Morgunblaðið - 06.09.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.1917, Blaðsíða 1
Fimtudag 4. árgangr 6. sept. 1917 H0R6DNBLABID 303. tðlublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusimi nr. 500 s 111 ■—! Garnla Bio nm iiimib Saga Ledas fðgru. Nútiðársjónleikur i 3 þáttum, leikinn i fegurstu héruðum ítaliu og á hæðstu tindum Alpafjalla. Aðalhlutv. leikur ein af beztu kvikœyndakonum ítala Frk. Leda Gys. Saga Ledas fögru er áhrifamikil og afarspennandi, og hefir fengið mikið lof í blöðum erlendis. Frá alþingi. Peir mótorbátaeigendur í Reykjavík, sem ætla að láta báta sína stunda fiskiveiðar i haust og á komandi vetrarvertíð, gefi matvælanefnd skýrslu um nafn báts og einkennistölu, hestöfl vélar og steinolíuþörf, mánuð- ina október, nóvember og desember þ. á., og sérstaklega mánuðina janúar, febrúar og marz næsta ár. Ennfremur skal tilgreina hvort bátarnir eiga að ganga til fiskjar héðan, eða TlLfm Bió Homingju- draumar Sjónleikur i 3 þáttum, 50 atr., tekinu af Nordisk Films Co. Gunnar Sommerteldt leikur aðalhlutverkið. ----Tðlusett sæti.---- Olfuofn óskast til kaups. Upplýsingar i ísafoldarprentsmiðju. þá hvar annarsstaðar og stundatölu, sem ætla má að bát- arnir gangi hvora 3 mánuði. Skýrslu þessa þarf að gefa fyrir 8. þ. m. til þess að hægt sé að skýra landsstjórninni trá steinolíuþörfinni til útgerðar hér i bænum. Borgarstjórinn i Reykjavík 4. september 1917. \ K. Zimsen. Ur efri deild i gær. Frv, um breyting á símalögunum; 3. umr. Samþ. og endursent Nd. Frv. um stofnun dósentsembættis á læknadeild Háskólans; 3. umr. Atvinnumálaráðherra lýsti fylgi sínu við þetta frv., og lét jafnframt í ljós von um, að annað frv. þessu skylt (um Guðmund Finnbogason) gengi fram. En það mál var ekki á dagskrá. Frv. samþ. með öllum atkvæðum (14), og afgreitt sem lög frá Alþingi. Frv. um samþyktir um kornforða- búr til skepnufóðurs; 2. umr. Framsögum. Guðjón Guðlaugsson, mælti nokkur orð fyrir frv. óbreyttu, og var það síðan samþ. og því vis- að til 3. umr. Þingsál.till. um endurbætur á gild- andi löggjöf um meðferð á fé ómynd- ugra; ein umr. Flutnm. Guðjón Guðlaugsson flutti langa ræðu um tillöguna, og fór mörgum hrakyrðum um ýms ákvæði tilskipunar frá 1847 um íjárforráð ómyndugra. En fáir deildarmanna hlýddu á þá ræðu. Þeir voru í neðri deildar salnum að hlusta á bankamálið. Tillagan var samþ. og afgr. sem ályktun efri deildar. Þingsál.tillaga um skólahald næsta vetur; ein umr. Tillaga kom fram um að vísa mál- inu í nefnd. Atvinnumálaráðherra óskaði þess að væntanleg nefnd hraðaði málinu svo sem unt væri, og vænti hann þess, að hún þyrfti ekki nema einn dag til að ihuga málið. Mönnum úti um landið lægi nú á að fá vit- neskju um það þegar i stað, hvort skólahald yrði í vetur eða ekki, eink- um að því er kæmi til skólanna f Reykjavik, og þyrfti að afráða það mál í snatri. Forseti skoraði á væntanlega nefnd að verða við þessari beiðni. Umræðunni var frestað og tillög- unni vlsað til fjárhags- og fjárveit- inganefndar. Yerð á landssjóðsvöru. Álit bjargráðanefndar Nd. um til- lögu til þingsályktunar um verð á landssjóðsvöru: Tillaga þessi gengur i þá átt, að Alþingi skori á stjórnina að selja landssjóðsvörur jöfnu verði í ollum kaupstöðum 0% kauptúnum landsins. Fram er tillaga þessi komin af því, að vörur landssjóðs hafa hingað til yfirleitt verið seldar því verði, er þær hafa kostað, komnar á sölu- staðinn. Hefir mestur hluti þeirra verið fyrst lagður á land i Reykja- vik, og varan svo flutt með fram ströndum landsins á sölustaðina. En farmgjöld o. fl. bætast þar með á verð vörunnar, kominnar til Reykja- vikur. í fljótu bragði skoðuð sýDÍst þessi þingsáiyktunattillaga bygð á réttum grundvelli. Þar sem varan er keypt fyrir fé allra landsmanna, þá er skilj- anlegt, að ýmsir geri þá kröfu, að hún sé öllum seld við sama verði. En svo eðlile’g sem framkoma slikr- ar kröfu er, svo óhægt er að full- nægja henni til hlítar. Fyrsta atriðið, sem til greina sýn- ist koma, ef fullnægja skyldi þings- ályktunartillögunni, er þetta: Er ger- legt að skipa vörum beint úr skip- um þeim, er þær flytja frá útlönd- um, á alla sölustaðina, alla kaupstað- ina og flestöll kauptúnin, svo að svari kostnaði? Þessari spurningu má hiklaust svara neitandi. Til þess gengi langur timi, og það myndi hleypa fram verði vörunnar stórum meira en það verður með þvi skipu- lagi, sem nú er. Veldur hér um afarhá skipaleiga, feikidýr vátrygging vöru, skips og skipshafna. En þó að menn vildu samt fara þessa leið, að þvi leyti sem unt kynni að vera, yrði mjög vandasamt, ef eigi alveg ókleift, að selja vörurnar við sama verði alstaðar. Er þess fyrst að geta, að millilandaskipin qcta al!s eigi geng- ið til sumra útsölustaðanna. Frá þeim yrði þá, sjóveg eða landveg, að sækja vörurnar á staði, þar sem skipin kæmu. Þessi aðferð út af fyrir sig fullnægði því eigi kröfu Freyjus nr. 1 og 2 ipor er k e y p t á afgreiðslunni háu verði. LITLA BÚÐIN. Nýkomið • • Kökur og Kex. Consum- Isafold- ( Husholdning- * Flag- Hof- At- iukku- laði. Three Castles- Capstan- Special Sunripe- Flag- Cigar- ettur. Munntóbak (Augustinus) o. fl. i Litlu búðina. þeirri, sem í þingsályktunartillögunni greinir. En þótt þessi ágalli sé frá talinn, mun erfitt reynast af öðrum ástæðum, að fullnægja téðri kröfu, enda þótt millilandaskipin sigldu á hvert kauptún, sem þau geta. Ef selja ætti með þessu skipulagi vör- urnar sama verði á öllum stöðum, mundi þurfa að reikna allan kostnað á hverri höfn, áður verð væri sett

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.