Morgunblaðið - 21.11.1917, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1917, Blaðsíða 1
5. árgangr Miðv.dag 21. nóv. 1917 21. tdublað ísafoldarpreatsmiftia Afpreiðslusíœi nr. 500 Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Viíbjáímur Fmsen BiO| j B IQl Leyntíardómur Mame-hallar. Sjónleikur frá Frakklaudi í 3 þáttuœ. Afarspennandi og áhrifameiri en venja er til. Er!. símfregnir Frá fréttaritara tsafoldar og Morgunbl. Khöfn 20. nóv. Bandaríkin eru óánaegð tneð hermálasamkundu bandamanna og krcijast þess að skipaður só einn allsher jar-yfir ioringi (Over Generalissimns). Maximalistar hafa Petro grad, Helsingtors, Moskva á sínu valdi. Maude her shöíðin gi Breta í Mesopotamia, er iátinn. ítaiir veita vidnám hjá Piave. Vðrur frá Amsriku. „Gullfoss“ ferðbúinn. Eimskipafélaginu barst í gær símskeyti frá New York þess efn. is, að útflutningsleyfi væri fengið fyrir allar þær vörur, sem Gull- foss á að flytja hingað, og að þeg- ar væri farið að ferma skipið. Húist við að það verði ferðbúið ám miðja þessa viku. Um vörurnar í Lagarfoss er það að segja, að það hefir fengist 'itflutningsleyfi yfirvalda í Banda- Ukjunum fyrir 500 smálestum af Vörum í það akip, en leyíi Breta ^ar ófengið þegar símskeytið var sent. Vonandi fæst það brátt, svo skipið tefjist ekki. Leyfi fyrir kolum hefir fengist allra skipanna og því er bætt að Willemoes muni leggja af Passiusálmar Haligr. Péturssonar, 44. útgáfa er komin út. Kostar kr. 2,00. Fæst hjá bóksölum. Isafold — Ólafur Björnsson. stað þegar hann hefir fengið kol sín. Það sé nú mjög erfitt að fá leyfi yfirvaldanna fyrir kolum, segir í skeytinu. Það hefir þá ræzt betur úr þessu máli en á horfðist, eftir skeytunum, sem hingað komu um daginn. Er vonandi að skipin komi hingað fyrri hluta næsta mánaðar og geti farið héðan aft- ur vestur um haf fyrir jól. Hámarksverð á hangikjöti og kæfu. Spjall við verðlagsnefndarmann. Ákvæði verðlagsnefndar um hámarksverð á hangikjöti og kæfu hafa sætt all þungum dómum, greiningin þótt flókin og erfið í framkvæmd. Vér hittum nýlega einn kunningja vorn úr verðlags- nefndinni og þótti oss bera vel í veiði, að spyrja hann, á hverju bygt væri verð og flokkun nefnd- arinnar. Hann tók svo til orða: — Menn eru þvi svo óvanir hér, að verð á þessari vöru fari nokkuð eftir gœðum, að margir skoða það mestu fjarstæðu að flokka hana sundur. Hingað til hafa menn óáreittir getað selt hverskonar kæfu við sama verði- Bændur hafa enga hvöt haft til þess að framreiða gæða kæfu. Vörugæðin hafa verið eftir því. í fyrrahaust voru rannsökuð hér nokkur sýnishorn af kæfu. Komu þá i ljós margvísleg svik. í kæf- unni var lifur, lungu, garnir, mjöl og sandur. — Sandur? — Já, það er lýgílegt, en satt er það samt, og svo mikill var sandurinn, að nam einum tíunda hluta af þunga kæfunnar. Þessi kæfa var seld sem góð og gild vara í búð einni inni á Lauga- vegi. Getið þér nú láð verðlags- nefnd, þótt hún vildi ráða bætur á þessum ósóma og yfir höfuð B Nýja Bíó. Svikull vinur eða Keppinautar í ástum. ítalskur sjónleikur í 3 þáttum, leikinn af ágætum leikendum. Ástin, sem venjnlegast vekur allar beztu tiltinningar i brjósti manna, breytir mönnunum stundum til hins verra, svo að þeir svifast einskis og svikja þá menn i trygðnm, er treysta þeim bezt. Svo fer i þessari mynd. En hin sanna ást sigrar þó að lokum. Tölusett sæti kosta 75 au., almenn 50 og barna 15 aura. Pantaðir aðg.miðar aéu sóttir fyrir kl. 9, annars seldir öðrum. Leikféíag Reijkjavíkur. Tengdapabbi íeikintt miðvikudaginn 21. nóv. kí. 8 síðdegis. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag kl. 10—8. stuðla að þvf, að seljendur og ueytendur læri að meta vöruna eftir gæðum? — Nei. En ekki girðir nefndin fyrir vörusvik þótt hún setji mis- jafnt verð á kæfuna eftirgæðum. »Sandur«, »lifur« og »mjöl« kem- ur ekki við »fitumagni« eða »salti« kæfunnar, — gripum vér fram í. — Veit nefndin það, en hún hefir gert gangskör að þvi, að heilbrigðisnefnd taki upp fast og stöðugt eftirlit með matvöru þeirri, sem aeld er í bænum. Bæjarstjórn- in hefir fyrir löngu samið við efnarannsóknarstofuna um slikar rannsóknir fyrir bæinn; heilbrigð- isnefndin getur því leitað úrskurð- ar þangað þegar henni þykir þörf á. Og það ætlar hún sér að gera. Með þessu hefir verðlags- nefnd stuðlað að því, að Reyk- víkingar þurfi ekki að éta svikna vöru. — Þetta er nú gott og blessað, ef heilbrigðisnefndin gleymir sér ekki, segjum vér, en flokkun kæf- unnar eftir fitumagni og salti þyk- ir mörgum torskilin. Menn eru hræddir um að þessi »vísindalegu ákvæði« komi að engu haldi í daglega lífinu. — Annaðhvort er að flokka kæfuna eða flokka hana ekki. Ef hún er óflokkuð, þá verður eigi greinarmunur gerður á góðri kæfu og lélegri. En er það nokk- urt vit ? Er ekki tími til kominn, að vér íslendingar setjum ákvæði um gæði algengrar, tilbúinnar matvöru, eins og allar aðrar sið- aðar þjóðir? Út um alla Norð- urálfu er það fastsett með lögum og reglugerðum t. d. hve mikið vatn og salt megi vera mest í hangikjöti og bjúgum o. s. frv. En hér hafa menn að ósekju get- að selt hangikjöt, sem svo mikið var í af vatni og salti, að »hangi- kjötið« var þyngra en nýtt, og kæfu með 13 °/0 af salti og að eins 18°/0 af fitu, eins og góða og ósvikna vöru, og enginn hefir fundið að þessu. Hversu á þetta lengi að ganga? — Morgunblaðið átti tal við mann i morgun, sem taldi þessa flokkun algerlega óframkvæman- lega. Sagði, að nær hefði verið að hafa tvennskonai eða þrenns- konar verð, t. d. »beztu kæfu«, kæfu nr. 2 og kæfu nr. 3. Þá flokkun gætu vanir kaupmenn annast sjálfir, en »vísindalega skiftingin« væri, sem sagt, alvég óframkvæmanleg. — Þarna kemur misskilningurinn berlega fram. Flestir viðurkenna, að rétt sé að hafa tvennskonay eða þrennskonar verð á kæfu. En hvar eiga tdkmörkin að vera? Þau verða að vera fastákveðin, til þess að hægt sé að skera úr, ef til deilu kemur, eða vafi þykir á um vörugæðin. Þá þarf að hafa föst ákvœði að bakhjalli, ella verður skiftingin tómt fálm. Og hvað á þá að leggja til grund- þú'fekst han, SÍgUrjÓll PjetUrSSOIl Simi 137. HafnarstFæti 81

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.