Morgunblaðið - 08.03.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1918, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Fiá konungafundinum i Kristjaníu. Myndir fær, sem hér birtast, eru sf tveim sölum í höll Hákonar Nore^skonungs. Votu þær teknar þá er konungar Noiðurlanda sátu þar á riðstefnu. Fyrstt myndin er af fundasal norska ríkisráðsins og í þeim~sal sátu konungannir og ráðherrar þeirra á ráðstefnu. öanur myndin er af sal þeim, er Kiistián Danakoaungur’hafði til eigin umráða, meðan hann bjó hjá frænda sínum. Þriðja myudiu er ekki tekin af þessum konungafundi, heldur er htin tekin þá er fyrsta konungastefnan var háð í Milrrhaugum, fyrir þrem árum. En eins og menn vita, 'nófst samvinna Norðuilanda þá fyrst, að undirlagi Gústafs Svíakonungs. Síðan hafa hinar þrjár frændþjóðir borið gatfu til samlyndis, þótt þær hafi litið getað stutt hver aðra út á við, eins og tilgangurinn mim fyrst hafa verið. En á hinn bóginn hefir sam- vinnan eflst innbyiðis — eigi s!zt eítir fundinn í Kristjaniu. En fundur- inn í Málmhaugum mnn verða talinn með merkustu atburðunum í sögu Norðurlanda á þessum ófiiðartímum. þaðan muni sennilega sendir verk- fræðingar og flugmenn, en vér er- um við öllu búnir. Bandaríkin geta tæplega gert mikið meira nú, banda- mínnum til hjálpar, hel<%ir en þau gerðu meðan þau voru hlutlaus. Vér berum þvi binar bextu vonir til hins komandi its. Daglega mun þróttur vor aukast á vesturvigstöðv- unum, og nú nálgast það smám saman, að þar sé enginn liðsmunur, en eins og kunnugt er, hafa banda- mennn áltaf haft þar miklu meiri her heldur en vér. Frá Sviss. Það er sama máli að gegna i Sviss eins og á Norðurlöndum, að þar aukast altaf vandræðin með það að gera ófriðurþjóðunum til geðs. Og sambandsstjórnin skýrði frá því »emma í vetur að horfurnar með það að afla matvæla og hráefn?, vræru mjög litlar. Framleiðslan í land- in* hefir eigi getað fullnægt eyðslu- þörfinni og þess vegna verður Sviss að flytja mikið inn af ýmsum vör- am. Og þegar síðast fréttist þaðan, Attu Svissar helzt von á að geta fengið eitthvað af vörum frá Ame- pfltu. Voru þá sen’dimenn, er gerð- ir voru til Washington, nýlega^ komnir heim aftur og höfðu fengið góð svör hjá Bandaríkjastjórn, en þó etigin ákveðin loforð. Það samd- ist þó svo um, að þær vörur er eiga að 'fara til Sviss, skuli sendnst til Frakklands og geymast þar, þang- að til fullkominn viðskiftasamningur hefir verið gerður við Bandaríkin. Síðan í júlímánuði höfðu Svissar þi eigi fengið neinar kornvörur frá Ameríku og siðan í október- mánuði höfðu þeir eigi fengið nein- ar vörur þaðan. Þá . höfðu og Svissar fest kaup á nokkrum skipsförraum af hveiti af hinni nýju uppskeru i Argentinu, en vegna skipaeklunnar búast þeir eigi við því að geta fengið það. Vegna þeirra kosta, sem ófriðar- þjóðirnar hafa sett Svissum, hafa þeir orðið að skuldbinda sig til þess, að selja engar vöru »til hinna*. Þessi yfirgangur helzt enn, og þess vegna er nú landið komið á heljarþröm. Það er nú rekið svo langt — segir sambandsstjórnin fyrir skemstu — að verra verður eigi þolað. Hvetjar ráðstafanir sem annar hernaðarmáls- aðilji gerir til þess að takmarka verzlun vora við hinn málsaðiljann, verða til þess að takmarkanir eru gerðar á hina hliðina og þess vegna getum vér eigi þolað að nein frek- ari höft séu lögð á frjálsræði vort. Fyrir seinustu þrjá mánuði ársins 1917 gerðu Frakkar og Svisáar með sór viðskiftasamning til bráðabirgða. Skuldbundu Svissar ág til þess að lána Frökkum 37,5 miljónir franka, og taka eigi af því láni hærri vöxtu heldur en svissneski þjóðbankinn tekur af lánum sinum, en þó eigi minna en 4*/a % + ‘/a % v'ð hverja framlengingu. í þess stað leyfa Frakk^r að fluttar séu svissaeskar óhóísvörur til Frakklands fyrir 2J/a miljón franka á mánuði og 850 vættir af súkkulaði. Ennfremur leyfðu Frakkar að flutt væri til Sviss 2500 smálestir af »fosfat« frá Algier og væri það flutt yfir Ítalíu, þannig að Svissaf sjálfir önnuðust flutninginn. Ennfremur hétu Frakkar því að leyfa útflutning á frönsku sáðkorni til Sviss ef þeir mættu nokkuð missa. Kolin verða Svissar enn sem fyr að fá frá Þýzkalandi. Samkvæmt síðasta samningi um það, áttu Sviss- ar að fá 200.000 smálestir af kol- um á mánuði, en fengu eigi svo mikið, þrátt fyrir það þótt sambands- stjórnin gerði alt sem í hennar valdi stóð til þess. Það strandaði alt á flutn- ingunum. Þannig er þá Sviss eins og milli steins og sleggju, en stjórnin er ein- ráðin í því að gæta hlutleysis eins lengi og unt er. Sfðustu símfregnir Rúmenar semja frið, Khöfn 7. marz. Rúmenar og Miðríkin hafa gert með sér bráðabyrgða-friðarsamning,.- og var hann undirritaður i Buffea. Rússar og Þjóðverjar. Khöfn, 7. marz. Viðskiftasamningur si, sem Rúss- ar gerðu við Þjóðverja árið 1904 hefir verið endurnýjaður. Þýðingar- mestu hlunnindin fyiir Þjóðverja eru þau, að þeir framvegis geta rek— ið verz’un við Persíu og Afgahn- istan um. Rússland, og að Rússar mega ekki hækka innflutningstoll á vörum frá Þýzkalandi fyr en árið 1925. Tekið skal tillit til allra for- réttinda Þjóðverja, þar á meðal lán- beiðna. Redmond íáfinn. Khöfn, 7. marz. Frá London er símað, að Red- mond, hinn þekti irski stjórnmála- maður, sé látinn. John Edward Redmond var fædd- ur 1856.Árið 1881 var hann kos- <inn á þing og gerðist þegar einn hinn|gákveðnasti fylgismaður írska heimastjórnarflokksins. Luxburg Fyrir nokkru kom fregn um það, að Karl von Luxburg greifi, fyrver- andi sendiherra Þjóðverja í Argentínu, hefði komið til Noregs með »Ber- gensfjord*. Þetta mun ekki vera saít, því að seinast í janúar hermir »Evening Telegram* í New York frá þvi, að hann sé geðveikur og hafi veiið í sjúkrahúsi i Buenos Ai- res fram tii þess tima,en þá verið fluttur út á landið, þar sem hana gæti haft meira næði. Segir blað- ið þó að læknar áliti það, að honum muni ekki batna. Orðsending. Eg þreyti ekki garg við gip, sem glópsku sína aá dylur; hann situr þrár á sínum stríp og sér ei, veit né skilur. Valur. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.