Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐTD

ErL simfregnir

frá fréitarilara Isaf. og Mergunbl.).

Kaupmannahöfn, 9. jan.

Rússar hafa viðurkent sjálfstæði

Finnlands.

Reding jarl er orðinn sendiherra

Breta í Washitígton.

Áköf stórskotahríð á vígstöðvum

Itala og Breta.

Friðarskrafinu er haldið áfram.

Bandamenn fallast að öllu leyti á

ræðu Lloyd George.

Dómsmálafréttir.

Yfirdómur 7. jan. 1918.

Málið:  Matthfas  Hallgrímsson

gegn Bronabótafélagi íslands.

Félagið krafðist brunabótagjalds

m. m., af húsi áfrýjanda á Siglu-

firði. Taldi hann húsið eigi vátrygg-

ingarskylt, eða eigi að öllu leyti.

Er hann greiddi eigi gjaldið, var

gert lögtak í húsinu, en hann borg-

aði þá með fyrirvara, eftir að úc-

sknrður var um málið genginn í

fógetarétti Eyjafjarðarsýslu.

Úrskurðinum var síðar áfrýjað.

Yfirdómurinn komst að sömu niður-

stöðu og fógetarétturinn. Taldi hiis-

ið ótvírætt vátryggingarskylt, þar

sem Siglufjörður hefði yfir 300

ibúa, svo sem rbgin um stofnun

brunabótafélagsins ákveða. Afryjandi

hafði neitað að borga af húsinu sem

kvikmypdahusi, með því það væri

ekki notað þannig, en þar sem það

hefði i virðingargerðinni verið tákn-

að sem slíkt og hann skrifað undir

það athugasemdalaust, var úrskurður-

inn í aðalatriðum staðfestur og greiði

áfrýjandi málskostnað fyrir yfirdómi

með 2j kr.

Málið: Þorlákur Einarsson gegn

Jóni Markússyni.

Málið er þannig tilkomið, að Jón

Markússon byggir Þorláki Einars-

syni út af jörð, og lét bera hann

út, er annað tjóaði ekki, og eigandi

jarðarinnar J. M. settur inn í ábúð-

ina. Hafði Þorlákur eigi greitt eftir-

gjaldið í réttan gjalddaga, og var

það út af þrasi þeirra á milli, því

að Þorlákur þótsist eiga kröfu á

hinn.

Úrskurði foíetaréttarins um út-

burðinn áfrýjaöi Þorlákur, en yfir-

dómur tók kröfur hans eigi til

greina, og taldi það heldur enga

greiðslu að Þoriákur hafði sett pen-

inga f bók í bankaútibú á Akur-

eyri, sem hann tilkynti jarðeiganda,

en enginn hafði þó umráð þeirra pen-

inga, nema hann sjálfur. Yfirdómur

staðýesti þvi útburðar-iirskurðinn, en

áfrýjandi greiði tnálskostnað nteð 2/

krónum.

Málið: Ásmundur Eiriksson

gegn Páli Jónssyni.

Málinu visað fná að þessu sinni,

án þess að komist yrði inn á efni

þess, þar sem áfrýjandi eigi hafði

getað lagt fram dómsgerðir undir-

réttarins og fékk ekki framhalds-

frest til að afla þeirra. En á afgreiðslu

þeirra hafði staðið lengi frá sýslu-

Arnesinga

Mállð: Eggert Claessen fyrir

hönd Minningarsjóðs Jóhanns

Jóhannessonar og konu hans

gegn skiftaráðandanum í

dánarbúi Ólafs Árnasonar, o. fl.

Áfrýjað var til staðfestingar þrem-

ur úrskurðum skiftaréttar Arnes-

sýslu, en af stefndum mætti enginn

í málinu, nema frú Margrét Arna-

son fyrir hönd barna sinna. En

síðar kom hún heldur ekki í réttinn

og hafði hún þó fengið frest (gegn

mótmælum áfrýjanda). Gaqnájrýjað

hafði hún úrskurðunum, en því máli

var vísað frá dómi, og úrskurðirnir

staðjestir. Stefndi greiði málskostnað

með 50 kr.

Póstur til útlanda.

Gleðitíðindi munu það vera öllum

að leyfi hefir nú fengisl hjá Bretum,

til þess að skip fiytji póst héðan til

útlanda,  og  þó  að bréfin verði að

fara dálítinn krók, þar sem þau eiga

að sendast til London til rannsókn-

ar, þá er ráðstöfun þessi samt mikil

bót frá því sem verið hefir.  Því þau

skip, sem hafa siglt til Norðurlanda,

hafa eigi mátt taka póst til flutnings.

Fyrir leyfi þessu eru ýms skilyrði

sett, og eru þau helztu þessi:  Skip

sem fara héðan »í ballastc til Bergen

fá  að  taka póst,  en  önnur  ekki.

Póstpokana  skal  merkja  »aðalpóst-

stofan  i Londonc og verða þeir þá

sendir  þangað frá Bergen og sömu

leið aftur að rannsókn lokinni í Lon-

don.  Skipum sem koma hingað frá

Norðurlöndum er leyft að taka póst

eftir að bréfin hafa verið í London

til rannsóknar.

Skip þau, sem póstinn flytja frá

Noregi til Englands, eru vitanlega

eigi alveg örugg á leiðinni yfir Norð-

ursjó. En þau verða væntanlega í

herskipafylgd, cn það kemur tiltölu-

lega sjaldan fyrir að þau skip séu

kafskotin.

Mikil þægindi eru þetta fyrir alla

kaupsýslumenn, sem eigi hafa getað

komið út almennustu viðskiftabréf-

um síðan í sumar, en hafa orðið að

nota sfmann eingöngu. En Oneitan-

lega hefði verið betra, ef hægt hefði

verið að koma við rannsókn á póst-

inum í Bergen. Þá hefði verið hægt

að komast hji þeim »krók«, sem

bréfin nú verða að fara.

Hér liggur gufuskipið >Geysir«

og affermir vörur. Að nokkrum

dögum liðnum verður skipið ferð-

búið og það fer »i ballast* til Bergen

og tekur því áreiðanlega póst.


ÐAGBOK

:i

Eveikt á Ijóskerum hjóla og blf-

reiða kl. 4.

Gangverð erlendrar myntar.

Bankar	Pósthús

Doll. U.S.A. & Canada 3,50	3,60

Franki franskur    59,00	60,00

Sœnsk króna  ...  112,00	110,00

Norsk króna  ...  107,00	106,ð0

Sterlingspund ...   15,70	16,00

Mark   ........   6700	62,00

Holl. Florin  ......  ...	...   1.37

Austurr. króna........	...   0.29

Bæjarstjórnarkosning á að fara

fram í Hafnarfirði á morgun og á að

kjósa 4 fulltrúa. Listarnir eru eigi

færri en 5.

Frostið var aftur meira í gær, varð

18 stig þegar það var mest. Norðan-

stormur var á og harðindalegt í meira

lagi. —

Hann ætlar að verða napur þessi

veturinn.

Afli. Nokkrir bátar hóðan fóru um

daginn suður til sjóróðra þar. Einn

þeirra, sex-manna far, form. Sig. Sveiiis-

son á Brekkustíg, kom aftur í fyrra-

kvöld og fengu þeir 80 í hlut af væn-

um fiski. Það kvað vera nægur fiskur

en það gefur sjaldan.

ÚtlendÍHgarnir, sjómenn og aðrir,

sem hór eru teptir, fara, svo sem sagrt.

var frá í gær, væntanlega hóðan með

Sterling. Mikill léttir er það á bæjar-

sjóði, því um 20 þeirra eru á sveit-

inni, og þykja þungir, eftir því sem

sagt er.

Knldinn. Sagt er frá Beykjahlfö í

M/vatnssveit, að þar hafi verið stór-

hríð með 27 stiga frosti í gærmorgnn.

Islands Falk tekur enga farþega

héðan, er hann fer næst til Dan-

merkur. Hefir stjórnanáðinu borist

skeyti um það efni. Margir höfðu

þegar pantað far með skipinu en nú

verða þeir að reyna að komast hóðan

á annan hátt.

Gamla Bíð s/nir sérstaklega góða

mynd þessi kvöldiu. Er hún dönsk,

höf. hennar heitir Benjamin Christen-

sen. Eru leikendur danskir og leysa

þeir hlutverk sín framúrskarandi vel

af hendi.


Astandið i Finnlandi

Finnland hefir eigi farið varhluta

af ógnum og skelfingum borgara-

styrjaldarínnar í Rússlandi. Sézt það

bezt á bréfi því, er hér fer á eftir

og er frá danskri konu í Finnlandi:

— Stjórnleysi rússnesku bylting-

arinnar nær einnig til Finnlands,

því að hinir rússnesku hermenn

sem hér ern, hafa hrist af sér allan

agá ogslásér saman við versta þorpara-

lýðinn ,í landinu. Grimdaræðið hófst

fyrir nokkrnm  viknm með því, að

hinir rikustu óðalsbændur vorö

myrtir, en nú eru menn drepnir

hrönnum saman, hver sem svo

staða þeirra er.

Átján menn, þar á meðal 317 vetra

drengir, voru myrtir i Helsingfors í

fyrradag. Óaldarlýðurinn veður intJ

i húsin, áður en menn koma á fæt'

ur og bændur eru þá skotnir fyrir

augum kvenna sinna og barna, eða

þá að þorpararnir draga þá út á göta,

misþyrma þeim þar voðalega og

kvelja úr þeim lífið.

Vegna þess að óaldailýður þessi

hefir vopn riissneska hersins í sín-

um höndum, þá standa borgarnir

varnarlausir gegn þeim. Þingið er

uppleyst og það er eigi hægt að

skapa nýtt þing í þess stað. Landið

er þannig stjórnlaust, hefir eigi einu

sinni rússneska stjórn, en hungurs-

neyð og stjórnleysi ógnar þjóðinni.

Verði nú' samið vopnahlé þá flykkj-

ast riissnesku hermennirnir hingað,

en Þjóðverjar koma ef til vill inn í

landið úr annari átt og þá erum við-

dauðadæmd og varnarlaus.--------

Danskar konur, sem giftar eru

finskum mönnum, hafa sent beiðni

um það heim til Danmerkur, að

þær meigi flytja sig þangað. En eins

og kunnugt er teljast konur til

þjóðar manns síns, en bann hefir

verið lagt við þvi í Danmörku að

utlendingar flytjist þangað.

Trotzky hefir í hótunum

Þá er Maximalistar fóru að leita

friðarsamninga við Þjóðverja, mót-

mælti Quert ofursti, er Frakkar höfðu

sent yfirhershöfðingja Rússa til að-

stoðar, því rækilega f nafni stjórnar

sinnar. Lavergne hershöfðingi, for-

maður frönsku herforingjasveitarinn-

ar f Rússlandi, sendi einnig Duk-

honin yfirhershöfðingja (sem þá var)

eftirfarandi yfirlýsingu:

— Forsætisráðherrann hefir falið

mér að skýra yður frá þvf að Frakk-

ar viðurkenni eigi stjórn Maximal-

ista. Það er stjórnarverk að semja

nm vopnahlé og samningar um það

meiga eigi fram fara nema því að

eins að stjórnir bandamanna gefi

leyfi sitt til þess. Engin ein stjórn

hefir þannig rétt til þess að semja

um vopnahlé og sérfrið. — —

Trotzky gaf þá út tilkynningu, serö

svar við þessu og lýsir þar yfir því

að rússneska stjórnin geti eigi þolað

þetta. Hermanna- og verkamanna*

ráðið, sem beri ábyrgð á framtíð

Rússlands, geti eigi leyft það aÖ

stjórnarerindrekar og hermálaráðu-

nautar bandamanna séu að sletta séí

fram í innanrikisstjórnmál Rússa og

reyna að koma af stað borgarastyrjöld'

Ef bandamenn eða fulltriiar þeirra

láti nokkuð til sfn heyra framar |

líka átt, þá muni það hafa hinar al-

varlegustu afleiðingar og riissneska

stjórnin muni láta ábyrgðina bito*

á  þeim,  sem eigi upptökin að þv''

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4