Morgunblaðið - 24.02.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ þaer eru framkvæmdar, og er árang- urinn eftir því, eins og sjá má af handteknum mönnum og vélbyssum, sem bandamenn koma með til skot- grafa sinna. Fimtán árásir voru gerð- ar á skotgrafir Þjóðveria og af þeim gerðu Bretar tíu. Þjóðverjar gerðu árásir, en margar þeirra voru árangurslausar. Stærsti sigurinn, sem unninn var þessa viku, unnu Frakk- ar norðan við Dures í Lorraine. Þar handtóku þeir 52 5 Þjóðverja i einni útrás. I loftinu koma yfirburðir banda- manna greinilega í ljós. Bretar ónýttu 57 flugvélar og skutu 21 flugvél niður svo að eigi varð stjórn á þeim höfð. Frakkar réðu niður- lögum 26 flugvéla bæði ónýttra og hrakinna til jarðar. Þjóðverjar segj- ast að eins hafa skotið niður 23 flugvélar fyrir bandamönnum dag- ana 16.—19. febrúar og er það miklu lægri tala heldur en banda- menn geta hrósað sér af á sama tíma. Harðar orustur voru háðar í loftinu, því að Þjóðverjar gerðu alt sem þeir gátu til þess að hrekja aft- ur árásar flugsveitir, er réðust aftur fyrir herlinu þeirra og vörpuðu sprengjum hvað eftir annað á þýð- ingarmikla staðí. T. d. var sprengj- um varpað á flugskála hjá Lille hinn 17. febrúar og 36 stundum siðar var sprengjum varpað á Tournai, skotfæraskála í nánd við Courtrai og aðra staði þar í nágrenninu. Af fimm árásum, sem Þjóðverjar hafa gert á London síðan 1. febrúar, reyndust tvær árangurslausar. Á sama tíma skutu brezkir flugmenn 13 sinn- um á stöðvar Þjóðverja. Frakkar réðust á framsóknarfleyg Þjóðverja milli Buttede Tahure og Massiges og sóttu fram um mílu á 1300 metra svæði og settust þar í skotgrafir Þjóðverja og bjuggu ram- lega um sig. Gátu Þjóðverjar eigi hrakið þá þaðan, þótt þeir gerðu hin grimmilegustu gagnáhlaup. Unnu Frakkar þá algeran sigur og hand- tóku 177 hermenn. Ameríkst stór- skotalið varði framsókn Frakka með duglegri skothrið og varði þá eins á meðan þeir voru að koma sér fyrir. Segja Frakkar að ameríska stórskota- liðið hafi reynst ágætlega i fyrsta sinni, sem það var látið vinna i fé- lagi við fótgönguliðið og gefi það góða von um árangur síðar. Seinasta >agitation« Þjóðverja er sú, að reyna að fá bandamenn til þess að hætta að nota eitrað gas, fyrir milligöngu >Rauða krossins« i Genf. Afstaða bandamánna i þessu máli er augljós. Eru þeir fúsir til þsss að hætta við slik vopn, en vegna þeirrar íramkomu, sem Þjóð-- verjar hafa sýnt, eru bandamenn vissir um það að þeir muni aftur brjóta loforð sín og reyna að koma bandamönnum á óvart eins og hjá Ypres í aprilmánuði 1915. Eng^n stjórn né hershöfðingi, sem hefir á- byrgð á lífi manna, getur buudið þjóðina böndum sem eru tilgangs- laus. Astæða Þjóðverja til þessara skúmaskots-samninga er sú að þeir hafa nú mist yfirhöndina sem þeir höfðu í fyrstu, því að nú eru banda- menn þeim fremri, bæði í því að nota gas og verjast þvi. Það væri þvi Þjóðverjum til hagnaðar, eins og nú er ástatt, ef hætt væri að nota það vopn, er þeir fundu upp sjálfir og urðu fyrsiir til að hagnýta. Og til þess að hafa áhrif á hlutlausar þjóðir, hafa þeir gefið i skyn, að þeir hafi eitthvert nýtt gas, sem þeir hika við að nota vegna þess, hve hroðalegar afleiðingar þess séu. En heimurinn þekkir nú Þjóðverja svo vel, að hann veit það með vissu, að engin grimdarverk ofbjóða þeim, nema ef likur eru til þess, að þau kómi yfir þeirra eigin höfuð. I Gyðingalandi hafa hersveitir Breta tekið fericho. Sóknin hófst 14. febrúar og var þá sótt fram fyr- ir Michrasb, sem er ellefu mílur norðaustur af ferúsalem en 10 mil- ur norðvestur af fericho. Var sótt fram um tvær mílur á sex milna vigvelli. Var þetta ein af hinum mörgu hernaðar-fyrirætlunum, er Bretar höfðu sett sér, en eigi enn komið i framkvæmd. Hinn 19 fe- brúar sóttu Bretar enn fram á fimt- án mílna svæði fyrir austan ferúsa- lem og náðu þá aðalhæðinni þar sem sér yfir fordan-dalian og voru þá Bretar komnir átta milur fram yfir hina fjóra vegi sem liggur til fericoh. 20. febrdar voru Tyrkir brotnir á bak aftur með öflugu á- hlaupi enda þótt þeir veittu fræki- lega vörn. fericho féll 21. febrúar og brezku hersveitirnar eru nú komn- ar að Jórdan. Járnbraut er nú komin alla leið milli Egyptalands og Jerú- salem og hefir hún mikla þýðingu fyrir hernaðinn. Viðureignin i Austurafríku Portu- gala er nú orðin auðveldari, því að von Letton hefir snúið aftur frá Mtaria í áttina til efri Msala, en annan meginhluta hers Þjóðverja hafa bandamenn hrakið frá Amelia- höfn og stefnir nann í áttina til sama staðar. Báðar hersveitir óvin- anna eru því innan þríhyrnings, sem myndast af Lujenda og hafinu og línu milli Amelia hafnar og Utaríka hjá Lujenda. Erl. simfregnir frð fréttaritara tsaf. og Morgunbl.). Rússar semja frið. Khöfn 21. febr. Rússar mótmæla innrás Þjóoverja, en eru neyddir til þess, vegna þess hvernig ástatt er í landinu, að sam- þykkja það, að undirskrifa friðarskil- mála [þá, er Miðrikin komu fram m«ð Í^Brest Litovsk. Kúhlmann er$ heldur vantrúaður á það, að verulegur árangur verði að þessu. Framsókn Þjóðvarja. Khöfn 21. febr. í Dwinsk og Luzk handtóku Þjóðveijar 2500 manna og náðu mörg hundruð fallbyssum. Sækja þeir nú hratt fram frá Riga i áttina til Petrograd. Finnum hjálpað. Khöfn 21. febr. Þjóðverjar hafa sent skotfæii og hergögn til finsku stjórnarinnar. Svíar hafa með vopnum skakkað leikinn á Álandseyjum. Hernaðurinn að austan. Khöfn, 22. febr. Þjóðverjar hafa tekið borgirnar Wolmar og Rowno herskildi. Hand- tóku þeir þar 9000 menn og náðu I3S3 fallbyssum og ógrynnum af hergögnum. Austurrikismenn ætla að hjálpa Þjóðverjum að austan ef þess gerist þörf. Maximalistar hafa skorað á rúss- neska herinn að veita viðnám, en það hefir eigi borið neinn árangur. Þjóðverjar afsegja að taka upp samningaumleitanir aftur, nema því að eins að trygging sé fengin fyrir þvi, að Rússar semji þá frið. Frakkar sækja fram. Khöfn 22. febr. Fregnir frá Paris herma það, að Frakkar hafi sótt ofurlítið fram hjá Zorrasne. Þráðlaust fírðtal Khöfn 22. febr. Tilraunir hafa verið gerðar hér í landi með þráðlaust firðtal. Vega- lengdin var 200 kilometrar og hepn- uðust tilraunirnar ágætlega. 4 PAGBOK j Gangverð erlendrar myntar Bankar Doll. U.S.A.&Canada 3,50 Pósthúa 3,60 Franki franskur 59,00 60,00 Sænsk króna ... 112,00 110,00 Norsk króna .„ 107,00 106,50 Sterlingspund ... 15,70 16,00 Mark ... ... ... 6700 Holl. Florin ... ••• ... 1.37 Auséurr. króna... • •• .«• Hjálparstarfsemi Bandalags kvenna. ViðUIatími miðvikud. og föstud. kl. 2—4 á Iesstofu kvennar Aðalstræti 8. Veðrið / gær: 7 stiga frost kl 6 að morgni. 1 á hádegi. Harða veturinn sama dag: 1 stiga hiti um nóttina, 5 stiga hiti á hád. Sunnanátt. Logn. Húsaleiga bæjargjaldkeraskrif- stofunnar. A fundi bæjarstjóruar síðastl. var samþykt að greiða bæjar- gjaldkera kr. 975.16 fyrir húsaleigu, Ijós, hita og ræstlngu fyrir árið 1917. Sjávarborg. Hana hefir fiskiveiða- fólagið Ægir tekið á leigu af bænum. Bæjarstjðrnin samþykti að færa leig- una niður urn 2000 kr. á ári fyrir árin 1918 og 1919. r Vöruseðlum verður útbýtt á morg- un í þessar götur: Sellandsstígur, Skálholtsstígur, Skóla- stræti, Skothúsvegur, Skólavörðustígur, Smiðjustígur, Spítalastígur, Styri- mannast/gur, Suðurgata, Templara- sund, Thorvaldsenstræti, Tjarnargata, Traðarkotsss/gu r, Tdngata, Unnar- st/gur, Vallarstræti, Vatnsst/gur, Vega. mótast/gur, Veghúsast/gur, Veltusund, Vesturgata, Vitast/gur, Vonarstræti* Þingholtsstræti. Þorsteínn Jðnsson kaupm, frá Beyðisfirði heflr fengið leyfi bæjarstjórn- ar til þess að láta reisa tv/lyft geymslu- hús á hafnaruppfyllíngunni, bygt úr timbri og járni. Laust prestakall. Suðurdalaþing í Dalaprófastsdæmi (Sauðafells-og Snóks- dals- og Stóra Vatnshorns- sóknir og líka Hjarðarholtssókn, er sameining verður komið á) er auglýst laust og veitist frá fardögum 1918. Umsóknar- frestur til 15. apr/1. 10 ára afmæli átti firmað Jón Halldórsson & Co. hór í bæ / gærdag. I tilefni af þvf hélt það öllum starfs- mönnum s/num og konum þeirra sam- sxeti í Jgærkvöldi niðri / Ingólfshvoll. Sátu veizluna 30—40 manns. Og vlð það tækifæri afhenti firmað 500 kr. gjöf / styrktarsjóð iðnaðarmanna. Stofnendur og núverandi eigendur firmans eru þeir Jón Halldórsson, Bjarni Jónsson frá Galtafelli, Jón Ólafa- son og Kolbeinn Þorsteinsson. Máttl svo heita að þelr byrjuðu með tvær hendur tómar, en með ötulleik og dugnaði og alkunnri vinnuvöndun hefir fyrirtækið blómgast mjög vel, einkum hin síðustu árin. Hefir hr. Pótur Þ. J. Gunnarsson þá verið eftirlitsmaður með ölium rekstri firmans og farist það prýðisvel. Nú sem stendur eru 15 verkameu» hjá firmanu. Hefir þeim fjölgað aá að s/ðustu, þv/ að þrátt fyrir str/SíS og alia þá örðugleika sem þv/ fyigj*? hefir firmað aldrei haft jafn mikið starfa sem nú. cffiorgunBlaéió 6^zí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.