Morgunblaðið - 27.08.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1917, Blaðsíða 1
Mánudag 27. ágúst 1917 fflORGDNBLASIB 4. árgangr 293. tölublað Ritstjórnarsimi nr. 500 R’tstjóri: Vilhjálmur Finsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslnsími nr. 500 «I0| Reykjavtbnr |g|0 Bioaraph-Theater |_______ Talsími 475 Barn syndarinnar Sjónleikur i 3 þáttum, leikinn af ágætum dönskum leikurum. Falleg mynd um ást ungrar stúlku, um vonbrigði hennar og baráttu fyrir lífinu og um sigur viljans. Foss og skógar i Sviþjóð. Ljómandi falleg iandlagsmynd. Bíaðapíöníur Páímar og ýmsar aðrar blaðaplöntur, nýkomið TTlarie Tianseti, Bankastræti 14. ■ 11 " K. F. U. M. VALUB. Æfing i kvöld kl. 8. Fjölmennið! Erí. símfregnir frá fréttar. Isafoldar og Morgunbl, Kaupmh. 25. ágúst. ^ Italir hata gert óvenju grimmileg áhlaup trá Tolmino alla leið að sjó. Þeir hafa enn tekið 20.500 íanga. Aðra °g þriðju skotgrataröð Austur- rikismanna hata þeir tekið. Frakkar hafa tekið Camord- skóginn, 304. hæðina og hafa sótt tram 3 kílómetra. 8000 menn hafa þeir handtekið í þessari orustu. Þjóðverjar hafa nú verið reknir langt í burt frá Verdun. Þjóðverjar gera gagnáhlaup á Ypres—Menin-veginum. Kmhöfn, 26. ágúst. Michaelis ríkiskanzlari hefir lýst því yfir að allar breyting- ar á stjórnarfyrirkomulagi Þýzkalands verði að bíða þangað til eftir ófriðinn. Frakkar hafa sótt dálítið fram fyrir norðan Bethincourt. Bretar hafa hörfað dálítið á Ypres—-Menin -veginum. Austurríkismenn hörfa und- an á Heiligengeist-hásléttunni. Framsókn Miðríkjahersins á austurvígstöðvunum hefir nú verið stöðvuð. Er(. símfregnir Opinber tilkynning frá brezku utan- rikisstjórninni í London. London 24. ágúst. Viðureignin vikuna þá er endaði 24. ágúst bar vott um sameinaða sókn hjá Bretum, Frökkum ogítölum. Bretar sóttu fyrst fram fyrir Lange- marck yfir St. Julien til Poel-Chapelle og lögðu þannig fram sýnilegar sann- anir um það að Þjóðverjar hefðu ó- rétt að mæla, er þeir sögðust hafa Langemarck á sínu valdi enn þá. Siðan sóttu Bretar fram til Saint Jonshock, sem er rétt hjá veginum milli Ypres og Menin, og í áttina til Gheluvelt og einnig noaðan við járnbrautina milli Ypres og Roulers. Kanadahermenn ruddust fram að útjöðrum borgarinnar og veittu írskir hermenn þeim fylgi. Orusturnar á öllum þessum stöðv- um eru að eins nokkur hluti af und- búinni árás á hið nýja skotgrafakerfi Þjóðverja, sem þeir hafa gett í út- jöðrum Lens og umhverfis borgina. Vatnsflóð hafa gert Þjóðverjum vörn- ina auðveldari að norðanverðu. Er þar barist mílli húsa og hafa Bretar sigrast á örðugleikunum. Þjóðverjar hafa tekið upp nýja lofthernaðaraðferð með því að skjóta á sjúkraskýli. Varnarstöðvar Þjóðverja hafa verið veiktar og hafa þeir beðið mikið manntjón, en hinar ofstopafullu til- raunir þeirra til þess að ná mistum stöðvum, hafa aldrei borið minstan hernaðarlegan árangur. En meðan þessu hefir farið fram, hafa ítalir sótt aftur fram sigri hrós- andi. Gerðu þeir ágætt áhlaup hjá Isonzo og náðu þá vigstöðvum Austurríkismanna á 23 milna svæði frá Monte Neró til sjávar. Og þessi önnur mikilfenglega árás, sem þeir hafa geit slðan striðið hófst, lét þá taka einhverjar hinar öruggustu víg- stöðvar í Evrópu. Með öflugri árás stórskota- og fótgönguliðs tókst ít- ölurn að ná fyrverandi framstöðvum síðustu víggirðinga Austurrikismanna hjá Trieste. Mest hefir orustan orðið í Carso- héraði, en sérstaklega náðu ítalir miklum sigri milli Plava-skipaskurð- ar og Isonzo. Með dæmafárri snilli verkfræðinga brúuðu þeir Isonzo þar, rufu stöðvar Austurrikismanna um nótt og tóku sér þær stöðvar að þeir ögruðu vinstra herarmi ó- vinanna. Þessi sókn ítala sýnir á- rangurinn af samvinnu bandamanna að framkvæmd þeirra fyrirætlana er þeir hafa sett sér Jafnhliða þessari ágætu sókn ítala hafa Frakkar sótt fram hjá Verdun. Sýndu Frakkar dæmafáa hreysti i framsókn sinni beggja megin Meuse. Gerðu þeir Þjóðverjum illa skráveifu hjá 304. hæðinni og einnig mílu hinum megin við Mort Homme. Tóku þeir þar i einu öflugar stöðvar sem Þjóðverjar höfðu áður unnið með hræðiíegum blóðfórnum. Hin sigur- sæla sókn hjá Verdun hefir verið gerð í sambandi við hina sigursælu sókn i Flandern. Þessar þrjár sókn'tr sem augsýnilega hafa verið gerðar að yíirlögðu ráði, hafa yfirbugað Þjóðverja. Til dæmis um það tjón er óvinianir hsfa beðið, má geta þess, að auk fallinna manna og særðra hafa ítalir og Frakkar handtekið nær 38 þús. menn, og við það má bæta þeim mönnum er handteknir hafa verið milii Lens og Bixschoote, en þeir eru 4000. Og auk þess hafa Þjóðveijar beðið ógurlegt manntjón í árangurslausum gagnáhlaupum, er þeir hafa gert. Það er mikils virði hvað bandamenn hafa náð miklu landi, en meira er þó um hitt vert, hvernig bandamenn þröngva kosti Þjóðverja og neyða þá til þess að gera hvað eftir annað árangurslaus og mannsaæð gagnáhlaup. Frá Balkan. Á Balkan-vigstöðvunum hefir lítil breyting orðið. Búlgarar kveiktu i Monastir með íkveikjukdlum og um sama leyti kom upp eldur í Saloniki og urðu þar þúsundir manna hús- næðislausar. í Kákasus og Gyðingalandi hefir engin breyting orðið. Hinn 19. ágúst gerði Coiumbia- herdeild Breta áhlaup á stöðvar Tyrkja hjá Shar Aban í Mesopota- miu. Veittu óvinirnir þar litið við- nám og flýðu undan til Hamrin- hæða. Halda Bretar stöðvunum hjá Shar Aban. Enda þótt Rússar og Rúmenar hörfi nú undan, veita þeir meir og meir viðnám. Þeir yfigefa ekki stöðvar sínar nema þeir hafi áður gert rnikið manntjón í liði óvin- anna og hefir það orðið til þess að óvinirnir hafa neyðst til að leggja fram allan þann herafla þar er þeir mega án vera til þess að við- nám Rússa og Rúmena snúist ekki í gagnsókn. Korniloff hershöfðingi hefir simað til Douglas Haig yfirhershöfðingja Breta að hann sé fullviss um að geta bráðlega komið á heraga aftur og hafið sókn. Konungurinn í Hedjaz, sem berst gegn Tyrkjum, hefir ónýtt nokkurn jiúm bíó Snarræði Marin Amerískur sjónl. í 2 þáttum. SKrifstofastulka Buany & Co. Afskaplega hlægilegur gamanl. Chaplin aldrei ráðþrota. hluta af Medinajárnbrautinni og hand- tekið framverði Tyrkja. Mistu Tyrk- ir þar 700 fallinna manna. Ennfrem- ur mistur þeir 700 fanga og 4 fall- byssur. Með þessu hafa Hedjazarbúar og fylgismenn þeirra snúist til liðs við málefni bandamanna. Hreyfing þessi fær fylgi hjá öllum Arabaþjóð- flokkum og færist austur á bóginn. + Sigríður Pétursdóttir • prófastsfrú að Gilsbakka, kona slra Magnúsar Andréssonar, andaðist siðastliðinn föstudag að heimili sínu eftir all- langa vanheilsu. Hún var fædd 15. júni 1860 og var þvi 57 ára. Frú Sigriður var systir Sig. Sivert- sens prófessors, aiþekt sæmdarkona, framúrskarandi dugleg húsmóðir og gestrisin. Ferðamenn voru jafnan velkomnir að Gilsbakka og ætið var rausnin þeirra hjóna hin sama hvernig sem á stóð. Atti hin göfuga hús- móðir eigi minstan þátt i þvi, enda var helmili hennar fyrirmynd að reglu og skörungskap. Bagdad enn. Fréttaritari svissneska blaðsins »Secolo< í Aþenuborg hefir það eft- ir griskum stjórnmálamanni, sem kom frá Miklagarði um það leyti, sem Grikkir slitu stjórnmálasambandi við Miðríkin, að tvær tyrkneskar herdeildir hafi verið teknar burtu frá Dobrudscha vigstöðvunum og sendar til Mesopotamia. Voru þær útbún- ar með stórar austurrískar fallbyssur og skotfæri. — Aðrar tyrkneskar hersveitir hafa verið teknar frá Þrakiu og sendar þangað suður eftir líka. — Astæðan til þess er sú, að Tyrkir ætla sér að hefja sókn þar syðra í septembermánuði og reyna að ná Bagdad aftur. Það er mælt að Falkenhayn hers- höfðingi eigi að taka við herstjórn- inni þar syðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.