Morgunblaðið - 26.10.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.1917, Blaðsíða 1
Föstudag 26. okt. 1917 4. árgangr 352. tölublað Ritstjórnarsítni nr. 500 Ritstjóri: Vilhjáltnar Fiissen ís Ipldarpreptsnm'ja Afgreiðslasimi nr. 500 Leverpostei í V4 °R V2 pd. dósum er bezt— Heimtið það fc: Nýja Bíó í Isynigildrum stérborgarinnar. Amerískur sjónl. i 4 þáttum, bygður ásönnum atburð- u m er gerst hafa í Ncw York. Alúðarþakkir til þeirra er auðsýndu hluttekningu við jarð- arfnr móður mirnar sái., frú V i I h e I m i n u S t e i n s e n. t Valgerður Steinsen. Jarðarför mannsins míns, Brynjólfs Einarssonar, fer fram laugardaginn 27. þessa mán. og hefst með húskveðju kl. 2 e. h. á heimiii okkar, Skólavörðustíg 33. - Ingibjörg Pétursdóttir. I 0. 0. F. 9610269. B10| BÆÍRS.r |BI0 i Malvelgöf Leynilögreglusjónl. í 4 þátt. leikinn af frönskum leikurum. Erl. simfregnir frð fréttaritara Isaf, og Morgunbl.). K.höfn, 24. okt. Þjóðverjar hafa sett lið á land í Estlandl, fyrir suðvestan Reval. Frakkar hata gert mjög ákaft fótgönguliðsáhlaup hjá Soissons og hafa þeir náð á sitt vald mörgum þýðingarmiklum stöðvum. Bretar haiaunnið dálítið á hjá Houthulstskóginum. Ráðuneyti Peinlevé’s hefir sagt af sér, en Poin- caré forseti hefir neitað að taka lausnarheiðina til greina. Roald Amundsen, hinn heimsfrægi Suðurskauts- íari, hefir sent þýzku stjórninni aftur þau þýzku heiðursmerki, sem liaun hafði verið sæmdur. I ráði er að halda al- menna ráðstefnu hlaða- manna frá Norðurlöndum um leið og róðherrastefna Norðnrlanda verður hald- in í Kaupmannahöfn bráð- lega. Því heíir verið hreyft nýlega hér í blaðinu, að bráða nauðsyn bæri tii þess að ýmis stjórnar- vöid, sem hlut eiga að máli, færu nil að hefjast handa og láta þeg- ar í vetur byrja á því, að viða að ýmiskonar efnum í nokkur stórhýsi, sem reisa þarf í næstu framtíð, svo sem landsspítala og háskóla og er ekkert við það að athuga, því að oft er þörf, en nú er nauðsyn bæði á þvi, að fólk verði ekki atviunulaust og á því, að farið sé hyggilega með opin- bert fé. En það sem athugavert er, þegar verið er að bollaleggja um það, hvaða húsum er mest nauð syn á, og því beri fyrst að fá komið upp, er það að gleymst heflr að nefna eitt húsiö: hús yfir þjóðmenjasafnið og náttúru- gripasafnið. Söfn þessi eru, eins og mörgum mun kunnugt, því að þau eru árlega skoðuð af eitt- hvað um 10 þúsundum manns, nú geymd í húsi því, sem lands- bókasafninu og þjéðskjalasafninu er ætlað, og var það að eins bráðabirgðaráðstöfun. Nú eru þrengslin í landsbókasafninu orð- in svo mikil, að bókavörður er þegar búinn að segja umsjónar- mönnunum að fara burt með bæði söfnin, svo að í raun og veru ættu þeir að hafa flutt þau út í sumar, — út á Arnaihól — því að í annað hús er ekki að venda. En bókavörður er göfug- lyndur maður og hefir ekki haft brjóst i sér til þess að láta »bera söfnin út« og sitja þau því bæði þar sem þau eru komin — enn þá og líldega í vetur, hvað sem svo tekur við. Við þetta bætist svo, að húsnæði það, sera þessi söfn hafa, er orð.ð allsendis ónógt og mundi því standa þeim fyrir eðlilégum þrifum, undir eins og tímarnir bötnuðu, og varla er líklegt að almenningur mundi una því til lengdar, að söfn þessi yrfu kistulögð og geymd í ein- hverjum kjallara eða á einhverju pakkhúslofti um óákveðinn tíma, enda eru þau sannarlega alt of mikils virði til þess. Vonandi verður húsi yfir þessi söfn ekki gleymt, þegar lands- stjórn og bjargráðanefnd fara að bera ráð sín saman um það, hvaða hús beri fyrst að undir- búa eða koma upp. B. Bæjarsíminn hérna er að verða hreinasta plága fyrir bæjarmenn. í stað þess ó- metanlega gagns, lem af honum mætti hafa, er hann nú til ama, tálma og þess valdandi, að jafn- vel síillingamenn| komast í geðs- hræring 0g æsing oft á dag, því ef eg vil tala við raann, þá fer það á þessa leið. Eg hringi upp tvisvar, þrisvar, fjórum sinnura. Loks fæ eg svarið: »miðstöð«. Eg bið um nr. 496, en fæ 296. Þegar það er orðið Ijóst, að eg hef fengið vitlaust númer, byrjar fyrst eltingaleikurinn í alvöru. Eg hringi og hringi; en það stoð- ar ekkert, eg er altaf í sam- bandi við nr. ‘296. Maðurinn, sem það númer á, er sár-gramur yfir þessu, eg bið hann hvað eftir annað að hringja af, hann gerir það, lengi og oft. Og loksins eftir tiu mínútur hppnast mér að losna við nr. 296. Nú byrja eg á ný að ná i »miðstöð«, en það gengur ekki greiðar en fyr. Loks næ eg þó í rétt númer, en varla er eg byrjaður samtalið, þegar sambandinu er slitið. Nú verð eg hamslaus af reiði, og hringi nú í ákafa, en það stoðar ekkert, — nú fæ eg ekkert samband. Eg hætti svo við alt saman í fjórð- ung 8tundar, — hringi á ný, og og fæ eins og áður, eftir langa mæðu samband, og segi við manninn. »Nú, það var slitið strax sambandinu fyrir okkur áðan.« »Já, svarar hinn, »sima- stúlkan sagði að landsíminn hefði hringt þig upp.« — Það leikur grunur á því að símastúlkurnar segi blátt áfram ósatt, til þess að dylja vitleysur sínar. Hverjum er nú þetta óþolandi ástand að kenna? Fyrst og fremst símastúlkunum, sem hirða meir um mas og kaffidrykkjur en að passa símann, en aðal- ábyrgðin hvílir auðvitað á for- stjóranum — Forberg —, sem auk þess tekur stóra upphæð ár- lega fyrir eftirlit með símanum, enda hafa stúlkurnar hann, — að sögn, alveg í vasanum,; að minsta kosti þýðir ekkert að kvarta við hann, ef annars næst í hann. Oddur. 2 seglskip farast. Fregn hefir borist hingað fr Kaupmannahöfn um það, að tvö seglskipa þeirra, sem þaðan fóru fyrra mánuði áleiðis hingað með vörur, hefðu farist í hafi. Eigi vita han, Sigurjón Pjetursson Simi 137. Hafnapstrœtl 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.