Morgunblaðið - 25.09.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ skirteini í utanlahdssiglingum. Sé um gufuskip að ræða, hefir sá einn réttinn, sem fengið hefir einnig skírteini það, er um getur í n. gr. 10. gr. Sá einn getur öðlast skipstjóraskirteini i utanlandssigling- um, er: a er fullveðja; b hefir eigi verið dæmdur fyrir nokk- urt það verk, er svívirðilegt er að almenningsáliti; c sannar, að sjón hans sé svo full- komin, sem nauðsynlegt er fyrir stýrimenn; & hefir staðist hið almenna stýri- mannspróf við styrimannaskólann í Reykjavik; e hefir verið stýrimaður eigi skemur en 24 mántiði á verzlunarskipi í utanlandssti'linqum, 01; af peim tlma eiqi skemur en 12 mánuði yfirstýri■ maður, eða einn stýrimaður á verzlunarskipi i utanlandssigling- um, eða hefir verið 12 mánuði skipstjóri á fiskiveiðaskipi í utan- og innanlandssiglingum og 12 mánuði stýiimaður á verzlunarskipi í utanlandssiglingum. 11. gr. Sá, er öðlast hefir skip- stjóra- eða stýrimannsskírteini í ut- anlandssiglingum, og auk þess sann- ar með vottorði, að hann hafi staðist próf í gufuvélafræði fyrir skipstjóra og stýrimenn við stýrimannaskólann í Reykjavik, á kost á að fá viðauka- skírteini þessu til sönnunar hjá Stjórnarráði íslands. 12. gr. Rétt til að vera stýri- maður í ntanlandssiglingum á ís- lenzku verzlunarskipi, eða í innan- landssiglingum á islenzku verzlunar- skipi, sem er stærra en 300 lesta, hefir sá einn, sem fengið hefir stýri- mannsskirteini í utanlandssiglingum. Sé um gufuskip að ræða, hefir sá einn léttinn, sem fengið hefir skir- teini það, sem getur umin.gr. 13. gr. Sá einn getur öðlast stýri- mannsskirteini á verzlunarskip i utan- landssiglingum, er: a. hefir eigi verið dæmdur fyrir nokk- urt það verk, er svívirðilegt er að almenningsáliti; b. sannar, að sjón hans sé svo full- komin, sem nauðsynleg er fyiir stýrimenn; c. staðist hefir hið almenna stýii- mannspróf við stýrimannaskólann i Reykjavík; d. hefir verið fullgildur háseti á verzl- unarskipi, minst 18 mánuði, og af þeim tíma minst 12 mánuði í utanlandssiglingum, eða hefir verið 12 mánuði fullt'ildur háseti á fiski veiðaskipi í utan- og innanlands- siglingum og 12 mánuði fullgild- ur háseti á verzlunafskipi. Athygli skal vakin á því, að und- anþága er þvi að eins gefin að eng- inn skipstjóri sé fáanlegur er hafi full réttindi. Sama á sér einnig stað um stýrimenn, Hnnfremur að það er alheimsregla að undanþága til þess að stjórna verzlunarskipi í millilanda- siglingum er ekki gefin þeim skip- stjórum, er eigi hafa verið stýrimenn á millilandaskipum skemur en 12 mán- uði, eða stýrimönnum, sem eigi hafa verið v hásetar á verzlunarskipum i millilandasiglingum skemur en 12 mán- uði. Virðist þessi tími eigi nema sanngjarn til þess að hægt sé að bera fult tráust til yfirmanna skipanna. Emil Nielsen útgerðarstjóri E. í. Hetjudáð eða vitfirring? »Herfylki hinna dauðavígðu kvenna er farið til vígvallsrins*. Þannig var til orðatekið íeinni tilkynningu Rússa í sumar. Þá komu svo margar, ótrúlegar fregnir frá Petrograd, að þessu var lit'll gauþnur gefinn. O' þó lýsir þessi fregn nýrri hlið á hernaðar-vitskerðingunni, á hinu síðasta og æðistryltasta stigi hennar. Þvi að kvennahersveit þessi hefir vígt sig hinum ógurlega vígvallar- dauða. Hún ætlar að fórna sér til þess að reyna að jafna innbyrðis sundrungina í Rússlandi, svo að það geti unnið sigur. Það er Kerensky, mesti maður Rússa, maðurinn, sem ætlar að koma því í verk, er aðrir álíta ófært — það er hann, sem hefir komið þess- ari hersveit á laggirnar. Fréttaritari »Svenska Dagbladet’s* hefir gefið nokktar cpplýsingar um stofnun og hlutverk þessarar hersveitar, og segir hann svo frá: — »Hersveit hinna dauðavígðu kvenna« er eiginnafn hersveitarinn- ar, segir foringi hennar blátt áfram. Hversvegna hún heiti því nafni? Það er vegna þess, að hún hefir sérstakt hlutverk að vinna. í her- sveitinni eru eingöngu sjállboðaliðar, og þessi heisveit á að ganga á und- an áhlaupshersveitunum, þegar sókn- in befst aftur. Og meðan nokkur kona úr hersveitinni er uppi stand- andi, er hlutverki hennar eigi lokið. Þær eiga altaf að vera fremstar í orrahríðinpi, þangað til þær eru allar fallnar — eða striðinu er lok- ið. En ófriðurinn er svo mann- maunskæður og hersveitin svo lítil, að það eru lítil líkindi til þess að hún sjái ófriðailokin, segir foring- inn. Lifið og sálin i þessari hersveit er foringi hennar, frú Butschkaijova. Hún er mjög blátt áfram í viðmóti, en Ijónhuguð. Maður hennar féll í ófriðnum og gekk hún þá sjálf í herinn. Hún hefir fengið Georgs- krossinn fyrir frækilega framgöngu og auk þess verið gerð að undirliðs- foringja. Þegar sundrungin varð i her Rússa tók hún sér ferð á hend- ur til Petrograd til þess að vinna á móti þvi illa ástandi, og þá var það að Kerensky gaf henni hugmyndina að þvi, að koma á íót kvennaher- sveit. Ti'gangurinn var að eins sá, að reyna með því að hafa góð áhrif á herinr, því að á styrkleika kvenn- anna er ekki svo mjög að treysta. Fimm hundruð konur gáfu sig fram til herþjónustu, en helmingur þeirra gekk sr skaftinu þegar farið var að æfa þær. Foringinn gerir af ásettu ráði sem mestar kröfur til hverrar. í herdeildinni eru konur af öllum stéttum, ungar og gamlar. giftar og ógiftar. Hið eina skilyrði, sem sett er fyrir inntöku í hersveit- ina; er það, að læknir álíti þær likam- lega hæfar til þess að standa í slik- um stórræðum, sem þeim er ætlað og að foringinn treysti því að þeim sé fullkomin alvara með það að fórna sér fyrir föðurlandið. Æfingarnar voru ákaflega erfiðar. 1 margar vik- ur urðu konurnar að vera að æfing- um 12 stundir á dag og þeim var aldrei leyft að yfirgefa herskála sinn. Undirforingi hersveitarinnar er kornung stúlka, dóttir Skrydlov flota- foringja. — Engin einasta kona í hersveit- inni — segir fréttaritarinn — hefir á sér nokkurn æsingabrag eða upp- gerðar hetjusvip. Þær eru allar eins og þreyttir verkamenn, sem þrá hvíld og frið. Og þó er eitthvað svo ótta- legt að sjá þenna hóp af grannvöxn- um og stuttfæltum konum, að maður verður að bíta á jaxlinn til þess að hljóða ekki. Er þeita hetjudáð eða vitskerðing? Bæði af hálfu kvennanna og mann- anna, sem hafa þær til þessa? Eru þetta gyðjur og hetjur, eða eru það vitskertar konur, sem ætla að trylla hermennina með því að láta slátra sér fyrir augum þeirra ? Eg hefi séð nóg af ófriðnum þá er eg yfirgef skáia hinna dauðavígðu kvenna I Mér finst eg hafa séð meira heldur en þótt eg hefði séð sprengikúlu slá niður í þétta heifylkingu.--------- Mun hersveitin ná takmarki slnu? Fær hún aftur talið kjark i her Rússa og sameinað hann ? Eða verð- ur hún til þess, ásamt mörgu öðru, að opna að lokum augu heinaðar- þjóðanna fyrir því, að -ógnir stríðs- ins, hin tilgangslausa æðisgrimd, verði einhversstaðar að takmarkast? Á myndinni hér að framan, sjást nokkrar af skjaldmeyjum þessum, er skipa hersveit hinna dauðavígðu kvenna. Eru þær inni i rakarastofu og láta snoðklippa sig svo að hárið verði þeim eigi til óþæginda þegar þær eru komnar til vígvallarins. Matvæli Þjóðverja. (Eftir Oswald Schuette fréttaritara »New York Globe« og íChicigo Daily Newsc). Bern, 10. ágúst. Fyrstu spurn- ingaruar, sem lagðar voru fyrir mig þegar eg kon frá Berlin, voru þess- ar: »Geta Þjóðverjar lifað einn hern- aðarvetur enn ? Er ekki hungurs- neyð í Þýzkalandi?* Nei, það er ekki hungursneyð í Þýzkalandi. En Þjóðverjar fá lítið að borða. Matarskamtur þeirra hefir altaf farið minkandi siðan hafubann- ið var sett á. Fyrir tveim árum þóttust bandameuu vissir um það,- að Þjóðverjar gætu ekki lifað vetur- inn 1915—16. Þegar við Ray- mond E. Swing sögðum frá þvi eftir reynslu okkar og athugunum í Þýzka- landi, að þetta væri ekki rétt, þá vorum við taldir málsvarar Þjóðverja. Það var að visu matarskortur í Þýzka- landi þá, en það er langt i milli skoits og hungursneyðar og hung- ursdauða. Fyrir ári komu umsagnir manna, sem voru frá 100—6000 milur frá- Þýzkalandi' um það, að Þjóðverjar mundu deyja úr hungri veturinn 1916—1917. — Aftur reyndi eg að segja mönnum satt og rétt frá, en menn vildu eigi trúa mér og aftur urðu þeir hissa þegar Þjóðverjar lifðu og börðust eigi að síður. Að mörgu leyti hafa Þjóðverjar orðið fyrir sömu vonbrigðunum. Þjóðverjar héldu að þeir gætu svelt: Breta með kafbátahernaði sínum. En Bretar þumbast við að deyja, með sama þráa og Þjóðverjar. Hvort Þjóðverjar gefast upp i vet-- ur vegna hungurs, er meira undir öðru komið heldur en matvælaskorti einum saman. Það er undir því kom- ið hvort þjóðin álitur að hún sé að berjast fyrir tilveru sinni. Og þá þarf hún að komast i meiri raunirr heldur en hún á nú við að búa, áð- ur en hún gefst upp. En ef hún fer að efast nm það, þá er þrautseigju hennar ef til vill skyndilega lokið.- Ástandið ískyggilegt. Ástandið i Þýzkalandi er iskyggi- legt. Enginn Þjóðverji neitar þvi, Það er langt siðan að matvælaskamt- urinn hafði náð lágmarki þar. En menn geta lifað lengi þótt þeir hafi ónóg fæði. Það er komið undir þrótti þeirra, andlegum og líkam- legum. í meira en ár hefir matvæla- skorturinn komið þungt niður á hin- um veikari. Aldraðir menn, fatlaðir og véikbygðir hafa dáið hrönnum saman. Ýmsir sjúkdómar, sem ekki eru taldir banvænir, hafa lagt menn i gröfina vegna þess, að þeir hafs eigi haft þrek til að standast þá. Siðan i janúarmánuði árið 1915 hefi eg lifað á matarskamti Þjóðverja og hjá Þjóðverjum. Flestir hlut- leysingjar i Berlin, og aðallega þeir, sem höfðu mikilsverð erindi að reka, fengu matvæli frá stjórnum sinum. Bandarikin létu sér nægja að sji

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.