Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ
þó áður verið öruggur um sig á
strætum og gatnamótum. Morð og
rán þekktust þar eigi öðruvísi en
sem glæpir, drýgðir einstaka sinn-
um.  Nú er það daglegt brauð.
1 staðinn fyrir þjóðastríð er nú
komið þjóðfélagsstrið í Austur-Ev-
rópu, og þótt heilbrigð skynsemi sé
því miður eigi smitandi, þá er heimsk-
an það.
Sjávar-grænmeti.
Það er leitt hvað Island getur
framleitt lítið af grænmeti þótt alúð
sé lögð við að rækta það i görðum,
en leiðara er þó hitt, að menn skuli
alveg ganga fram hjá því grænmeti
er vex hér óræktað bæði vetur og
sumar. Það er grænmetið í fjörun-
um, söl, markjarni og annar fjöru-
gróður.
í 10. tbl. »íslendings« ritarStein-
grímur læknir Matthíasson um mjöl-
drýgindi í hallæri og birtir þar kafla
úr bréfi frá bónda nokkrum i Norður-
Múlasýslu. Og vegna þess að það
verður aldrei of rækilega brýnt fyr-
ir mönnum að nota fjörugrösin, þá
leyfum vér oss hérmeð að birta
þennan bréfkafla.
» . . . Siðastliðið ár hefi eg oftar
en einu sinni séð i blöðunum, að
hugsandi menn hafa ráðlagt sjávar-
fólki, að nota söl og marjukjarna
(markjarna vil eg kalla) til manneldis,
en þeir hafa eigi minst á, hvernig
ætti að brúka þessar jurtir, nýjar eða
þurrar eða útbleyttar, likt og fjalla-
grös, að því siður hvaða gildi þær
hefðu.
Nú í janúarmánuði, þegar altfylt-
ist af hafis, en nóg var i fjörunni
af fjörugrösum, datt mér í hug að
menn mættu varla við þvi, að ganga
á matnum, svo að eg tók mjg til
Og náði i nokkuð af markjarna og
fekk konu minni tii að matbúa. Að
visu þekti eg enga aðferð við það,
en eg þvoði kjarnann og saxaði hann
siðan eins og fjallagrös. Þvínæst
lét eg í pottinn einn þriðjung af
þessu, móti tveim þriðjungum af
haframjöli. En kveið nú fyrir, að
alt yrði ónýtt vegna ólundarbragðs,
eða einhverra mistaka, þvi grautur-
inn varð fyrst laufgrænn, en siðan
döknaði hann og varð briinleitur. En
niðurstaðan varð sú, að aí honum
fanst ekkert óvanalegt bragð, en tölu-
vert meiri suðu þurfti þessi grautur
en venjulegur hafragrautur.
Eg fullyrði að grautur, svona til-
búinn, er ágætur matur, að minsta
kosti með mjólk, og jafnvel hvern-
ig sem maður vill neyta hans. Þetta
eru þau mjöldrýgindi, sem vert væri
að ræða um af þeim, sem færir
væru að tala um slíka hluti. Mikill
kostur er við að afla sér kjarnans
fram yfir fjallagrös, að hann er auð-
jenginn,  jafnt vetur og sumar . . .
Sérfriður
Rússa og Miðrikjanna.
Hinn 3. marz voru sétfriðarsamn-
ingar Riissa og Miðríkjacna undir-
skrifaðir. Neyddust Rússar til þess
að undirskrifa samningana, þótt þeir
hefðu eigi ætlað sér það (sbr. um-
mæli Trotzkys að ófriðnum væri
lokið, en friður eigi saminn fyr en
síðar). Hinn 20. febrúar hafði Maxi-
malistastjórnin haldtð næturfund í
Petrograd og flestir ráðherranna, eða
þjóðfulltribnna, sem þeir nefnast,
höfðu fallist á það að halda uppi
ófriði við Þýzkaland og verja Petro-
gnd.
En Tcheremissov hershöfðingi,
sem hafði verið kvaddur þangað til
þess að gefa upplýsingar um her-
málin, hélt þá tveggja klukkastunda
Len'n
fyiirlestur og sýndi fram á það, að
Rússar gætu eigi varist lengur með
vopnum, vegna þess að allur agi
væri úr hernum. Það var engin
minsta von til þess að hermennirn-
ir vildu hlýða Krylenko fyrst þeir
vildu ekki hlýða Kerensky. Fekk
Tcheremissov synt fulltrúunm fram
á það, að það mundi þýðingarlaust
að reyna að mynda nýjar »rauðar
hersveitir* og þess vegna var það
samþykt um morguninn að vinna
þegaf að þvi að fáftið við Þjóðverja.
Þeir Lenin og Trotzky voru eigi
sammáia. Lenin hafði altaf haldið
því fram, að friðarsamningar yrðu
að gerast í Brest Litovsk; með því
áleit hann að Rússar mundu fá
bjargað eins miklu og unt væri að
bjarga og þá mundu aðrar þjóðir
fara að dæmi Rússa. En Trotzky
hélt því fram að stjórnbyltingar í
Vesturlöndunum stæðu rétt fyrir
dyrum.
Meðan þeir deildu um þetta, héldu
Þjóðverjar stöðugt áfram með her
sinn inn í Rússland. Lenin og
Trotzky urðu ásáttir um það að
verja Petrograd. En þá sendu Þjóð-
verjar Rússum ályktarorð og þegar
stjórnin í Petrograd fór að ihuga
hverju hún skyldi svara, dró Trotzky
sig í hlé. Margir hugðu að hann
gerði það til þess að láta óánægjuna
með samverkamenn sina magnast, til
þess svo að gr pa i taumana þegar
tími væri til kominn að velta Lenin
úr sessi. En það hefir víst eigi ver-
ið ætlun hans, eða þi s.ð hann hefir
eigi t eyst sér til þess þegar á átti
að herða, vegna þess að æ>ingar tóku
að magnast gegn honirn fyrir það
að hann hefði dregið friðatsamning-
ana á langinn, þannig að Rússar
sættu miklu v;ui friðarkostum held-
ur en þeir hefðu gfttð fengið i
fyrstu.
Sendinefnd Finna,
sem íerðaðist á fund stjórnanca á
Norðurlöndum  til  þess  að  fá þær
Palohermo, kndbúnaðarráð.
Gripenber^, stjórnarráð.
Paasikivi, bankastjóri.
til  þess  að  viðurkenna  sjálfstæði
Finnlands og hina nýju finsku stjórn.
Garros og Marchal.
Hinir nafnkunnu frönsku flug-
menn Garros og Marchal, sem Þjóð-
verjar höfðu handtekið, hafa nú kom-
ist á burt úr Þýzkalandi og tíl Hol'
lands.
Það var Marchal sem flaug yfir
Berlin i fyrri og ætlaði til. Rúss-
lands, en lenti heldur snemma og.
féll i hendur Þjóðveija.
Quebec-brúin.
Eitthvert hið mesta verkfræðinga-
afrek, er sögur fara af, er brúin yfir
St. Lawrencefljótið hjá Quebec. Hún
var fullsmíðuð hinn 20. september
1917. Tvisvar sinnum hafði brúin
brotnað í höndum verkamannanna
og ibúarnir í Quebec og þar í grend
voru sannfærðir um það, að aldrei
mundi takast að brúa fljótið á þess-
um stað. En verkfræðingarnir gáf-
ust eigi upp, og nú er brúin kona-
in.
Menn geta gert sér nokkra hug-
mynd um það hve mikið vatnsfall
Lawrencefljótið er hjá Quebecr
þegar menn gera sér grein fyrir þvif
að þar hefir sameinast alt afrensli
úr vötnunum Superior, Huronr
Michigan, Erie, Ontario, George og
Champlain. Þeir sem þurftu að
ferðast frá Lewis, sem er sunnan
fljótsins, og til Quebec, sem er
norðan við það, urðu annað^-
hvort að fara á ferju, eða þá af>
leggj a leið sina um Montreal, en
það er 160 mílna vegur milli borg-
anna, því að fram til þessa hefir
engin brii verið á fljótinu fyrir neð-
an Montreal. Atta járnbrautir liggja
upp með fljótinu beggja vegna, en'
engar brýr voru fyrir þær yfir fljót-
ið. Á sumrin urðu menn því að'
ferðast yfir það á ferjum og á vetr-
um á sleðum. En vor og hanst
var það oft lengi að fljótið var ó-
fært fyrir ísreki.
Menn sáu þvi að það var nauð-
synlegt að brúa fljótið, og brúin
þurfti að vera svo stetk, að hún
þyldi þyngstu járnbrautarlestir og
svo hátt undir hana, að skip gættt
siglt þar, því að Montreal er aðal-
hafnarborg i Kanada, nema á vet-
urna, þvi að þá leita skipin annað-
hvort til Halifax eða Portland.
Fyrsta brúin yfir fljótið var nær
fullger fyrir 10 árum, en þá hrundi
hiin. Briiin var smiðuð þannig að
við bæði lönd voru gerðir tröll-
auknir brýberar, sem hvíldu á steypt-
um grunni. Eru á þeim tvær álm-
ur og er sú mikið þyngri er að
landi veit, til þess að jafnvægið rask-
ist eigi þá er miðbitinn er settur f
brúna. Sá biti hvilir á báðum álm-
um brúarberanna, er beygjast fram
yfir fljótið.
Brúin var sem sagt nær fullger
og var verið að reyna bnrðarmagn
brúarberanna. Var settur 9000 smá-
lesta þungi á þá álmu syðri brúar-
berans, er fram yfir fljótið náði#
En hann þoldi éigi þungan og brotn-'
aði.  Fórust þar 82 verkamenn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8