Morgunblaðið - 24.09.1917, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.09.1917, Blaðsíða 3
*áöR©UNlLABIÐ stanglraf Suniight , sápu eru seidar i hverr! viku, og er þa6 hin besta sönnun fyrir því, aÖ Sunlighi sápa hefir alia þá kosti til aö bera, sem henni eru eignaöir, og aö hún svarar til þeirra eptir- vœntinga, sem menn hafa gjört sjer um ágæti hennar. Nei, kennum hverjum að bjarga sér. ^Aldrei getur farið svo illa, hvernig sem um stríðið fer, að vinnu- kraftur sé einskis virði. Það þarf að eins svo mikið bémannsvit hjá stjóininni, að hún gæti þess í tíma. að hún hugsi hvetjum manni fyrir verki. Við erum nú að nokkru leyti sjálfstæður heiœur. Við verðum að treysta sem mest á okkur sjálfa. Og við verðum að treysta því, að við getum lifað á landinu okkar, alveg eins þótt það verði einangrað. Að visu verður það nokkru einhæfara líf, en hvað er að tala um það. Nú berst hver þjóð fyrir tilveru sinni á sama hátt og einstaklingar áður. Og um leið hafa þær fengið viðfangsefni, sem þær bjuggust alls eigi við. En þá er að sýna manndáð sína, sýna það að þjóðfélagið sé því vaxið að taka þessari breytingu. Og þá þarf að grípa til skjótra ráða eins og að framan er sagt. Hugsum fremur öllu um það að »organisera« vinnu- kraft þjóðarinnar í þágu alls landsins. Þá mun okkur vel vegna ©g þá er óvist að við þurfum að betla til er- lendra þjóða um brauð. Þessi eru hin fyrstu og æðstu boð- orð nú; meiri reglusemi, meira eftir- lit, meiri fyrirhyggju. Þvi að vel getur að þvi komið þrátt fyrir það, að alþýða verði að leita á náðir lands- sjóðs siðar, ef ófriðurinn stendur i mörg ár enn. En að svo komnu eru lánin óþörf, ef hugsað er fyrir vinnubótum og verkskiftingu. i_______D A G B O K | Kveikt á ljóskerum bifreiða og hjóla kl. 8 á kvöldln. Bnmarústirnar við Austurstræti eru enn í sama ástandinu — eins og eldurlnn skildi viS þær, nema fullar úldnu vatni. Þetta er bænum til há- borinnar skammar og alveg furSa, aS yfirvöldin skuli þola þetta stundunni lengur. Um tíma í sumar var óþol- andi f/la úr grunnunum og svo er þaS enn þá. Yæri nú ekki ráS fyrlr rétta hlut- aSeigendur aS taka sig upp og láta Nokkur seglskip frá 135—400 stnálestir að stærð, get eg útvegað nú þegar til fiskflutn- inga héðan til Spánar og hingað aftur með salt. Emil Strand Samkyœint fundarályktun er nú búið að skifta milli félags- manna leyíum í sjóði Keknetafélagsins. Konsúll Kr. Zimsen borgar gegn því, að félagsmenn um leið afhendi hlutabréf sin. Við óskum helzt að útborgun sé lokið fyrir lok þessa mánaðar. Tryggvi Gunnarsson. skipamiðlari. Verzlunarstjóri (Faktor). Duglegur og áreiðanlegur maður, sem getur staðið fyrir stórri verzl- un, getur fengið stöðu nú þegar eða frá 1. okt. næstkomandi. Góð at- vinna fyrir hagsýnan og duglegan verzlunarmann. $ <sX?aup*tÆapur Bókabúðin á Laugavegi 4 selur gamlar bækur Decimalvigt. Stór og góð decimalvigt óskast keypt nú þegar. Kjöibúð Milnors, Laugavegi 20 B. Komn.óða óskast keypt. R. v. á. Harmonium óskast til kaups. R. v. á. Skrifleg tilboð, merkt »1. október 1917«, sendist Morgunblaðinu. ausa kjalla*rana og styfla holræsagötin, svo eigl rennl vatn í rúsirnar aftur. Gangverð erlendrar myntar. Dollar Bankar 3,52 Fósthúa 3,60 Franki 60,00 69,00 Sænsk króna ... 111,00 111,50 Norsk króna ... 104,00 103,00 Sterlingspund ... 16,40 16,00 Mark 49,00 48,00 Dr. Helgi Pjetqrss er nýlega kom- Inn hlngað til bæjarlns úr rannsóknar- för austur um Þjórsárdal. Fálkinn mun eiga að fara héðan næstkomanndi sunnudag, 30. þ. m. Nýjan leik hafa börn hór í bæ fundið. Ganga þau nú á pjáturdós- um (mjólkurdósum o. þ. h.) og hafa bönd í þeim líkt og Norðmenn hafa í skíðum sínum. En leikur þessi er alls ekki hættulaus og gerðu foreldrar vel í því að vará börn sín við honum. Höfum vór fyrir satt að drengur hafi í fyrrakvöld fótbrotnað í þessum dósa- leik, og til þess eru vond dæmi að varast þau. Nokkrir bifrelðastjórar og hjólreiða- menn hafa verið sektaðir síðustu dag- ana, fyrir að hafa farartækin ljóslaus á kvöldin. Aðrlr hafa sloppið með áminnlngu. ísland kom hingað í gær á hádegi eftir ágæta ferð frá Halifax. Skipið fluttl hingað 875 smálestir af matvör- um til landsstjórnarinnar. Nokkuð af vörunum er ætlað Færeyingum. Njörðnr kom inn af fiskveiðum í gær. Var miklll fiskur á boðstólum i bænum í gær. Jón Forseti kom einnlg af fiskveið- um með góðan afla. íslenzkur texti á kvikmyndum. í fyrsta sinni hér á landi gefst mönnum núna tækifæri til þess að sjá íslenzkan texta með kvikmynd- um í Nýja Bíó. Má það telja merk- isviðburð. Forstjóri kvikmyndahússins, hr. Bjarni Jónsson frá GaltafelJi, segir svo frá: — Myndin er tekin eftir hinni heimsfrægu skáldsögu Jules Verne’s, sem allir kannast við. Nýja Bíó komst á snoðir um það, að verið var að »filma« sögu þessa og náði sambandi við kvikmyndafélag það í Bandaríkjunum, sem fyrir þvi stóð. Fékk það hjá félaginu einkaleyfi á mynd þessari fyrir öll Norðurlönd ðg auk þess leyfi til þess að verða fyrst allra kvikmyndaleikhúsa í heimi að sýna mvndina. Er það áreiðan- lega 1 fyrsta skifti, að kvikmynd er sýnd hér, á ð u r en hún kemuj á heimsmarkaðinn. í Bandaríkjunum verður hún fyrst sýnd í október- mánuði. Þegar Nýja Bíó hafði fengið þess- ar tvær ívilnanir, afréð það að reyna að fá íslenzkan texta í myndina. En á því voru margir og miklir örðug- leikar — fyrst og fremst að fá hinn enzka texta þýddan í Amerku, svo að fá hann prentaðan og síðan tek- inn á »filmu«. Fulltrúi Nýja Biós í New York sneri sér til hr. Goð- mundar Kambans og fékk hahn til að þýða textann. En þegar að prent- uninni kom, urðu fyrir ný vandræði, þvi að 1 engri prentsmiðju i New York voru til svo stórir íslenzkir bókstafir, að þeir nægðu 1 textann. Var þá ekki um annað að gera, en tjalda því sem til var og hafa held- ur ýmsar stafvillur í textanum, eins og Morgunblaðið mun hafa séð að eru á stöku stað. Þetta er í fáum orðum saga þessa fyrsta islenzka kvikmyndatexta, sem gerður hefir verið. Hefi eg þar 2 samliggjandi herbergi óskast til leigu. Tilboð merkt 1920 afhend- ist afgr. Morgunbl. Fyrir einhleypa fást tvær stofur með forstofuinngangi, leigðar frá 1. okt. i húsi Benedikts Sigmundssonar, Vesturgötu 6, Hafn- arfirði. <_ tXansla Is Tilsögn í pianospili veitir Sigríður Sighvatsdóttir, Amtmannsstíg 2. Eg undirrituð tek að mér að kenna hannyrðir. Elisabeth Helgadóttir Til viðtals kl. 4—6 síðd. Klapparstíg 15. ^ ^Œinna Stúlka óskar eftir að sauma út um bæ. R. v. á. €%apaé Ný skyrta tapaðist á föstudaginn frá Vöruhúsinu upp í Bankastræti. Skilist á Hvg. 65, gegn fundarl. engu við að bæta öðru en því, að engum fellur það ver heldur en mérr að textinn skuli ekki vera lýtalaus. Morgunblaðið hefir það af þessari mynd að segja, að þvi líkar textinn siður en svo. Álítur það, að þýð- andinn eigi þar mikla sök á, og verður að dæma texta þennan eins og hverja aðra þýðingu. En siður en svo vill það álasa kvikmyndaleik- húsinu i nokkru um þetta efni. Vit- um vér, að engum hefði verið það ljúfara en þvi, að hann hefði verið lýtalaus. Vér hleypum því þess vegna fram hjá oss að gagnrýna hann, þar eð ástæðurnar til gallanna eru svo augljósar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.