Morgunblaðið - 21.03.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.03.1918, Blaðsíða 3
«fl5 MORGUNBLAÐIÐ Hefði nú lððsinn verlð á sinum stað, þá er mjög ólíklegt, að þetta mikla slys hefði orðið. En hvað er það, sem einmitt veld- nr þessaii fjarveru hans. Að minni hygcju ekkert annað, en vanþekk- ing hins skipaða hafnarstjóra, á alt það, sem að almennri sjómensku lítur, því eins vist, og tveir og tveir eru fjórir þá mur.di hafoarstjóra, með góðri sjómannsþekking aldrei hafa til hugar komið, að nota hvorugan lóðsanna til þess að raða niður þess- um fáu skipum og bátum, sem á höfninni voru — en að því var lóðs- inn þegar slysið varð. Eyrir honum mundi verk það, svo anðvelt og létt — bara leikur — að ekki gæti kom- ið til nokkra mála, að nokkur ann- ar en hann einn innti. það af hendi. Þá vil eg að síðustu spyrja þrí- meningana um, hvort þeir ekki eru mér sammála um það, að sjómanna stétt þessa bæjar, sé ekki og hafi verið, megin aflvaki þessa bæjar, og og sé svo, að þeir verði mér sam- mála um það þá heimta eg, að þeir séu það drenglyndir að kannnast við þann ótvíræða sannleika, að einmitt vegna atorku og þrautsegju hinnar sömu stéttar, er höfnin það, sem hún nú er orðin. Maqnús Maqnússon. Námskeið fyrir mælingamenn. Viðtal við Th. Krabbe verkfr. Svo sem auglýst hefir verið hér í blaðinu verður að tilhlutun Verk- fræðingafélags íslands haldið nám- skeið fyrir mælingamenn í vor hér i Reykjavík. Hefir slíkt námskeið eigi verið haldið hér áður, en hins- vegar mikil ekla á mönnum, sem geta tekið að sér þó eigi sé nema einföldustu landmælingar. Til [þess að fá upplýsingar um fvrirtæki [þetta höfum vér átt tal við Th. Krabbe verkfræðing, mann- inn sem mun stjórna hinu fyrirhug- aða námskeiði. Það sem fyrst og fremst hefir bomið Verkfræðingafélaginu til þess að láta þetta mál til ,sín taka, tr verkfræðingaeklan sem hér er. Það vantar mjög tilfinnanlega menn til Þess að létta hinum einföldustu veik- Utn af herðum verkfræðinganna, en Nir menn verða að kunna dálítið ’ verkfræði. Mælingar taka oft lang- atl tíma og það fer of mikill tími * Þær fyrir verkfræðinga, sem annars eru önnum kafnir. Þess vegna vilj- Utrt við kenna efnilegum ungum ^önnum landmælingar svo þeir geti l4ek>ð þau stö'f að sér hvort sem er etgin spýtur eða fyrir einhvern ^f^fræðinganna. Eftir, námið eiga ^6lr að geta tekið að ?ér að mæla auptún eða sveitabæi með húsum túnum og ölln öðru, og gert af því uppdrátt og reiknað út flatarmálið. — Þá höfum við og áformað að kenna hallamæ'ingar og ef til vill dýptarmælingar bóklega og með mikl- um verklegum æfingum. — Bú:st þér við mörgum nem- endum ? Allmargir hafa þegar leitað upp- lýsinga, en þeir eru fáir, sem enn hafa ákveðið sig. Líklegt er að nokkrir kpmi og utan af landi, og he'zt vildum við að nemendurnir væru ekki allir héðan úr Reykjavík. Það er enginn vafi á því, að hér er að ræða um 'þarflega nýbreytni, sem Verkfræðingafélag íslands á þakkir skilið fyrir að hafa stofnað til. Það ætti að geta orðið góð at- vinna fyrir unga menn, að stunda landmæiingar og uppdráttagerð á sumrum, auk þess sem námskeiðið vonandi bætir úr þeim skorti, sem hér er á mælingamönnum, sem eitt- hvað kunna til þeirra hluta. Nauðsynjamál. Morgunblaðið hefir oftar eij einu sinni hreyft þvi, hvað það væri nauð- synlegt að koma á fót sameiginlegu mötuneyti hér i bænum eða mat- söluhúsum j undir eftirliti bæjar- stjórnar, sem seldu almenningi mið- degisverð ágóðalaust. En árangurinn hefir enginn orðið. — Vita mei n þá ekki að slik matsölu- hús hafa gefist ágætlega i stórum og smáum bæjum hjá nágrannaþjóð um vorum? Dönsk blöð segja að slík mat- söluhús þar í landi hafi i vetur getað selt miðdegisverð »með tveim heit- um réttum* fyrir 40—50 aura, þrátt fyrir dýrtiðina, og i Alaborg t. d séu þau svo vinsæl að 7. hver bæjar- búi borði þar. Gamalmenni og las- burða fólk getur látið sækja matinn, en aðalþorrinn borðar i matskálun- um. Reynslan er annarstaðar i fám orðum, að maturinn verði fjölbreytt- ari, hollari og ódýrari en hjá megin- þorra efnalitilla manna í heima- húsum. Allir aðdræltir i stórkaupum og því mikið ódýrari og miklu drýgri eldamenskan tiltölulega en á heim- ilunum, ekki sizt hvað eldiviðinn snertir. Auk þess minka við það annir húsmæðranna. svo að þær geta betur hirt um börn sín en ella. Þegar verið var að stofna Sam- verjann, héldum vér sumir, að hann gæti orðið meðfram byrjun að slikri stofnun, og auglýstum, að fólk g2feti fengið keyptan miðdegisverð hjá honum fyrir 25 aural En reynslan hefir sýnt að það var ýmislegt því til fyrirstöðu. Fyrst og fremst hefir aðsóknin að honum oftast nær verið svo mikil frá bláfátækum heimilum, að húsrúmið, og þá einkum eldhúsið, gjörði oss ómögulegt að skamta fleirum daglega en þessum 200— 250 börnum og sjúklingum sem til vor leituðu. Og þó hann gæti fengið stærra húsnæði, sem er vafa- mál, þá er reynslan sú, að margur verkamaður sem getur borgað kyn- okar sér við að kaupa þ-r mat, af því að hann er hræddar um að'það fréttist »að hann sé f uinn að borða hjá Samverjanum« og ókunnugir haldi að hann fái matinn ófyrirsynju ókeypis. Vitanlega væri það þó miklu betra fyrir verkamenn, sem eru við ýmsa útivinnu í eða r.álægt Miðbænum, aó kai pi sér harla ódýra en sa'sama máltíð hjá Samveijanum, og borða þar í góðum hita, en að láta flytja sér tnat og borða hann úti i misjöfnu veðri, og eitthvað væri það fyrirhafnarminna fyrir heim- ili þeirra. En það er hrein undan- tekning að þeir komi, og eg held það sé af því að þeir óttast þenna misskilning. — Væri um matsölu- hús að ræða, þá væri sá misskiln- ingur úr sögunni, og enginn vafi á að aðsóknin yrði mikil. Bæjarstjórn vor verður að gangast fyrir þessu, því henni er hægast að komast að góðum kaupum á mat- vörum og eldivið, sjá um að það yrði ekki nein g óðastofnun fyrir fáeina einstaklinga og síðast en ekki sizt að útvega hentugt húsnæði. — Þótt sumum Reykvíkingum hætti til að skamma bæjarstjórnina fyrir flest sem hún gerir, skil eg ekki að nethn maður með fullu viti mundi álasa henni fyrir að hefjast sem fyrst handa í þessa átt. Lengur en til næsta hausts má það ekki dragast, en töluvert fyr verður að hugsa fyrir húsnæði og semja um hagfeld kaup á matvörum og eldivið. Sennilega verður bezt að hafa ekki nema eitt matsöluhús fyrst í stað, en svo rúmgott verður það að vera að 300—400 manns geti matast þar á þrem til fjórum klukkustund- um. Verkamannafulltrúunum stendur næst að hreyfa þessu máli, eða eru þeir mér ekki sammála um gagnið og þörfina? 5. A. Gíslason. DAGBOK Gangverð erlenðrar myntar. Bankar PósthúB Doll.U.S.A.&Canada 3,50 3,60 Frankl franakur <62,00 62,00 Sænsk króna ... 109,00 110,00 Norsk króna ... 104,00 106,50 SterHngspund ... 16,00 16,20 Mark 6800 • • • Holl. Florin ... • •• ... 1.87 Austurr. króna .. Hjálparstarfsemi Banðalags k v e n n a. Viðtalatími miðvikud. og föstud. kl. 2—4 á lesstofu kvenna, Aðalstræti 8. Gnðm. Hannesson yfirdómslögm. á Isafirði hefir verið settur sýslu- maður á Patreksfirði í stað Guðm.- Björnssonar, Bem orðinn er sýslum. í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. T Sterling fer í dag i hringferð um landið. Pjöldi farþega fer með skip- inu. Um 80 manns hafa panbað far á Botniu héðan til Danmerkur. Skipið flytur mikið af Ameríkuvörum héðan til Færeyja. Hftir ófriðinn. Það hefir mikið verið talað um viðskiftastyrjöld eftir ófiiðinn. Hafa margir i bandamanna löndunum viijað að bandamenn útilokuðu Þjóð- verja frá siglingum og maikaði í afurðum þeirra eftir að ófriðurinn er á enda — með öðrum orðum að ófriðurinn staodi um nokkurra ára skeið eftir að vopnaviðskiftin eru á enda. Hvort sem úr því verður eða ekki, þá mun það víst, að banda- menn hafa hug á því að reyna að útiloka Þjóðverja fra verzlunarvið- skiftum, þar sem því veföur við- komið. Bretar og Japanar hafa nýlega gert með sér samning um ýmsar fram- kvæmdir í Austurlöndum. Bendir alt til þess að þeir samningar séu aðallega gerðir til þess að hindra viðskirti Þjóðverja eystra. Mjög öfl- ug gufuskipafélög hafa verið stofn- uð og er í ráði að þau verði þannig. rekin, að ómögulegt sé fyrir Þjóð- verja að keppa við þau félög um flutninga til Austuilanda. Herskip Rússa. Fregn frá Stokkhólmi hermir það,. að öll herskip Rússa, þau sem í Helsingfors eru, séu óhæf til hern- ■ aðar. Af vanrækslu og sliti eru fall- byssur þeirra orðnar ónýtar og vél- arnar eru svo illa með farnar að það er talið að skipin í mesta lagi geti skriðið 10—12 mílur á vöku. Dobrudscha. Búlgarska blaðið »Dzewnik« i Sofía segir svo frá því að þjóðfund- ur Dobrudscha, sem haldinn er i Babadag hafi skírt að nýju þrjár borgir til merkis um þakklæti sitt fyrir það að Dobrudscha er nú laus undan Rúmeníu. Heitir ein Macken- zen önnur Kuhlmann og hin þriðja Czernin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.