Morgunblaðið - 10.10.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.10.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Mjólkin og börnin. Mjólkurleysið í bænum er nú alveg að verða óþolandi, ekki sízt síðan að mjólkuríélagið auglýsti nýju útsölustaðina og mjólkursölustöðum var fækkað. Þær fjölskyldur, sém pantað höfðu mjólk í þeim sölustöð- um sem nú er búið að taka mjólk- ina af, eru flestar nær gersamlega mjólkurlausar, minsta kosti hefir sá er þetta ritar orðið að senda í 4 —6 staði á hverjum degi síðan mjólkin var tekin af konunni á LaugavegÍ 46, til þess að fá eitthvað af mjólk handa 4 börnum. Stundum hefir fengist af sérstakri náð J/a ^ter °8 suma dagana ekki nokkur dropi. Er slíkt alveg óþolandi að menn sem eiga börn á 1. og 2. ári skuli ekki geta fengið nema J/a líter annan hvorn dag handa þeim báðum, með- an kunningjar mjólkursölukvennanna fá mjólk þótt engin börn eigi, og kaffihús bæjarins fá tugi lítra á hverjum degi handa gestum sínum. Vonandi er að borgarstjóri þessa bæjar sýni nú, eins og svo oft áður, rögg af sér og láti mjólkursöluiögin koma nú þegar til framkvæmdar og fyrirbjóði sölu . mjólkur nema eftir seðlum, þannig að börnin verði ekki hálf- eða aldrepin af mjólkurleysi. Borgari. Kafbátarnir. Fullttúi Reuters fréttastofunnar í London átti nýlega tal við mjög mikilsmetinn flotamálasérfráeðing í London um kafbátahernað Þjóðverja. M. a. sagði hann: Það er auðséð á öllu að Þjóðverjar ætla að halda kafbátahernaðinum áfram af enn meiri krafti en undanfarið. Þeir byggja nú fleiri og stærri báta en áður. Þeir stærstu líkjast tnjög litl- um beitiskipum. Þjóðverjar leggja aðal-áherzluna á kafbátahernað, þrátt fyrir það, að þeim er ómögulegt að vinna sigur með honum. Tíminn er naumur, þeir verða að flýta sér og það er þeim fullljóst. Varnir vorar gegn kafbátunum fara sívaxandi og batnandi. Japanar og Bandaríkjamenn aðstoða oss eftir mætti. En eg get ekkert sagt yður um aðferðirnar, sem vér notum, að eins það, að árangurinn er góður. Útlitið er hið bezta — hefir aldrei verið betra. Þar að auki miðar skipasmíði vorri svo vel áfram nú, að eg hygg’ að brátt munum vér geta smíðað fleiri skip en kafbátarnir geta graodað.— Þannig mælti hinn merki maður. Það er nú orðið öllum ljóst, jafnvel fjölda Þjóðverja, að það er alveg óhugsandi að Þjóðverjum verði nokk- uð ágengt með kafbátahemaðinum. Samkvæmt skýrslum brezku stjórn- arinnar eru nægar birgðir af öllum vörum í Bretlandi, og ekkeit útlit til þess að þær minki þegar fram á liður. Stjórnin í Frakklandi hefir látið birta opinbera tilkynningu um kaf- bátahernaðinn siðan i.febrúar 1917. Er þar sagt að skýrslur Þjóðverja um árangur ksfbátanna séu að minsta kosti 40% of háar. Ttl samanburðar er þessi skýrsla i þúsund smálestum: Þýzk skýrsla Frönsk skýrsla Febrúar 781 537 Maiz 885 572 Apríl 1091 850 Maí 869 573 Júní 1016 900 4642 3432 Verð á skipiim Til dæmis um hið háa verð á skipum núna segji »BerI. Tid.«: Japanska gufusikipið »Kurohime Maru« 6500 smál. smíðað í G asgow 1905, kostaði nýtt 35000 pd. sterl. Atta ára gamalt var það selt fyrir 30500 Lst. En á þessu ári var skipið selt fyrir 315000 Lst. (50 Lst. pr. s.nál.), eða með 384500 Lst. hagnaði. Gufuskipið »Editn CawelL var á þessu ári selt fyrir 70 Lst. pr. smá- lest, en í fyrra kostaði það 44 Lst. pr. smál. Gufuskipið »Marne« var selt í fyrra fyrir 62500 Lst. en á þessu ári fyrir 105000 Lst.' Gufuskipið »CharIotte Maria« var seld fyrir 7250 Lst. árið 1914, en nú var hún seld fyrir 21500 Lst. Gufuskipið »Peiegrini« var selt fyrir 12000 Lst. árið 1911, en í sum- ar fyrir 70000 Lst. Þrátt fyrir siglingavandræðin hækk- ar stöðugt verð á skipum. Ensk skip eru þó undanþegin þessu, því að það má ekki seija þau út úr landinu. Paínlevé-íáðuneytið. Hið nýja ráðuneyti Frakka. er þannig skipað: Painlevó foraætis- 0g hermálaráðherra, Peret dóms- málá, Ribot utanríkis, Steg innan- ríkis, Chaumet flotamála, Lou- cheur herbúfnaðar, Klotz fjár- mála, René Besnard nýlendu, Claveille ráðherra opinberra fyrir- tækja, Daniel Vincent fræðslu- mála, Renard atvinnumála, Cle- mentel verzlunarmála, David landbúnaðar, Maurice Long mat- væla og Franklin Bouillou ræðis- mannaráðherra. Ríkisritarar og meðlimir hfermálanefndar eru þeir Barthou, Leon Bourgeois, Doumer og Jean Dupuy. Painlevé veittist það eigi auð- velt að koma ráðuneyti á lagg- irnar og tókst það eigi fyr en við aðra tilraun. Og það verður heldur eigi sagt að hið nýja ráðu- neyti sé jafnskipað af öllum flokkum, því að jafnaðarmenn hafa dregið sig í hlé. Hinn nýi forsætisráðherra er eigi úr flokki stjórnmálamanna. Hann er vísindamaður og nafn- kunnur stærðfræðingur. Hann er fæddur árið 1863. Doktors-nafn- bót í stærðfræði hlaut hann 1887. Síðan varð hann prófessor í nátt- úruvísindum við háskólann í Sorbonne, prófessor við verk- fræðingaskólann, ennfremur í stjórn iðna- og listaskólans. Hef- ir hann ritað margar bækur vís- indalegs efnis um stærðfræði og heimspeki. ( í októbermánuði 1915 komst hann i ráðuneyti Briands, sem vísindamaður, þvi að harm var gerður að kenslumálaráðherra og átti líka að sjá um hagnýting uppgötvana til þjóðvarna. Ribot gerði hann að hermálaráðherra og vakti hann á sér athygli með kröftugri ræðu, er hann flutti í þinginu í júlímánuði i sumar, þegar ræddar voru fyrirspurnir um herstjórnina. Painlevé kann- aðist þá hreinskilnislega við það, að Frökkum hefðu orðið á alvar- legar skyssur í síðustu sókninni, en sagði að reynt mundi að bæta úr því, og ábyrgð komið fram á hendur hinum seku. Og hann lauk þá ræðu sinni með hvöt um það að halda saman þangað til sigur væri unninn. »Hvorki óþolinmæði né neitt annað má draga úr eindrægni þjóðarinnar. Ef nokkuð getur haldið í manni kjarkinum á þess- um hermdartímum, þá er það vissan sú,! að þjáningarnar og blóðsúthellingarnar skapa nýja kynslóð, sem verður betri og réttlátari heldur en gamla kyn- slóðin. Það er um að gera að berjast. Sá, senr vill að vopn séu. nú lögð niður, gerist samsekur óvinum vorum.« Þann dag fylgdi nær gjörvalt þingið Painlevé. Wilson og Jlohenzollern-ættin. »Holl. Nieuwá Bur.«flytur þáopinb. tilk. frá Washington, að það sé ekki rétt að Wilson krefjist þess að Ho- henzollern-ættin verði að fara frá völdum í Þýzkalandi til þess að fiið- ur komist á. Bandarikin munu láta sér nægja að komið sé á þeim stjórn- arbótum í Þýzkalandi að trygging sé fengin fyrir því, að þýzku þjóð- inni sé alvara með það að vilja halda uppi friði í álfunni Bandaríkin ætla sér þó eigi að ákveða hverjar þessar stjórnarbætur skuli vera, heldur dæma sjálf um það þegar farið verður að koma á stjórnarbótunum, hvort þær séu þannig vaxnar að þær geti orðið trygging fyrir varanlegum friði. Er Pelrograd í hæltu ? Dönsk blöð, (að 14. sept.) sem híngað hafa borist, rita mikið um sókn Þjóðverja á Rigavlgstöðvunurn 07. hina bættu aðitöðu, sem Þjóð- verjar hafa þ r e'tir að þeir hafa tek- ið borgina. Spurningin sem mönn- um verður tíðræddast um, er hvort Þjóðverjar muni halda áfram sókn- inni og reyna að komast til Petro- grad áður en kuldarnir koma. Samkvæmt símskeyti sem BerL Tid. barst 10. sept. frá fréttastofu Rússa i Petrograd, er þega farið að ræða það þar í landi hvort eigi muni hyggilegast fyrir stjórnina og yfir- völdin að flytja sig buit úr höfuð- borginni nú þegar. Um þetta atriði segir i skeytinu að það sé eigi svo mjög af ótta við það að Þjóðverj- um muni takast að ni borginni, að það sé ráðlegt að sem flestir hverfi þaðan á burt, heldur sé það eingöngu vegna matvælaeklunnar, sem þar er orðin megn. Bezt væri, segir i skeyt- inu, að allir þe.r, sem ekkert fast staif hafa með höndum, fari upp f sveit, þvi að þar er nógur matur. Eigi búast Rússar við því sjálfir, að Petrograd sé í neinni hættu. »Þjóð- veijar munu áreiðanlega ekki halda áfram norðureftir — fyr en þá að vori«. Ráðstetnan i Stokkhólmi. Betra útlit. Eftir þvi sem Troelstra hinutö’ sænska-segist frá um miðjan sept- embermánuð, þá er útlitið nú betra en nokkru sinni áður um það að - fullkomin friðarráðstefna komist á í Stokkhólmi. Dregur hann þá álykt- un af árangrinum af för rússnesku sendimannanna til Frakklands og Englands. En innanríkisvandræði í Frakklandi og Euglandi valda þvr,. að ráðstefnunni hefir verið frestað um nokkrar vikur. Hin vaxandi friðarlöngun, sérstak- lega í Frakk’andi, er trygging þess að ráðstefnan muni takast. Síðart Ribot neitaði jafnaðarmönnum um vegabréf til Stokkhólms, hafa víðs orðið uppþot i her Frakka og frið- arþráin verður innan skams ómót- stæðileg. • Mikils er og um hitt vert, að þýzku jafnaðarmennirnir séu einbeitt- ir, og að það komi ljóst fram, nS Þjóðverjar ætli sér eigi að koma hinu nýja Rússlandi á kné. Bandaríkjaherinn. Það er að sögn ákveðið að næsta herliðssending Bandaríkjanna skuli fara til Rúss- lands og hin þriðja til ítaliu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.