Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
H. P. Duus A-deíld
Hafnarstræti.
Kjólatau:
Alpakka,  Cheviot,  Mohair,
Svart Hálfklæði,
Blátt Alklæði,
Rósótt Silki, Ninon
í samkvæmiskjóla.
Mislitt Silki-Crepe,
Ullar,-
Bómullar,- og Silki-Flöjel.
Silki í Svuntur og Slifsi.
f
Elginá-úr
a
Undanfarin ár hefir það verið venj-
an, að lðgreglan hefir tekið sleða af
börnnm, sem leika sér að því að
renna sér á götunum. En árangur-
inn varð eigi annar en sá, að altaf
fjölgaði sleðum þeim, er teknir voru,
en eigi var sjáanlegt að sleðaferðirn-
ar minkuðu að heldur. Og svo rak
að því, eins og öllum er kunnugt,
að sleðageymslan í hegningarhiisinu
var orðin full, og þá var börnunum
fengnir sleðarnir aftur.
Það er nokkuð hörð hegning að
taka sleðana með valdi af börnun-
um. En hún hefir eigi komið að
þvi gagni, er til var ætlast. Það er
bezt að kannast við það undir eins.
Og börnin — þessir vargar i véum
— hafa borið sigur af hólmi í við-
ureigninni við lögregluna. Þetta er
satt. Stríðinu hefir lyktað þannig,
að lögreglan hefir skilað aftur her-
fangi sínu — fengið börnunum sleð-
ana, er hún hafði gert upptæka fyr-
ir þeim áður. Það hefir sjálfsagt
verið látið fylgja með, að þau mættu
ekki renna sér á þeim á götunum.
En hvað stoðar það? Ekki neitt,
Börnin — sem verða hér að óaldar-
lýð, vegna þess að þau eiga hvergi
griðastað til að vera að leikum —
hafa sjálfsagt espast við þetta og
verða nú sýnu ófyrirleitnari heldur
en áður. Enda er sjón sögu ríkari,
því að nú eru allar brattagötur þessa
bæjar notaðar ósleitilega til sleða-
ferða.
En á hverjum hvilir sökin?
Bænum.
Það er sízt að furða þótt böinin
eigi bágt með að skilja það, að jafn
saklaus og góð skemtun sem sleða-
ferðir, skuli bannfærð. Þeim hlýtur
að virðist það ósæmilegt atvik, þeg-
ar lögreglan kemur að þeim og tek-
ur af þeim sleðana með valdi. Og
slík aðferð er líka einkarvel fallin til
þess að kveikja hatur i hinum ungu
Og  óþroskuðn  sálum  barnanna  á
kaupa  allir  þeir,  sem eignast vilja
gott úr.
Fást hjá úrsmiðum.
öllum yfirvöldum og valdboðum.
Og lengi býr að fyrstu gerð. Ef
Reykjavík hefir ástæðu til þess að
kvarta um hinn uppvaxandi æskulýð
sinn, þá á hún það sannarlega sér
sjálfti að kenna. Það er uppeldið,
bæði af hálfu foreldra og hálfu hins
opinbera, sem er sök í því ef hér
vex upp óþjóðalýður.
Hér er ekkert hugsað um börnin
af hálfu hins opinbera, að öðru leyti
en þvf, að þeim ér bannað margt,
en ekkert leyft. Ef bærinn hefði
látið gera skíða og sleðabrekkur
handa börnunum, þá hefðu þau enga
afsökun, er þau væru tekin á göt-
unum með sleða. En á meðan bær-
inn getur eigi vísað þeim á neinn
stað, þar sem þau geta leikið sér,
þá hefir hann i raun og veru enga
afsöknn.
Það verður jafnan óheppileg og
jafnvel skaðleg leið, að beita. vald-
boði til þess, að menn geri eigi
það sem þá langar til að gera. Og
sizt af öllu er það til þess fallið að
ná tilgangi sínum, af menn geta
eigi borið virðingu fyrir því og
finst það skerða persónulegt frelsi
sitt. Rétta leiðin er þá að afnema
löngunina. Með því móti næst
meinið upp með rótum. Og í þessu
tilfelli verður þá leiðin sú fyrir bæ-
inn að uppræta hjá börnunum löng-
unina til þess að renna sér á sleð-
um á götunum. En það verður
eigi gert með öðru móti en þvi, að
börnunum sé fengin sleðabraut, þar
sem þau geta ærslast og leikið sér
i friði.
Það hefir nii á hverjum vetri i
mörg ár verið talað um það, hvílk
landplága sleðaferðir barnanna á
götunum eru fyrir bæinn. Og á
hverjom vetri hafa hlotist af þeim
slys — fleiri eða færri — bæði
beinlínis og óbeinlínis. Og þó er
bærinn eigi kominn lengra enn,
heldur en að valdboðinu — en hefir
samt ekki efni á að framfylgja því.
Hann er — með öðrum orðum —
ráðalaus.
En hvað á þetta að ganga lengi?
--.•¦
Austurrikismenn
eru sem óðast að koma sér upp skipa-
stól. Eru allar skipasmíðastöðvar
önnnm kafnar við það að smíða
flutningaskip, sem nota á að ó-
friðnum lokíium.
Þjófnaðurinn
við Skerjafjðrð.
Tvö innbrot.
4—6 menn sekir.
Þjófnaðarmálið síðasta, sem upp
er komið hér í bæ, ætlar að verða
yfirgripsmeira en menn hugðu í fyrstu
Það hefir sannast, að tvivegis hefir
verið brotist inn í skálann við Skerja-
fjörð og 4 menn og einn drengur
sumpart meðgengið glæpinn og sum-
part grunaðir um hlutdeild í honum.
Fyrra skiftið, sem brotist var inn
í skálaim, var þaðan stolið saumpoka
og ýmsum áhöldum. Var það fyrri
hluta nóvembermánaðar og var auð-
séð að skotið hafði verið úr hagla-
byssu í lásinn og hurðin þannig
sprengd upp. „
Kristján Jónsson frá Flankastöðum,
sem var einn manna þeirra er vann
i Port Reykjavik, hefir umsjá með
skálanum og öllu sem i honum er
geymt. Þegar hann kom þangað til
eftirlits, sá hann undir eins að inn-
brot hafði verið framið og saknaði
m. a. saumsins. Negldi hann hnrð-
ina  aftur og gekk vandlega frá þvi.
Siðan fór Kristján á stúfana til
þess að reyna að finna sauminn, en
það gekk illa fyrst i stað. Saumur-
inn fanst hvergi.
Nokkru seinna kom Kristján inn
i Port Reykjavík. Sá hann þá að
brotist hafði verið inn í skálaon, farið
inn um hlera á skiir, áföstum við
skálann. Stolið hafði verið m. a.
poka með >Karbid« í og ýmsum
verkfærum, sem Kristján öll þekti
vel, þar eð hann sjálfur hafði uunið
með þeim.
Nú fór Kristján enn á ný á stúf-
ana og gekk nú betur er i fyrra
skiftið. Hann komst eftir því að
hjólhestasmið nokkrum við Laagaveg
hafði verið boðið >Karbid« til sölu
og hann fékk að vita hver seljand-
inn var. En þetta var ekki næg
sönnun um sök mannsins, því hugs-
anlegt var, að hann hefði komist yfir
»Karbid« á annan hátt. En þegar
Kristján nú fékk að vita, að i lands-
sjóðsvinnunni inni í Öskjuhlíð væri
notað stál í fleyga, sem einnig hafði
verið stolið úr skálanum við Skerja-
fjörð og að það var einnig komið
þangað af völdum sama manns og
selt hafði »karbid«inn, þá var það
nægilegt til þess að taka manninn
fastan. Síðastliðinn föstudag var hann
sóttur af lögreglunni og settur i stein-
inn. Fyrir rétti játaði hann stuld-
inn á »karbid«, stálinn o. fl. Hefir
honum eigi enn verið slept lausum
úr gæzluvarðhaldi.
Við rannsókn kom i ljós, að ann-
ar maðnr hafði verið í vitorði með
honum. Var sá tekinn fastur. Fyrir
rétti i fyrradag — stóðu þau próf
tii klukkan um  10 um kvöldið —
varð maður sá svo veikur, að sækja
varð lækni, sem mun hafa mæ'st
til þess að. honum yrði slept út]um
hríð, svo að hann gæti jafnað sig.
Með þessu er þannig fullvist orðið,
hver stal úr skálanum í seinna skiftið.
En nú var, eftir að finna þá, sem
valdir voru að þjófnaðinum í fyrra
skiftið.
A sunnudagskvöldið komst Krist-
ján að því. Var sá tekinn fastur
og annar sem grunaður^ er utn að
hafa verið í vitorði með honum.
Fimti maðurinn í þessu þjófnaðar-
máli, er drengur um 15 ára að aldri.
Hann var svo ólánssamur að vera
með þegar lásinn var skotinn upp
í skálanum. Honum var fengin byss-
an af hinum og sagt að skjóta. En
eigi mun hann hafa verið með þeg-
ar þjófnaðurinn var framinn, sem
Iíklega hefir verið degi síðar. En
mikilsvarðandi vitni i málinu mun
drengur þessi geta orðið. Hann var
Ȓ steininum* allan daginn i fyrra-
dag, en var látinn laus eftir að hann
hafði gefið skýrslu fyrir rétti.
Þeir eru þá orðnir 5, sem að
einhverju leyti eruriðnir við þjófnað-
armál þetta. En eigi er með öllu
óhugsandi að fleiri hafi vitað ums
þjófnaðinn. Er vonandi að lögregl-
an komist til botns i málinu, enda
mun ekkeit verða látið ógert til.
þess.

Stigamaður
á Hafnarfjarðarvegi.
Ráðist á Sæmund Vilhjálmsson
bifreiðarstjóra.
A sunnudagskvöldið klukkan 12
lagði Sæmundur Vilhjálmsson bifreið-
arstjóri af stað héðan úr bænum og
ætlaði suður í Hafnarfjcrð. Veður
var ágætt, logn og glaða tunglsljós.
Var enginn maður á veginum og
Sæmundur einn síns liðs.
Þegar hann kom á brúna, sem er
yfir Fossvogslækinn, heyrði hann
eitthvert þrusk undir brúnni og að
baki sér. Varð honum þá litið við
og sér þá hvar að honum veður
grímumaður og ávarpar hann hrotta-
lega og heimtar af honum peninga.
Sæmundur svarar því að hann hafi
enga peninga. »Þú lýgur þvi«, seg-
ir maðurinn, »eg þekki þig og veit
að þú ert með peninga*. Að svo
mæltu sveif hann á Sæmund og tók-
ust nú ryskingar miklar milli þeirra.
Gekk grímumaður berserksgang og
reif föt Sæmundar svo að þau voru
öll i henglum, buxurnar t. d. rifnar
í tætlur ofan frá og niður í fald.
En er grimumaður sá að þctta þóf
dugði ekki, slepti hann tökum og
hratt Sæmundi frá sér og ætlaði að
gefa honum skalla. Varð þá Sæ-
mundur fyrri til og gaf honum vænt
högg á vangann með göngustaf sin-
nm.  Glúpnaði hinn þá og greip umi
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4