Morgunblaðið - 18.03.1918, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.03.1918, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ r Háseta vantar nú þegar á seglskipið Ellen Benson, sem fer héðan til Spánar. . Menn snúi sér um borð til skipstjórans. Primusar, Primusfjausar og Pönnur, nýkomið til Jes Zimsen járnvörudeild. Hafnarvöröur verður skipaður við Reykjavikurhöfn til að hafa umsjón í höfninni á sjónum. Byrjunarlaun 3600 krónur á áii er hækki með 200 krónum ann- aðhvort ár upp í 4600 krónur. Umsóknir um þessa stöðu, sendist á skrifstofu borgarstjóra í síðasta lagi á þriðjudagskvöld 19. þ. m. Borgarstjórinn í Reykjavík 15. marz 1918 Ji. Zimsen. Indverska rósin. Skáldsaga eftir C. Krause. 120 — Hvaða atvikum? — það er löng Baga að segja frá því og skal eg segja þér hana síðar, en nú hefi eg ekki skap til þess. — Heyrðu nú Helena, mœlti bar* úninn af þjósti, þú hefir nógu lengi haft mig fyrir fífl. J>ú lofaðir því að Robert skyldi afsala sér greifa- krónunni í hendur Arthurs, en það hefir víst ekki orðið enn. |>ú hefir þess vegna svikið mig. — Nei, svaraði Helena. Eg hafði einsett mér að skýra Robert frá því að hann væri bróðir Arthurs, en eigi eonur Arabellu, heldur Zigaunastúlk- unnar Lunu. Mér mundi líka hafa tekist það ef hann hefði eigi áður frétt það úr annari átt. Eg vissi að greifinn var göfuglyndur og réttsýnn maður og mundi þegar afsala sér greifakrónunni er hann fengi að vita hið sanna. — Já, en hann hefir þó eigi af- salað sér henni. — Eg er hrædd um að hann muni gera það. — Ertu hrædd um það? — Já, þvi að ef nokkur maður á það skílið að bera greifanafnbót þá er það Robert. — Nú skil eg, hrópaði barúninn fokreiður. þú hefir ætlað þór að krækja i Robert og heldur að þér muni takast það. f>ess vegna viltu að hann haldi greifakrúnunni. þú hefir gengið í bandalag við Zigauna gegn Arihur og mór. Eg trúi því ósköp vel, að Robert vilji gjarna halda greifakrúnunni. En eg skal sýna honum í tvo heimana. Kyn- blendingur og Zigauni á ekki að skipa bekk með brezkum aðalsmönnum. — það er meira í hann varið heldur en alla enska aðalsmenn að samantöldu, og ertu ekki undanskil- inn, kæri frændi. Og allir aðalsmenn í ríkinu ættu fremur skilið að verða betlarar heldur en hann misti neitt af þeim réttindum er hann nú hefir. — það er gott að þú talar þó einu sinni eins og þói býr í skapi! Og eg efast eigi um það að þú ósk- ir elskhuga þínum góðs gengis. það væri skemtilegt ef Zigauna-kynblend- ingur og betlistelpa skipuðu einhver hin æðstu tignarsæti þessa lands! — Robert Cumberland er ekki elskhugi minn, hrópaði Helena reið. Og fyrst þú kallar mig betlarastelpu þá get eg mint þig á það, að þú narraðir Itburiel föður minn til þess að selja mig. En hefðir þú leyft mór að vera í ættlandi mínu, þá mundi eg líklega hafa verið ham- ingjusamari heldur en eg er. Rúmstæði Og Rúmfatnaður beztnr í Vöruhúsinu Geysir Export-kaffi er bezt. Aðalumboðsmenn: 0. J0HNS0N & KAABER. Jariepli heilum pokumí OR smásölu (pr. kilo 50 aura). Jes Zimsen. cRrunafryggingarj sjó- og stríðsvátryggingar. O. Jofjnson & Kaaber. — þú getur fengið það, grenjaði barúninn ofsareiður. Heldurðu að eg kæri mig ura það að hafa á mínu heimili, þá sem vinna á móti mér? Og eg er viss um að þú gerir það. En bráðum mun mér takast að hrekja alla Zigauna burtu úr landinu og þar með fella kynblendinginn frá greifakrúnunni. En helduru að eg vilji hafa þig hjá mér fyrst þú er mér fjandsamleg og gerir alt sem í þínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir fyrirætlanir mínar? — Eg skifti mér ekkert af því, svaraði Helena kuldalega. Gerðu sem þér sýnist. — Jæja, þá spyr eg þig: Viltu hjálpa mér til þess að fá Robert til þess að afsala sér greifanafnbót sinni og eignum? — Nei, mælti Helena með áherslu. Fyrir nokkrum dögum hefði eg ef til viljað það. .En nú veit eg það að eg elska Robert og þótt hann hafi hrakið mig frá sér, þá mun eg þó gera alt sem í mínu valdi stendur til þoss að koma í veg fyrir það að honum verði gert nokkuð til miska. — Farðu þá undir eins frá augum mínum, hrópaði barúninn, og dirfstu þess aldrei að láta mig sjá þig. Farðu til Lundúna, til Zigaunahysk- isins þíns og karlskrattans hansföð- ur þíns. Eg vona að þér verði bráð um vísað úr landi, ásamt þeim. Hérna er skotsilfur handa þér. Og farðu nú þegar á stað. Det kgl. octr. Brandassnrance, Kaupmannahöfn vátryggir:. hús, húsgögo, alls- konar vðruforða o.s.frv. gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heima kl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h. í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen). N. B. Nielaen. Brunatryggið hjá „W OLG A“ Aðalumboðsm. Halldór Eiriksson, Reykjavík, Pósthólf 385. Simi 175. Umboðsm. i Hafnarfirði kaupm. Daniel Berqmann. Trondhjems Yátryggingarfélag M. Allsk. brunatryggingar. Aðalumboðsmaður Carl Finsen, Skólavörðustíg 2j. Skrifstofut, 5'/a—61/* sd. Tals. 331 ALLSKONAR VATRYGGING AR Tjarnargötu 33. Símar 23581:429 Trolle & Bothe. Sunnar Cgilson skipamiðlari, Hafnarstræti 15 (uppi). Skrifstofan opin kl. 10—4. Simi6o8 Sjó-, Stríðs-, Brunatryggingar. Talsími heima 479. >SUN INSURANCE OFFICE* Heimsins elzta og stærsta vátryggingarfél. Teknr að sér allskonar branatryggingar. AðalnmboBsmaður hér á landi Matthias Matthiasson, Holti. Talsími 497. Um leið og barúninn mælti þetta fleygði hann vænni pyngu fyrir fæt- ur Helenu og stappaði í gólfið, eins og hann væri ær. Helena tók pyngjuna og þeytti henni framan í barúninn. — Fúlmenni! mælt hún rólega. |>að er þér líkt, það er alveg eftir brezk- um aðalsmauni að koma þanrtig fram. Fyrst tekur þú að þér munaðarlaust og fátækt barn og elur það upp við auð og allsnægtir. En þegar þessi vesa- lingur er fulltíða og hefir vanist svo auð og óhófi að haun má ekki án þesB vera, þá hrekurðu haun frájþór aftur út í eymd og volæði. það er í sannleika prúðmannleg framkoma! Eigðu sjálfur fé þitt. Eg get kom- ist af án þess. Og svo gekk Helena út. En þeg- ar dyravörður lokaði hurðinni á eft- ir henni var þrek hennar þorrið. Hún hallaðist upp að veguum og grét beizklega. - — Nú er eg einstæðingur, mælti hún kjökrandi. Eg þekki eigi neinn mann sem eg get farið til! Og verst er þó að eg skuli sjálf eiga sök í þessu! Nú bíður mfu auðuulaust og fátækt lff ? Nei, þá er betra að eg fleygi mér í sjóinn! — En hvað hamingj' an er hverful! Fyrir f_áum dögum var eg rík og göfug kona, sem alli* beztu menn Englands kappkostuðn að þóknast. Og f dag er eg yfirgef- in af öllum — betlari sem hvergi » höfði sfnu að að halla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.