Morgunblaðið - 21.02.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐTÐ Ofbeldismennirnir dæmdir. 1175 króna sektir og 80 kr. skaðabætur. Bæjarfógeti Vigfds Einarsson hef- ir nú kveðið upp dóm yfir ofbeldis- mönnunum fjórum, sem réðust á saklausa menn á götunum eitt kvöld- ið fyrir nokkru, og mispyrmdu þeim á versta hátt, svo að sumir þeirra báru þess merki all-lengi eftir. Það sannaðist við prófin, að menn þessir höfðu keypt fjórar flöskur af áfengi hjá manni í Austurbænum, á 15 kr.'flöskuna. En sá hafði aftur fengið það að gjöf hjá vini sínum, sem nýlega kom frá útlöndum, til eigin notkunar auðvitað, en eigi ætlast til þess að okrað væri á þvi. Sá, sem gaf áfengið, var sektaður um 200 kr. en sá sem seldi ofbeldismönn- unum það á 15 kr. flöskuna, slapp með 300 kr. Fjörutíu króna mun- ar á þeim tveimur, þegar andvirði áfengisins er reiknað sem tekjur, — og mátti það eigi minna vera. Bæjarfógeti sá sér ekki fært að dæma ofbeldismennina 1 fangelsis- vist fyrir atferli þeirra, þó fullkom- lega hafi þeir til hennar unnið. En sektir þær, sem þeir hafa verið dæmd- ir til þess að greiða, eru hærri en nokkru sinni hafa verið dæmdar fyr- ir lík afbrot hér í bæ. Mennirnir voru fjórir og fengu þeir 500, 400, 200 og 73 kr. sektir. Auk þess hafa þeir verið dæmdir til að greiða 80 kr. í skaðabætur til þriggja manna, sem þeir réðust á og börðu, 50 kr. til eins, 20 til annars og 10 til hins þriðja. Einhver frestur mun ofbeldismönn- unum hafa verið gefinn til greiðslu á sektunum. En þær verða undir ®Hum kringumstæðum að vera greidd- ar að fullu fyrir nýár. Að öðrum kosti verða þeir settir í varðhald til þess að afpiána sektina. Liklega fer mönnum nú að skiljast það, að það er »dýrt« að ráðast á saklaust fólk á götunum, og komi það fyrir aftur, að þessir óþokkar geri sig seka um slíkt aftur, þá verða þeir áreiðanlega dæmdir í fangelsis- vist. — Einn manna þessara kvað vera skipstjóri. Efnilegur yfirmaður, fugl- imn sá I ----- „1 „11. .1 1 1 - I'- * Stækknn kirkjugarösins Léð keypt. Þessa dagana hefir stjórnarráðið fest kaup á 60 metra spildu austast á Nýjatúninu, með það fyrir augum, að láta stækka kirkjugarð höfuðstað- arins vestur um 60 metra. Þörfin á stækkun kirkjugarðsins er Hattabúðin Aöalstræti 6. Nýtízku Kven-vetr«rhattar, Regnhattar, Regnliettup, Barnahattar — SJör. KnattspyrnufóL Reykjavikur. Ársháfíð félagsins verður haldin föstudaginn 22, þ. m. kl. 8 í Iðnó. Þeir félagsmenn, sem ekki hafa enn skrifað sig á listann, verða að hafa gert það í síðasta lagi fyrir kl. 5 i dag. Listinn liggur frammi hjá gjaldkera. Stjórnin. mjög mikil. Astandið eins og það er nú í kirkjugarðinum, er höfuð- staðnum til háborinnar skammar. Leiðunnm hrúgað hingað og þangað, án nokkurrar reglu, og oft svo þröngt að kisturnar eru hlið við hlið, ekk- ert bil á milli. Sóknarnefndin mun nú hafa hug á því, að láta landsstjórnina sjá um að hið nýja svæði verði girt hið allra fyrsta, og stingur liklega upp á þvi, að sú vinna verði framkvæmd sem óýrtíðarvinna. Hvort sem úr því verður nú eða ekki, þá ættu þeir sem hér ráða, að sjá um það I tima að regla komist þegar í byrjuninni á hið nýja kirkjugarðssvæði. Það þarf að gera þar ganga og koma því skipulagi á kirkjugarðinn, að hann sé oss fretnur til sóma en vanvirðu. + Þórhildur Skúladóttir elzta dóttir síra Skúla Skúlasonar í Odda, varð bráðkvödd að heimili föðnr síns á mánudaginn. Hún var um tvítugsaldur. ,Yalborgar‘-ferðin. Formaðurinn á »Valborgu« hefir beðíð 096 fyrir þetta! i tilefni af greininni i sunnudagsblaðinu um skamdegisferðina 19 *f. í morgunblaðinu frá 17. febr þ. á stendur grein með fyrirsögninni: »Lítil sjóferðasaga með mótorbát i skammdeginu 1917«. Þó að grein þessi sé þannig orðuð, að hún ætti ekki að vera svaraverð, þá vildi eg samt benda á það, að sá maður, sem hana skrifaði, átti sizt af þeim 26 að rita um þessa ferð eða sjómensku yfir höfuð, þar sem hann lá niðri alla leið og reisti ekki höfuð frá kodda, eftir sögn hinna farþeganna, af sjóhræðslu og einnig sjóveiki. Er því ekki furða, þó að ímyndun- arafl hans hafi skapað nokkuð marg- ar »stefnur«. + Fru Anna Ciaessen, kona Claessens landsféhirðis, andaðist að heimili sínu í Tjarnargötu í fyrri- nótt, eftir langvarandi vanheilsu. — Banamein hennar var heilablóðfaíl. Frú Claessen var rúmlega sjötug að aldri. Hún var dóttir Chr. Möll- ers, fyrrum verzlunarstjóra hér í bæ og systir þeirra Jóhanns M. kaupm. á Blönduósi og Ole P. M. kaupm. á Hjalteyri. Mesta sæmdarkona og framúrskar- andi vel látin af öllum sem henni kyntust. Skipasmið 1917. »Hansa« birti nýlega langt og ítar- egt yfirlit yfir skipasmíðina árið sem leið. Segir þar að Bretar hafi búist við því að geta hleypt 2 milj. smál. skipastól af stokknnum á árinu, þótt þeir hefðu eigi getað smlðað meira en 600.000 smál. skip árinu áður. Margir helztu stjórnmálamenn Breta hafa hvað efiir annað fullvissað menn um það, að Bretum mundi takast þetta, en »Hansa« leggur l tinn trún- að á það og hygst geta sagt með vissu að Bretar hafi eigi smíðað meira en 1 miljón smál. skip á árinu sem leið. I Bandaríkjunum hefði verið unnið að því af kappi að auka svo skipa- smíðsstöðvarnar, að þær gætu smíð- að 6 milj. smál. skip á árinu 1918. En »Kansa« álitur að það muni eigi verða og dregur það af því hve litið hafi verið smíðað af skipum í Banda- ríkjunum árið 1917, og segir að það mur.i eigi vera meira en svo sem 1 miljón smál. nýrra skipa, sem öll Norður Ameríka hafi smíðað á árinu. Eu aðalástæðuna til þess að eigi hafi verið smíðað meira, telúr »Hansa« hafa verið þá, að útflutt var svo mikið af efaijárni til Frakklands, Italíu, Jap- ans og jafnvel Englands. Franska skipasmíðin hefir alveg stöðvast á árinu 1917 og er það að kenna efnisskorri og skorti á vinnu- krafti. Frakkar gætu þvi fyrst um sinn eigi búist við því að þeirn tak- ist að fylla í þau skörð, er verða í kaupskipaflota þeirra. í Ítalíu er einnig mikiil hörgull á efni, en þar er kepst við að smíða skip eftir því sem unt er og hefir liklega verið smíðað eins mikið þar árið sem leið eins og seinasU friðarárið. Um skipasmíð Japana er sagt að henni hafi fleygt fram og er búist við því að þar hafi verið hleypt af stokkunum 300 þús. smál. skipastól á árinu sem leið. En þar er all- tilfinnanlegur skortur á efni, því að Japanar geta eigi lengur fengið naegi- lega mikið af því frá Ameríku. Um Holland, Spán og Norður- lönd er sama máli að gegna eins og 1916, að það hefir verið smíðað í óða önn. En þó er nú efnisskort- ur farinn að verða þar svo tilfinn- anlegur, að nýj«r skipasmíðastöðvar geta ekkert smíðað og margar hinna eldii. Um skipasmíð Miðríkjanna verð- ur ekkert sagt með neinni vissu, en »Hansa« álítur þó, að Þjóðverj- ar muni smíða skip í ákafa og að þess muni eigi langt að biða, að þeir eigi jafnmikinn skipastól eins og þeir áttu 1914. Lögin um fjír- styrk frá ríkinu handa skipafélögun- um, hafa borit5 góðan árangur. Hinar gömlu skipasmíðastöðvar hafa verið stækkaðar og margar nýjar risið npp. í Austurriki og Ungverjalandi hefir eigi verið fyk það skarð, sem ófriðnrinn hefir höggvið i kaup- skipastólinn, en þó hafa, risið þar npp nokkur ný skipafélög. A árinu 1917 var smíðað mikln meira af vélskipum heldur en nokkru sinni áður og sérstaklega er nú smið- að mikið af »DieseI«-vélum í Dao- mörk handa stórum hafskipum. í Svíþjóð hefir verið reist verksmiðja. sem smíðar »Diesel«-vélar og I Noregi er hin fyrsta slík vél full* smíðuð. í Ameríku hefir þessart smíð einnig farið fram og í fyríUI' skifti hefir nú verið smíðað f>ar »Diesel«-skip, sem ætlað er til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.