Morgunblaðið - 17.08.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.1917, Blaðsíða 1
Fðstudag 17. ágúst 1917 M0R6DNBL 4. argangr 283. tðlublað ir. íoo Ritstióri: Vilhiálmur Finsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslnsimi nr. 500 ■> Jhjía Bíó <! Þyrnibrautin. Nútíðar sjónleikur i 4 þáttum. — Aðal-leikendur: Olaf Fönss, Agneta Blom, Johs. Ring. Hvar sem þessi mynd er sýnd, munu þúsundir áhorfenda fyllast meðaumkun með hinni ógæfusömu fósturdóttur skóar- ans, sem hrakin er frá sælu lífsins og lendir í mannsorpinu. cSToRRrar íunnur af agœfu saífRjafi úr Vopnafirði og af Möðrudalsfjöllum, fást keyptar í dag og á morgun fyrir 115 kr. hver, hjá *3*áli tJlrnasyni\ Skólavörðustfg 8. Ritstjórnarsími I. 0. 0. F. 998179 — II. SIOl Reykjavíknr |B 10 ^lul Biograph-Theater Talslmi 475 firlagadémur Fallegur og efnisríkur sjónl. í 3 þáttum, leikinn af ágætum dönskum leikurum. Aðalhlutv. leika: Fru Luzzy Werren, Hrr. Herm. Florentz. Efni myndarinnar er mjög áhrifamikið, og fádæma fagurt, og myndin er án efa með þeim beztu sem hér hefir verið sýnd. Aluminium-bíonze nýkomið. Daniel Halldórsson Uppsölum. Erl. simfregnir. frá fréttaritara Isaf. og Morgunbl.). Khöfn 15. ágúst. Spánn er undir herlög- um. f»jóð verj ar búast við sókn hjá Ypres og Verdun. Undanhald Rússa og Rú- mena stððvað. Páflnn hefir komið Iram með triðarboð. Er þar til- skilið að engin þjóð tái landvinninga, engar skaða- bætur greiddar og engin viðskiftastyrjöld að strið- inu loknu. Með samkomulagi heflr tekist að draga úr óeirð- unum í Helsingfors. Khöfn 15. ágúst. Nikulás fyrv. Russakeis- ari heflr verið fluttur til Tobolsk ásamt fjölskyldu sinni. ítalska stjórnin hafnar , triðarumleitunum pútans. Tvöfalt útflutningsgjald af sjávarafurðum. Fjárhagsnefnd Nd. flytur frv. um bráðabirgðahækkun á útflutnings- gjaldi á sjávarafurðum um helming. Lögin vill nefndin að öðlist gildi 16. sept. 1917 — og gildi til árs- loka 1919. A hækkunin að koma í stað verðhækkunartollsins, sem úr gildi gengur þann dag. Arið 1916 nam útflutningsgjald af fiski og lýsi 216 þús. kr. af síld 158 þús. kr. Hefir tvöföldun gjalds- ins þannig mikinn tekjuauka í för með sér fyrir landssjóð. Hækknn bnrðargjalds nm helming. Fjárhagsnefod Nd. flytur frv. um það hækka um helming burðargjöld þau öll og ábyrgðargjöld innanlands með póstum og póstskipum, sem um ræðir í póstlögunum 16. nóv. 1907. Vill nefndin láta lögin öðiast gildi þegar í stað og gilda til ársloka 1919. Þegar Ceres var sökt í Glasgow var skipshöfnin af »Cer- es« yfirheyrð og sagði hún þá frá því á þessa leið þegar skipinu var sökt: »Ceres« fór frá Fleetwood hinn ix. júlí og fékk nákvæm fyrirmæli um það, hvaða leið hún ætti að fara. Lydersen skipstjóri og stýrimaður sögðu báðir að þeirri stefnu hefði nákvæmlega verið fylgt. Ferðin gekk vel i tvo daga, en er skipið var kom- ið 50 gr. n. br. og 12 gr. vestur- lengdar, kom á það tundurskeyti frá kafbáti, sem eigi sázt. Varð þegar ógurleg sprenging i skipinu. Vélin stöðvaðist samstundis og þegar reyk- ur og gufa fór að réna, var vélrúmið fult af vatni. Annar vélstjóri, Dani- elsen og einn kyndari biðu bana við sprenginguna og bakborðsbátur brotn- aði í spón. Það tókst að koma stjórnborðs- bát á flot og einnig »jullu« og gekk skipshöfnin þar á, ásamt þremur far- þegum. »Ceres« sökk á sjö min- útum. Rétt á eftir kom kafbáturinn í ljós á stjórnborða, en þegar hann sá að skipið var sokkið fór hann i kaf aftur. Bátarnir héldu nú til lands. Skömmu siðar sáu þeir tvö svört reköld skamt frá sér og er þeir komu nær sáu þeir að þetta voru fljótandi tundurdufl. Um miðjan dag hinn 15. júlí komust bátarnir báðir til þorpsins Bornich á Suðureyjum, eftir harða útivist. Einn skipverja segir frá. Farþegar á Ceres voru 3, þeir Thor Jensen, Rich. Thors og ung- frú Þóra Friðriksson. Nokkrir is- lenzkir sjómenn voru ráðnir á Cer- es hér og komu 3 þeirra hingað í gær á Fálkanum. Vér náðum tali af Bjarna Jóns- syni Þórðarsonar hafnsögumanns á Vesturgötu 38. Er Bjarni framúr- skarandi dugnaðarlegur að sjá og liklega ekki einkisvirði að hafa með á slíkri útivist og þeir áttu, skip- verjarnir og farþegarnir á Ceres, eft- ir að skipinu var sökt. Bjarni segir látlaust og blátt áfram frá, svo sem góðra sjómanna er siður. Klukkan var 7,13 árd. föstudag- inn 13. júlí. Ceres varþááað gizka 200 sjómilur norður af írlandi. Skyndilega varð óttaleg sprenging, vélin stöðvaðist og annar björgunar- báturinn fór í spón, ásamt mörgu öðru á þilfarinu. Kafbáturinn sást þá hvergi, en hann kom úr kafi litlu síðar hinu megin við skipið, en hvarf aftur þegar hann sá, að skipið var að sökkva. Tveggja manna var þegar saknað og hygg eg að þeir hafi báðir farist i vélarúminu þegar sprengingin varð. Farþegar voru ekki komnir á fætur og voru því fáklæddir mjög. En það var um að gera, að hraða sér sem mest. Þóra Friðrikjson komst í kjól, en Thor Jensen og Rich. Thors voru vestis- og jakka- lausir, er þeir hlupu í bátinn. Skip- verjar, sem á verði voru, lánuðu þeim nokkuð af sínum fötum, en veður var kalt, rigning og stormur, svo það gat varla farið vel um þau. Þau báru sig samt vel, en sjóveiki hafði ungfrú Þóra megna. Nú var róið og siglt. Mat höfð- um við til þriggja daga og vatn nóg. Og Cognak, ef einhver skyldi veikj- ast. Eftir 52 stunda veru í bátunum, — »julluna« höfðum við bundið aftan i lífbátinn, — komum við að landi í Bornich. Var oss tekið þar mjög vel af Bretum og þegar símað eftir skipi til þess að flytja okkurtil Skotlands. í Glasgow vorum við í 10 daga, en fórum svo frá Newcastle til Noregs. Skipverjar og farþegar mistu alt, sem þeir höfðu meðferðis. En það var hreinasta undur, að ekki skyldu fleiri menn farast, því kaf- báturinn gaf oss e n g a n f r e s t til þess að forða oss. Það var 8. september árið 1908 að A. P. Alberti, fyrverandi íslands- ráðherra, kærði sjálfan sig fyrir lög- reglunni. Hann sagði þá þegar, að rannsókn i sakamáli sínu mundi standa í tvö ár, og það rættist. — Hinn 20. desember 1910 var dóm- urinn kveðinn upp yfir honum og hann dæmdur til 8 ára hegningar- hússvistar. Og þann sama dag var hann fluttur til hegningarhússins í Horsens. Alberti vóg þá 288 pund. En undir eins og hann kom i fangelsið tók heilsu hans að hnigna. Og í júlímánuði 1912 hafði hann iagt svo mikið af, að hann vóg ekki nema i^opund. Hann lá þá ýmist í sjúkra- húsdeild hegningarhússins, eða sat hálfrænulaus á stóli og öll hin fyrri glaðværð hans var horfin. Þá þótti það eigi mannúðlegt, að láta hann vera þar lengur, og var hann þvi fluttur til Vridslöselille og þar hefir hann verið siðan. Hegningartiminn er sem sagt fyrst útrunninn 20. desember 1918. En samkvæmt lögum frá 1873 má náða menn fyr en hegningartíminn er út- Albertf náðaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.