyrir. En mundi okkur þá ekki þörf að senda þang- að fulltrúa fyrir okkur? Síííifregiiir. ísafirði í gær. Afli er hér dágóður nú og fer batnandi. Verst að vélbátarnir geta eigi stcndað sjó vegna oliuleysis. Og margt annað en olían er nú gengið til þurðar. Til dæmis elds- neytí. Hafa bátar héðan verið að sækja rekavið norður á Strandir til þess að brenna honum. Á Strönd- unurn er lika talsvert af surtarbrandi og mun í sumar aflað eins mikils af honum og unt er. Kolanámuna hjá Gili í Bolungarvík er ekki hægt að vinna, vegna örðugleika með flutning. Þyrfti að leggja járnbraut frá henni niður að sjó. Utan af landi. Húsavík, 1. maí. Hér eru nú altaf stórhriðar og vonzkuveður. í gærkvöldi blindbyl- ur og eins í aíla nótt. Hér er orðið lítið um matbjörg og má heita að allar nauðsynjavörur séu uppgengnar hjá kaupmönnum. Hreppsnefndin hérna léc fyrirskömmu rannsaka matforða hjá þorpsbúum og kom þá í ljós, að margir voru því nær allslausir. Sveitamenn eru og litlu betur farnir; koma þeir hingað við og við til þess að reyna að fá sér sykurkorn eða mjölhnefa og er hart að geta eigi veitt þeim neina úrlausu.--------- Goðafoss Það er sumra manna mál, að eigi sé enn vonlaust um það, að Goða- foss náist af grunni. Liklega hefir hann þó skemst allmikið í páska- hretinu. En væri nú hægt að koma honum á flot aftur, þá þyrfti það endilega að gerast. Geir liggur hér enn og óvíst hvenær hann fer, en nú fer tíðin að batna — eða það vonar maður að minsta kosti — cg verður þá hægra að fást við Goða- foss, heldur en var i vetur. Erlendis er til þrautar reynt að bjarga hverju skipi. Þar vita menn, hvers virði þau eru. Við ættum líka að vera farnir að vita það. Eða hvað lízt yður? Er það ekki reynandi að bjarga Goðafossi? Ný bók. Um verzlunarmál. Sex fytirlestrar. — Flutthafa: }ón Óiafsson rithöf., dr. Guð m. Finn bogas., S veinn Björnsson lögm., Matth. Ólafsson aljjm., Bjarni Jónsson háskólakennari. Nafn bókarinnar segir til um efni hennar. Það eru al þýðufyrirlestrar, sem haldnir voru hér í Reykjavík veturinu 1915—’i6, fyrir forgöngu verzlunarmannafélagsins »Merkúr«. Var i fyrstunni eigi svo til ætlast, að þeir yrðu gefnir út á prenti og eru þeir því sumir hverjir að meira eða minna leyti bundnir við þann tima, þá er þeir voru fluttir. Samt sem áður munu þeir eiga erindi tii fleiri manna heldnr en þeirra, sem á þá gátu hlustað hér í Reykjavik og þess vegna hefir nú verið ráðist í það, að gefa þá út, svo að öll al- þýða geti haft þeirra not. Er það lofsvert og vill Morgunblaðið hvetja alla menn til þess að veita þeim góðar viðtökar. Vetzlun Islendinga hefir löngum farið i handaskolum, þótt nokkur breyting væri orðin á þvi til batn- aðar, áður eu striðið hófst. Nú eru auðvitað þeir vandræðatímar að von- andi er, að aldrei komi siíkir fram- ar. En það er full þörf á því, að þjóðin sé vakin til meðvitundar um gagnsemi viðskiftanna og hina geisi- miklu þýðingu, sem þau hafa fyrir hvert þjóðfélag og mönnum sýnt — þótt í stórum dráttum sé — hverjar eru grundvallarreglur viðskiftanna. Þetta mun tilgangur >Merkúrs« er það hefir ráðist í að láta haida al- þýðufyrirlestra sína. 71&JTJ BÍÓ Leyndardómsfullu geislarnir Sjónleikur í þremur afarspenn- andi þáttum. — Aðalhlutverkin leika: Johs Ring, Ahna Hindiog:, Anton de Verdier og Frithiof Kaulbach. Efni þessarar myndar er fram- úrskarandi, og það er ágætlega með það farið, því að leikend- urnir ná fullkomnum tökum á hlutverkum sinum. Og menn ráða ekki við aðdáun sína þegar þeir sjá hjernig Vladir litli berst fyrir velgengi bróður síns. Sýningar i dag frá 6—10. Tölu- sett sæti frá 9—10. Bókin er hin snotrasta að frá- gangi og er vonandi að félagið gefi út, eða láti gefa út, aðra þá fyrir- lestra, er fluttir hafa verið að undir- lagi þess. Með því móti væri að nokkru leyti bætt úr því, hvernig verzlunarfræðin hefir orðið útundan í bókmentum okkar fram að þessum tíma. Sjaldgæft afmæli hér í bæ. Á siðastliðinni krossmessu hafð ungfrú Una Sigurðardóttir til heim- ilis hjá Þorleifi H. kennara Bjarna- son og konu hans Sigrúnu verið 25 ár í vist. Una réðist vorið 1892 að Arnarbæli i Ölvesi til síra ísleifs Gislasonar og konu hans Karítasar Markúsdóttur. Þegar sira ísleifur lézt haustið 1892 fluttist hún með ekkju hans hingað til Reykjavikur og var siðan mörg ár innistúlka hjá frú Karitas sál. og síðar hjá dóttur hennar Sigrúnu. Húsbændur ungfrú Unu mintust hiunar löugu og dyggu þjónustu hennar ásamt nokkrum venzlamönnum þeirra og vinum. Gáfu húsbændurnir afmælisbarninu gullið myndanisti með áletrun, en nokkrir venzlamenn þeirfa og vinir færðu því gullna hálsfesti og silfur- skeið og silfurgaffal og enn sendu nokkrir vinir því lifandi blóm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.