Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ

óánægju sinni yfir gerðum lands-

símastjórans í þessu efni og er í

því falin bein áskorun til stjómar-

innar um það að kippa því í lag,

sem miður þykir fara í símamálun-

um. Er auðvitað mál, að stjórnin

getur eigi þagað við slíku, enda er

nú komið á daginn, að hún hefir

látið það til sín taka.

Áður en »forgangs-hraðsamtölin«

með tífalda gjaldinu, eru numin úr

gildi, þykkir stjórninni réttast aðkrefj-

ast skýjslu hjá landssimastjóra um

hve mikið »forgangs-hraðsamtöl«

hafi verið notuð og milli hvaðastöðva.

Þegar sú skýrsla er komin frá lands-

símastjóranum, tekur landsstjórnin

ákvörðun í málinu. —

Sú ákvörðun getur eigi verið nema

á einn veg. Hún lætur kndssíma-

stjórann tilkynna að »forgangs-hrað-

samtölin* séu   numin   úr gildi.

Frá Rússlandi.

Yfirlit.

Það var n. marz 1917 að keis-

arinn var neyddur til þess að lecgja

niður völd. Aðalástæðan til þess var

sú, að hann hafði gefið út skipun um

það að uppleysa dúmuna og ríkis-

ráðið. Þegar stjórnarbyltingin hafði

geisað i þrjá daga, hafði framkvæmda-

nefndin, sem skipuð var i flaustri,

náð bæði töglum og höldum i land-

inu og hin fyrsta byltingastjórn var

skipuð og Lvov fursta fengin for-

menska hennar. Var Kerensky þá

gerður að dómsmálaráðherra.

Um leið og hin nýja frelsistið gekk

i garð, fékk alþýðan lausar hendur;

stjórnmáladeilur risu meðal hermann-

anna og þá byrjaði einnig bræðralag

(fraternisering) þeirra við Þjóðverja.

Pjöldi manna, sem hafði verið í út-

legð, sneri nú heim aftur og allir

vildu leggja hönd í bagga með það

að skapa hið nýja Rússland. Sam-

komur voru haldnar um land alt og

ræður fluttar. Og i lok marzmán-

aðar var þegar svo komið, að alþýð-

an stóð á öndverðum meið við borg-

arana, og horfði til vandræða. Vegna

ófrávíkjanlegrar kröfu alþýðunnar

urðu Rússar að hætta við allar laod-

vinningafyrirætlanir og friðarkröfurn-

ar urðu æ háværari. En jafnhliða

reyndu keisarasinnar að koma gömlu

stjórninni   að aftur,  þótt það tækist

eigi.

Hvað eftir annað gerðist Kerensky

formælandi friðar, en hann vildi þó

ekki sérfrið.

Um miðjan maimánuð hafði óein-

drægnin, bændaóspektirnar, liðhlaup-

in og stjórnleysið í landinu náð há-

marki sínu. Miljukow og Gutschkow

urðu að fara frá og nú var skipað

samsteypuráðaneyti. í þvi átti Ker-

ensky sæti sem hermálaráðherra.

En þessi stjórn fullnægði þó eigi

kröfum jafnaðarmanna og var eigi

heldur bandamönnum Rússa að skapi,

enda þótt af öðrum ástæðum væri.

Menn geta bezt dæmt um það hve

Rússland var nú illa statt með því

að athuga ummæli Tseretellis ráð-

herra á þingi hermanna og verka-

mannaráðsins í jiiní. Hann sagði þá:

Vér reynum allar þær leiðir, sem

hugsanlegar eru, til þess að banda-

menn vorir geti aðhylst stefnuskrá

vora, þannig að vér komusr.st hjá

þvl að til friðslita leiði við þá.

Hinn 17. juli varð hermannaupp-

reistin í Petrograd og fjórum dög-

um síðar varð Kerensky íormaður

nýs ráðuneytis. Uppreist þessi var

eins og menn muna kölluð Bolsjevika-

uppreistin og var hún hafin sem

mótmæli gegn sókn þeirri er Rússar

höfðu hafið að áeggjan bandamanna,

en endaði þannig, að þeir mistu alla

Galizíu.

Svo kom Korniloff til sögunnar

og átti að endurskapa heragann. En

það tókst eigi.  ¦

Hinn 6, ágúst myndaði Kerensky

nytt ráðuneyti og þá var það sýnt

að gagnbylting mundi hafin. Rúss-

nesku blöðin héldu því jafn veí fram

að Bretar styddu gagnbyltinguna.

Hermanna- og verkamanna-ráðið

heimtaði að diiman skyldi uppleyst,

því að hún væri stjórninni til bölv-

unar, en sd krafa náði eigi fram að

ganga. Fjöldi manna gekk nú í lið

við borgaraflokkinn og fylkti sér um

herforingjana og liðsforingjaflokkinn.

Hið mikla samsæri, sem ljóstað var

upp um á ráðstefnunni i Moskva,

var eigi þungamiðja gagnbyltingar-

innar. Hiin átti sér dýpri rætur.

Allir afturhaldsmenn hafa nú tekið

saman höndum gegn Kerensky.

Gagnbyltingin.

Eins og að framan er getið komst

Kerensky á snoðir nm það á ráð-

stefnunni í Moskva, að stórkostlegt

samsæri hefði verið gert tii þess að

koma á gagnbyltingu I Riisslandi.

Kerensky kvaddi þá Stahl rikismál-

flytjanda í Moskva á sinn fund og

fól honum að berja niður samsærið.

Var Stahl fengið fullkomið einræði

til þess og vegna þess að maðurinn

er ófyrirleitinn, tók hann fast í taum-

ana. Var mi fjölda manna varpað i

fangelsi, þar á meðal bræðrum keis-

arans, þeim stórfurstunum Michael,

Paul og Dmitriev Alexandrovitch og

fjölda herforingja. Ogennfremur þeim

Lovo, fyrsta stjórnarformanni og Gut-

sckoff fyrv. hermálaráðh. Hús'.eit var

hafin hjá öllum þeim er grunur féll á í

stórborgunum og hundruðum saman

voru menn teknir fastir. Þóttist

Kerensky á skömmum tíma hafa unn-

ið bug á uppreistarmönnum.

Uppreist Korniloffs.

En þá kom Korniloff yfirhers-

höfðingi «til sögunnar. Hann og

fleiri herforingjar höfðu krafist þess,

að hermanna- og verkamannaráðið

yrði lagt niður og hermönnunum

bannað að halda fundi. En sjálfsagt

hafa kröfur Korniloffs verið fleiri,

því að Kerensky rak hann þá frá

herstjórn, en tók hana í sinar hend-

nr.   Korniloff varð þó  eigi bylt, en

stefndi því liði, er honum vildi fylgja,

til Petrograd og hugði að tika

borgina og steypi Kerensky frá

völdum. Þessi ráðabreytni hans

mælt'St víðast hvar mjög illa fyrir

og jafnvel menn hans tóku að efast

um hvað málstaður hans væri góð-

ur. Gengu þeir Kerensky á vald

hópum saman og svo fór að íok-

um, að Korniloff varð að gefast

upp áður en hann komst til Petro-

grad.

Astandið í Petrograd.

Hinar ótrdlegustu sögur eru sagð-

ar fráPetrograd. Þiátt fyrir það þótt

hungursneyð sé yfirvofandi og alt

gangi á tréfótum og óvinirnir séu

á næstu grösum, þá cr þar hið ógur-

legasta sukk og skemtanafýsn borgar-

búa hefir fengiJ svo lausan tauminn

að ekkert hóf er á. Óteljandi vín-

sölustaðir og skemtistaðir eru opnir

allan sólarhringinn og kampavínið

flýtur þar í stríðum straumum.

Eftir þvi sem horfurnar verða

ískyggilegri bæði inn á við og út á

við, því meira eykst gjálífið. Liðs-

foringjar, sem komnir eru heim frá

vígstöðvunum og menn sem stjórnar-

byltingin hefir skotið úr kafi, lifa

í óstjórnlegu nætursvalli og allar sið-

ferðisreglur eru troðnar undir fót-

um. En yfirvöldin þora ekki að taka

i taumana. — Og þetta gerist í

höfuðborg bannlandsins miklal

c

DAGBOK

>

Loftskeytastöðin kvað vera langt

komin. Biiist við því, að hún geti

tekið til starfa síðast í þessum mán-

uði, eða byrjun næsta.

Ingólfur fór í gær til Borgarness

með norðan og vestanpóst. Kemur aftur

í dag.

GnUfoss ætti að geta komið hingað

í dag. Hann fór 3. þm. frá Halifax.

Smásagna-safo eftir Axei Thorstein-

son kemur út í þessum mánuði, 7

arkir að stærð. Hefir ein þeirra verið

prentuð áður, í Eimreiðiani. Titill bók-

arinnar er: Sex sögur. — Guð

mundur Gamalíelsson gefur út.

Dýrtíð. Það er nú víst óþarfi að

hampa þessu orðl, þvf að fólk er far-

ið að skilja það alt of vel. En það er

alveg furða hvað dýrtíðin er víðtæk.

Manni lá á því í gær að fá hálm

keyptan og fer til verzlunar, sem hann

vissi að átti nóg af þeirri vöru. Jú,

hálmurinn var falur, en pundið kost-

aði 15 aura! Hugsið ykkur — 15

aura fyrir eitt pund af hálmi! Nei, þá

fer skörin að færast upp í bekkinn.

íslenzk taða koatar þó ekki nema 10

aura pundið — og þykir dýr. En úr-

vals úthey kostar 7 og 8 aura og má

nota það í umbúðir eigi slður en hálm.

Síðustu simfregnir

frá fréttar. Isafoldar   og   Morgunbl.

K.höfn 9. okt.

I gær voru harðar deil-

ur á þingiÞjóðverja. Micha-

elis rikfckanzlari endurtók

það, að Pjóðverjir mundu

eigi láta nein þau lónd af

höndam, er þeir haía tekið*

Capelle lýsti yfir því,

að mjög alvarlegur upp-

reistarhngur væri í sjó-

liöinu þýzka. Hann ásak-

aði minni hluta jafnaðar-

manna, þá Haase, Vogtherr

og Dittmann, fyfir það, að

styðia meiri hluta jafnað-

armennina átta og að þeir

fylgi stjórninni að öllum

málum.

Bretar og Frakkar hafa

gert árás á stóru svæði

norðanstur af Ypres, þrátt

fyrir vont veður.

í ráðuneyti Kerenskys

eru 5 jafnaðarmenn og

12 aðrir.

Jafnaðarmenn haf'aorðið

í meiri hluta við kosning-

arnar í Finnlandi.

Líklegt er að frjálslynð

stjórn verði skipuð í Sví-

ÞJóð.

Meðal siglingamanna er

talað um það að ónýta

tundurdufl sem eru á reki,«

með rafmagnsbylgjum.

Kartöflurnan

Stjórnarráðið tók vel og greiðlega

í beiðni matvælanefndar um að tak*

kartöflubirgðirkaupmannaeignarnámi.

Var bréfinu því svarað samstundis

og heimild veitt til eignarnámstök-

unnar. í gærmorgun lét bæjarfógeti

telja upp kartöflubirgðarnar og kom

þá i ljós að i bænum voru um 200

pokar af kartöflum hjá kaupmönnum.


Sviar eru að hugsa um að koma,

á póstflutningi milli Sviðþjóðar og.

Danmerkur og Svíþjóðar og Þýzka-

lands með flugvélum. Félag hefir

verið myndað í þeim tilgangi og er

hlutaféð þegar innborgað, 4 miljónnr

króna.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4