Morgunblaðið - 15.04.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.04.1918, Blaðsíða 1
Mánudag 15 apríl 1918 H0R6DNBLABID 5 árgangr 159. tOlublftO Ritstjórnarsimi nr. 500 Ritsfjón: Vilhjálmur Finsen Isafoldarprentsmiðja Afgreiðslusimi nr. 500 Nýja Bíó 1 ÆTERNA EÐ A FRIÐUR Á JÖRÐU. Stórfenglegur sjónleikur i 5 þáttum eftir Ole Olsen. Aðalhlutverkin leika: Carlo Wleth, Zanny Petersen, Fred. Jacobsen, Carl Laurjtzen, Anton de Verdier, Philip Bech. Hljómleikar undir stjórn hr. Theodórs Arnasonar eru viðhafðir undir sýn* ingunum. Eingöngu spiluð þar til valin úrvalslög. Aðgöngum. má panta i síma 107 og kosta fyrstu sæti 2.00, önnur sæti 1.50, þriðju sæti 1.30. NB. Allar pantanir verða afhentar í Nýja Bí ó fra kl. 7—8 daglega----------- Söngskemtun heldur frú Laura Finsen með aðstoð stud. theol. Ben. Arnasonar og frú Ástu Einarson á þriðjudagskvöld kl. 9 í Bárumii. Aðgöngumiðar seldir í Bókv. Isafoldar í dag og kosta kr. 1.50. ■ohhi Gamla Bió nH Ásf og fréttasnati Afarskemtilegur gamanleikur i 3 þáttum, tekinn af Svenska Biografteaterne Leikinn af okkar góðkunnu sænsku 'leikurum Rich. Lund, Stina Berg, Jenny Larson og Karin Molander, hinni forkunnar fögru leikkonu Svia. — Feikna aðsókn var að þessari mynd þegar hún var sýnd i Paladsleikhúsinu og hlaut einróma lof, því að sjaldgæft er að sjá jafn skemtilega mynd og þessa. — Myndin er jafnt fyrir börn sem fullorðna. Erl, simfregnir. fri fréttaritara Morgunbl.). /• Khöfn, 13. apríl. Frá London er simað, að Bretar hafi hörfað undan til Baillendrail. Þjóðverjar sækja fram í áttina til Clorance. Sir Douglas Haig tilkynnir að mikið frakkneskt herlið sé komið áleiðis til hjálpar Bretum og að Bretar veiti öflugt viðnám og verji hvern stað af mestu hreysti. Frá Paris er símað, að nú sé barist á Hangard—Hurger-linunni. Stjórnin í Wien heldur því fram, að skilja beri bréf það, sem Karl keisari sendi Sixtus Bourbon-prins, á annan veg en Clemericeau hafi gert. Björneborg og Wasla eru falln- ar. Þjóðverjar eiga eftir 5 kiló- » <e metra til Helsingfors. Svanur. Geir bjargar bátnum. í fyrrakvöld barst hingað sú fregn að vestan, að björgunarskipinu Geir hefði tekist að ná Breiðafjarðarbátn- Svanur af grunni, þar sem hann lá strandaður við Grnndarfjörð. Lá Geir með Svan við hlið sér inni á Sandi í gær og mun hann ætla að flytja hann hingað til viðgerðar. Bát- urinn kvað vera töluvert skemdur, en betur hefir þó ræst úr þessu en áhorfðist, Svanur er vátrygður i »Danske Lloyd*, sem Ól. G. Eyólfsson stór- kaupm. er umboðsmaður fyrir, og mun vátryggingarupphæðin, — þar í innifalin casko-vátrygging — nema alls um 100 þús. krónur. Fyrir vá- tryggingarfélagið er það þvi eigi síð- ur gleðilegt, að skipið skuli hafa názt af grunni, heldur en fyrir Breiðfirð- inga. Símað var frá Sandi í gær, að fjöldi manna væri væntanlegur hing- að á Geir, þar á meðal Halldór Steinsson læknir, eini þingmaðurinn sem ókominn er til aukaþingsins, auk Matthíasar Ólafssonar, sem lík- lega kemur hingað á Gullfossi í dag. Vatnsleysið. Það eru hreinustu vandræði hér í Austnrbænum hve oft þar er vatns- laust. Og það er furða hvað fólkið möglar litið. Það er lika furðulegt að ekki skuli bætt úr vatnsleysinu, þvl það er hægt ef vilji er með. Eigi þarf annað en loka fyrir vatnið i þeim götum, sem lágt liggja til þess að fá vatn upp í holtin. Mundu menn gjarna sætta sig við þá tilhög- un, að vatninu yrði þannig skift milli hinna ýmsu bæjarhluta, fyrst allir geta eigi fengið vatn samtlmis. Þetta mundi og eigi valda þeim óþægind- um, að jjau væru nokkuð svipuð því illa ástandi sem nú er, ef regla væri á þvl höfð að loka vatnsplpunum og opna þær á vissum timum. Segj- um t. d. að lokað væri vatnsæðum miðbæjarins og þeirra gatna sem lágt liggja, svo sem þrjár—fjórar klukkustundir á dag. A þeim tima gætu þeir, sem búa nppi í holtun- um birgt sig að vatni til alls sólar- hringsins. Það er sagt — og seljnm vér það eigi dýrara en vér keyptum — að að eins einn maður viti hvar Jstopp- hanar* vatnsveitunnar eru, og að ekkert fullkomið kort sé yfir það hvernig vatnsleiðslan er lögð. Sé þetta satt, er það alveg ófært, því að altaf getur þessi eini maður fatl- ast á einhvern hátt. Það þurfa tíeiri menn að þekkja vatnsveituna, og það þarf að hafa gott kort yfir það hvernig hún er lögð, því að alta getur komið að þvi, að loka þurfi fyrir vatnið i ýmsum götum og það af skyndingu, t. d. ef eldur kæmi upp i húsi ofarlega á Skóla- vörðustignum eða efst í Þingholt- unum. Vatnsmagnið er þar aldrei svo mikið að það nægi, nema þvi að eins að þangað sé stefnt að öllu því vatni, sem hægt er að ná i. Og þá getur orðið erfitt að ná í þennan eina mann, sem veit hvemig á að loka vatnsleiðslunum i hinum ýmsu götum og leiða það á aðra staði. „Tigrisinn“. Aðferð Clemenceau til að sigra i ófriðnnm. (Eftir fréttaritara »Berl, Tidendec Fröis Fröisland.) Hann er 76 ára að aldri. »Q.ui contra Hindenburgc? spurðu blöðin þegar bandamannaliðið tók að riðlast, Rússar féllu frá og hinn fjórði hernaðarvetur stóð fyrir dyr- um. »Reynið mig,c mælti Clemencean. »Eg er ekki hermaður, en ef það er viljinn sem mestu varðar —.« Og hann fór til Elysé-hallarinnar og iétti Poincaré hönd sina. Það var hinn fyrsti og ef til vill stærsti sigur hans. Því að þann sigur vann hann á sjálfum sér. í átta ár höfðu eigi fundist harðvítugri og svarnari- óvinir í Frakklandi heldur en þeir Poincaré og Clemenceau. »Stefna mín er,c mælti Clemenceau hinn 20. nóvember, þá er hann stóð .í fyrsta skifti frammi fyrir þinginu, »ófriðurinn, í einu orði sagt ófriðurinn — la guerre i n t é-g r a 1 e I Aðra stefnuskrá hefi eg eigi. I Frakklandi skal ekki heyrast meiri friðarjarmur. Engin svik eða hálfsvikastriðið, og ekkert annað en striðið Ic Aðeins einusinni hefir Clemenceau veitt blaðamanni áheyrn síðan hann tók við stjórnartanmunum. Það var á nýársdag. Samræðurnar stóðu i hálfa mínútu. »Stefnuskrá min —? Stríðið, auð- Kaupirðu góðan hlut kú. mundu hvar þú fekst hann. Smurningsolia: Cylinder- & Lager- og 0xulfeiti eru áreiðanlega ódýrastar og beztar hjá SÍ0UPjÓnl Hafnarstræti 18. Sími 137.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.