Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
or P. J. Olafson
tanniækni
er fyrst um sinn að hitta í
Kvennaskólanum við Fríkirkjuveg
kl. 10—ii og 2 — 3
á virkum dögum.
Goðafoss.
Þegar Eimskipafélagið og N. C.
Monberg keyptu Goðafoss af vá-
tryggingarfélaginu fyrir 18 þús. kr.
var ekki með ðllu vonhust um, að
takast mundi að fleyta skipsskrokkn-
um til ísafjarðar, þegar tekið hafði
verið úr skipinu vélin, dráttarspilin
og alt það þungt, sem hægt var að
taka í burt. Þetta var að eins litil
von, en auðvitað bygðust kaupin
ekki á henni.
Nú er öll von úti. Mótorskipið
»Harry« hefir verið fynr vestan,
hefir flutt hingað mestan hluta vél-
arinnar, oær óskemt, en björgunar-
mennsegjaað óhugsandi sé að skips-
skrokknum verði fleytt. Goðafoss
stendur á kletti, um miðskipa. Er
skipið brotið um miðjuna og botn-
inn að mestu rifinn úr þvi, svo
skipið kemst aldrei á flot.
Miklu mun enn verða bjargað úr
skipinu. »Harry« fór héðan i fyrra-
j dag aðra ferð vestur og með honum
I kafarar, sem aðstoða eiga við bjðrg-
JF  unina.
L^ Að likindum hafa Eimskipafélagið
og Monberg geit góð kaaup, þá er
þau keyptu  Goðafoss strandaðann.
N
Leiðrétting.
í ágripi þvi er »Morgnnblaðið«
i dag gefur af ræða minni f Fossa-
málinn stendur: að einn af verkfræð-
ingum Iandsins, Th. Krabbe, hefði
gefið félaginu eða aðalmönnum þess
beztu meðmæli. — Hér er anDað-
hvort um mismæli hjá mér eða mis-
hermi hjá öðrum að kenna. — í stað
verkfræðingsins Krabbe á£ti að vera
skrifstofustjóri Krabbe. Eg átti sem
sé við sama skjalið og forsætisráð-
herra síðar vitnaði til. En um skoð-
anir verkfræðings Krabbe á málinu
var mér og er eDnþá ókunnugt.
.  Alþingi, n. ág. 1917.
Egqert Pákson.
Brauðmálið.
Bjargráðanefnd Nd. segir svo í
framhaldsáliti um frv. nm eignarnám
eða leigu brauðgerðarhúsa.
Háttv. Ed. hefir samþykt nokk-
urar breytingar á orðalagi frumv.,
og eru flestar þær breytingar heidur
til skemda; frv. fært til verra máls
en  áður  var  á  því.  Tvær efnis-
breytingar  smávægar  hefir  Ed.  og
gert á frv. þær:
1)  að mánaðarleiga eftir brauðgerð-
arhus skuli fyrirfram goldin, í
stað eftir á, og
2)  að skila skuli brauðgerðarhiisum
með 3 mánaða fyrirvara, í stað 2.
Nefndin telur rétt að ráða hv.
deild til að samþykkja frv., eins og
Ed. hefir skilað þvi
Jörundur Brynjólísson er fram-
sögumaður.
Frv. á að koma á dagskrá neðri
deildar á morgun og verður þá vænt-
anlega að lögum frá þinginu. Lík-
legt er þá, að ekki verði látið drag-
ast lengi að útvega konungsstaðfest-
ingu símleiðis.
€
ÐAGBOK
1
T alsímar  Alþingis:
854 þuigmannasími. Um þetta númer
þurfa þeir að biðja, er cetla að
ná tali af þingmönnum i Alþingis-
húsinu i síma.
411 skjalaafgreiðsla.
61  skrifstofa.
Afmæli i dajs
Elín Magnúsdóttir, verzlst.
N. Jensen Krogh, kafari.
Jón Jón8son, próf. Stafafelli.
Guðsþjónustur i dag (Guöspjall:
Jesús grœtur yfir Jerúsalem, Lúk. 19)
i dómkirkjunni kl. 10 síra FriSrik
FriSriksson.
Kristján Linnet sýslumaSur í Borg-
aruesi er kominn til bœjarins snögga
ferS.
Samúel Eggertsson kennari er nj'-
kominn til bæjarins úr ferðalagi um-
hverfis landið alt. Hann annast mæl-
ingar kaupstaða og kauptúna fyrir
Brunabótafélag íslands, og hefir nú
nœr lokiS því starfi. Patreksfjörður
einn eftir.
Sterling, eða Themis sem skipið nú
heitir, kom hingaS í gærmorgun kl. 5
beina leiS frá Danmörku. Farþegar
voru um 65. MeSal þeirra Axel Thor-
steinsson skald, HéSinn Yaldimarsson
cand. polit., Laufey VaJdimarsdóttir,
dr. Björn Bjarnarson, ungfrú Kristín
Þorvaldsdóttir, Jón Norðmann piano-
leikari, Arni og Rich. Riis kaupmenn,
ungfrúrnar Helga og Bengta Andersen,
Guðrún Snæbjörnsdóttir, SigríSur Þor-
steinsdóttir, Lára Samúelsdóttir, Olga
Kristinsdóttir, María og Ragna Hjalta-
dætur, Kristín Norðmann,"studentarn-
ir Kristín Ólafsdóttir, Asta Jónsdóttir
og JófríSur Zoega, Bjarni Asgeirsson
frá Knararnesi, Kristján Guðjónsson
prentari, Óli Vilhjálmsson verzlunarm.
frá Húsavík, Jóhann Tryggvason verzlm.
frá Þórshöfn o. fl.
Fredericia fór héðan í fyrrakvöld
áleiöia til útlanda til þessa að sækja
annan steinolíufarm fyrir Steinolíu-
fólagið.
Halldór Kristínsson Iæknir hefir
verið skipaður héraðslæknir í Reykjar-
fjarðarhéraði. Heflr þar eigi verið
læknir áður. SiSastliðinn vetur var
Halldór á Siglufirði settur læknir í
staS GuSm. Hallgrímssonar.
Guðm. Thoroddsen hefir fengiS
lausn frá hóraSslæknisembætti f Húsa-
vík, án eftirlauna. Hefr hann fengið
læknisembætti við spítala í Danmörku.
Frá alþingi.
Úr etri deild í gær
1.   Frv. um þóknun til Vitna,
(endursent frá Nd.); ein umr.
Allsherjarnefnd Ed. hafði enn gert
breytingartillögur við frv. Fyrir þeim
talaði Krislinn Danielsson, framsögum.
nefndarinnar. Karl Einarsson mald-
aði í móinn, gegn einni breytingar-
tillögunni, og segja kunnugir, að
hann hafi haft á réttu að standa, en
deildarmenn heyrðu illa til hans, og
brtt. gekk fram.
Málið endursent Nd.
2.   Frv. nm bæjarsíjórn á Akur-
eyri; 3. umr.
Breytingartillögur ailsherjarnefndar
voru samþyktar og frv. sent til Nd.
3.   Frv. um ábyrgð landssjóðs á
fé kirkjusjóðs; 3. umr.
Samþykt umræðulaust og afgreitt
til Nd.
4.   Frv. um ábyrgð fyrir að gefa
saman hjón i sveitarskuld; 3. umr.
Samþ. og afgr. til Nd.
5.   Frv. um breyting á fasteigna-
matslögunum; 3. umr.
Guðjón Guðlauqsson hafði nú borið
fram brtt. um að prjóna framan við
það af frv., sem eftirstóð á dögun-
um (launahækkun fasteignamatsm.)
ákvæði um að nema úr gildi 9. gr.
fasteignamatslaganna, sem fjallar um
hvernig Ieggja eigi matsverð jarða
og húsa i skatt.
Guðmundur Olaýsson þumbaðist við
þessari breytingu og áttu þeir um
þetta stutt orðakast, hann og Guð-
jón.
Svo fór, að breytingartill. var
samþ. með 7 : 1 atkv.
Frv., svo breytt, var samþykt með
10 : 1 atkv. og afgr. til Nd.
6.   Þigsái.till. um konungsúrskurð
um siglingafána; ein umr.
Eqgert Pálsson stóð einn upp —
að eins til þess að lýsa yfir, að hann
teldi ráðlegast að ekki yrði farið að
ræða málið i deildinDÍ á þessu stigi,
heldur yrði því visað til nefndar
þeirrar, er kosin var til að íhuga
fánafrv. Karlamagnúsar.
Till. visað til fánanefodar með
öllum atkv. (14) og umræðunni
frestað.
7.   Frv. um rekstrarkostnað lands-
simastöðva (komið frá Nd.) 1. umr.
Vísað umræðulaust til 2. umr. og
samgöngumálanefndar.
Stúlka
óskast í vist nú þegar til
hausts eða lengur.
Ritstj. v. á.
Ostar
margar teg.
i verzlun
d ZoSgði
8.   Frv. um skiftingu bæjarfóge-
embættisins i Reykjavík og stofnun
sérstakrar tollgæzlu þar (komið fri
Nd.) 1. umr.
Visað til 2. umr. án þess, að
nokkur tæki til máls, og til alls-
herjarnefndar.
9.   Frv. um Eiðaskólann (komið'
frá Nd.) 1. umr.
Enginn sagði orð. Visað til 2..
umr. og mentamálanefndar.
10.   Frv. um hækkun á launum
hreppsnefndaroddvita og sýlsu-
nefndarmanna um þriðjung (komið
frá Nd.); 1. umr.
Umræðnlaust vísað til 2. umr. og
allsherjarnefndar.
11.   Þingsáltill. um ásetning bú»
penings (hefir verið samþ. i Nd.)^
hvernig ræða skuli.
Ein umræða ákveðin.
Fundnrinn stóð í 50 mínútur.
-g!>g<!!>-
„Lalla Rookh*
í færeyska blaðinu »Dimmalætt-
ing« frá 21. júli er sagt frá þvi,
að skonnortan »Lalla Rookh* hafi
verið kafskotin af þýzkum kafbáti
fyrir sunnan Orkneyjar. Skip þetta
átti áður }. P. Evensen & Sön í
Færeyjum, en, segir blaðið, hafði
verið selt íslenzku félagi tveim mán-
uðum  áður.
Skipverjar voru allir færeyskir, og
komust þeir allir lifs af.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8