Morgunblaðið - 21.03.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.1918, Blaðsíða 1
t Fimtnd. 21. tnarz 1918 MOBGUNBLABID •“ í rgangr 137. tölubl&ft Ritstjórnarsimi nr. 500 Ritstjón: Viihjálmur Finsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusimi nr. 500 saa^Hi» Gamía Bió leanne Doré Stórfenglegur og áhrifamikill sjónleikur í 5 stórum þáttum eftir Tristan Bernards sjónleik »Madame Doré«, sem leikið hefir verið um víða veröld, og hlotið einróma lof. Myndin er sýnd öll í einu lagi —-Aðalhlutverkið leikur: Sarah Bernhard, heimsins allra frægasta leikkona. Þessi mynd er meðal beztu verka kvikmyndalistarinnar. List Sarah Bernhards er sýnd hér enn betur en nokkuru sinni fyr. Spertir allra hjörtu og hrífur hugi áhorfendanna. Leikritið »}eanne Doré« var nýlega leikið í Casino i Khöfn og myndin sýnd í Victoria-leik- húsinu við afarmikla aðsókn, og öllum blöðunum þar ber saman um, að hér sé nm mikla leiklist og áhrifamikið efni að ræða. — Tölusett sæti má panta í síma 475;. Erl. simfregnir. frá fréttaritara Morgunbl.). Khöfn, 19. marz. Maximalistar hafa yfirgefið Char- ■cov í skyndi. Róttækari jafnaðarmenn, sem sæti áttu í nissnesku stjórninni, hafa lagt niður embætti. Imofui(?) er sendiherra Riissa í Æerlín. Njörður bjargar skipi. í gær kom botnvörpungurinn »Njörður« inn til Vestmannaeyja með seglskipið »Skandia« i efrir- dragi. Hafði hann bjargað því aust- Ur hjá Portlandi, þar sem það var að velkjast ósjálfbjarga. »Skandia« fór héðan 25. jantiar með fisk frá h.f. »Kveldtilfur« og átti að fara til Spánar. En er það kom suður fyrir írland, hrepti það rokstorm svo mikinn, að við sjálft lá, að skipið mundi farast. Var veð- urhæðin svo mikil að eigi var stætt á þilfarinu. Brotnuðu þá bæði siglu- tré þess og fóru fyrir borð með segl og reiða. Ennfremur braut sjórinn allan há- stokk skipsins og braut svo yfir það skipstjóri sá eigi annað ráð vænna e0 létta á því, með því að kasta hokkru af farminum fyrir borð. En ebkert Jviðlit var að opna lestina. ^ar það þá tekið til bragðs að höggva gat á skilrúmið milli káetunnar og lestarinnar og var síðan fleygt fyrir borð 70—80 smálestum af fiski. Þegar veðrið tók að lægja, var tildrað upp bráðabirgðasiglingu og svo haldið beint undan veðri og vindi. En altaf var dimmviðri og gat skipstjóri þá eigi áttað sig á því hvar hann var kominn, og er hann sá land fyrst, áleit hann að hann mundi vera kominn til Grænlands. Var þá tekið til að smíða bát, þvi að bátinn hafði skipið mist og einnig öll legufæri. En þá kom »Njörður« á vettvang og bjargaði skipinu. Farmnrinn mun vera eitthvað skemdur, en þó eigi mikið. R eykj avíkurhöfn og bæjarstjórnin. Það lítur út fyrir að mönnum sé um það bil farið að ofbjóða öll sú ráðsmenska og vizka, sem þremenn- ingarnir, Knútur, Jón og Sveinn, hafa, frá því fyrsta til hins siðasta, sýnt með þvi að leggjast á eitt með að brjála það, að réttur maður verði settur á réttan stað til þess að stýra athöfnum þeim, sem Reykjavikurhöfn eru nauðsyn- legastar, og alt veltur á, hvort hún geti orðið að því gagni, sem til var ætlast með bygging hennar. Undanfarna daga, 17. og 18. þessa mánaðar, hefir i blaði þessu verið veizt að þessum háu herrum og þeir víttir, að maklegleikum, fyrir afskifti sin og alla ráðsmensku, um skipun núverandi hafnarstjóra, þvert ofan í tillögur hafnarnefndar, og um- sögn þeirra manna — bæði í ræðu SH5> Tivfa Bíó <SSB P r o t e a. Stórfenglegur sjónleikur um afrek hins fræga og ötula kven-leynilögregluþjóns. I s j ö þáttum, 10 0 atriðum, Protea er tilkomumesta kvikmyndin sem hér hefir sézt. Sá sem einu sídhí hefir séð Protea getur aldrei gleymt henni. Protea sjálf er — drotning allra leynilcgregiumanna. — Fjórir fyrstu þættirnir sýndir í k v ö 1 d . Tölusett sæti kosta 0,75, almenn 0.50 og barna 0,20 Leikfélag Reykjavíhur. Frænka Gharley’s verður leikin föstudaginn 22. marz kl. 8 síðdegis. • Aðgöngumiðar seldir í Iðnó á fimtudag frá kl. 4—8 síðdegis með hækkuðu verði á föstudag frá kl. 10 árdegis með venjulegu verði. Ekki teikið á íaugardag. og riti—, sem ótvírætt báru marg- falt meira skyn á það mál. En þeir sátu eigi að siður við sinn keip, og virtu alt að |vettugi, nema sina óskeikulu speki; en hún var sú, að það skifti engu máli þótt sá, sem hnossið hlyti, hefði ekki sjó- mannsþekking, sú þekking væri að- eins aukaatriði; því það, sem fyrir þeim vekti um hæfileika þess manns, er valinn yrði hafnarstjóri, væri svo óendanlega margt og miklu meira, á alt öðrum sviðum, en sjómensku- hæfileikum. A hinum nafntogaða bæjarstjórn- arfundi, sem sú athöfn fór fram, að ráða fram úr hvern velja skyldi til hafnarstjóra fyrir höfnina, voru við- staddir allmargir úr hóp þeirra manna, sem ótvlrætt bera hlýastan hug til þeirra miklu umbóta, sem orðnar eru á höfninni frá því er áður var. Þeim hinum sömu gat því ekki staðið á sama, hver valinn yrði aðal-ráðamaður hennar. Það, sem fram fór á þeim fundi, voru þau býsn af fjarstæðum, og nú sannanlegum ósannindum — svo maður brúki ekki enn sterkari orð — sem þremenningarnir, Knútur, Sveinn og Jón, notuðu sinum mál- stað til stuðnings, að óliklegt er að þau geti nokkurntima úr minni liðið sjómannastétt þessa bæjar, eða þeim úr þeirri stétt, sem hita og þunga dagsins hafa borið — og að lik- indum bera — i þessu bæjarfélagi. Að rekja alt, sem gerðist á þess- um fundi af hendi þremenninganna, verður ekki gert í smá-blaðagrein, en á umsögn þeirra og þeirra áhrifa, seni þeir höfðu á skipun hafnar- stjórans, verður þó að minnast með örfáum orðum. Ekki man eg það í hvaða röð þremenningarnir tóku til máls, enda skiftir það minstu. Þó mun hr. Knútur fyrstur hafa beðið sér hljóðs, um leið og hann afhenti forseta umsóknarskjöl þeirra er sótt höfðu um stöðuna, og lét hann þess getið um leið, að tillögur hafnarnefndar í þessu máli réðu ergu um þá kosn- ingu, sem hér væri um að ræða. Næst mun hafa talað Hannes Hafliðason. Vítti hann mjög þá skoðun Knúts, að ekki bæri að taka tillit til meirihlutatillögu hafnarnefnd- ar, sérstaklega þar sem hún aðhyll- ist að veita stöðuna þeim manni, sem ótvírætt, að hyggju allra þeirra er nokkuð skyn bera á þetta mál, væri að þeirra dómi sjálfkjörinn til þess að takast þennan starfa á hend- ur. I sambandi við þessa kosning drap hann einnig á, hversu herfilega ^aupirðu góðan hlut mundu hvar þu fekst hann. Smurningsolía: Cylinder- & Lager- og 0xulfeiti eru áreiðanlega ódýrastar og beztar hjá SI gjll p jóni Hafnarstræti 18 Simi 137.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.