Morgunblaðið - 23.07.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.1917, Blaðsíða 1
Mánudag 4. árgangr 258. tölublað Ritstjórnarsími nr. 500 glQl Reykjavtknr |BI09 I Biograph-Tiieater Talsími 475 Á skakkri hæl Afarskemtilegur danskur gaman- anleikur i 2 þáttum. Aða’hlutv. leika: Em. Grregertí, Hildur Möller, Jqrgen Lund. Hættur frumskógarins Amerískur sjónleikur framúr- skarandi spennandi vel leikinn. Margar kaupakonur á öllum aldri, en barnlausar, óskast nú þegar. Upplýsingar á Laugavegi 67, uppi fyrir þriðjudag. Sigurður Gíslason. c7 fjarveru minni frá 22. júlí til miðjan ágúst, gegnir ljósmóðir Kristín Jónasd óttir Stýrimannastíg 6, störfum mínum. Pórdís Jónsdóltir, ljósmóðir. trt. símfregnir frá fréttar. Isafoldar og Morgunbl, K.höfn 21. júlí. Herlína Kússa hefir ver- ið rofln lijá Zloczow. Rússnesku stjórninni heflr tekist að bæla niður uppreistina í Petrograd. Hin nýja stjórn í Þýzka- landi á að sitja að völdum þangað til þingið kemur saman, 26. september. I»á verður þingviljinn látinn skera úr um það hvernig stjórnin skuli skipuð. Bretar hafa sótt fram 12 mílur við Eufratfljót. K.höfn 21. júlí. Kússneskir hermenn í Austur-Galiciu hafa gert uppreist. Heflr það orðið til þess, að Þjóðverjar hafa sótt fram hjá Zhorn og IiVOV. Kerensky forsætis- og hermáiaráðherra Russ- lands heflr sagt af sér. Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen Árni Eggertsson. Hér birtum vér mynd af hr. Atna Egge'rtssyni, sem landsstjórnin hefir vetið svo heppin að ráða í þjónustu landsins. Hann fer héðan vesturum haf með Lagaifossi og byrjar þegar að starfa fyrir landsstjórnina. Erl. simfregnir Opinber tilkynning frá brezku utan- ríkisstjórninni i London. London 20. júlí. Litilfjörlegar fótgönguliðsorustur höfðu þann árangur að Bretar sóttu nokkuð fram hjá Messines á mánu- daginn. Stórskotaliðsorustur hafa staðið stöðugt þessa viku. Aðflutn- ingur á hergögnum hefir verið meiri nú en nokkuru sinni áður, sem hefir gert það að veikum að skothríðin hefir dunið á stöðvar Þjððverja. — Hundruðir manna óvinanna hafa fallið og særst. Flugvélahernaður hefir þessa viku náð hæðsta stigi siðan ófriðurinn hófst, frá beggja hálfu, og hefir sýnt yfirburði vora greinilega. Yfirburð- irnir eru án efa Breta megin, sem hafa eigi að eins varpað mörg hundr- uð smálesta sprengiefna á stöðvar óvinanna, sem hafa mikla hernaðar- þýðingu, heldur einnig skotið niður 44 vélar óvinanna, ónýtt 37, en að eins mist 21. Á vigvelli Frakka hefir einkum verið barist um hæðirnar hjá Moron- vilers, á Craonne hæðunum og á 304. hæðinni. Óvinirnirunnu snöggv- ast á, en Frakkar ráku þá á burt aftur og unnu þeim mjög mikið tjón og tóku aftur alt það svæði, sem óvinirnir höfðu tekið. Þjóð- verjar gerðu áhlaup á allri linunni, ísafoldarprentsmiðja en biðu mikið manntjón daglega. Fjallshliðarnar, sem Bretar halda, réðust óvinirnir einnig á, en með sama árangri. Frá Itölum. Merkilegasti viðburðurinn á víg- velli ítala var skyndiáhlaup, sem þeir gerðn í nánd við Versi, fyrir norðvestan Bennada-fjall. Tóku þeir þar 275 fanga og mikið ýmsra her- gagna. Frá Rússum. Eftir ákafar orustur um stöðvar hjá Strumnitza-fljóti neyddu miklar rigningar Rússa til þess að hörÍ3 aft- ur austur fyrir fljóúð vegna þess, að hætt var við flóði að baki þeirra. Þess vegna varð ekkert úr sókninni hjá Dalina. I orustum, sem nýlega hafa verið háðar, hafa Rússar hand- tekið 834 fyrirliða, 35,800 óbreytta liðsmenn, náð yfir 100 fallbyssum og miklu af öðrum hergögnum. Þjóðverjar gerðu ákaft áhlaup á stöðv- ar Rússa fyrir sunnan Broody og héldu Rússar þar dálítið undan, en annað lið kom til hjálpar og voru Þjóðverjar loks reknir á burt. Annarsstaðar á vigvöllum Norður- álfu hefir engin breyting orðið. í Palestínu hafa Bretar ráðist á stöðvar Tyrkja, tóku allmarga fanga og unnu óvinunum mikið tjón. í Mesopotamia hafa Bretar sótt fram 12 milur upp með Eufratfljóti, en þar hefir framsóknin stöðvast vegna hita. í Austur-Afríku halda Bretar áfram að þrengja að óvinunum fyrir suðvestan Kilwa. Nokkur hluti af linu óvinanna hefir verið tekinn og óvinirnir reknir vestur eftir i áttina til Mahenge. Þýzka liðið, sem hafði haldið inn á land Portúgalsmanna, beiö mikinn ósigur. Frá alþingi. Úr neðri deild á laugard. Tillaga til þingsályktunar urn hafnargerð í Þorlákshöfn; fyrri umr. Framsögumaður var 1. þm. Arnesinga Sig. Sig., og rakti hann í stuttu máli sögu þessa máls á þingi og nauðsyn þessa fyrirtækis. Að lokum árnaði hann tillögunni allra heilla. Tillögunni var orðalaust vísað til 2. umr. Frv. til laga um stofnun útibús frd LandsbanJca Islands í Ames- sijslu; 1. umr. Framsögumaður Einar Arnórs- son rakti ástæðurnar fyrir frv. og sýndi með talandi tölum þörf slíks útibús austanfjalls. Afgreiðslusími nr. 500 nújn bíó Kraftur bænarinnar. Framúrskarandi fallegur sjónl., leikinn af Vitagraph-félaginu í Ameríku, af sönnum viðburði. Þeir sem halda fram að aldrei séu sýndar nema Ijótar og sið- spillandi myndir' ættu að sjá þessa mynd. I gönguför. Gamanmynd leikin af Nordisk Fiims Co., af þeim Oscar Stribolt, Frederik Buch, Lauritz Olsen. Alt er þá þrent er!!! B. Stefánsaon vonaði að þessu útibúi væri ekki ætlað að ganga á undan útibúinu á Austfjörðum. Einar Arnórsson bað hann vera óhræddan. Frv. vísað til 2. umr. í einu hljóði. Frn. til laga um heimild fyrir landsstjórnina til að veita einka- rétt til að veiða lax úr sjó; 1. ujnr. Flutningsmaður, Matth. Olafs- son, víldi hlynna að íslenzkum innflytendjum frá öðrum löndum, og hafði þvi dregistjj á að flytja frv. þetta um að stjórninni veitt- ist heimild til að veita ákveðn- um manni leyfi til laxveiða í sjó, sérstaklega í Faxaflóa. Vildi vísa til landbúnaðarnefnd- ar. Pétur Ottesen bað deildina fyr- ir alla muni að steindrepa frv. þegar í stað. Vildi ekki að Faxa- flói yrði fyrsta fórnarlamb þess- arar varhugaverðu veiðiáðferðar. Matth. Olafsson kvað ekki hundrað í hættunni. Þetta væri að eins heimild. JjVildi láta deild- ina daufheyrast við bænum þm. Borgf. (P. O.J. P. 0. ítrekaði ósk sína. Jör. Br. vildi ekki að frv. yrði samþykt, en þó leyfa því til 2. umr. Sýndi hann deildinni fram á, hve hættuleg þessi veiðiaðferð gæti orðið fyrir laxveiðarnar, og lýsti ræða hans allmikilli þekk- ing, á högum laxins og »prívat«- lífi. Ben. Sv. var frv. mótfallinn. Vildi hann hlynna að þeim inn- flytjendum, er hér vilu reyna nýjar vinnu- eða framleiðslu- ' aðferðir, en ekki á þenna hátt. Úatth. 01. Þakkaði mönnum góðar undirtektir. Taldi hann vist að svo kurteisir menn, sem háttv. alþingismenn myndu ekki fella málið frá 2. umr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.