Morgunblaðið - 24.10.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.10.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Verzlunin VÍSIR Nýkomnar vörur: Margarini, ágæt tegund, Ostar, Hveiti, Haframjöl, Kartöflumjöl, Sago. 0 Kex ótal tegundir, sætt og ósætt. 0 Avextir, þurkaðir og niðursoðnir, fjölbreytt úrval. 0 Handa reykingamönnum Three Castle Capstan, Flag, Louisville, Westminster, Glasgow Mixfure, Richmond Mixture, Navy Cut, Smoking Mixture. # Vfsis kaffi gerir alla glaða. « Verzlunin Simi 555. úreyringum er ísl. fáninn á stöng með útskornum stalli, frá Skag- firðingum skriffærastallur (blek- stativ) ásamt reglustriku, penna- stöng og pappírshníf, alt hin feg- ursta hagleikssmíð eftir Stefán Eiríksson; frá ísfirðingum göngu- stafur, silfurbúinn með áletrun, frá Reykvíkingum (nefndinni) mál- verk, »Jökulhlaup« eftir Ásgrím Jónsson, frá Ársæli Árnasyni And- vökur Stephans bundnar í hákarls- skráp. Auk þess máluð andlits- mynd af Stephani eftir Magnús Á. Árnason, mótuð mynd eftir Ríkharð Jónsson og »Drangey«, málverk og gjöf frá Einari Jóns- syni málara. Gerðust margir til þess að skoða gjafir þessar og þóttu þær bæði fagrar og þjóð- legar, svo sem vera bar. ...... I »--------- + Tiyggvi Gunnno lézt aðfaranótt sunnudagsins 21. þ. m. tveim árum og tveim dög- um betur en áttræður. Hafði hann haft fótavist alt þangað til á laugardaginn, en mjög fór þó máttur hans þverrandi síðasta misserið. <; Tryggvi var af manntaks- mönnum kominn í báðar ættir, enda var hann hinn mesti at- orkumaður sinnar samtíðar. I æsku nam hann smíðar og stund- aði búfræði um hríð í Noregi áð- ur hann hóf búskap á Hallgils- stöðum í Fnjóskadal. En brátt gaf hann sig við umsvifamiklum Btörfum, gekst mjög fyrir stofn- un Gránufélagsins og var kjör- inn »kaupstjóri« þess, þegar er það var stofnað og gengdi þeim starfa yfir 20 ár. Dvaldist hann þá lengstum í Kaupmannahöfn. Síðan gerðist hann bankastjóri landsbankans og stýrði bankan- um í 17 ár. Alþingismaður var Tryggvi fyrst kosinn af Norður-Þingey- ingum 1869, og sat á þingi löng- um siðan, en þó eigi samfleytt. Alls mun hann setið hafa á 16 þingum. Var hann framan af í öndverðri fylking Jóns Sigurðs- sonar og all-þingríkur, en þótti deigari í sjálfstæðiskröfunum á efri árum og réð þá minna. Tryggvi hafði um langan aldur ágætt færi á að láta mikið gagn af sér standa, enda var hann við margar framkvæmdir riðinp. Var það hvorttveggja, að hann var hagur sjálfur og lagði hug á mannvirki, enda tókst hann á hendur og stóð fyrir smíð brúnna á Skjálfandafljóti og ölfusá, Landsbankahússins og margra annara mannvirkja. Hann ýtti undir stofnun margra fyrirtækja og var formaður fjölda félaga; áttu þau þar hauk í horni, er bankastjórinn var. Þilskipaút- gerðina studdi hann einkum kapp- samlega1). Langan aldur var Tryggvi formaður Hins íslenzka Þjóðvina- félags. Gat hann með miklum sanni sagt, að »félagið væri hann sjálfur*, enda var honum ekki mikið um gefið annara afskifti af stjórn þess. Almanakið gaf hann út um fjölda ára og safn- aði í það margvíslegum fróðleik; vann það sér meiri kaupenda- fjölda en nokkur bók önnur i landinu. Þrek og kjarkur var Tryggva gefinn óbilandi og mjög var hann verksígjarn. Kappsmaður varhann og metnaðargjarn, en ófíkinn á fé; lagði ódeigur í mörg fyrirtæki meir til þess að láta starf af sér standa heldur en í gróðaskyni, enda síður sýnt um nákvæmni við reikningagerð, heldur hitt, að nokkuð væri aðhafst. Mannúðarmaður var Tryggvi á ýmsa lund, hjálpsamur mörgum er leituðu ásjár hans. Dýravinur var hann mikill, sem ritgerðir hans (í »Dýravininum«) bera ljóst vitni um. Tryggvi var hár á velli, mik- ill bolsvexti, karlmannlegur, fríð- ur »ýnum, manna sterkastur og lengstum hraustur að heilsu. Tryggvi gróðursetti Alþingis- garðinn trjám og skrautjurtum og vann þar að löngum í tóm- stundum sínum. Er sagt, að hann muni þar heygður verða. B. Sv. Fossanefndin. Hún hefir nú verið skipuð af kon- ungi og eiga í henni sæti þessir menn : Guðm. Björnson landlæknir for- maður. Sveinn Ólafsson i Firði. Bjarni Jónsson frá Vogi. Jón Þorláksson verkfræðingur og Guðm. Eggerz sýslumaður Árnes- inga. Að likindum mun nefnd þessi taka sér ferð á hendur til Noregs til þess að skoða þar »fossafyrirtæki«. Kem- ur hún því vonandi heim aftur full fróðleiks og með góð ráð og holl landinu til heilla í þessu þýðingar- mikla máli. Kveikt á Ijóskerum hjólft og bif- relða kl. ö1/^ Hólmfriður Árnadóttir kenslukona fór nú með Lagarfossi til Ameríku. Fyrsta útgerðarfélagið stofn- aði Tryggvi fyrir sextigum vetra norður í Þingeyjarþingi; keypti þá við fjórða mann þilskip til hákarlaveiða. Hygst hún að dvelja þar eitfc ár. Bað hún Morgunblaðið að flytja þeim vin- um sínum og kunningjum kæra kveðju, sem hún náði eigi fundl af. Gangverð erlendrar myntar. Dollaf Bankar 3,40 Pósthús 3,60 Franki 57,00 57,00 Sænsk króna ... 119,00 116,00 Norsk króna ... 102,50 103,00 Sterlingspund ... 15,40 15,50 Mark 45,00 45,00 Áttatíu og fjogra ára afmæli á Jóhanna Zoéga, systir Geirs rektors, í dag. »Beautiful Star«, færeyskt fiski— skip fór hóðan fyrlr rúmum þrem vlkum og átti að tlytja vörur til Sauðárkróks og fara þaðan norður á- Tjörnes og taka þar kolafarm. En síðan hefir ekkert frézt til skipsins og eru menn hræddir um það. Skipstjóri var Ólafur Sigurðsson og stýrimaður Lárus Bjarnason. Lagarfoss átti að fara hóðan í fyrra- dag, en komst eigi á stað vegna veð- urs. Gullfoss á að fara hóðan í dag og verða þeir ef til vill samferða »foss-- arnir«. Hermann Jónasson rithöfundur fer héðan með Gullfossi í dag og ætl- ar að fara vestur að Kyrrahafi til dóttur sinnar og bróður síns. Hefir' hann í hyggju að dvelja þar í vetur og ef til vill frameftir sumri. .... ....-. r-g-i-Ss....... Fáninn. Engar fregnir hafa enn komið frá forsætisráðherra vorum, en þeirra er nú vænst á hverristundu. Bíða menn þess nú með óþreyju að fá að vita hver afdrif fána- málið fær. Að óreyndu mun ástæðulaust að ætla annað en að forsætisráð-- herra fylgi því máli fram með festu og einurð. Hefir hann þar að baki sér þingviljann óskiftan og þjóðina sem einn mann. Eftir andanum í sumum dönsk- um blöðum má búast við þvi, að einhverir Danh- muni reyna að spilla fyrir því að við fáum fán- ann. En í því máli er rétturinn óskiftur okkar megin og auk þess getur forsætisráðherra sýnt það ljóslega að okkur er það bráð nauðsyn að fá fánann. Hefir hann því svo góða aðstöðu sem hugs- ast getur. 0g enginn skyldi trúa öðru um konung en að honum sé svo ant um hag hinna íslenzku þegna sinna, að hann vilji þeim hið bezta í öllu. En danskar raddir hafa heyrst um það að betri væri skilnaður heldur en ísland fengi sérstakan fána. Og verði það nú ofan á, að þetta sé vilji þeirra, þá er það vonandi að íslenzka þjóðin geti gefið góð svör og greið. En heflr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.