Morgunblaðið - 10.11.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.1917, Blaðsíða 1
Liaugard. 10. nóv. 1917 5, árgangr 10. t51nblaö Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Vilbjáltnur Finsen ísafoldarprentsmiÓja Afgreiðslusimi nr. 500 Tlýja Bíó <3H ■ Skrifarinn. Hin framiirskarandi fallega mynd, sem sýnd var 16 sinnum í röð hér í Reykjavik i vor — eða helmingi lengur en nokkur önnur mynd — verður sýndí kvöícfsn aífsekki ofíar Pisai til sölu. Af sérstökum ástæðum er nýtt.piano til sölu nú þegar. Er geymt í Hljóðfærahiisi Reykjavíkur, sem gefur nánari upplýsingar. Ef til vill getur komið til mála að taka Harmonium upp í hluta af kaupverðinu. Plfll Reykjavikur Ipifl UlUj Biograph-Theater |OIU Sporin sem lýstu <0 1 Þessi afbr'gðsgóða og skemti- lega mynd veiður sýnd í kvöld í siéasía sinn. ErK símfregnir Frá fréttaritara ísafoldar og Morgunbl. Ksupmannahöfn 8. nóv. „Lobalanzeiget “ skýrir irá þvi, nð ríki-»ráðið hafl samþykt að Austurrfkis- keisari skuli vera konmig- urPólJandsog Þýzkolands- keísari stórliertogl yfir Kurlandi og lAthano . ,Voí wárts‘ mótmæfir þ< ssu sbiþulagi. Maxitualistar hata gert uppþot í. Petrogrnd. ítalir halda. átram und- anhaldi sínu til Piave. Bretar linfa tekið Pass- chendaele. Þad er búist viðþví að Þióðverjar muni verða að yfirgefa vígstöðv- ,ar sínar í Flandern. Nýja eldsneytið. Guðm. E. Guðmundsson bauð nokkrum mönnum að vera við- stadda tilraun, er hann gerði í gær með hið nýja eldsneyti, sem hann hefir búið til úr mó, tjöru og einhverju öðru efni, sem eng- inn fær að vita hvað er. Tilraunin var gerð í venjuleg- um ofni. Var kveikt upp með spýtum á vanalegan hátt og nýja eldsneytið látið ofan á spýturnar. Tók þegar að loga í ofninum og virtist hitinn vera jafn vel meiri en er kolum er brent. Það er ekki gott að segja hvaða möguleikar kunna að vera í þess- ari blöndu Guðmundar. Hún verður nú rannsökuð nánar af sérfræðingum. Eu eftir því sem séð verður nú, er líklegt að hér 8é að ræða um gott og ódýrt elds- neyti, sem er þess vert að því sé gaumur geíinn. Guðmundur býst við að geta framleitt eldsneytið fyrir um 100 kr. hverja smálest, en auðvitað miklu ódýrar er hann hefir feng- ið vélar, sem nauðsynlegar eru tii mikillar framleiðslu. Skófatnaður. Mér er sagt — ekki veit eg hvort það er satt — að útlit muni til þess, að hingað fáist eigi meiri skófatnað- ur frá útlöndum en kominn er, fyr en að stríðinu loknu. Það getur vel verið að þetta sé rétt — að sumu leyti vegna þess, að mesti hörgull er á skóíatnaði um allan heim og eins vegna þess, að kaup- menn vilji eigi eiga það i hættunni að fá svikinn skófatnað. En margar sögur ganga af því að erlendis sé nú tapiega hægt að fá ósvikna skó að eigi séu sóiar eða hælar úr pappa eða þá hvort tveggja. En hvort sem þetta er satt eður eigi, þá virðist mér það þó þess vert að um sé hugsað. Hvernig verðum við borgarbúar staddir ef við fáum eigi sæmilegan skófatnað um langan t<ma? Hvernig eigum við þá að hjálpa okkur sjálfum ? Mér virðist nú, sem útlendur skó- fatnaður sé orðinn svo dýr, að jafn- vel af þeirri ástæðu sé timi til þess kominn að finna eitthvað í hans stað. Og svo liggur sá orðrómur á, að þessi skófatnaður sé nú eigi jafn góður eins og þegar hann kostaði hilfu minna eða a/3 minna. Það er ekkert smáræði sem eytt er árlega af skóm hér á götum Reykjavíkur og mikið efamál er það, hvort hinn útlendi skófatnaður, sem rutt hefir sér til rúms, er svo mjög við okkar hæfi. Islenzku skórnir munu að ýmsu leyti taka bonum mikið fram. En galiinn er aðeins sá, að sá hugsunar- háttur hefir hertekið fjöldann, að það sé ekki snoturt að ganga á kúskinns- skóm. Og tizkan er máttug. Það er þýðingarlítið að ætla sér að ganga fram hjá henni eða bjóða henni byrginn. Hún hefir sitt fram, hvað sem hver segir. Raunar væri rétt- ara að kalla það rótgróinn vana, að allir telja það svo sem sjálfsagt að ganga á erlendum skóm og stigvél- um. En nauðsyn brýtur lög vana og tízku eins og öll önnur lög. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Og nú má eigi -hugsa fyrst og fremst um það hvað fer bezt og er álitlegast heldur hvað er heppilegast og hag- kvæmast. Eg las um það í norsku blaði fyrir skömmu, að alþýða í Noregi væri nú að miklu leyti farin að nota tréskó. Bar blaðið þvi verðugt lof, að sá háttur skyldi cpptekinn. Ttéskórnir kosta litið, en endast margfalt á við leðurskó og það er hollara að ganga á þeim. Og Norðmenn hafa nóg af trjáviðnum til þess að smiða sér skó úr. Um okkur íslendinga er öðru máli að gegna, þótt við vildum fara að smíða okkur tréskó. Okkur vantar efnið. Þó er það áreiðanlegt, að mikið gætum við sparað með .því, að smiða »klossa« handa börn- um og unglingum. En þá er eftir að hugsa fyrir okk- ur sjálfum — fullorðna fólkinu. Ekkert hefir verið reynt til þess að smíða handa okkur þægilegan, ódýr- an og hentugan skófatnað. Allir hafa talið það svo sem sjálfsagt að fara i búðirnar og kaupa útlend stíg- vél. En nú er kominn timi til þess að finna eitthvað i þeirra stað. Eg býst tæplega við því að það geti orðið íslenzku skórnir. En getum við þá ekki fundið upp nýjan skó- fatnað handa okkur? A Norður- löndum er farið að nota tiésóla mjög viða og eins i Þýzkalandi (þaðan mun það runnið). Hvers vegna ætt- um við eigi að geta gert það líka? Er enginn svo mikill hugvitsmaður hér i þeirri iðn, að hann geti leyst þrautina? Eg er viss um það, að lagtækir menn geta haft góða atvinnu við það í vetur að smiða »klossa« á krakkana hér í Reykjavík. Og eg þykist þess flíka fullviss að nógur markaður muni fást fyrir »íslenzk« stígvél. Og smíðaefnið er til, ef mönnum lærist að fara með það — selskinn nautskinn, hrossleður, sauð- skinn og tré. Hver vill taka efnið og smíða úr því? Þrándur. Hvar á Landspítalinn að standa? Þessi yfirskrift er i Morgunblað- inu í dag, og svo jafnharðan dóm- ur hvar það sé, sem hann álítur að melarnir með öllu moldrykinu hve- nær sem vindur blæs, séu þar til hæfastir til að bygður sé Lands- spítalinn, en eg er alveg á annari skoð- un og hún er sú, að hvergi í öllu Reykjavikurlandi sé hentugri staður fyrir Landsspitalann en rétt fyrir ofan Skólavörðuna. Þar er útsýnið lang- fegursta sem bærinn á til, og þar er svo hátt og loftið svo gott sem framast má verða hér fyrir spítalann. Eg bendi á þetta pláss og tel það framar öllum öðrum fyrir spítala landsins,- en sizt melana, hvar sem á þeim ætti að vera, það er ólikt lægra og loftið þyngra en hjá Skóla- vörðunni. Dæmi nú fleiri um slað- ina. 6—ir. 17. Kunnuaur. Kaupirðu góðan hlut, j)á mundu hvar þú fekst hann. Sigurjón Pjetursson Síml 137. Hafnarstrœti 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.