Morgunblaðið - 15.01.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.1918, Blaðsíða 1
I»riðjudag^ 15. jan. 1918 0R6DHBLAD1Ð 5. árgangr 72. tðlublað Ritstjórnarsími nr. 500 Ritstjóri: Viihjálmur Finsen Isafoldarprentsmiðja Afgreiðslasími nr. 500 Gamla Bio Þorseir í Sðkum þeiss hve margir hafa óskað að mynd þessi yrði sýud aftur, verður hún sýnd í kYöld í 17. sinn. Verzlunin „Gullfoss“ er flutt í Hafnarstræti 15. Herbergi ðskast til leigu nú þegar. Lítið, hlýtt og snoturt, án húsgagna, — helzt ná- lægt miðbænum. R. v. á. Erl. simfregnir frá fréttaritara Isaf og Morgunbl.). lÝ.höfn iý ján. Ríkisráð er haldið i Berlin. Friðarráðstefnan í Brest Litovsk er’að athuga pólitisk landamæra-mál. Ukraine hefir komið sér upp 200 þús. manna her. Pichon utanríkisráðherra Frakka hefir fallíst á ræðu þeirra Lloyd George og Wilsons og lýst yfir því að bandamenn gætu eigi um sinn komið fram með öll friSarskilyrði sin i félagi. K.höfn 14. jan. Harðar deilur hafa oiðið á friðar- fundÍQum í Brest Litovsk. Fulltrúar Þjóðverjar krefjast þess, að Rússar geri enga tilraun um það að koma af stað borgarastyrjöld í Þýzkalsndi. Trotzky he'dur þvi fram að allir eigi að hafa fullkomið málfrelsi, Borgarastyrjöld aftur hafin i Fiun- landi. Palads-leikhúsið, sem nú er bygt upp að nýju, byrjar leikárið með því að sýna Fjalla-Eyvind Jóhanns Sig- urjónssonar. ísland - Danmðrk. ,Hr. Aage Berléme »islandsk Köb- mand og Grosserer*, hefir fundið sig knúðan til þess að rita greinar í »Politiken< um viðski'ti íslands og Danmerkur, af slikri frekju og goi- geir, sem sumum Dönum er lagið, þá er ísland á í hlut. Ástæðan til þess, að hr. Berléme léðist fram á litvöllinn er sú, að prófessor Finnur Jónsson ritaði grein í »Politiken« cg reyndi að gera Dön- um það skiljanlegt, með sem allra augljósustum dæmum, hvers vegna íslendingar vildu fá sinn eigin fána. Hann benti á þá framför sem hér hefir orðið á siðustu árum og að siglingar íslendinga séu nú að heíj ast aftur, og finni þeir sér því auk- ast ásmegin og vilji útiýma öllum þeim hömlum, sem lagðar eru á frek- ari fraroþróun þjóðarinnar. Og hann benti á það hvernig íslendingar hefðu orðið að hjálpa sér sjálfir f stríðirm og sótt verzlun til Ameríku, en sam- göngur við Danmörku hefðu nær tepst. Þess vegna vætj það eigi furða þótt íslendingar fjarlægðust Dani æ meir. Þetta þoldi eigi hinn danski »Gros- serer« og »íslenzki kaupmaður* Aage Berléme. Það kom við danska hjart- að í honum. Og svo eys hann af vizkubrunni sínum. Það er eigi ætlun vor með þess- ari grein, að bera hönd fyrir höfuð Finns Jónssonar prófessors. Hann mun einfær um það að svara fyrir sig. En ummæli hr. Berléme um ísland getum vér eigi þolað. Það hefir enginn maður borið á móti því, að mikið hafi komið hing- að af vörum frá Danmörku síðan ófriðurinn hófst. En að telja það mja Bíó __B John Storm TThindin súnd öíí i sem hjálp, et Danir hafi veitt íslandi, nær eigi neinni átt nema þá þegar þannig hefir staðið á, að danska stjórn- in hefir veitt undanþágu frá útflutn- ingsbanni. En hvað mættu þá Banda- rikin segjaf Ætli þau þættust eigi eiga hönk upp í bakið á okkur, og ef til vill fleiri þjóðum, ef hugsun- arháttur þeirra væri svipaður hugs- unarhætti hr. Berlémel Það kom til oiða í norska þing- inu fyrir nokkru, að reynandi væri fyrir Norðmenn að biðja Dani að hjálpa sér um mat — aðaliega korn- vörur. Dönsku blöðin tóku undir- eins vel undir þetta, og sögðu að það væri sjálfsagt að Norðurlönd styrktu hvert annað eftir mætti, og var það fallegur hugsunarháttur. Nú er stro langt komið að fulltrúar Norð- urlanda sitja á ráðstefnu tll þess að athuga það, hvernig þau geti hjálpað hvert öðru um vörur. Island hefir þar engan fulltrúa og verður sjálf- sagt eigi tekið með í »reikninginn«, vegna þess að samgöngur við Norð- urlönd — Dmmörk þar með talin — eru nær stöðvaðar og hafa verið það nú í rúmlega hálft ár, þannig að engar fastar skipaferðir hafa verið roilli landanna. Vér virðum það við Dani, að þeir eru svo hjálpfúsir að vilja miðla öðr- um af þeim litlu birgðum, sem nú eru þar i landi. En þó kemur það nokkuð einkennilega fyrir sjónir, að þeir skuli telja eftir, eins og hr. Ber- léme gerir, að þeir hafa selt vörur hingað til íslands sér áð meinfanga- lausu síðan stríðið hófst. Og þó er ísland í ríkjasambandi við Danmörk! Það má ganga að því sem visu, að Berléme hafi selt allmikið af vör- um til íslands, því að svo þykist hann málinu kunnugur. En vér ef- umst um það, að hann hafi gert það af umhyggju fyrir íslandi. Stingið hendinni í yðar eigin barm, hr. Berléme og svarið hreinskilnislega þeirri spurningu: Var það af um- hyggju íslandi, eða var það af um- hyggju fyrir þvi að auka þann auð, Nýkomið i verzl. Goðafoss: Slípólar, Brilli- antine, Hárnet, Hármeðul margar teg. Hárburstar, Tannburstar, Tannduft, Skeggsápur. Verzl. Goðafoss, Kristin Meinholt. Simi 436. Simi 436. er þér hafið fengið frá íslandi, að þér selduð vörur til íslands? Það situr illa á þeim mönnum, sem eiga Islandi góðan efnahag að þakka og arðsama atvinnu, að þeir láti sem þeir séu að skamta hundum, þá er þeir selja hingað vörur í sjálfs síns þágu. — § Það er kunnara en frá þurfi að segja, að síðustu þrjú árin hðfum við íslendingar orðið að sjá fyrir okkur sjálfir. Danir gátu það eigi þótt þeir hefðu viljað og þótt þeim hefði borið skylda til þess. En hvernig halda menn að farið hefði ef við hefðum ekki átt Fossana og botnv. ? Við hefðum áreiðanlega mátt deyja drottni okkar fyrir Dönum. Þeir hafa ekki einu sinni getað haldið uppi póstferðum hingað. Þetta vita þeir sjálfir ósköp vel. Þeir vita líka að sjálfstraust okkar hefir aukist síð- an stríðið hófsf En það er sízt til þess fallið að bæta samkomuiagið og treysta sambandið milli landanna þegar okkur er núið því um nasir, eins og hr. Berléme gerir; að við höfum lifað á DöDum eins og hverjir aðrir sveitarómagar siðan stríðið hófst. Við vitum vel við hve mikla erfið- leika Danir sjálfir eiga að stríða og við höfum eigi legið þeim á hálsi fyrir það þótt það sé litið sem þeir hafa getað gert fyrir ísland. En við þykjumsl eiga heimtingu á því, að Danir sýni okkur kurteisi og séu eigi verri í okkar garð heldur en ann- ara þjóða. Hr. Berléme er heldur en ekki hróðúgur, þegar hann er að tala um Kaupirðu góðan hlut, M mundu hvar þú fekst hann. igurjón Pjetursson Simi 137. Hafnarstpæti 18 f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.