Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 129. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ

sóknir og tilraunir um það að finna

nýjar vörur í stað þeirra sem

þverra.

Þau lönd, sem geta framleitt mik-

jð af hrávörum og standa framar-

lega í öllum iðnaðargreinum, standa

auðvitað bezt að vígi með að finna

upp nýjar og hagkvæmar iðnaðar-

aðferðir. En þótt þær komi þvi

Jandi aðallega að gagni, gætir þeirra

þó einnig út á við í vöruskiftum

þjóðanna.

Meðal Norðurlanda stendur Sví-

þjóð fremst að þessu leyti. Er það

líka ofur skiljanlegt, því að það

land er auðugast að hráefnum og

iðnaður er þar á hæstu stigi. Þó er

það álit margra fróðra manna, að

meira sé að væata af þessum iðnaði

þegar fram í sækir, heldur en nokk-

ur maður gerir sér í hugarlund enn.

En til þess telja þeir að þurfi dugn-

að og hagsýni, og ríki og einstakl-

ingar verði að taka höndum saman

sem fyrst, til þess að margir eyði

eigi kröftum sínum í það samtímis,

að leysa hin sömu vandamál.

Þetta strandar þó aftur að nckkru

leyti á því, að hugvitsmennirnir vilja

gjarna halda uppgötvunum sínum

leyndum í lengstu lög til þess að

hafa sem mestan hag af þeim. A ráð-

stefnu, sem haldin var i Stokkhólmi

nýlega, til þess að ræða um fram-

leiðclu nýrra hrávöruefna til iðnaðar,

sagði því Svalin verkfræðingur, að

það yrði að finna eitthvert ráð til

þess, að bæði hugvitsmenn og iðn-

aðarfyrirtæki fengju sem fyrst hag

af uppgötvununum.

í Kaupmannahöfn var nýlega

haldin sýning á ýmsum vörum, er

Svíar hafa fundið í stað annara vöru-

tegunda og vakti hún mikla athygli.

Var það dómur allra skynbærra

manna, að Svium hefði tekist vel

að leysa úr helzta vandræðamáli j!>vi,

er af stríðinu stafar.

II.

Þegar litið er nú á Iðnaðinn i Svi-

þjóð í einni heild, þá sézt það gíogt

að járn-ogstáliðnaðurinnhefir blómg-

ast bezt að undanförnu, vegna þess

að hann tekur fiest eða öll hráefni

sin i landinu sjálfu. Þó hefir verið

all-tilfinnanlegur skortur á ýmsum

blendimálmi, svo sem Wolfram. Úr

þeim vandræðum hafa Svíar ráðið

með því að gera nýjan málm, hið

svonefnda Molybdeu-stál. I staðinn

fyrir Aluminium hafa Svíar notað

magnesium, sem þeir framleiða hjá

Trollháttan.

í rafmagnsiðnaði hefir • zink að

miklu leyti komið í staðinn fyrir

eir og aluminium. Af einangrunar-

vörum hefir helzt verið skoitur á

togleðri, bómui], asbest, glimmer og

hampi. En þar hafa pappirsvörur í

ýmsum ólíkum myndum, komið í

staðinn.

Vefnaðarverksmiðjui Svía urðu

áður að sækja flest hráefni sin til

útlanda, svo sem bómull, ull, hör

og hamp. En hrávörur 'þær, er voru

fyrir í landinu, hafa gengið til þurð-

ar og lítið borist að af nýjum vör-

um.    Það hefir því orðið að fá nýj-

ar vörur í þeirra stað, og þar hefir

sænski pappírsiðnaðurinn komið að

góðu gagni. Er það alveg furðu-

legt hvað hægt er að vinna fjöl-

breyttar vörur úr pappír. Og á

sýningunni voru sýnishorn af papp-

irsþræði, köðlum, færum og reipum,

og hlutu almenna aðdáun. Og þá

má jafnframt geta þess að pappír

getur víða komið í staðinn fyrir

pjátur til umbúða.

Af sulfitlút vænta menn mikils

gagns í framtíðinni. Það er eigi að

eins að hægt sé að vinna úr henni

vinanda til iðnaðar, heldur ýmsar

aðrar þýðingarmiklar efnisvörur, t. d.

litunarvörur. En þó vantar enn mik-

ið á, að iðnaðurinn sé að þessu leyti

kominn á svo hátt stig, að hann

geti kept við erlendan iðnað.

Leðuriðnaður hefir átt mjög erfitt

uppdráttar í Svíþjóð nú að undan-

förnu, vegna skorts á leðri og sút-

unarefnum. En sulfitlútin hefir þar

komið að góðu gagn1, þvi að úr

henni hefir verið gerð sútunarsýra.

í staðinn fyrir leður hafa menn not-

að tré, og hinir nýju tréskór Svía

hafa hlotið viðurkenningu um öll

Norðurlönd.

Dönsk blöð segja það um sýning-

una að hún hafi verið ágæt og Sví-

um til sóma. Hafi það glögt sézt

þar hve Sviar sé langt komnir í iðn-

fræði og hversu vel þeir hafi kunn-

að að bjarga sér á þessum vandræða-

tímum.

Ný gjöf

til radíum-lækninga.

Hlutafélagið »Völundurc hefir gefj

iðiooo kr. — eitt þúsund krónur

— í sjóð til radium-lækninga hér í

Reykjavik, til minningar um Hjört

heitinn Hjartarsoo. trésœíðameistara.

Fangar Þjóðverja.

Það er kunnugra en frá þurfi að

segja, að til skams tima hefir verið

mjög mikil matvælaekla í Þýzkalandi,

hvað sem nú kann að vera eftir að

þeir hafa þröngvað Rámenum og

nokkrum hluta Rússa til friðar, sem

væntanlega hefir fært þeim heim

roiklar kornvörubirgðir. Erlend blöð

herma það, að fólk í Þýzkalandi

hafi ekki um margra mánaða skeið

fengið nægju sína, fólkið hafi hálf-

soltið, sýkst og jafnvel dáið, þeir sem

minstan höfðu mótstöðukraftinn.

— Þegar svo er ástatt í landinu,

má geta næni að æfi þeirra manna,

sem sitja í fangabúðum Þjóðverja,

sé ekki sem glæsilegust. Enda gera

brezk blöð mikið úr þeim hörmung-

um, sem þar rikja og ráða. En með-

ferð og viðurværi fanganna kvað

vera mjög misjafnt eftir því hver

fangabúðin er. —

— A einum stað, þar sem ame-

ríkskir og brezkir fangar eru ein-

göngu, hafa fangarnir fengið tvær

brauðsneiðar á dag, einhverskonar

kaffiígildi tvisvar á dag, og */2 pott

af þunnri súpu og rófum og 10 pd.

af kjöti og beinum fyrir hverja ioo

potta af vatBÍ. Þetta þætti einhvers-

staðar lítill matur, en þó kváðu fang-

ar sumssaðar í Þýzkalandi hafa feng-

ið enn minni mat.

Það er sagt, að fangarnir mundu

hafa fallið í þúsundatali, ef eigi væri

þeiffi sendur matur heimanað. Hafa

verið stofnuð ýms félög í Bretlandi

og Bandaríkjunum sem annast söfn-

un á matvælum og sendingu þeirra

til fanganna í Þýzkalandi. Því mið-

ur, segja brezk blöð,-hafa ekki allar

sendingarnar komið fiam, einkum

ekki í fyrstu, en þegar þýzku yfir-

völdunufh var bent á að slíkt gengur

glæpi næst, að afhenda ekki föng-

unum bögla þá, sem til þeirra voru

sendir, þá komst betra lag á út-

býtingu matvælanna.

Það hefir þrásinnis komið fyrir,

að fangar í Þýzkalandi hafa verið

svo soltnir, að þeir hafa grafið upp

rætur jurta og lagt sér þær til munns.

Eigi eru menn mjög trúaðir á það,

að þó að eitthvað batni ástandið í

Þýzkalandi hvað mat snertir, muni

batinn ná til fangabúðanna. Það er

hætt við þvi, að það verði þröngt í

búi hjá herföngunum framvegis.

kunni á skautum, og var einnig

farið að æfa listhlaup og þá danz á

skautum.

Skautahlaup.

Skautahlaup eru talin hin skemti-

legasta vetraríþrótt. Og hún er æfa-

gömul. En lélegir voru fyrstuskaut-

arnir. Þeir voru gerðir úr kjálka-

beini úr nauti, hesti eða hreindýri.

Eða þá úr hrossleggjum. Um alda-

mótin 1400 fóru Hollendingar að

smíða járnskauta. Var járnið í þeim

mjög þunt, kúpt að framan og

greypt í tré.

En það var eigi fyr en á 18. öld,

að menn fóru að leggja rækt við þá

íþrótt að fara á skautum. Þá voru

Hollendingar fremstir i þeirri i-

þrótt, en nú tóku Þjóðverjar og

fleiri þjóðir í norðanverðri álfunni

að ná þeim. Þó var um allangt

skeið bann við því í Þýzkalandi að

kvenfólk rendi sér á skautum. En

í Hollandi var það á annan veg.

Þar keptust karlmennirnir um það

að fá að binda skautana á stúlkurn-

ar og þær þökkuðu þeim svo vana-

lega fyrir ómakið með kossi. Nú

má það eigi sjást fraffiar, að stúlka

kyssi pilt fyrir það að hann bindur

á hana skautana — sá siður hefir

horfið, eins og svo margir aðrir

gamlir og góðir siðir.

Um 1860—70 þótti sá ekki

maður   með    mönnum,    sem    ekki

Fótalausi maðurinn.

Um leið og fjársöfnunini til fóta-

lausa mannsins er lokið, viljum vér

þakka öllum þeim, sem beðið hafa

Morgunbl. að koma gjöfum á fram-

færi. Hér fer á eftir skýrsla yfir

gjafirnar, sem oss hafa borist, og/

höfum vér afhent sr. Ólafi Ólafsyni

upphæðina,

N. N. 100.00, Systkin 2.00, S

P. S. 15.00, N. N. 5.00, B. þ. G.

10.00, 7+7 10.00, Dinni 10.00,

N. N. 10.00, ónefndur 2.00, 7+7

10.00, afh. af J. M. 50.00, afh. af

kaffigestum 85.00, N. N. 10.00,

Frá spilafél. 100.00, ónefndur 1.00",

ónefndur 10,00, N.' N. 10.00, S. G.

5.00, St. 10.00, G. b. h. 5.00, J.

5.00. — Samtals kr. 465.00.

Uppþot á austurríksk-

um tundurbáti.

Fyrir nokkru strandaði austurríkski

tundurbáturinn »T. B. 11« hjá PortO'

Recamati á ítalíu, 13 mílur fyrir

sunnan Ancona. Tildrög strands

þessa voru þau, að sjóliðsmennirnir

á tundurbátnum höfðu gert uppreist

gegn fyrirliðunum, höfðu handtekið

þá alla og síðan siglt skipinu á land.

Náðu ítalir því nærri óskemdu af

grunni, og nota það mi í flota

sínum.

Brezk blöð segja að þetta sé ekki

í fyrsta sinnið, sem uppreist verði í

flota Austurrikismanna, en það hafi

æfinlega tekist að bæla hana niður,.

þó við illan leik á stundum.

Dýraverndunarfélag

er nýlega stofnað á Akureyri. Eru

félagsmenn um 65, en sérstök bafna-

deild starfar þar, og eru í henni

um 70 börn. í stjórn félagsins eru

Ragnar Ólafsson konsúll, Sig. Ein.

Hliðar og Jón Steingrímsson.

Njðsnarmál allmikið er komið

upp í Trömsö í Noregi. Hafa Þjóð-

verjar, búsettir þar, verið staðnir að

því, að hafa gefið þýzkum kafbát-

um ýmsar upplýsingar viðvíkjandi

siglingum til Arkangel.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4