Morgunblaðið - 17.10.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.1917, Blaðsíða 1
4. árgangr Miðv.dag 17. okt. 1917 H0R6DNBLAÐ1D 344. tölublað Ritstjórnarsimi nr. 500 RitstjAri: VilhjAltnur Fin en ísafold. aiprentsm’'ja Afgreiðsiusími nr. 500 [> mjja Bíó Evelyn fagra. Skinan :i fallegur sjónleikur i 4 þáttum. Aðalhlutverkin leika Rita Sacclietto, Henty Seemann, Marie Dinesen og Philip Bech. Kvikmynd þessi or talin með hinum allra beztu, sem Nordisk Films Co. hefir tekið. — Og lengi munu menn minnast hins snildarlega leiks Ritu Sacchetto, sem leikur hér Evelyn hina fögru. Sýning stendur yfir hátt á aðra klukkustund. Tölusett sæti. Stýrimannaskólinn byrjnr 1. nóvember og teknr gamla og nýja nemendnr. Reykjavík 15. okt. 1917. Páll Halldórsson. Dinl Reykjavikur |Rin DlUj Biograph-Theater |OIU Gullslangan. Afarspennandi og áhrifamikill leynilögreglusjóuleikur í 3 þátt- um, 100 atriðum. Það er falleg og vel leikin mynd, um heilaga gullslöngu og indverska leynifél. í London. Erl. simfregnir frí fréttaritara Isaf. og Morgunbi). Khöfn, ódagsett. | Friðarskilmálar Bulgara eru þeir, að Búlgaría verði stsersta rikið a Balkan- skaga og tái landaukning- ar trá Rúmeníu, Serbíu cg Grikklandi. Viðnám Rússa í Eysýslu brotið á bak aftur. Arens- burg brennur. Widen hefir geflst upp við að koma á fót sam- steypuráðuneyti i Svíþjóð. Prófessor Eden hefir nú tekið við þeim starfa að mynda ráðuneytið. I»ýzku jafnaðarmennirn- ir halda íund með sér í Woryborg. Er talið lík- legt að flokkarnir muni sameinast aitur. Arensburg er hafnarbær í Eysýslu *og eru þar um 5000 fhúar. Atvinnumálin Og landsstjórnin. Öllum er það ljóst, að á næstu timum sem í hönd fara, vofir yfir atvinnuleysi. Sérstaklega kemur það harðast niður á þeim mönnum, sem lifa á daglaunavinnu — og af þeim mönnum er mest hér i Reyjavik. Alþingi gaf landsstjórninni víðtæka heimild til atvinnubóta, svo sem til vegagerða, námureksturs, vitabygg- inga o. fl. Sömuleiðis til þess að undirbúa stórbyggingar þessa lands, svo sem landsspítala, háskóla, land- Alúðarþökk til allra þeirra sem sýndu samuð og hluttekningu við jarðarför föður og tengdaföður okkar, Jóns Björnssonar frá Ánanaustum. Fyrír hönd aðstandenda. Björn Jónsson. simaslöð og landsbanka, þó banka- stjórnin ráði auðvitað til um þá byggingu. Hvað er það þá, sem landsstjórn- in getur látið gera til undirbúnings þessum byggingum? Það er þá fvrst og fremst teikning húsanna; svo mætti viða að grjót- mulningi og sandi. Sömuleiðis mætti smiða hurðir og glugga og margvísleg steypumót, tilheyrandi þessum byggingum. Efniviði í það væri ekki tilfinnanlegt fyrir stjórnina að kaupa. En með því veitir hún atvinnu og hittir sjálfa sig fyrir. Það er haft eftir eitium mesta trésmíðameistara þessa bæjar, eða þeim manni, er mest hefir fengist við að stjórna stórbyggingum þessa bæjar, — og hagsýnastur er talinn af mönnum sem þekkja hann fyrir stjórnsemi og dugnað, — að fleiri púsund króna tap sé fyrir stórbygg- ingu, þegar stendur mikið á hurð- um og gluggum í hana. Menn eru þegar farnir að vonast eftir röggsamlegum aðgerðum lands- stjórnatinnar í þessum málum, þvi að engin leið má ófarin nú á þess- um tímum, sem bjargað geti mönn- um frá atvinnuleysi. Borgari. Vélbátur ferst. Talið er víst, að vélbáturinn »Trausti«, eign þriggja manna hér í bænum, hafi farist í norð- anveðrinu mikla, sem geisaði fyrri hluta þessa mánaðar. Hann fór frá Kálfhamarsvik 1. þ. mán. Kl. 5 að kvöldi; en nóttina eftir skall veðrið á. Hefir síðan ekk- ert til hans spurst. Eigendurnir hafa í gær snúið sér til bæjar- fógetans hér i bænum, sem hafði lögskráð skipshöfnina, og tjáð honum, að þeir væru vonlausir um, að báturinn hefði komist af. — Mennirnir á bátnum voru þessir: 1. Skipstjóri Aðalbjörn Bjarna- son ættaður af Vesturlandi, síðast á Óðinsgötu 1 hér í bænum, ógift- ur maður. 2. Stýrimaður Þorsteinn Ólafs- son, ógiftur, Lindargötu 18. 3. VéÍ8tjóri Valgeir Guðbjarn- arson, Þingholtsstræti 8, lætur eftir sig ekkju og þrjú börn, óuppkomin. Ekkjan heilsulítil og fátæk. Fjölskyldan kynjuð vest- an úr Ólafsvík. 4. Pétur Ásbjarnarson, Rauð- arárst. 9, ógiftur, um tvítugt. 5. Guðjón Björn Ásmundsson, ógiftur, um tvítugt, frá Brekku í Mjóafirði. Á þar móður á lífl. Allir voru mennirnir ungir og mannvænlegir, og að þeim öllum hin mesta eftirsjá. Sagt er, að farþegar hafi verið á bátnum, auk skipshafnarinnar; en alt er það óljóst, hve margir eða hverjir það hafa verið. Dómsmálafréttir. Yfirdómcr 15. okt, Málið: Réttvísin gegn Guð- mundi Kristjánssyni. Mál þetta er úr Húnavatns- sýslu, sauðaþjófnaðarmál. Var ákærði G. Kr. dæmdur í héraði eftir 250. (sbr. 249.) gr. hegning- arlaganna í fangelsisrefsingu við vatn og brauð 3y^ð daga, svo og til þess að greiða allan kostnað málsins. Réttvísin áfrýjaði málinu, en sekt sína hafði ákærði að mestu leyti játað — hafði stolið lömb- um og slátrað, svo og ullu (reif- um) af fullorðnum kindum. — Yfirdómur staðfesti héraðsdóminn og greiði ákærði einnig 15 kr. þóknun til hvors hinna skipuðu málflutningsmanna við yfirdóm- inn. ^ Dráttur allmikill hafði orðið á prófum í málinu (byrjuðu 1914), og dómur i héraði seint upp- kveðinn (1916) og hafði undir- dómari eigi fyllilega getað rétt- lætt það, en eigi vildi yfirdómur þó láta það varða sektum. Eigi hafði heldur stefna verið gefin löglega út, sem þó ekki var lát- in varða frávísun Málíð: Sigurður Briem gegn frú Margréti Árnason. Meiðyrðamál, dæmt í bæjar- þingi Reykjavíkur þannig, að frú Margrét Árnason skyldi greiða í sekt til landssjóðs 100 kr. eða fangelsi og ummæli hennar vera dauð og ómerk; ennfremur greiði hún 20 kr. sekt fyrir ósœmilegan rithdtt í málinu og 30 kr. i máls- kostnað. — Sigurður Briem áfrýj- aði þessum dómi til staðfestingar við yfirdóminn og dæmdi þar í málinu prófessor Lárus H. Bjarna- son í stað Eggerts yfírdómara Briem, er vék sakir skyldleika við áfrýjanda. Stefnda frú Margrét Arnason fékk þar fyrst frest til gagn- áfrýjunar, en að því búnu mætti hún eigi í málinu né neinn fyrir hennar hönd. Lyktaði því svo, að undirdómurinn var staðfestur í öllum greinum og Margrét Árna- son dæmd til að greiða málskostn- að fyrir yfirdómi með 30 kr. Málið: Helgi Jónsson verzlun- arstjóri á Stokkseyri gegn frú Margréti Árnason. Sömu málsástæður og sama dómsniðurstaða og í málinu næst á undan. Málið: Jóh. V. Daníelsson, kaupm. á Eyrarbakka gegn frú Margréti Árnason. Sömu málsástæður og sama dómsniðurstaða. Málið: Þórður Jónsson, verzl- unarm. á Stokkseyri gegn frú Margréti Árnason. Sömu málsástæður og sama dómsniðurstaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.