Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
stjórnarinnar, hafa líka stöðugt
haldið þessu fram. Oðrum lizt, að
staðreyndirnar, atburðirnir sjálfir,
bæði á undan stríðinu og í byrjun
þess, hafi aðra sögu að segja. Marg-
ir geta, satt að segja, ekki betur
séð, en stríðið af hálfa Þjóðverja
hafi verið árásarsttíð. Til þess að
komast að niðurstöðu um þetta at-
riði, er ráð að athuga hinn stór-
felda herbúnað Þjóðverja 30—40
árin á undan stríðinu, er tók fram
mjög svo öllu því, er gerðist á
sama tíma með öðium þjóðum á
því sviði. Þá væri og gott, að taka
vel eftir þvi, er gerðist með stjórn-
um stórveldanna 10—12 sjðustu
dagana af júlímánuði 1914, áður en
hinn »sólbjarti 1. ágústc rann upp,
er Þjóðverjar stóðu með reiddan
brandinn gegn litlu, hlutlausu Belgiu,
og herra Funk virtist svo hrifinn af.
Skal i þessu sambandi vitnað til bláu,
hvítu, gulu og rauðu bókanna svo-
köliuðu, er stjórnir stórveldanna
birtu þegar í stríðsbyrjun.
A kafbátahernað Þjóðverja mintist
fyrirlesari og lét vel yfir árangri
hans. Aftur mintist hann ekkert á
loftskipa- (Zeppelína) -ferðirnar, er
Þjóðverjar hófu snemma í ófriðnum
nn yfir Frakkland og England; ekki
heldur á tilbúning og notknn eitur-
gastegunda. Fróðlegt hefði þó verið
að heyra álit hans um það, hverja
búskaparlega þýðingu þessar þrjár
hernaðaraðferðir hefðu haft fyrir
Þjóðverja, og hve vel hann teldi
þessar hernaðaraðferðir samrýmast
alþjóðarreglum um hernað.
Loks saknaði eg þess mjög, að
fyrirlesari vék ekki einu orði að þvi,
hverju búskaparlagi og búskapar-
aðferðum Þjóðverjar hefðu beitt í
hinum herteknu löndum: Belgíu,
norðaustur-Frakklandi, Póllandi og
Serbiu. Grunar marga, að búskapar-
lag Þjóðverja í þessum löndum hafi
fært þjóðbúi þeirra heima fyrir stór-
kostlegar tekjur. En betri en grunur
er sönn skýrsla af munni þess
manns, er vel hlýtur að vera kom-
inn að fréttum um þetta efni.
Fyrirlesturinn var laDgur og því
margs ekki getið hér, enda mun
mörgum hafa verið meira og minna
kunnugt áður um ýms atriði, er að
umtalsefni voru gerð.
Fyrirlesturinn var, eins og getið
hefir verið, skörulega fluttur. Ræðu-
maður prúðmannlegur i framkomu
-— en pýzkur, eins og áður hefir
verið tekið fram. Og skal það fús-
lega játað, að það er annað en spaug
að vera með öllu hlutlaus, er eigin
þjóð á hlut að máli.
marz.
Heyrandi.
c
DAGBOK
I
Hjálparstarfsemi  Bandalags
*Veniia. Viðtalstiml miðvikud. og
föstud. kl. 2—4 á. lesstofu kvenna,
•^aUtrœti 8.
Gangverð erlendrar myntar.
Bankar      Pósthúa
Doll.U.S.A.&Canada 3,50        3,60
Franki franskur    62,00       60,00
Sænsk króna  ...  109,00      110,00
Norsk króna  ...  104,00      106,50
Sterlingspund ...   16,00       16,00
Mark   .........   68 00
Holl. Florin  ......  ,„   ...   1.37
Austurr. króna...............
Lagarfoss kom hingað í gær frá
Vestfjörðum. Allmargir farþegar voru
með skipinu, m. þ. Magnús Magnús-
Bon, Axel Ketiisson, kaupmenn frá
ísafirðir, Karl Olgeirsson verzlunar-
stjóri, Magnús Thorberg útgerðar-
maður, dr. phil. Björn Bjarnarson,
Forþerg landsimastjóri, ungfrú Fjóla
Stefánsdóttir o. fl.
Ari Arnalds sýslum. Húnvetninga
er kominn til bæjarins, landveg í
Borgarnes.
Sölnturninn vill Einar Gunnarsson
fá leyfi bæjarstjórnarinnar til þess
að ílytja í garðhornið hjá Halldóri
yfirdómara Danielssyni. Er ólíklegt
að borgarstjóri veiti jþað Ieyfi, því
það verður tæplega sagt um þennan
blessaðan söluturn að hann só til
nokkurrar prýði né gagns.
Ágengur ísbjörn.
Marga hór um slóðir hefir furðað á
því atviki, er hér fer á eftir, og sök-
um þess, að fleirum mun þykja þetta
tíðindum sœta, skal reynt að sk/ra
það í sem fæstum, en þó sönnustum,
orðum að kostur er, svo blöBin og al-
menningur fái það svo óbrjálað sem
unt er, því sögum sem þessari hættir
við misþyrmingu og aflógun á langri
leið, og hefi eg þegar töluvert orðið
var við það, bæði í gegnum síma og
mannlega fré^taþræði.
Aftaka stórhríðar hafa gengið hór
undanfarna tíð, — hófust 3. jan. —
meS þeim aftaka frost-grimdum, að
elztu menn muna varla slíkt, og það
þeir, sem vel mundu frostaveturinn
mikla 1880—1881.
Þegar loks birti upp, 14. jan., var
orðin hafþök af ís hór fyrir Langanesi
norðanverðu.
Föstudaginn 18. jan. gekk einn bónd-
inn á Eldjárnsstöðum hór í sveit —
því þar er þríbyli — til brunns, sem
er örlítinn spöl frá bænum, með tvær
skjólur, eítir vatni. Þá hann er kom-
inn rúmlega út af hlaðinu, sér hann
framundan sér hvíta skepnu á stærð
við væna kind, er samstundis teygir
sig í sundur, og fer þá skjótt meira
fyrir d/rinu, þar sem það kastast á
móti manninum. Bóndi þekkir þegar
skepnuna, og tók á rás undan til bæjar.
En sem hann er kominn nálega að
bæjardyrum, er dýrið á hælum honum,
en hann tekur þá það til bragðs að
þeyta skjólunum afturfyrir sig, ef ske
kynni að dýrið stöðvaðist við það, stökk
svo inn úr dyrunum, æpandi öðrum
til viðvörunar, og hafði ei tóm til að
loka bænum á eftir sór, svo dyrið
stökk þar inn á eftir honum. En þá
bar tvent til að hann komst undan,
bæði það, að hundar tveir, er 1 bænum
voru, tóku á móti dýrinu, og það snér-
ist að þeim, og að bóndi gat skotist í
hliðargöng úr bæjardyrum og þaðan
til baðstofu sinnar, sem er á lofti. En
annar hliðargangur lá og úr bæjar-
dyrum og til íbúðarhúss annars bónda,
sem er á gólfi, með geymslulofti yfir.
Inn í þenna gang barst leikurinn milli
bangsa og seppanna; en inni í þessu
húsi var stúlka —¦ systir bóndans þar
— sem ekki var komin á fætur —
því þetta bar við árla dagsins. —
Hún heyrði ópið 1 bóndanum er hann
fór inn, og atganginn frammi, og datt
strax ísbjörn í hug; snaraðist fram úr
rúminu og fór fáklædd upp á loftið
yfir húsinu. D/rið ruddist inn í húsið
þar sem stúlkan áSur var, en þá skauzt
bón fram til bóndans, sem fyrst varS
fyrir dýrinu, Kristjáns Jónssonar, snar-
aSi yfir sig jakka af honum og brá
sór tjl fjárbúsa í útjaSri túns, aS Játa
pilta er þar voru aS gegningu, vita
tíðindin. Þeir brugðu við, fjórir saman,
og róðust til bæjar með stúlkunni,
fóru þau upp á bæinn, þvi ekki þorðu
þau í bæjardyrnar, af ótta fyiir að
mæta bangsa þar. Þau hafa skamma
stund á bænum dvalið er þau sjá
bangsa stinga hausnum út um rúðu á
glugga, á hinu áður umgetna baðstofu-
húsi, og í sama bili koma allan út um
gluggann, því hann var á hjörum og
lót því undan er á hamn var ýtt.
Stúlkan tók þá til fótanna inn og
karlmennirnir á eftir. Einn þeirra,
Jónas bóndi Aðálmundarson, bióðir
stúlkunnar, skall í kvosinni fyrir fætur
bangsa, sem þar var kominn.
En með piltunum, er voru 1 húsun-
um, var stór hundur og vel vitiborinn,
sem stökk á bangsa, er hann ætlaði
aS ráðast að manninum. MeS aSstoS
hinna komst bóndi fljótt á fætur og
inn yfir þróskuldinn, síSan lokuSu þeir
bænum; en bangsi drap seppann tafar-
laust, studdi síöan með hramminum á
bæjardyrahurðina, svo að kengur, sem
loku hurðarkinar var skotið í, drógst
út, og hurðin opnaðist. En þar sem
bangsi sá engan í dyrunum, sneri hann
þar frá og fór upp á bæinn nasandi
ur slóö fólksins, sem áður er um getið,
en  hafði  auðVitað ekkert upp úr því.
Gluggi, á loftbaðstofu Kr. Jónssonar
bónda, með fjórum rúðum smáum, veit
fram á hlaðið; er á að geta rúmlega 4
álna (2,50 m.) hæS upp í hann af
hlaðinu, en nú var þar um álnar þykk-
ur snjór. Þaðan hefir víst bangsi heyrt
mannamál, því aS þar var fólkiS sam-
an komiS; reisti hann sig þar á hlað-
inu, leggur framhrammana upp í glugga-
kistuna og hugar inn, og þaS segja
þeir, er horfðust þá í augu viS hann,
að hefði verið ófrýnileg ásýnd, en inn
hefir hann að líkindum eigi treyst sór
að 8mjúga sökum hæðarinnar og ef til
vill smæddar gluggans; sneri því að
hræinu af dauða hundinum, dró það
austur fyrir bæinn og tók að stýfa
bráðina.
Inni í bænum var aftur unnið að
því aS þrifa til byssur, er bæSi voru
ryðgaSar og frosnar á geymslulofti, því
að um þessar mundir er ekki mikið í
þau verkfæri að láta, og eigi heldur
margt að skjóta í þessum - harSindum.
Loka er verkfærin voru komin í lag,
var hægt að láta bangsa verðskuldaS-
an greiða í té.
Eigi gekk það satnt, að öllu búnu,
vel, að leggja bangsa á eyrað. Maður-
inn, serh átti að skjóta hann, — Jón
Jóhannésson — fór upp á bæinn,  og
Fataefni
tekin  til  sauma.  Föt afgreidd á 1
til 2 dögum, hjá
Reinh. Aiidersson.
f^  JSaupsRapur  fl
Lítið hils laust til ibúðar 14. maí,
óska eg að fá keypt, helzt fyrir 15.
marz. B. Benónýsson, Laugavegi
39.  Sími 619.
2 rúmgóð eða 3 minni herbergi,
ásamt eldhúsi og geymslu, óskast
14. mai. Mánaðarleg fyrirframborg-
un.  R. v. á.
^f  m
mna
m
Útgerðarmenn óskast til róðra_
Uppl. á Vitastíg 8 og Skólavörðu-
stig 20 a.
Primusar gerðir sem nýir á Berg-
staðastræti 40, uppi.
þaðan upp á baðstofustafn, þann sera
bangsi var undir, að snæðingi. Þaðan
voru um 3 metrar til jarðar, svo eigl
var hægt fyrir bangsa til skjótrar að«
sóknar, enda kom sér það betur fyrir
manninn, því tvívegis klikkti byssan
áður en úr henni gekk, og bangsl
hnó meS sundurskotinn heila, ofan á
hálf ótinn hundsskrokkinn. En þaS
sagði skyttan, að bangsi hefði staðiS
upp og litið all-ófrýnlega til sín og
fitjað drjúgan upp á, á meðan byssu-
haninn var aS hamra á hvellhettunnl
þarna upp yfir honum.
En er fariS var að gá í húsiS, sem
bangsi dvaldi lengst í, var þar ekhi
alt meS kyrrum kjórum; hann hafði
brotiS þar lampa, drukkiS nymjóllk úr
skjólu, er nýkomin var úr fjósi, og
etiS mat sem húsfreyja var búin að
bera inn handa piltum sínum. Þetta
alt dvaldi dýrið, meðan stúlkan —Jó-
hanna Aðalmundardóttir — sótti liðið
í fjárhúsin. En annar hundurinn,
sem fyrst réSist á bangsa, — sá stærri
og sterkari, — drapst samdægurs,
skömmu á eftir bangsa, en hinn liggur
í sárum. Bjargaði sór meS þviaSskríSa
upp undir rúm inni í húsinu og liggja
þar, þar til alt var um garS gengið.
Dýr þettavarl,63 metrar á lengd, og
vóg (kjötiS aðeins, án hauss og allra
innífla) 52 kg. Það var mjög magurt,
og garnir allar tómar nema örlítið í
endaþarmi. Bendir það alt á að dyr-
V ið hafi um langan tíma lítið eða ekk-
ert haft til matar, því bjtfrg er engin
á svo snemmkomnum íshroða sem þess-
um. Vafalaust hefir dýr þetta verið
mannskætt, þótt slíkt só eigi algengt
með þau, þá getur hungrið sorfið svo
að, að þau ráðist á alt; hlýfi þá ekkl
manninum heldur.
Atburður þessi er ritaður nákvæm*
lega efiir sögusögn heimilisfólksins á
Eldjárnsstöðum og munnlega staðfestur
af því á eftir.
Ásseli í janúar 1918.
Hólmsteinn Hel%ason.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4