Morgunblaðið - 22.02.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Yopn í höndum, sem hún gæti beitt til þess að geta sett bandamönnum kosti. Rússneskt ríkisfjárþrot — því að það væri ekkert annað en rikisfjár- þrot í stórum stíl, ef allar útlendar skuldakröfur yrðu feldar úr gildi — mundi koma hart niður bæði á vin- um og óvinum, en þó harðara á vinuaum. Það er satt, að Þjóðverj- ar eiga stórfé inni í Rússlandi. Það er sagt að i Rússlandi hafi Þjóðverjar bundið um i J/s tniljarda höfuðstól. En hvað er þetta i sam- anburði við þau óhemju ósköp af fé, sem bandamenn, einkum Frakkar, hafa til þess fleygt í hina rússnesku bandamenn sina? Eins og kunnugt er hefir fjármála- politik Frakka einskorðast af banda- laginu síðustu 25 árin. Innlend fyr- irtæki voru vanrækt, en sparisjóðs- fé frönsku þjóðarinnar var veitt í gegn um bankana til Rússlands í stríðum gullnum straumi. Það er áætlað að 20 miljördum franka af fé frönsku þjóðarinnar og þá einkum hinnar efnuðu miðlungsstéttar, hafi - verið varið til kaupa á rússneskum ríkisskuldabréfum. En þegar ófrið- urinn hófst gátu Frakkar ekki meira. Þá urðu Bretar og Bandaríkin að hlaupa undir bagga með Rússum og það er álitið, að frá þeim hafi Rúss- ar fengið aðra 20 miljarda franka. Stjórnir beggja landa hafa að vísu reynt að tryggja þessi lán með ýms- um ívilnunum frá Rússa hálfu, en hvers virði eru ívilnanir á þessum tímum, þegar hausavíxl eru höfð á öllum hlutum? Bretar hafa farið varlegast að, því að þeir trygðu sér í tíma rússneskt gull. Hafa að minsta kosti 2 miljardar í gulli veríð fluttir frá Rússlandi síðan stíðið hófst, til Englandsbanka. En þó eru 2 roil- .jardar lítið á móts við það sem Bretar eiga i hættunni. Það mun hver maður fá skilið, að ef Rússar skorast undan því, að greiða skuldir sínar erlendis, þá yrði þ«ð sá skellur fyrir frönsku þjóðina að það tjón sem hún beið við Pan- ama-hneikslið, er ekki neitt í saman- bcrði við það. A því geta menn og skilið að franska þjóðin muni vera rög við það að fara mjög geyst að Rússum og á hinn bóginn geti það orðið til þess að bandamenn verði til þess að breyta friðarskil- málum sínum, ef Rússar sækja það fast. Frakkland gekk inn i ófriðinn 1914 vegna trygðar við Rússa. Að vísu fór andróður gegn Rússum vaxandi í Frakklandi, en hvað um það? Því að þá er Frakkar gáfn Þjóðverjum hið örlagaþrungna svar, að þeir mundu breyta eins og heið- ur þeirra krefðist, þá var það talið út úr hug allrar þjóðarinnar, enda iiöfðu stjórnmálamennirnir búið þannig um hnútana, að Frökkum var nauðugur einn kostur að leggja út í hinn drepandi ófrið. Eftir y x/s árs þrekraun hins herjaða Frakklands, bregðst því nú sá bandamaðurinn, er það vildi eigi bregðast 1914- Og ef Rússland þar að auki veldur Frakklandi þvi fjártjóni, sem seint eða aldrei verður bætt, þá má með sanni segja, að bandalagið við Rússa, sem var með miklum fögnugi bund- ið fastmælum í Kronstadt, sé hin mesta ógæfa sem Frakka hefir hent. (Politiken). ----.i.i ...l —,r ■ ---- Skip ferst. Rússneskt þrímastrað seglskip, sem hét »Creciandot fórst hjá Þorláks- höfn i fyrradag snemma. Það hafði farið frá Englandi fyrir 10 dögum, með 260 smálestir af kolum til »Kol og Salt«. í ofviðr- inu í fyrramorgun bilaði stýri þess, og hrakti það þessvegna til lands og brotnaði í spón. Skipstjóri og annar maður björguðust i land með lífs- marki, en fjórir menn druknuðu. Læknis var þegar vitjað til Eyrar- bakka og siðustu fréttir að austan segja þessa tvo menn, er af komust, úr allri hættu. Hvalaveiðar, Svo sem kunnugt er hafa Norð- menn bannað með lögum hvalaveið- ar við strendur Noregs, en þar höfðu mörg félög stundað hvalaveiðar í rík- um mæli um margra ára sxeið og tekist ágætlega. Var lögunum komið á tll þess að hindra að hvalir eydd- ust með öllu þar við land. Nú hafa Norðmenn tekið upp á nýrri aðferð við hvalaveiðarnar. Áð- ur fyr var farið með hvalina til lands og þeir skornir þar upp. En þar sem það eigi er leyfilegt, hug- kvæmdist einum útgerðarmanni að senda skip norður 1 höf á hvala- veiðar, og láta skipið vera þannig útbúið, að hægt sé að gera að þeim við skipshliðina. Þetta tókst ágætlega. Skipið veiddi 5 hvali á einni viku og þykir það vera svo góður árang- ur að félög hafa verið stofnuð til þess að taka upp þessa aðferð. Bú- ast Norðmenn við að senda mörg skip á hvalaveiðar milli íslands og Noregs í sumar. Rafmagnsstöð við Guden-á. Fyrir nokkrum árum kom dansb- ur verkfræðingur, Thomsen að nafni, fram með þá hugmynd, að nota vatnsaflið í Guden-á á Jótlandi til þess að reka rafmagnsstöð. I þeirri á eru engir fossar, en það var ætl- un Thomsens að búa til foss svo aflmikinn, að hann gæti rekið stóra rafmagnsstöð, nægilega fyrir allan suðurhluta íótlands. Hugmyndin fékk lítinn stuðning manna þá. Hún var flutt fram á þeim tímum, sem kolin voru hræ- ódýr og Jótum þótti engin ástæða til þess að til fyrirtækisins væri stofnað. En nú er komin önnur öld. Nú sjá Jótar mjög eftir því, að þeir skyldu ekki koma fyrirtækinu í fram- kvæmd fyrir löngu síðan. Nú eru kolin eigi að eins mjög dýr, heldur jafnvel hin megnasta ekla á þeirri vöru. Hugmynd Thomsens hefir verið tekinn upp að nýju og undirbún- ingur þegar hafinn, til þess að koma þar upp rafmagnsstöð. Árás á hollenzkan bæ. Fyrir nokkru síðan komu tvær flugvélar yfir lítinn hollenzkan bæ, skamt fyrir norðan landamæri Belgíu, og sveimuðu þar fram og aftur í nokkurn tíma. Annar flugmaðurinn varpaði niður 5 sprengikúlum á bæ- inn Goes og gerði þar usla mikinn. Mörg hús hrundu, skurðbrú féll og nokkrir menn særðust alvarlega. Eigi var fullkunnugt hverrar þjóð- ’ar flugvélarnar voru, en Hollending- ar hyggja að þær hafi verið brezkar. Hafa flugmennirnir vafalaust haldið að þeir væru yfir Belgíu. Tvær stökur. Skortir marga brauð og bót bekkur kvíða setinn; lánin eru lögð í grjót, landsjóðurinn étinn. í>ó að setjist þing í Vík og þrátti um sult og frera, engan bita og enga flík af engu er hsegt að gera. E. „Populær Potpourri“ eftir P. O. Bernburg fiðluleikara, er komið á markaðinn. Eru það nokk- ur lög, sem hann hefir sett saman. Lögunum er vel fyrirkomið, hverju á fætur öðru, og útsetningin létt og einföld, svo að almenningur getur leikið þau. Hann mun hafa sett »Potpourri« þettaútfyrir »orkester«, og spilar það í kvöld á Skjaldbreið, og framvegis eftir ósk manna. í dag mun vera 12 ára afmæli P. Bernburgs sem fiðluleikara í Reykjavik. Hann hefir á þeim ár- um lagt svo mikið kapp á fiðluleik, og stjórnað hljóðíærasveit af svo miklum áhuga að fá dæmi eru til, — þegar tekið er tillit til þess, að Bernburg vinnur erfiðisvinnu, þá dáist maður að hans framúrskarandi dugnaði. Oft hefir hann farið í sjúkiahúsin við Reykjavík, Laugar- nes og Vífilstaði, til þess að skemta sjúklingunum, og hefir hann sjáfur haft mjög mikla ánægja af því að’ geta glatt þá, þó oft hafi veðrið ekki verið sem bezt til að ferðast í. —" Auk þess hefir hann spilað svo oft opinberlega til ágóða fyrir fátæka og sjúka. — Opinbera Concerta hefir hann einnig oft haldið, og fengið mikið lof fyrir. Þetta eru að eins nokkrir drættir úr æfisögu hans þessi 12 árin, sem- hann hefir dvalið hér í Reykjavik. Eg vildi óska að við Reykjavíkur- búar mættum njóta hans sem lengst. »Musik«-vinir ættu að minnast' hans með því að kaupa »Populær Potpourri* hans. XII. Karl XII Þegar Karl XII féll hjá Frede- riksten fyrir 200 árum, ætluðu liðs- foringjar hans fyrst að reyna að' halda því leyndu að hann væri dá- inn. En það varð auðvitað áranguis- laust að öðru leyti en því, að út af því spunnust ýmsar sögur um það, að konungur héfði fallið fyrir sænskri kúlu — verið svikinn af sínum eiginn mönnum. Enda þótt flestir sagnaritarar hafi staðhæft það, að konungur hafi fall- ið fyrir kúlu frá víginu, hefir þessi orðrómur þó leikið á alt fram til vorra daga. En nú hefir sagan verið kveðin niður að fullu og öllu. Eins og fyr hefir verið getið hér í blaðinu, var gröf konungs opnuð í sumar og var það meðfram gert til þess að fá vissu um það,' hvort konungur mundi hafa fallið fyrir norskri eða sænskri kúlu. Nú hefir nefnd sú, er líkskoðunina hafði á hendi, fyrir nokkru látið uppi álit sitt og hefir hún komist að þeirri niðurstöðu, að kúlan, sem varð kon- ungi að bana, hafi komið á vinstra gagnauga honum. En með framburði sjónarvotta að falli konungs, er það' áður sannað, að hann sneri vinstri hlið að víginu þá er hann féll. Er því engin ástæða til þess að ætla það framar, að Svíar hafi myrt hann«- Siglingar Finna. Finski kaupskipaflotinn hefir biðið mikið og tilfinnanlegt tjón síðaö stríðið hófst. Hafa Finnar sarotais mist 83 skip, sem báru 70.674 sffl^' lestir og er það nær 16% af öllo0® skipastól þeirra. En þrátt fyrir petti tjón hafa þeir stofnað mörg skipafélög, sem láta smíða vélskipr og auk þess tvö stór gufuskipafélðfl’ Finnland-Ameríkulínan og »Tracs' oceanic* í Abo, sem ætlar að bal^a uppi siglingum til Suður-Ameríkn* Mörg hinna eldri skipafélaga ' aukið höfuðstól sinn að talsverðo’j'1 mun og nýlega var stofnað oý£t lag, »Botnia«, i Helsingfors, ætlar að halda uppi siglingoo1 n1 Sviþjóðar og Finnlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.