Morgunblaðið - 20.08.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Dr.P.J.OIafson tannlækni er fyrst um sinn að hitta í Kvennaskólanum við Frikirkjuveg kl. io—ii og 2—3 á virkum dögum. mætir menn hefðu ekki örvað unga bændur og basndasyni til þess að afla sér sérþekkiugar á því sviði og bindast samtökum um ýmislegt, er stutt getur búskap bænda og hags- muni? Menn verða að hafa það hugfast, að öll fræðsla og skólar verða ekki beint metnir til peninga eins og saltfiskur, lýsi, ull, kjöt og smjör; en á hiun bóginn gerir það oss miklu færaii til þess að lifa líf- inu eins og skynsemi gæddum ver- um samir og afla oss allra nauð- synja. Hefir t. d. ekki vetziunar- stétt vor og iðnaðarstétt vor, svo vér tökum enn dæmi af framþróun vorri á síðari árum, færst töluvert úr kútnam siðan vér eignuðumst þenna vísi til verzlunarskóla og iðnskóla? Niðurstaðan verður á öllum sviðum hin sama, að ment er mátur. Við síðari spurningunni liggja þau svör, að það er harla hæp'.ð, að að- sóknin utan af landi verði bæjar- mönnum til meinfanga. Fyrst og fremst eru öll líkindi til, að einmitt sakir dýrtíðarinnar verði aðstreymið til skólanna utan af landi töluvert minna en verið hefir — en æsku- lýð vorum, sem á hér heima, erum vér bæði lagalega og að minsta kosti siðferðislega skyldir til að sjá ekki að eins fyrir ííkamlegu uppeldi, held- ur einnig vissu lágmarki af andlegri fræðslu — og í annan stað mætti búa svo um knútana, að aðkomu- nemendur legðu á borð • með sér kjöt, feitmeti og ef til vill önnur matvæli, svo að v£r þyrftum ekki að kvíða því, að þeir ætu oss út á húsganginn. Úr húsnæðisskortinum er ekki ástæða til að gera sér mikla rellu, því að mjög margar fjölskyld- ur hér hafa aflögu svo sem eitt her- bergi, sem þær eru vanar að leigja nemendum eða einhleypum mönn- uui vetrarlangt, en ekki getur kom- ið til mála að leigja ómagamönnum. í annan stað má gera ráð fyrir, að mikið dragi úr aðsókninni, eins og áður hefir verið tekið fram, sakir dýrtíðarinnar. í höfuðborgum bræðra- þjóða vorra á Norðurlöndum hafa há- skólaráðin lagst á eitt með fulltrú- um stúdenta, stúdentaráðunum, til þess að útvega nemendum í dýitíð- inni ódýr húsnæði og ódýran mat (sbr. Verden og vore Studenter, Gads Magasin: Mai 1917) og hefir það fyrirkomulag gefist ágætlega, að því er höf. segir. Er slík viðieitni miklu drengilegri og karlmannlegri en að leggja algeit árar í bát og breiða upp fyrir böfuð, eins og tal- ið er víst, að sumum stjórnarvöld- um vorum og skólamönnum sé skapi næst. Það er einna likast því hátta- lagi, að bændur fargi öllum bústofn r sínum og útgerðarmenn selji skip sín, af því að grasbrestur verður eða út- gerðin borgar sig ekki eitt ár í bili. Ekki er ósennilegt, að það orki tvímælis, að stjórn vor og þing hefir árin 1916—1917 stofnað ýms em- bætti, og, sum ærið útdráttarsöm, sem virðast hafa getið beðið betri og hagstæðari tíma, og veitt álitleg- ar fjárupphæðir til ýmissa hluta, sem geta ekki talist bráðnauðsynlegir, en þykist á hinn bóginn ekki hafa efni á að byrgja skólana svo að eldiviði og ljósmeti, að þeir verði starfrækt- ir. Búast má við, að hið sama verði viðkvæðið hjá skólanefnd og bæjar- stjórn Reykjavikur þegar barnaskóli vor á að taka til starfa, en minna má á, ctð katólski skólinn í Landakoti aui'lýsir í °œr, að hann hyrji eins 0% vant er 1. sept. þ. á. Þar er ekki að tala um neinn dýrtíðarbarlóm eða dýrtíðarundanbrögð frá þvi, sem menn telja skyldu sína. En vér með alt sjálfstæðisbraskið og sjálfstæðis- gasprið tökum þakklátsamlega tæki- færinu til þess að ala ómensku og aðgerðaleysi upp í æskulýð vorum í stað þess að innræta honum starfs- þol og starfsfýsn. Gamall kennari. Sjálfstjórn Finna. Stjórnarbyltingin i Rússlandi vakti vonir margra Finna um bjartari fram- tíð og ef til vill fullkomið sjálfsfor- ræði. Og jafnaðarmennn tóku þeg- ar að berjast fyrir þessu, því að þeir vissu vel, ab stórborgararnir i Finnlandi höfðu verið drjúgir stuðn- ingsmenn rússneska valdsins. Og nokkru eftir stjóroarbyltinguna lögðu jafnaðarmenn fyrir rússnesku stjórn- ina frumvarp að sambandslögum, þar sem Finnlandi var ætlaður full- kominn réttur til þess að fara með öll innanríkismál sín og gera verzl- unarsamninga við erlénd riki, en ut- anríkismál skyldu þó eftir sem áður vera í höndum Rússa. Það leið eigi á löngu áður en það kom í ljós að rússneska stjórnin var ekki á þvi að gefa eftir. Þá tók finska stjórnin sig til og samdi lög, sem fengu henni í hendur ýms þau mál, er keisarinn hafði áður verið einvaldur i. En Rússar voru i móti þessu líka. Komu þeir fram með annað »uppkastc og ætluðu stjórn sinni þar að hafa ákvörðunarrétt í þeim finskum málum er Rússland snerta að einhverju leyti og enn fremur rétt til þess að kalla saman finska þingið og ieysa það upp. Þegar Finnar fengu þetta uppkast, sáu þeir fljótt að þeir gátu alls ekki gengið að því. Reyndu þeir að breyta uppkastinu, en gátu aldrei orðað það svo, að allir vildu við una. Sýnir þetta eiginlega ljóst, að samkomulag verður eigi með Rúss- um og Finnum nema því að eins að Finnar fái fullkomið sjálfstæði. Og á jafnaðarmannafundi, sem stóð yfiríHelsingforsdagana 15.—18. júni, var ákveðið að berjast fyrir fullkomnu sjálfstæði. Meðan þeir fundir stóðu, söfnuð- ust fulltrúar verkamanna og her- manna saman á fund í Rússlandi. Mátti það kallast hin eina fulltrúa- samkunda þjóðarinnar þá i svipinn og Finnar sáu fljótt, að sér mundi verða það að ómetanlegu gagni ef þeir fengju unnið þessa samkundu á sitt mál. Voru því sendir fulltrúar þangað með kröfur Finna og ósk um álit fundarins. Fundurinn tók vel undir kröfur Finna, sem eigi gengu mjög langt, en voru í samræmi við anda stjórn- byltingarmanna, að hver þjóð skuli ráða sér sjálf. Félst hann á það að finska landþingið ætti að hafa lög- gjafarvald í öðru en utanríkismálum og hermálum, hafa rétt til að ákveða hvenær það kæmi saman og hvenær því væii slitið og ráða öllu um stjórn Finnlands. Þegar fregnin um þetta kom til Finnlands, hleypti hún nýju hug- rekki í alla þá, sem reyndu að vinna að sjálfstæði landsins. Grundvallar- laga-nefndin samdi nú nýtt frumvarp samhljóða því, sem verkamenn og hermenn i Rússlandi höfðu sagt að rért væri og réðu jafnaðarmenn því. Bjuggust þeir við .því að Rússastjórn mundi samþykkjr þetta, en það fór á aðra leið. Svarið kom 31. júlí og var þannig: »Bráðabirgðastjórnin hefir móttekið ávarp landþingsins frá 25. júlí, og einnig tilkynningu um þær ákvarð- anir, er þingið hefir sjálft geit um hina æðstu stjórn í Finnlandi. Samkvæmt stjórnskipunarlögunum nýtur Finnland sjálfstjórnar innan þeirra löglegu takmarkana sem binda það við Rússland og hafa legið í höndum þess manns, er var æðstur vaidsmaður beggja þjóða. Vegna þess að keisarinn var sett- ur frá, falla öll réttindi hans, þar á meðal þau sem fyigja því að vera stórhertogi í Finnlandi, í hendur bráðabirgðastjórnarinnar, sem þjóðin sjálf hefir fengið hið æðsta vald í hendur, nema því að eins að það dæmist rétt vera, að keisarinn sé stórfursti Finnlands enn þann dag í dag. Bráðabirgðastjórnin hefir unnið þess eið að varðveita réttindi hinnar rússnesku þjóðar og rússneska valds og getur hun því eigi gefið neitt af því eftir fyr en þingið hefir tekið ákvörðnn í málinu. Enda þótt bráðabirgðastjórnin telji það skyldu sina að gæta sjálfstjórnar- réttinda Finna, getur hún eigi viður- kent að landþingið hafi rétt til þess að grípa fram fyiir hendur rússneska þingsins og upphefja yfirráð Rússa um stjórn og löggjöf Finna. Og samþyktir þær, er landþingið hefir gert, koma í bág við réttarstöðu Finna og stjórnskipuíag. Finska þjóðin getur ein ákveðið framtíð sína. Það verður að gerast með samkomulagi við rússnesku þjóðina. Bráðabirgðastjórnin álitur því heppilegt að rjúfa þetta landþing, . sem kosið var 4. apríl í vor og láta efna til nýrra kosninga snemma f októbermánuði og ákveða að hið nýja þing skuli eigi koma síðar sam- an en 1. nóvember 1917. Þá skulu allir þeir, sem kosnir hafa verið til þingsins, koma til Helsingfors til þess að rækja skyldu sina i samræmi við þingsköp land- þingsins. Þegar landþingið verður sett mun stjórnin leggja þar fram lög um innanríkismál Finnlands. Undir þessa tilkynningu höfðu allir rússnesku ráðherranir skrifað, með Kerensky i broddi fylkingar. Finnum fanst, sem Rússar ryfu hér á sér orð og eiða og neituðu að leysa upp þingið. Og afleiðingin er sú, að her er sendur á hendur Finn- um. Gæti vel farið svo, að það yrði undanfari stærri tíðinda. DAGBOK 1 T al simar Alþ in g i s: 854 þingmnnnasími. Um þetta númer þurfa þeir að biðja, er aetla að ná tali af þingmönnum í Alþingis- húsinu i síma. 411 skjalaafgreiðsla. 61 akrifstofa. Afmwli f dag: Slgríður Jónsdóttir húsfrú Á. H. Bjarnason, dr. phil., próf. Helgi Hjörvar kennari. Guðm. Guðmundsson skáld og fjöl*- skylda hans kom hingað til bæjarins í fyrrakvöld. Hafa þau dvalið vestur á ísafirði í sumar. Aðkoniumenn: Síra Ólafur Sæ- mundsson í Hraungerði, síra Magnús Jónsson á ísafirði. Bifreiðarslys. í gærmorgun var bifreið ekið á bæjarfógetann, Sig. Eggerz. Hann kom á hjóli á móti bifreiðinnl við hornið á Vonarstræti og Tjarnargötu. Hvorugur gaf viðvörun- armerki, en áreksturinn varð svo mikili, að reiðhjól fógetans brotnaði. Síldarlaust er alveg véstra nú sem stendur. Hæstur afli til þessa 900 tunnur. Búist var við því að verka- fólk hóðan úr Reykjavík mundi koma heim aftur núna einhvern daginn, en svo verður þó víst eigi, því að menn bú- ast við því að síldarhlaup komi núna með norðanáttinni. Alþingiskosning fór fram í Norður- ísafjarðarsýslu í fyrradag. Atkvæðát seðlar hafa enn eigi verið taldir, og verður ekkert sagt um það hvor muni hafa borið sigur úr býtum. Segja kunnugir menn að ekki hafi mátt h' milli sjá við undirbúning kosninganna. Dagskrá Nd. í dag kl. 1: 1. Frv. um breyting á lögum um um*-- boð þjóðjarða; 3. umr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.