Morgunblaðið - 15.07.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Erí. símfregnir frá fréttar. Isafoldar og Morgunbl, Þýzka stjórnin segir af sér. Kmhcfn, 14. júlí. Berlíner Tageblatt kunn- gerir, að Bethman Hol- weg ríkiskanzlari hafi af- hent keisaranum lausnar- beiðni sína og.allrar prúss- nesku stjórnarinnar. Keisarinn og ríkiserf- inginn sitja nú á ráð- stefnu með Hindenburg og Ludendorff hershöfðingj- nm, og foringjum stjórn- málaflokkanna. Þingfundum hefir verið frestað nm óákveðinn tíma. Bærinn kaupir vatnsall J_ Soginu. I gær gerði borgarstjóri fyrir hönd Reykjavíkurbæjar kaupsamning við eiganda jarðanná?Bíldsfells og Tungu í Grafningi, Guðm. Þorvaldsson, um kaup á vatnsafli i þeim hluta Sogs- ins, sem tilheyrir þessum jörðum, að Kistufossi einum undanskildum. Kaupverðið er 30 þúsund króna. Þetta er stórmerkilegt mál fyrir Reykjavíkurbæ og munu vera gleði- tíðindi öllum, sem hafa áhuga fyrir því að hér komi upp stór rafmagns- stöð, sem verið getur til frambúðar um langt skeið. Frá lestrarsal alþingis. Sig. Þóroddsson á Litla-Hólmi í Leiru, sækir um styrk til að fá sér tiibúinn fót. U. M. F. íslands sækir um að hækkaður verði styrkur til þess úr 2000 kr. upp í 4000 kr. á ári. Fiskifélag íslands sækir um 10 þús. kr. á ári til erindreka erlendis. Fiskifélag íslands sækir um 52 þús. kr. f járstyrk handa félaginu. Sig. Þórðarson frá Söndum sækir um 2000 kr. styrk til fram- halds á námi við hljómlistaskól- ann í Leipzig. Davíð Stefánsson frá Forna- Hvammi, sækir um 2000 kr. styrk og 4000 kr. lán úr viðlagasjóði til gistihússbyggingar. Matth. Þórðarson sækir um eftirlaunaviðbót fyrir frú Guðrúnu Olafsdóttur, prófastsekkju frá Otrardal. Erindi kvenna á Akureyri um styrk til að koma upp kvenna- skóla þar. Listvinafélagið sækir um 1000 kr. árlegan styrk. Ellefu útgerðarfélög í Reykja- vík og Hafnarfirði og Halldór Þorsteinsson útgerðarmaður, skora á alþingi að f e 11 a frumvarp um einkasölu landssjóðs á kolum og önnur lík, er fram kynnu að koma. Þjóðverjar og Belgía Fyrirætlanir von Bissing Ensk blöð flytja greinar úr þýzk- um blöðum um nokkurs konar »pólitiska erfðaskrác, sem von Bissing landstjóri í Belgíu hafði látið eftir sig. Eins og kunnugt er andaðist hann í vor. Erfðaskráin bregður upp skýru ljósi um fyrirætlanir Þjóðverja, eins og þær hafa verið. En það er hætt við því að þeir komi þeim ekki öllum í framkvæmd. Skyldan. Þessi greinargerð v. Bissing byrjar á að tala um þá helgu skyldu, sem hvili á Þjóðverjum, til að halda Belgíu á valdi sinu, sérstaklega verði hún bráðnauðsynleg hernaðar- stöð í »næsta stríðinu*, bæði vegna hafnanna og svo vegna þess hversu auðugt iðnaðar og kolaland Belgía sé. Mælir hann sterklega á móti þvi að Þjóðverjar geti gert sig ánægða með það, að fá að eins land að Maas- fljóti, — að sjónum verði þeir að komast, hvað sem kosti. Að vernda Flæmingja. í síðari huta greinarinnar er talað um að Þjóðverjum beri skylda til að frelsa Flæmingja. »Á meðal Flæmingja*, segir v. Bissing, »eigum við marga opinbera vini, og auk þess marga, sem ekki vilja láta á sér bera, en sem mundu verða fegnir að komast í samband við Þjóðverja. Einnig mundi þetta verða mjög mikils virði fýrir fram- tíð Hollands. En jafnskjótt sem við sleppum verndarhendi vorri af Flæm- ingjum, þá munu Vallónar og franski flokkurinn gera Flæmingja tortryggi- lega fyiir Þjóðverjæ-meðhald og kúga þá gersamlega. Við verðum því að gera alt sem við getum til þess að vonir Flæmingja verði ekki sviknar. Marga þeirra dreymir að vísu um að verða gerðir að alsjálfstæðu kon- ungsríki, en svo gjarnan sem við viljum vernda Flæmingja, þá megum við þó aldrei stuðla að þvi, að þeir verði gerðir alsjálfstæðir. Vegna þess að rígur er i þeim gegn Vallón- — um, þá munu þeir eins og germansk- ur kynstofn verða Þýzkalandi mikill styrkur, ef þeir eru þar í sambandi. En ef við færum að stuðla að þvi, að sérstakur flæmskur partur af Belgíu yrði gerður að óháðu riki, þá munduin við baka okkur með því mikil óþægindi, auk þess sem vér færum þá líka á mis við mikil þægindi, sem eru við að hafa alla Belgíu undir þýzkri stjórn. Það er t. d. nauðsynlegt vegna flotastöðvar okkar i Antverpen, að hafa alt land- ið i kring frjálst til aðdrátta. — A þeanan hátt mundum við að öld liðinni frá Vínarfundinum fá tæki- færi til að leiðrétta þau axarsköft, sem við gerðum þar. Arið 1871, þegar Prússar tóku Elsass-Lótringen, sem þeir gjarnan vildu hafa náð í strax þegar Vínarfundurinn var hald- inn, þá var byrjað að leiðrétta þessi axarsköft. Og þess vegna dugar nú ekki að vera með neinn tepruskap, að eins til að lenda inn í aðrar villur verri hinum fyrri«- AB halda uppi heiBrinum. Þvi næst bendir v. Bissing á, að það að sleppa ekki Belgíu sé einasta leiðin til að halda uppi heirði sínum í augum Englendinga og annarsstað- ar, og koma i veg fyrir að Þjóð- veijar verði álitnir aumingjar. Þeita yrði lika til þess að bæta dálítið upp á álit þeirra, sem »diplomata« út á við. Þá bendir hann lika á, hvaða fásinna það sé, sem sumir Þjóðverjar haldi fram, að nokkur hætta sé i því fólgin að innlima land, sem ekki sé þýzkt, og heldur síðan áfram á þessa leið: Konungur Belga. Það er ekkert útlit fyrir það að mögulegt sé að komast að nokkrum samningum við Belgakonung og stjórn hans um stöðn Belgiu innan þýska ríkisins, og auk þess munu Bandaveldin ekki í íriðarsamningun- um viðurkenna neitt slíkt sérstaklega fyrir Belgiu. Það sem okkur því ber að varast við friðarsamningana, er það, að vera nokkuð að skegg- ræða um hvað gera skuli við Belgíu, heldur standa fast á rétti vorum til hennar sem hertekins lands. — Að vísu er það satt, að eigi ber að gera oflítið úr þessu atriði með konung- inn, því að ef vér höldum þessari beinu stefnu, þá mun hann verða settur af og dvelja utan lands sem svarinn fjandmaður okkar. En það ber ekki að láta sér i augum vaxa, en aftur á móti hrósa happi yfir því að vera lausir við að fást nokk- uð við konungsvald á þessum stað. Auðvitað mun enginn konungur viljugur selja af hendi land sitt við sigurvegarann, og Belgakóngur getur þá auðvitað hvorki sjálfviljugur lagt niður völdin né þolað að þau verði neitt skert. Alit hans mundi þá minka svo mikið við það, að slikt mundi verða til meiri óþæginda en gagns fyrir veldi Þjóðverja. Við ýms tækifæri hafa einmitt sjálfir Englendingar talið hertekningu mjög heitbrigða og einfalda réttar- framkvæmd, og hjá Machiavelli ■ stendur, að hver sá sem girnist yfir- ráð yfir einhverju landi, sé neyddur til að setja konunginn af og jafnvel taka hann af lífi. — Þetta kann að virðast nokkuð strangt, en svo verð- ur það að vera, ef framtið Þýzka- lands á að verða trygð, og ef við eigum að fá nokkrar bætur fyrir þá eyðileggingarstyrjöld, sem hafin hefir verið gegn okkur«. AlræBismaBur eftir friBarsamninga. Að lokum vill v. Bissing að eftir friðarsamninga verði Belgíu stjórnað af alræðismanni, eins og nú, og ber þá um leið saman verðmæti Belgíu og Congolandsins í Afriku. Hon- um farast orð á þessa leið: »í allmörg ár verðum við að halda núverandi alræðisstjórn. Það er hið einasta stjórnarfyrirkomulag, sem með hervald að baki getur undir- búið friðsamlega stjórn síðar. Inn- limuninni munu flæmingjar og líka allmargir Vallónar heilsa sem lausn frá óvissu og fánýtum vonum. Báð- ir kynstofnar munu læra að sætta sig við hið nýja ástand þegar búið er að reisa við möguleikana til rýrnar ánægjulegrar umgengni og viðskifta. Vollónar geta líka og skulu neyddir til að ákveða það á þessu tímabili hvort þeir vilja sætta sig við þetta nýja fyrirkomulag eða hvort þeir kjósa heldur að fara af landi burt. Þeir sem eftir verða i landinu verða að viðurkenna þýzk yfirráð og eftir vissan tíma að þeir taki upp þýzkt þjóðerni. Alla hálfvelgju og miðlun í þessu máli verður að forðast umfram alt. Að gerast efablandinn og óákveðinn á þessum örlagastundum Þýzkalands, væri hróplegt ranglæti gegn því blóði sem úthelt hefir verið. Það mundi eg t. d. kalla hálfvelgju- miðlun, ef að eins ætti að halda Belgíu sem veði gegn því að okkur væri skilað nýlendum okkar og leyft að auka þær. Viðvíkjandi nýlendu- aukningu vorri, þá kemur Belgíu- Congo fyrst til mála, jog svo sann- arlega ber líka að leggja kapp á að ná því landi. Og mikla áherzlu vil eg leggja á þá staðhæfingu að vold- ugt þýzkt nýlenduriki sé alveg ó- missandi fyrir framtíðarveldi Þjóð- verja. Og þá vil eg llka um leið benda á það, að einmitt þeir land- vinningar i kring um okkur verða mest virði, sem stefna að því að ná frjálsræði á sjónum og óþvinguðu sambandi við nýlendurnar. Með öðr- um orðum, þeir sem berjast fyrir nýlendupólitíkinni verða einmitt að standa fast á því að halda Belgíu- stiöndinni, og landinu þar upp af. Því að ef við gefum upp þessa strönd, þá mun floti vor missa stöðvar sem eru mikilsverðar til þess að geta verndað nýlendurnar og haldið þeim saman. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.