Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ

,Elgin'-úr

kaupa allir  þeir,  sem eignast vilja

gott úr.

Fást hjá úrsmiðum.

£r(* símfregnir

Opinber tilkynning frá brezku utan-

rikisstjórninni í London.

London, 4. desember.

Það er tilkynt að rússneskir sendi-

menn séu komnir til vígstöðva Þjóð-

verja til þess að ræða um vopnahlé.

Fréttaritari »Daily Telegraph* í

Petrograd segir að þeir séu íjórir

og tveir bændur og einn sjómaður

með þeím, og ennfremur tveir liðs-

foringjar, sem eru andvígir sérfriði.

Eru þeir sendir til að vaka yfir rétt-

indum riissneska hersins. Merki eru

þess að Maxitualistar séu farnir að

sjá þá hættu, er þeir stofna sér 1

með samninga-umleitunum.

Trotzky hefir lýst því yfir að.hann

ætli að birta út i æsar og jafnóðum

alt það sem gerist á samningafund-

inurn.

Meðan á þessu gengur er mikili

hluti rúss neska hersins algerlcga frá-

hverfur slikum aðgerðum og álitið

er að friðarsamningarnir túlki ein-

göngu fyrir Maximalistum i Petro-

grad og fimta hernum. Sjálfstæðar

stjórnir eru stofnaðar í Úkraniu,

Siberiu og víðar. í samtali við blaða-

mann einn sagðist Ludendorff ekki

geta skoðað þessar aðferðir sem frið-

arboð fyr en trygging. væri komin

fyrir því að rússneska stjórnin hefði

mátt til að gera árangur friðarsamn-

inganna gildan.

Tilkynt er að Dukhonin hers-

höfðingi hafi veriö tekinn af lífi.

Var honum varpað út úr járnbraut-

arvagni og beið hann þegar bana.

Ráðstefnunni í Paris lauk 3. des-

ember. House herforingi hefir lýst

yfir þvi, að starf bennar bendi til

mikils árangurs.

Viðvikjandi bréfi Landsdownes lá-

varðar hefir brezka stjórnin gefið út

yfirlýsingu að LandsdowDe hafi birt

þær skoðanir, er þar koma fram, á

eigin ábyrgð og hafi þær ekki verið

birtar stjórninni áður. Stefna stjórn-

arinnar sé óbreytt. Tilgangur banda-

manna í stríðinu er: sigur. Það er

eigi ætlast til þess að rætt verði um

bréf Landsdowne lávarðar í neðri

deild þingsins. »Daily Express* hefir

haft tal af Landsdowne lávarði og

hefir hann þar kannast við það, að

bréfið sé eingöngu á sinni eigin

áhyrgð og neitað að nokkur annar

maður hafi blásið sér því i brjóst.

A fundi sambandsflokksins (Union-

ista) í Lundúnum, mótmælti Bonar

Law því að flokkurinn væri á nokk-

nrn hátt bundinn við skoðanir Lands-

downes lávarðar.

Brezkar og franskar hersveitir hafa

fengið stórkostlegar fagnaðarviðtökur

hjá ítalska hernum og hefir koma

þeirra vakið hjá honum meira öryggi

og von.

í nóvembermánuði handtóku Bretar

26.869 menn á öllum vigstöðvum

og tóku 220 fallbyssur herfangi.

Dómsmálaíréttir.

Yfirdómnr 26 nóv,

Málið:  Sveinn  Björnsson

f. h. Det danske Mælke-

kompagni gegn Halldóri

Gunnlögssyni.

H. G. var  lögsóttur fyrir bæjar-

þinginu hér til greiðsla á kr. 738,40

fyrir niðursoðna mjólk, er hann hafði

fengið  frá  Mjólkurfélaginu  danska.

Var dæmdur þess að greiða að eins

kr. 136,00, er hann hafði selt mjólk

fyrir,  og  málskostnaður var  látinn

Jalla niður.

Málinu var síðan áfrýjað af hálfu

félagsins. Stefndi hafði talið mjólk-

ina hafa verið skemda, enda tók fé-

lagið það gilt, að hann seldi hana

ekki, en endursendi hana, þótt því

væri seinna mótmælt fyrir dómstól-

unum. Yfirdómur dæmdi stefnda

því til þess að greiða sömu upphæð

og bæjarþingsdómur hljóðaði um,

kr. 136,00, en málskostnað i héraði

með 30 kr. og 8 kr. sekt jyrir að

mata ekki á sáttaýundi. Málskostnað-

ur fyrir yfirdómi Jéll niður.

Málið: Páll Jónsson gegn

Jóni St. Scheving.

í undirrétti hafði Páll lónsson lög-

fræðingur verið dæmdur í sekt fyrir

meiðyrði í réttarskjölum um Jón St-

Sch., og ummælin dauð og ómerk.

P. J. áfrýjaði þeim dómi. Hin

meiðandi ummæli hafði hann við-

baft í einu af málum Björns Gísla-

sonar og þar verið sektaður fyrir

ósæmilegan rithátt, en eigi taldi yf-

irdómur hann geta sloppið þess vegna

við að bera ábyrgð á þeim gagnvart

stefnanda. Var undirréttardómurinn

staðjestur — P. J. dæmdur í 40 kr.

sekt (eða fimm daga einfalt fangelsi)

og meiðyrðin dæmd dauð og ómerk.

Málskostnað greiði hann fyrir yflr-

dómi með 30 kr.

Yfirdómnr 3. desember.

Málið:  Ólafur Kristjánsson

gegn  Sigurði  Halldórs-

syni.

Ó. Kr. bakari lögsótti Sig. Halld. tré-

smið, til þess m. a. að fá rétt sinn

viðurkendan til  þess að hafa leigu-

lausa íbúð  i 10 ár 1 htisi,  er hann

hafði selt honum.  Kvað  áfrýjandi

svo hafa verið  um  samið  þeirra á

milli og hafi  afsal  átt að bera það

með sér,  en  það hafi stefndur út-

búið og áfrýjandi undirskrifað án

þess að lesa, með pví að stefndur

hafi sagt honum að i því stæði alt,

sem ætti að vera.

Afsal það, sem hér um ræðir, var

framlagt i frumriti i réttinum og

bar það með sér, að breytt hafði

verið áratölunni Gg stóð þar nú tal-

an 6, en stefndur skýrir svo frá, að

upprunalega hafi staðið til, að árin

yrðu 8 og afsalið fyrst skrif-

að með það fyrir angum, en síðan

hafi það ákvarðast, að þau yrðu 6

o'g tölunni því breytt í það, en 10

hafi það aldrei átt að vera. — Yfir-

dómur taldi nú að áfrýjanda eigi

hafi tekist að sanna, að hann hafi

átt að fá leigulausa ibúð í hinu selda

hiisi lengri tíma en afsalið tiltók,

eias og það var (eða er) úr garði

gert. Og eigi væri heimilt að láta

málsiirslit vera komin undir eiði

hans, eins og hann hafði krafist.

Gætu honum þvi heldur eigi borið

neinar bætur. Eigi fékk áfrýjandi líka

sér tildæmda kröfu sína um 250 kr.

greiðslu, er hann kveður sig eiga

hjá stefnda (út af húsakaupunum),

með þvi að htin væri ósönnuð.

Bæjarþingsdómurinn var því stað-

Jestur, en hann hljöðaði upp á, að

stefndi skyldi sýkn vera, en áfryjandi

greiði málskostnað, 30 kr. Jyrir und-

irrétti 0% 40 kr. Jyrir yjirdómi.

Málið: Karel Hjörtþó:sson

gegn Tryggva Gunnars-

syni.

Tr. G. höfðaði málið fyrir undir-

rétti gegn K. Hj. til greiðslu á eftir-

stöðvum á kaupverði á Dan-mótor,

er hann hafði honum seldan. Fékk

hann þá kröfa tildæmda í undirrétti

og síðan gert fjárnám hjá K. Hj.,

en hann áfrýjaði málinu. Yfirdóm-

ur staðjesti þann dóm og fjárnáms-

gerð og dæmdi áfrýjanda til að greiða

málskostnað, sem fyrir yfirdómi er

2j krónttr.

Einar Jónsson

og

Þorfmnur karlsefni.

álfu, sem líka var íslendiagur. Mun

það  allra ósk að  með  þessu  hafi-

Einar  rutt sér  braut til  frama og

góðs gengis.

Símskeyti barst hingað í fyrra-

kvöld frá Einari Jónssyni myndhögg-

vari, um það, að honum hafi verið

falið að gera líkneski Þorfinns karls-

efni, hins fyrsta landnámsmanns «

Ameriku. Hefir þá nefnd sú, er

átti að dæma í milli þeirra er keptu,

orðið sammála um það að frummynd

Einars væri bezt. Mun þetta verða

til að Einar sezt að í Bandarikjunum

fyrst um sinn.

Það verður sjálfsagt gleðiefni hin-

um mörgu vinum Einars að frétta

það að hann hafi orðið hlutskarpast-

ur, þeirra listamanna, er keptu um

það að gera þetta listaverk. Og

Islandi er það sómi og gleðiefni, að

fyrsti íslenzki myndhöggvarinn skuli

verða til þess að smiða minnismerki

um fyrsta landnámsmanninn í Vestur-

Skófainaður barna.

Jón Þórarinnsson fræðslumálastjóri

ritar þarfa hugvekju í gær i >Vísic

um skófatnað barna. Þar stendur

meðal annars:

»Fyrir fáum dögum var svo mikið

krap á öllum götum bæiarins, að-

langt tók upp fyrir skóvörp. Þann

dag var heilsu mikils hluta skóla-

barna í Reykjavik misboðið með því

að láta þau sitja í votu allan þann

tíma sem á kenslu stóð.

Eg kom þann dag í skólann urrt

það leyti sem bðrnin voru að koma,

og fjölda mörg þeirra voru bullvot

í fæturna, sum upp i ökla«.

Og hann telur tvö ráð til þess

að koma í veg fyrir það að börnin

kaupi skólagönguna með heilsu sinni.

Annað ráðið er það að þau gangi á

tréskóm. Hitt ráðið er það að þau

hafi þur plögg með sér i skólann

og skifti þar — eða fari alls eigi í

skóla þá dagana, sem þau komast

eigi þurrum fótum á milli.

Það er auðsætt, að fyrra ráðið er

betra. Látið börnin fá tréskó; svo

geta þau verið á islenzkum skóm

innan undir og skilið tréskóna eftir

í anddyrum eios og hverjar aðrar

skóhlifar. Morgunblaðið hefir hvað

eftir annað vakið máls á þessu, að

það þyrfti að hugsa æskulýðnum

hérna fyrir sæfnilegum skófatnaði.

Því að það er eigi sæmilegt, þótt

það eigi að heita »fíntc, að láta

börn og unglinga ganga á hlífalaus-

um stigvélaskóm um aðrar eins göt-

ur og hér eru í Reykjavík.

Ea svo er því borið við, að tré-

skór fáist hvergi. Altaf sama úr-

ræðaleysið I Fyrst tréskór fást eigi,

þá er að smíða þá. Og það þarf

eigi titlærða trésmiði til þess. Hver

meðal-lagvirkur maður getur það

hæglega. Og ekki þarf heldur mik-

ið af vftrkfærum til þess.

Væri nii ekki ráð að taka svo»

svo sem tíu atvinnulausa menn og

láta þá smíða tréskó? Útvega þeim

efni og eitthvert skýli til þess að

vinna i, og svo keypti annaðhvort

landssjóður eða bæjarsjóður smíðis-

gripina af þeim fyrir eitthvert ákveð-

ið verð eða eftir sanngjörnu matir

Væri það ekki nær, heldur en að

standa með hendur í vösum og

barma sér út af þvi í öðru orðinu

að ekkert sé til að gera, en í hinu

orðinu út af því að ekki fáist einu

sinni almennilegur skófatnaður á

blessuð börnin, svo að þau missi

alveg heilsuna, þar sem þau séu

blaut í fæturna allan daginn ? 1

Þetta  er  að  eins  eitt dæmi af

mörgum um framtaksleysið hér, sem t

alt og alla ætlar að drepa.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4