Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 307. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
€sFíi66ar
JEfin Brjést
Síaufur
sv og hv.
t&CálsBinéi
frá 0,50—4,50
SoMar
Æœrf&í
tJCaiiar
harðir og linir
m. fl.
nýkomið
McmiMm'flwiaAQn
Nú hafa Bandaríkin tekið miljón
manna í herinn og útbúið þá að
öllu leyti.
c
DAGBOK
>
Stcphan 6. Stephanson,  sem n/-
kominn er hingað frá ísafirði, fór i
gær til Þingvalla. Með honum fóru
nokkrir mentamenn héðan ur bsenum.
Eru þeir væntanlegir til bæjarins aft-
ur í dag.
Samsöng  ætlar »17. júní« að hafa
þessari  viku.   Góð  skemtun   f
vændum þar.
Dagskrá efri deildar í dag kl. 1.
1.  Frv. um samþykt á landsreikn-
ingunum; 3. umr.
2.  Till. út af atbugaaemdum yfir-
skoðunarmanna landsreikninganna;
aíðari rujar.
3.  Frv. um bæjarstjórn ísafjarðar;
ein umr.
4.  Frv. um hækkun tekjuskatts; 2.
umr.
5.  Frv.  um  hækkun  burðargjalds;
v   2. umr.
6.  Frv. um aðflutningsbann á áfengi;
1. umr.
7.  Þingsál.till. um skilyrði fyrlr styrk
til búnaðarfólaga; hveraig ræða
Bkuli.
8.  Frv. um frestun á skólahaldi; 2.
umr.
Dagskrá neðri deíldar í dag ki. 1
1.  Frv. um lögráð; ein umr.
2.  Frv. um stefnubirtingar; ein umr.
3.  Frv. um I/sismat; ein umr.
4.  Frv. um húsmæðraskóla á Norð-
urlandi; 3, umr.
5.  Frv. um framlenging og breyting
á verðhækkunartollslögum; frh.
3. umr.
6.  Frv. um laxveiði; 2. umr.
7.  Frv. um einkaleyfi til að þurka
kjöt með velaafli; 1. umr.
8.  Þingsál.till. um verð á landssjóðs-
vöru; frh. einnar umr.
Skólabald í vefur.
Eftirfarandi ávarp hefir skólanefnd bæjarstjórnar ReykjavíkUr sent Alþingi:
Út af »Frumvar.pi til laga um frestun á skólahaldi skólaárið 1917—1918«, sem er fram komið
á þingskjali 846 i háttvirtri Efri deild Alþingis, leyfir undirrituð skólanefnd Reykjavikur sér:
að mótmœla þvi, að frumvarp þetta verði gert að lögum á þann hdtt, að það nái til Barna-
slcóla Reykjavikur eða Barnaskólans í Bergstaðastrœti 3, sem er styrktur af bœjarsjóði Beykja-
vikur.
Til stuðnings og skýringar mótmælum vorum skal það tekið fram, er hér segir:
Skólanefnd og bæjarstjórn hafa þegar tekið tíl yfirvegunar og gert ályktun um, hvernig skóla-
haldi Barnaskólans skuíi fyrir komið næsta vetur, með sérstöku tilliti til yfirstandandi og yfirvofandi
dýrtíðar og eldsneytiseklu. Hefir skólanefndin ákveðið og bæjarstjórnin einróma fallist á, að halda
uppi kenslu 2 stundir á dag fyrir börnin í yngri bekkjum skólaus, en 3 stundir í eldri bekkjunum, og
verður þá skólinn haldinn kl. 10—3 daglega, en áður hefir hann verið haldinn kl. 8—5. Auk þess
verði haldið uppi matreíðslukenslu fyrir stúlkubörn á öðrum tímum dags í skólaeldhúsinu. Með þessari
styttingu skólatíman8 sparast ljósmeti að mestu leyti og eldsneyti til upphitunar að miklum mun.
Oss er ekki fullkunnugt um ástæður fyrir hinu framkomna frv., en vér getum helzt ímyndað
oss, að það sé eldsneytissparnaður, sem á að fást í aðra hönd gegn því afarmikla tjóni, sem frv. óhjá-
kvæmilega hefir í för með sér, ef það verður að lögum. Viljum vér því gera grein fyrir horfum
Barnaskólans að því er eldsneyti og Ijósmeti snertir.
Eldsneytiseyðsla skólans hefir verið tvo síðustu veturna:
1915—1916      72 tonn.
1916—1917 um  60 tonn.
Gas til ljósa um 2400 teningsm. (samsvarar ca. 6 tonnum af kolum).
Það  er nú áætlað,  að  fyrir styttingu hins daglega skólatíma færist kolaeyðsla skólaársins til
hitunar niður í...........................ea.  50 tonn
Þar upp í á skólinn fyrirliggjandi kolaleyfar................um  20  —
Þarf því að leggja skólanum til.....................ca.  30  —
Ljósmeti sparast Ðær alveg með því að hafa skólann kl. 10—3.
Að því er snertir útgjöldin til útvegunar á þessum 30 tonnum af kolum, þá er óeytt af fjár-
veitingu skólans árið  1917  til  eldsneytis og ljósa ca. 7000 kr.  Vantar því um 2000 kr. til þess að
kaupa nefnd 30 tonn með núverandi kolaverði, og getur það ekki talist Btór upphæð í samanburði við-
allan kostnað við skólahaldið, sem er áætlaður 56200 kr.  Þar af er kenslukaup um 40000 kr., og væri
þeirri upphæð alveg á glæ kastað ef skólahaldi væri frestað.
Að því er snertir möguleikann til þess að fá nefnd 30 tonn af kolum handa skólanum, skulum
vér skýra frá því, að fyrir utan kolaleyfar barnaskólans á bæjarsjóður Reykjavíkur um 60 tonn af
kolum, sem hann hefir fengið í sinn hlut endurgjaldslaust af kolum, sem björgunarskipið Geir náði úr
sokknu kolaskipi hér á höfninni í vor. Auk þess eru hér talsverðar kolabirgðir til sölu, engar hömliir
lagðar á þá söiu, en verðið svo hátt, að almenningur hér í Reykjavík getur alls ekki keypt þau, og
mun því nota annað eldsneyti í vetur. Er ekkert því til fyrirstöðu að vér kaupum nú þegar umrædd
30 tonn handa barnaskólanum, ef bæjarstjórnin óskar þess heldur en að leggja skólanum til af sínum
eigin kolum. Og þar sem oss ennfremur er skýrt svo frá af kunnugum mönnum, að horfurnar um að-
fiutninga til landsins næstu mánuðina séu þær, að flutningaskip þau, sem nú eru í förum fyrir lands-
stjórn og landsmenn, muni ekki geta fengið nóga farma hingað með öðru móti, en að einhver þeirra
séu tekin til þess að flytja kol, þá getum vér ekki séð neina nauðsyn til þess, að hindra skólanefnd
og bæjarstjórn frá þvi að leggja skólanum til annaðhvort þau kol eingöngu, sem eru eign bæjarins,
eða þá þau kol að nokkru leyti, en aðkeypt kol til viðbótar — og það því síður, sem lokun skólans
mundi lítínn eða engan raunverulegan kolasparnað hafa í för með sér, sem síðar mun vikið að. Hins-
vegar viljum vér gera nokkra grein fyrir nauðsyn skólahaldsins.
í Barnaskólanum má vænta að verði um 1200 börn. Fjöldi þeirra er frá mjög fátækum heim-
ilum, sem búa við afarþröngt og oft lélegt, iafnvel miður heilnæmt húsnæði. Kol, sem kosta 300 kr.
tonnið, getur allur fjöldi heimílanna alls ekki keypt, heldur munu þau bjargast yið innlent eldsneyti,
og má buast við að upphitunin verði ófullkomin. Vegna djrtíðar'og fyrirsjáanlegs atvinnubrests munu
mörg heimili líka neyðast til að spara fæði til hins ýtrasta. Vitanlega er börnunum miklu meiri hætta
búín en fullorðna fólkinu af lélegu húsnæði, ónógri upphitun og ónógri fæðu, en úr öllu þessu er bætt
að nokkru leyti, eða svo sem unt er, með skólahaldinu í Barnaskólanum.
í fyrsta lagi er fastur læknir við skólann, sem er daglega nokkra stund í skólanum og skoðar
börnín. í öðru lagi er séð fyrir því, að þær stundir, sem börnin frá fátæku heimilinum eru í skóian-
um, hafa þau nægilegau híta og gott andrúmsloft. í þriðja lagi mun bæjarstjórn og skólanefnd nú,.
eins og að undanförnu, gefa öllum þeim börnum eina máltíð daglega í skólanum, sem þess þurfa með,
Hafa börnunum í skólanum undanfarna vetur verið gefnar samtals 13000 til 14000 máitíðir á vetri.
Því meir sem neyðin kann að kreppa að bæjarbúum, því meiri nauðsyn er á því, að fá börnin í skól-
ann, til þess að þau séu undir stöðugu lækniseftirliti, og til þess að unt sé að sjá þeim fyrír fæði og
öðrum lífsnauðsynjum, að svo miklu leyti sem læknisskoðanir og eftirlit kennaranna sýnir að heimilin
geta það ekki.
Vegna þröngra húsakynna og lélegs aðbúnaðar má ganga að því vísu, að börnin frá fátæku
heimilinura hafast að miklu leyti .við á götunum við algert agaleysi á daginn, ef skólahaldinu og
aga þeim, sem því fylgir, er kipt burtu. A þessum heimilum getur alls ekki verið um neina heima-
fræðslu að ræða fyrir börnin, og mundu þau því fara alveg á mis við alla fræðslu ef skólanum verður
lokað.
Að sjálfsögðu mundu hinír efnaðri borgarar reyna að sjá börnum sínum fyrir kenslu, þótt skóla-
haldi barnaskólans verði frestað.  Þeir mundu flokka sig saman og reyna að fá kennarana við barnai--
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4