Morgunblaðið - 11.09.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.09.1917, Blaðsíða 3
mfihC W f« H!. A f) {h 3 Atvinna við siglingar. Mér varð litið á þauu kafia far- mannaiaganna, er ber ofanritaða yfir- skrift og gat eg þá ekki orða bundist. Þó að finna mætti ýmislegt þar i, sem betur mætti öðruvísi vera, er það þó sérstaklega eiít ákvæði, sem mér finst alveg óþolandi og til stór- tjóns fyrir siglingar okkar framvegis. — Það er ákvæðið urn ógildingu skírteiria íslenzkra skipstjórnarmanna, er þeir hafa aflað sér i útlöndum við atvinnu á islenzkum skipum, þar með einnig talin skirteini frá Dan- mörku. Lög þessi öðlast gildi i. janiiar 1918. Hvað vakað hefir fyrir löggjöfinni, þegar þessi ákvæði voru sett, er mér alveg óskiljanlegt. Hitt, hvaða afleiðingar þau hljóta að hafa, sýnist mér miklu ljósara. Það er í fyrsta lagi alveg ástæðu- laust, að setja þannig löguð lög á meðan að auðsjáanleg vandræði eru með að fá innlenda menn með inn- lendum skirteiuum á þau fáu skip, sem nú þegar eru komin, sökum þess að þeir eru ekki til, og hefir því orðið að fá útlenda menn með útlendum skírteinum til að stjórna sumum þeirra, og sýnir í að bezt, hvoru megin þörfin er. Nú er þetta þannig að eins i svip, en alveg mun það rétt áætlað, að skipin munu fjölga óðara en hægt væri að fjölga skipstjórnarmönnum á sama tíma, vegna þess, að bæði þkif fleiri menn en skip, og því fleiri þess stærri sem þau eru, og í öðru lagi það, að mennirnir þurfa ákveðinn tima til fullkomnunar, en skipin fjölga alveg óákveðið — og máske koma mörg í einu. Hver verður nú afleiðingin af svona litt fyrirhugaðri lagaskipun ? Hún verður auðvitað sú, að minsta kosti í íyrstu — eintómar undan- þágur frá lögunum, og verður þá eðlilega að fara bæði uppfyrir og niðurfyrir það er lögin tilætlast. Eg meina með því, að bæði verði inn lendum og útlendum mönnum með t. d. dönsk skírteini, (en þau skil- yrði sem þau krefja eru talsvert meiri en ennþá er hjá okkur), og aftur innlendum mönnum með minni innlendum skírteinum, leyft að gegna þeim störfum við siglingar á islenzkum skipum, sem samkvæmt lögunum eru eingöngu ætluð mönn- um með meira innlendu skíiteini. Þetta er nú að eins eih hlið máls- ins og sýnist hún benda á, að ekki hafi bráða nauðsyn borið til þess að stía svo fljótt milli þessara landa skírteina (d:, danskra og íslenzkra). Þau virtnst vera á sínum stað, þegar fengin væri næg reynsla fyrir þvi að nógu margir eða fleiri hæfir menn til nefndra starfa væru til, en skipastóll okkar gæti notað, að þá setja einhverjar skorður við þvi að mönnum með innlendum skirteinum ekki verði bolað frá, eöa jafnvel al- gerlega hefðu aðgangsrétt fram yfir menn með útlendum skirteinum. Reyndar finst mér mjög mikill vafi leika á þvi, hvort hægt sé með lögum að neita mönnum með dönsk- um skipstjóiaskirteinum að hafa skip- stjórn á hendi á íslenzkum skipum, svo lengi sem ísland er i rikissam- bandi við Danmöiku og bæði lönd- in nota hinn sama verzlunarfána, því með skirteinum þessum veitist eig- endunuaa iéttur til að nota þau á skip, er sigla undir dönskum fána, án tillits til þess, i hvoru landinu skipið > á heima. Þelta væri nógn fróðlegt að fá uppiýsingar um. — Mér skilst það á einn veg, nefni- lega samkvæmt orðaiagi þess. Hér var þó eitt atriði, þó það beinlínis ekki væri það sem vakti fyrir mér, þegar eg mintist á afleiðingarnar, þá er það þó atriði, sem sjálfsagt gæti orðið deilt um. En það var sérstaklega viðvíkj- andi framtíðaisiglingum okkar að mér finst þessi lög hafa búið okkur íslenzkum sjómönnum of nærskor- inn stakk (mér lá við að að segja: sett okkur hnífinn á barkann), þvi það liggur hverjum heilbrigðum manui í augum uppi, sem þekkingu hefir á þessu máli, að þau hljóta að gera það. Vil eg nú stuttlega benda á það helzta þvi að lútaudi. Eins og maVgir munu vita, hafa þeir fáu sjómenn (0: farmenn) sem við eigum, aflað sér þekkingar á sigl- ingum, bæði veiklegrar og bóklegr- ar, í útlöndum. Þeúrar verklegu á ýrasra landa skipum, en hinnar bók- legu aðallega í Danmörku. Þetta varð svo að vera, hvað hina verk- legu þekkingu snertir, þar sem lögin hér, jafnvel fyrir löngu, hafa ákveðið að menn, sem öðlast vildu þessi eða hin skipstjórnarskhteini innlend, skuli hafa siglt svo og svo lengi á verzlunarskipum landa á milli. Allir vita að við höfum ekki. átt nein veizlunarskip, sem verið hafa í för- um landa á milli, svo auðvitað urðu hérlendir menn að afla sér siglingar- þekkingar í útlöndum og á útlend- um skipuro, til þess að uppfylla kröfur iaganna. Hingað til hefir það þá verið þannig, að íslenzkir sjómenn hafa aflað sér þekkingar viðsvegar um heiminn, enn aðallega i Danmörku og hefir það verið viðurkent hér sem fullnægjandi til að stunda sigl- ingar á íslenzkum skipum. Nú á einmitt að breyta þessu, eins og áður er áminst, og setja skorður við þvi að nokkur maður með útlendu (c: dönsku) skýrteini, fái að nota það hér við siglingar. En hvað leiðir nú af þessu enn á ný? íú, það er fljótsagt. Mennirnir skiftast i tvo flokkí', þannig, að þeir sem í sigl- ingum eru i útlöndum, munu eins og að undanförnu, taka próf þar, en þeir sem eru hér við heimasiglingar, munu cð líkindum flestir taka próf hér; við það eru flokkarnir orðnir tveir með tvennskonar réttindum, en sigla þó undir hinum sama fána. Þetta sem vakir fyrir islenzkum mönnum, sem á danska sjómanna- skóla ganga, er, að hið islenzka sjó- mannapróf og islenzk skipstjóraskýr- teini, eins og þau nú eru úr garði gerð, gefa þeim ekki rétt til að vera skipstjórar á dönsku u skipum, af þeirri ástitðu, eins og áðui er áminst, að hið íslenzka skýrteini geiir væg- ari kröfur en það drnska. En úr tvetinu vöadu að ráða, þá velja menn þó heldur hið fyrra, s kum þess að það hefir verið meiii lærdómur og sérstaklega vegna þcss að þeir eiga hægra með að nota lærdóm sinn þar sem um fleiri skip er að ræða, heldur en hér heirna. Væri prófið hér við stýrimanna- skólann alveg jafnt þvi danska — og eg get ekki séð af hvaða ástæðum það er ekki haft svo og aðrar kröfur viðvíkjandi sigliogatíma eins, þá væri enginn efi á þvi, að menn með skýrteinum héðan hefðu jafnan aðgang mönnum með dönsk skýr- teini, á dönskam skipum. Það er þenna hnút sem þarf eð leysa, áður en farið er að setja þessi einskorðunarlög. Yrði hann leystur er enginn vafi á þvi, að íslenzkir sjómenn mundu mikið fiemur kjósa að koma heim til að læra, ef þeir vissa að þeir hefðu hin. sömu rétt- indi á hvoru landinu sem væri, eins og ef þeir hefðu lært ytra. Þessi aðferð findist mér ánægjulegri og affarasælli fyrir okkar islenzku sjó- mannastétt heldur en hin, ef það er tilgangur laganna, að neyða menn til þess að læra hér heima og verða aðnjótandi þeirrar þekkingar sem að eins veitir þeim rétt til siglinga á hérlendum skipum. Með núverandi fyrirkomulagi tel eg vist að við missum marga af okkar góðu, ungu sjómönnum út úr landinu, því þeim ægir í augum að einbinda sig við okkar litla flota og geta aldrei haft tækifæri á að kynna sér siglingaaðferðir á öðrum skipum, því þau skip er vér enn eigum, eru af þeirri gerð og bundin við þær vissu ferðir, að erfitt verður að fá fjölbreytta þekkingu á siglingum, enda vantar okkur alveg seglskip sem verzlunarskip, og er það stór vöntun fyrir framþróun siglinga- þekkingunnar. Að endingu vil eg þá benda á, að mér finst bera brýn nauðsyn til þess að breyta sem fyrst þeim ákvæð- um, sem hindra íslenzka sjómenn, er afla sér skýrteina hé*-, i því að hafa jafnrétti við þá, er afla sér samskonar skýrteina í Danmörku, þannig að samvinna i sigliugum geti haldist á. Að minsta kosti ætti þetta að vera svo á meðan bæði löndin hafa sameiginlegan verzlunar- fána, og þó svo færi að breyting yrði á þvi, get eg ekki séð annað en að ávalt yrði okkar sjómannastétt til mikils gagns. Með þessu móti væri að mestu loku fyrir það skotið, að íslenzkir sjómenn leituðu erlendra skóla, en ekki ómögulegt að hingað slæddust titlendingar á skólann, ef þeir væru hér í förum á einhverju skipi af okkar stóra framtiðar siglingaflota. P. t. Reykjavik 6. sept. 1917. Olajur Siqurðsson. Til unga fóiksins á Islandi. Eg hefi nokkrum sinnum í sumar skrifað hvatningarorð viðvíkjandigarð- rækt og sé að þau orð — hvort sem það er af mínum völdum eða ann- ara — hafa þó borið ofurlítinn ár- angur. Bæði hér og annarsstaðar hefir fólk lagt meiri rækt við garð- ræktina i sumar en undanfarin ár. Getur verið að þeir sem bezt sjár hafi séð að þess þurfti með, en þó held eg — án þess að eg ætli að hrósa mér — að skrif mín, þó ekki hafi verið löng, eigi ekki lítinn þátt i að hafa hvatt menn til þess að framleiða sem mestan jarðarávöxt,. enda fæ eg ekki séð að það sé unnið fyrir gig að hafa þó hvatt mennr því eins og nú er ástatt i heiminum er hver og einn bezt staddur, sem getur eitthvað framleitt, þó aldiei sé nema handa sjálfum sér. Það er gott að treysta á aðra, en skylda hvers eins er þó og á að vera að treysta á sjálfan sig. Hvatning um framleiðslu hefirkom- ið fram hjá stjórn vorri, sem þar með hefir gengið á undan með góðu eftiidæmi. Eg sný mér nú sem oft- ar til unga fólksins, því framtíðin byggist á þvi. Sumarið er nú svo langt liðið að menn geta alls ekki búist við neinni verulegri ræktuppskeru í sum- ar af þvi, sem ekki var unnið að og sáð í vor. En sumar kemur eftir þetta sumar. Þá vil eg biðja æsku- lýðinn að snúa sér að garðræktinni, hugsa minna um kaffihúsin þó þau séu góð i og með. Þótt áliðið sé, þá er þvi þó svo varið, minsta kosti hér sunnanlands, að vel kljúfandi er að uudiibúa garða og hafa þá til í vor. Ungu stúlkurnar finst mér ættu líka að leggja sinn skerf i að prýkka margan reitinn, að minsta kosti það sem viðvikur allri blómarækt, enda á eg við að stúlkur vinni líka að garðrækt, alveg eins og karlmenn. Blómarækt ætti að vera áhugamál og yndi islenzkri kvenna. Sjálfar eru þær kjarni mannlífsins, eða svo ætti það að vera. Líf blómanna er að mörgu leyti líkt og lif meyjanna, enda hafa mörg skáld likt þeim við blóm, sérstaklega fegurð þeirra, blíðu og viökvæmni. Þú ert sem blómið blda, svo blíð o° hrein 0% skar, segir þýzka skáldið H. Heine um unga, fallega stúlku. Vangar þeirra eru eins og rósir, ennið eins og lilja, en augun eins og gleym-mér-ei — á skáldamáli. Á nú ekki vel við að ungu stúlkurnar taki blómarækt ís- lands að sér, telji það ekki eftir sér að prýða lautir og flatir fögrum blóm- reitum, jafnframt þvi sem ungu pilt- arnir skrýða landið laufviði milli fjalls og fjöru? Þá hefir hvor helmingur þjóðarinnar sér samboðið verk að vinna til gagns og prýðis fyrir ætt- jörð sina — sér sjálfum til gagns og ánægju. Guðný Ottesen. )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.