Morgunblaðið - 14.12.1917, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.12.1917, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ,Elgin‘-úr kaupa allir þeir, sem eignast vilja gott ú r. Fást hjá úrsmiðum. Póstur til Ameríku. »Heimskringla* sú síðasta sem hingað hefir borist, getur þess að blaðið hafi fengið simskeyti frá Arna Eggertssyni, þar sem hann segir að brezka stjórnin hafi leyft að senda bréf og böggla til íslands beina leið með skipum Eimskipafélagsins. Er ekkert minst á það í skeyti Arna, að bréfin þurfi að vera rituð á enska tungu. Bréf hafa borist hingað að vestan rituð á islenzku og er það liklegt, að eins megi senda bréf héð- an, þó þau séu á okkar máli. Þjóf naðarmálin. Það verður ekki um hinn setta bæjarfógeta Vigfús Einarsson sagt, að hann hafi legið á liði sinu síðan hann tók við emdættinu. Auk hinna margvislegu starfa, sern hvila á bæjar- fógetaembættinu, hefir hann upp á síðkastið verið önnum kafinn við rannsóknir og réttarhöld í hinum mörgu þjófnaðarmálum, sem upp hafa komið i haust. Munu þau vera hin umfangsmestu, sem nokkru sinni hafa komið fyrir á íslandi. Auk tékk-ávisunarfalsins, sem nú er fullrannsakað og biður dóms, hefir bæjarfógeti haft Port-Reykjavik mál- in til rækilegrar meðferðar. Fyrst var einn maður tekinn fastur fyrir þjófnað þar syðra, það kom fram að stolið hafði verið tvisvar úr skálan- am, sá sem stal i hitt skiftið náðist og óðara en varði, voru 4—6 menn handteknir fyrir hlutdeild í þeim þjófnaði. En út úr þessu »Port Reykjavik«-máli hefir komist upp um marga þjófnaði í bænum, og eru sumir hinna hnndteknu manna við- riðnir fleiri mál. Þeir hafa stolið aktýgjum, vagni, bifreiðahlutum, vél- um, steinoliutunnu, fiski og pening- um. í einu tilfelli er að ræða um rán á peningabuddu. Það eru samtals 12 menn, sem eru að eins ódæmdir fyrir þjófnað, en munu eiga von á dóminum bráðlega. Sex menn, sem bæjarfógeti hefir haldið i gæzluvarðhaldi undan- farið, vorulátnir lausir á þriðjud.kvöld, þar eð mál þeirra er álitið fullrann- sakað. Það er enginn vafi á þvi, að þjófn- aður og rán eru mjög að aukast f þessum bæ. Islendingar eru áreiðan- lega ekkert frómari en aðrir menn, en hingað til hefir kent helzt til of mikils tómlætis af yfirvöldunum gagnvart sliku. Það hefir aldrei ver- ið stolið meiru i bænum en nú i •vetur, og það er gleðilegt mjög, að það hefir tekist að hsfa upp á flest- um þjófunum. Þó er enn hulin gáta hver stal 130 krónum i peningum úr klefa á moksturvél hafnargerðar- innar. Það mál er þannig vaxið, að það líklega kemst aldrei upp. Páll Árnason er á þönum um bæinn og enginn þjófur getur verið öruggur fyrir honum. Hann kemur sjálfur á vettvang — eins og »þjófur á r.óttu«. danakur póstur komi hingað næst þegar ferð fellur frá Bretlandi. Kjötið tilNoregs. Norðmenn hafa fengið útflutningsleyfi fyrir 20 þúsund tunnum af kjöti héðan, en það hefír staðið á leyfi Breta til þess aðmega flytja kjötið beina leið, án viðkomu í brezkri höfn. Nú er sagt að mikil líkindi séu til þess að Bretar muni veita leyfið. Jóla- og Nýárí-kort, með íslenzk- um erindum fást hjá Friðfinni Guð- jónssyni Laugavegi 43 B. Kveikt á Ijóskerum hjóla og blf- reiða kl. 3V2- Gangverð erlendrar myntar. Bankar Pósthús Doll. U.S.A. & Canada 3,40 3,40 Franki franskur 59,00 56,00 Sænsk króna ... 120,00 120,00 Norsk króna ... 102,50 103,00 Sterllngspund ... 15,50 15,00 Mark ................ 6200 53,00 Holl. Florin .................... 1.37 Austurr. króna................... 0.29 Iðnfræðaklúbbur hefir nýlega verið stofnaður hér í bænum og er ætlunar- verk hans að auka iðnfræðaþekkingu klúbbmanna og hafa áhrif á löggjöf landsins um alla iðnfræði. En iðn- fræði er þýðing á útlenda orðinu teknik. í stjórn klúbbsins eru þeir Gfsli Guðmundsson gerlafræðingur, Ottó B. Arnar símritari og Guðm. B. Waage málmsmiður. . Sendisveinar landsfmans hafa nú að lokum fengið dýrtíðaruppbót fyrir árið 1915. Nemur hún 50% af kaupi þeirra. / »17. júníi hefir ákveðið að endurtaka söngskemtunina enn einu sinni á sunnudaginn. Allir aðgöngumiðar að söngnum i kvöld voru seldir einni stundu eftir að salan byrjaði. Póstur frá Danmörkn. Póstmeist- ari hefir fengið tilkynningu frá póst- stjórninni í Danmörku þess efnis, að allur préfapóstur, sem lá fyrir á póst- húsinu i Khöfn og hingað átti að fara, hafi verið sendur til Englands, og «r þeas vegna von nm það, að Grjótmulningur. Að gefnu tilefni skal þess getið, að landsstjórnin kvað ætla að taka rúmar tvær krónur fyr- ir tunnuna af muldu grjóti. Maður slasast. í gær vildi það siys til 1 vélbátnum Kjartan, sem þá var að ferma hér vörur er hann á að fara með suður, að skipstjórinn Sigurður Oddsson lenti með handlegg í spilkeðjunum og meiddist svo mjög, að allar lfkur voru til þess taldarað hann mundi missa handlegginn. Dansleik fyrir börn þau, sem lært hafa að dansa hjá frú Stefaníu Guðmundsdóttir, hélt frúin i Iðnó í gær. Var þar fjöldi barna saman kominn, sem óspart stigu nýtízku- dansana létt og fagurlega, svo sem þau hafa lært þá hjá hinum ágæta, óþreytandi kennara sínum. Dansæf- ingar og dansleikar frú Stefaníu eru áreiðanlega skemtanir, sem börnin lengi muna. þeir fara svo ágætiega fram að það er unun að. Gamla Bíó sýnir þessi kvöldin forkunnar fagra mynd, sem samin er um uppreistina i Indlandi árið 1857. Er myndin með allra beztu myndum, sem hér hafa verið sýndar, enda er hún svo afbragðs vel leikin, að unun er að horfa á hana. Hafnarfjarðarvegurinn. Lítil athugasemd. Það ótrúlega hefir flogið fyrir, að hinn fyrirhugaði nýi vegur tnilli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar muni eiga að leggjast mjög ofarlega eða hjá Elliðaánum nálægt Breiðholti um Vífilstaði og niður hjá Setbergi. Yrði þetta niðurstaðan liti það út til mikils hagnaðar fyrir Hafnarfjörð. Ferðamannastraumurinn austan úr Skrifstoía andbanningafélagsins, . Ingólfstræti 21, opin hvern virkan dag kl. 4—7 siöd- Allir þeir sem vilja kotna áfengis-" málinu í viðunandi horf, án þess að hnekkja persónufrelsi manna og al- mennum mannréttindum, eru beðnif ið snúa sér þangað. Bími 544. sýslum mundi sennilega aukast til Hafnarfjarðar, að minsta kosti á meðan alt er flutt á vögnum yfif heiðarnar. Mundi það draga viðskifti frá Reykjavík. Eins mundu viðskifti Bessastaða- hrepps og Garðabrepps dragast til Hafnarfjarðar. Að vísu skiftir Garða- hverfi nú að miklu leyti við Hafnar-' fjörð í kaupum og sölum, en Bessa- staðahreppur hefir að mestu — og nærri að öllu — leyti viðskifti sín við Reykjavík. Jafn vel þó Bessastaðahreppur fleyti ekki mörgum stórbúum og sé ekki mannmargur, er það þó margur máls- verður, sem Reykvíkingar fá þaðan. Alt árið rnjólk svo að skiftir hundr- uðum litra á dag. Auk þess tölu- vert af garðávöxtum, nokkuð af sjó- fangi — sem flutt er á landi — og eitthvað af eggjum. Það liggur í augum uppi að ef akvegur lengist að mun af Alftanesi til Reykjavlkur, munu Alftnesingar heldur velja leiðina til Hafnarfjarðar. Erfiðleikar eiu á að flytja yfir Skerja- flörð, þar eð aka þarf að og frá sjón- um og fjörðurinn oft ófær á árabát- um. En að hafa vélbáta til flutninga mundi þykja dýrt. A þeim yrði að fara út fyrir Gróttu og inn á Reykja- vikurhöfn. En það er töluvert löng leið. 8. desember 1917. / H. Þ. r Utsvör Vestmanneyinga ^au nema alls 36,050 krónum og gjaldendur eru 470 talsins. Þeir sem hæst útsvör gjalda eru þessir: Gisli Johnson konsúll 8000 kr. Gunnar Ólafsson & Co. 3200 —- H. P. Duus .... 2000 —- H.f. Bjarmi .*.... 1600 — ísfélagið 1000 — Sig. Torfason .... 1000 — Gísli Magnússon . . . 1000 — Átni Sigfússon .... 900 — Egill Jacobsen .... 900 —* Jón Einarsson .... 850 —* Hæsti gjaldandinn borgar 22Va% af allri upphæðinni, sem jafnað ef niður, og mun það vera eins dæoú hér á landi, að nokkur maður borg* svo mikið hlutfallslega. Neðanmálssaga Morgunblaðsins .Rœningjaklœr' fæst á afgreiðsluoo*'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.