Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ

NMKILL  ÞVOTTUR

.  ME«    .  .

LITLU ERVtei

Þvotturinn, secn þrð sjáiö þarna,

þati er nú engiitn Ijetttngur, en

samt var furðu lítil fyrirhöf*

vift að þvo hann hvítan sem snfé.

t*a6 var þessi hreina sápa, sem

átti mestan og bestan þátt í pvi.

________________________________________1580 ,

4. Þorst. M. Jónsson flytur frv.

i N. d. um, að Bakki hjá

Bakkagerði í Borgarflrði

eystra verði löggiltur verzl-

unarstaður.

5.  Frá  fjárhagsnefnd  N.  d,

sem haft hefir til athugunar frv.

Jör. Br. um einkasölu landsstjórn-

arinnar  á kolum,  er  nú komin

þingsályktunartillaga svolátandi:

»Neðri deild Alþingis ályktar

að  skora  á landsstjórnina  að

undirbúa og leggja fyrir næsta

reglulegt  Alþingi fruravarp til

laga um einkasölu landssjóðs á

kolum«.

Mun nefndinni ekki þykja mál

þetta nógu vel undirbúið enn.

Úr neðri deild 14. júlí.

Till. til þingsályktunar um skil-

yrði fyrir styrk til búnaðarfélaga

tekin út af dagskrá.

Frv. um breyting á lögum um

bráðabirgða verðhækkunartoll á

útfluttumíslenzkumafurðum samþ.

við 3. umr. með 15 : 4 atkv. og

afgr. til efri deildar.

Frv. um afnám laga um skýrsl-

ur um alidýrasjúkdóma vísað til

landbánaðarnefndar með 12 : 4

atkv% og 2. umr. frestað.

Frv. til laga um stofnun stýri-

mannaskóla á ísafirði vísað til 2.

umr. og til mentamálanefndar i

einu hljóði. — Flutningsm. (Matth.

Ól.) mælti með frv., en Pétur

Jónsson andmælti því. Kvað hann

tæplega ára til nýrra skólastofn-

ana nú, en ef slíkan skóla ætti

á annað borð að stofna, ætti að

sjálfsögðu að byrja á Akureyri.

Mætti reyndar vænta þess, ef

slíkur skóli yrði stofnaður í ein-

hverjum aðal-kaupstaðanna, þá

kæmu hinir bráðlega á eftir.

Frv. um erfðaábúð á landssjóðs-

og kirkjujörðum var til 1. uinr.

Flutningsm. (B. Stef.) mælti með

frv. og lagði til að þvi yrði vís-

að til landbúnaðamefndar. Sveinn

Ólafsson taldi frv. í sjálfu sér

þarft og gott, en kvað það þó

mundu þurfa lagfæringa við.

Vildi láta vísa því til allsherjar-

nefndar.  Einar Arnórsson kvað

málið eiga heima i landbúnaðar-

nefnd og annarsstaðar ekki. Gæti

nefndin fengið lögfræðiaðstoð, ef

hún teldi sig þurfa þess. Var

málinu vísað til 2. umr. í e. hlj.

og til landbúnaðarnefndar raeð

14 : 7 atkv. að viðhöfðu nafna-

kalli.

Frv. um afnám forðagæzlulag-

anna tekið út af dagskrá.

Frv. til laga um forðagæzlu

sömuleiðis tekið út af dagskrá.

Frv. um friðun lunda vísað til

2. urar. i e. hlj. og til landbún-

aðarnefndar með 13 : 4 atkv.

Frv. um breyting á vegalögum

vísað til 2. umr. og til samgöngu-

málanefndar í e. hlj.

Um frv. um breyting á lögum

um etofnun landsbanka (um stofn-

un útbús í Suður-Múlasýslu) urðu

talsverðar umræður og orðahnipp-

ingar, sérstaklega milli þing-

manna Múlasýslna, því að báðir

vilja eðlilega hafa þetta væntan-

lega útbú hjá sér, Norðnfýlingar

og Sunnmýlingar. — VarVfrv. að

lokum vísað til 2. umr. og til

allsherjarnefndar i e. hlj.

Frv. um breyting á læknaskip-

unarlögum tekið ut af dagskrá.

Samþykt að leyfa fyrirspurn

til landsstjórnarinnar í tilefni af

ályktun síðasta þings um lánB-

stofnun fyrir landbúnaðinn.

Notkun jarðhitans.

Winnipegblaðið Heimskringla 12.

april þ. á. segir frá því eftir >The

Electrical Experimentert, að ítalskur

fursti hafi getað notað jarðhitann til

þess að koma upp rammefldri afl-

stöð. Hafi ekki þurft að fara dýpra

i jörð en 500 fet til þess að ná i

nægilegan hita. Er þarna, sé sagan

sönn, gerð merkileg byrjun til að

færa sér i nyt eldkrafta jarðarinnar.

Og ekki sízt fyrir íslendinga eru

þetta eftirtektarverð tíðindi. Munu

hér á landi víða vera góðar ástæður

til að koma upp aflstöðvum, ef jarð-

hitinn verður notaður til þess.

H. P.

Búnaðarþingið.

Það hófst 28. júní og stóð yfir

í viku. Þessir voru fulltrúar á þing-

inu: Ágúst Helgason, Ásgeir Bjarna-

son, Benedikt Blöndal, Björn Bjarnar-

son, Eggert Briem, Guðjón Guð-

laugsson, Guðm. Helgason, Jón H.

Þorbergsson, Jón Jónatansson, Metú-

salem Stefánsson, Ólafur Briem og

Stefán Stefánsson.

Þessi voru helztu málin, sem þing-

ið tók ákvarðanir um:

Gróðurtilramir. Ut af erindi frá

Einari garðyrkjufræðingi Helgasyni

um að fá innan skamms mann,

sem annaðhvort yrði aðstoðarmaður

eða  sjálfstæður  forstöðumaður  við

fóðurjurtatilraunir, sem gerðar yrðu

í Gróðarstöðinni i Reykjavík, eða

í sambandi við hana, var samþykt,

að félagsstjórnin beittist fyrir þvi,

að valinn maður byggi sig undir

þennan staría.

Um verðlag. Lagt til að skipuð

yrði sérstök verðlagsnefnd er verð-

leggi innlendar vörur, og útnefni

Búnaðarfélagið tvo menn í þá nefnd

og Fiskifélagið aðra tvo, en hag-

stofustjóri sé formaður.

Innflutninqur sauðýjár. Félags-

stjórninni falið að skora á lands-

stjórnina að leyfa innfiutning á

sauðfé til blöndunartilrauna til

framleiðslu sláturlamba undir eftir-

liti og með ráði dyralækna. Jafn-

framt, að landssjóður beri þann

kostnað, er sóttkviunin hefir i för

með sér.

Garnormaveiki. Að Búnaðarfélags-

stjórnin hlutist til um að dýra-

læknar rannsaki til hlitar, hver ráð

muni helzt til þess að verjast garn-

ormaveiki i sauðfé.

Verkjari. Samþykt að afla upp-

Iýsinga um útlend lanbúnaðarverk-

færi, sem geta orðið nothæf hér á

landi og gera ráðstafanir til að kenna

að nota þau. Skorað á stjórnina

að hlutast til um að útveguð verði

skurðqrajtarvtl hentuga fyrir skurða-

gröft í stórum, svo og Jika vélplóga.

Stungið upp á að vöxtum Ræktunar-

sjóðsins yrði varið til kaupa á slík-

um vélum.

Kynbatur sauðjjár. Samþykt að

Búnaðarfélagið veitti Jóni Þorbergs-

syni 1000 krónur hvort árið 1917

og 1918, til þess að koma upp

sauðfjárkynbótabúi á Bessastöðum.

Skeiða-áveitan. Félagsstjórninni

falið að fara þess áleit við alþingi,

að það heimili landsstjórninni að

greiða úr landssjóði styrk tilSkeiða-

áveitunnar er nemi */4 kostnaðar

við verkið.

Fóðúrtryqqínq til þess að tryggja

landinu nægar fóðurbirgðir á haust-

nóttum handa öllum peningi fram

úr, hvernig sem viðrar, felur Bún-

aðarþingið félagsstjórninni að gang-

ast fyrir þvi, að komið verði á fót

öflugum og tryggilegum fóður-

birgðafélagsskap um land alt, og

séu hreppsbúnaðarfélögin í sam-

vinnu við sveitarstjórnirnar eða

sveitarfélögin sjálf frumdeildir þessá

allsherjar félagsskapar. Jafnframt

felur þingið stjórninni að hlutast

til um að styrkveitingar til búnað-

arfélaga verði bundnar því skil-

yrði, að þau búnaðarfélög ein fái

styrk, er komið hafa á hjá ser

föstu skipulagi uín fóðurbirgðir og

fóðurtryggiugar samkvæmt reglum

er landbúnaðarfélagið semur.

Þá telur búnaðarþingið bráð-

nauðsynlegt, að landsstjórnin sjái

um, að svo miklu leyti sem unt

er, að nægar fóðurbirgðir verði

hér til með haustinu, að minsta

kosti á þeim hðfnum sem lokast

geta af is, þegar fram á veturinn

kemur.

Forseti  Búnaðarfélagsins, Guðm.

Helgason, beiddist undan endur-

kosningu. Var i hans stað kosinn

Eggert Briem bóndi í Viðey.

Stjórnarneíndarmenn endurkosn-

ir, þeir Eggert Briem yfirdómari

og Guðm. Hannesson prófessor.

€

DAGBOK

1

T al símar Alþing is:

354 þingmannasími. Um þetta númer

þurfa þeir að biðja, er^œtla að

ná tali af þingmönnum i Alþingis-

húsinu i sima.

411 skjalaafgreiðsla.

61  skrifstofa.

Þinglesin afsöl.

5. júlí:

1.  Sveinn Jónsson selur 2. þ. m. Jónl

Kristjánssyni prófessor 108 úr

HoltastaSabletti.

2.  Þórður Jóhannsson selur 25. maí

síöastl. Ólafi Þorleifssyni og Kjart-

ani Höskuldssyni húsið nr. 61 vi5

Grettisgötu.  .

12. júlí:

1.  Copland & Berrie (1908) Ltd. selja

2. þ. m. Egil Jacobsen eignina nr.

11 (eða 9) við Austurstrœti.

2.  Vald., Kr. Arnason selur 4. þ. m.

Sigurði Arnasyni húsið nr. 82 B

viS Laugaveg.

3.  Arni Jóhannsson selur 31. marz

síðastl. Birni Þórðarsyni húsið. nr.

3 við Spítalastíg.

4.  Jónatan Þorsteinsson selur 21. f.

m. Jóni Einarssyni eignina Leyni-

mýri.

5.  Helgi Jónasson selur 15. maí sl.

Bjarua Helgasyni húsið nr. 3 vi5

Laugaveg.

Hjónaefni. Ungfrú Solveig Sig-

mundsdóttir frá Hafnarfirði og Þórður

H. Jóhannesson í Viðey.

Ðagskrá Ed. í dag kl. 1:,

1.  Frv. um þóknum til vitna; 2. umr.

2.  Frv. um samþyktir um kornforða-

búr til skepnufóðurs; 2. umr.

3.  Frv.  um  stofnun  húsmæðraskóla

á Norðurlandi; 1. umr.

Dagskrá Nd. í dag kl. 1:

1.  Frv. um breyting á lögum um al-

mennan ellistyrk; 2. umr.

2.  Frv. um stimpilgjald; 1. umr.

3.—4.  Frv. um breytingar á ritsíma-

og talsímakerfislögunum.

5.  Frv.  um einkasölu landsstjórnar-

innar á sementi; 1., umr.

6.  Frv. um velstjóraskóla í kaupstóð-

unum; 1. umr.

7.  Fry. um  viðauka við samþyktar-

lög um kynbætur hesta;  1. umr.

8.  Frv.  um málskostnað einkamála;

1. umr.

Farpegar á Lagarfossi hingað voru

Ól. Johnson konsáll, Þórarinn Guð-

mundsson fiðluleikari og Guðm. Jens-

son bókhaldarl.

Tveir danskir hásetar voru teknir

t gær af ló'greglunni og stungið í stein-

inn. Voru þeir s/nilega ölvaðir og

supu fast á St. Croix rommflösku, er

þeir höfðu á sér — á miðju Austur-

strœti. Jónasi og Sighvatiþóttu þess-

ar aðfarir ekki að öllu samkvœmar

settum reglum bannlaganna ogfór því

sem fyr segir.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4