Morgunblaðið - 15.04.1918, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.04.1918, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Prjónatuskur og Vaðmálstuskur keyptar hæsta verði (hvor tegund fyrir sig) i Voriihásinu. Geysir Export-kaffi er bezt. Aðalumboðsmenn: 0. JOHNSON k KAABEB. Indverska rósin. Skildsaga eftir C Krause. 139 — Eg hygg, mælti John Francis, að það getam við ekki af ráðið fyr en þar að kemur og að við verðum fyrst að komast eftir því hvort Hel- ena er á meðal Indverjanna. það er því mitt ráð, að við skiftum okknr. |>að er bezt að þú Samson farirmeð Crafford lækni og læðist aftur fyrir bækistöð Indverjanna, en við Robert höldum beint af augun. Á þann hátt getum við betur njósnað um þá. Eftir tvær klukkustundir hitt- umst við avo hjá brotnu súlunni sem stendur upp úr kjarrinu. j?eir Samson og Crafford skildu nú við þá, en John Francis og Ro- bert héldu beint áfram. |>egar þeir nálguðust bækistðð Indverja urðu þeir að fara mjög varlega og lædd- ust þeir áfram og hleruðu í öðru hvoru spori. Eftir hálfa klukkustund voru þeir feomnir að hallargarðinum. Heyrðu þeir þá mannamál og að horn var þeytt. Og er þeir gægðust fram úr fejarrinu sáu þeir fjölda ludverja safnast saman á grasflötinni fyrir framan hofið. Nokkra duglega verkamenn vantar enn við kolagröft í Stálfjalli. Finnið O, Benjamínsson (Hús Nathans & Olsens milli kl. ; og 7 siðdegis. Kjöt-, Síldar og lýsis-tunnur eru smíðaðar og annað sem að beykis- iðn lýtur. Verð eftir samkomulagi, á BeykisYÍnnustofunni Litla Holti. Sími 652. þeir Robert sáu að hallarsalurinn var tómur, en rétt á eftir kom öld- nngur nokkur inn um hinar lágu dyr i enda salarins og fylgdu honum margir Braminar. Alt í einu greip Robett í handlegg John Francis og benti honum ábúr- ið sem hékk uppi undir lofti i saln- um. — John, mælti hann með öndina f hálsinum. j>ú sérð betur en eg. Er ekki stúlka lokuð inni í búrinu þarna? John Francis leit þangað og um leið hörfaði haun aftur á bak — Jú, það er Helena. — Helena? hrópaði Robert utan við BÍg af angist. Helena? Og við stöndum hér ogreynum eigiaðbjarga henni. Komdu John, við skulum bjarga henni þótt við þurfum að berjast við þúsund Indverja. John Francis hnykti við þegar Robert gat eigi stilt sig betnr þvi að hann þóttist vita að Indverjarnir mundu hafa heyrt til hans. — Ertu genginn af vitinu! hvísl- aði hann. Robert ætlaði að svara, en í sama vetfangi kom gamall Indverji út úr kjarrinu að baki þeirra. Hann var með Kyrkjaraslöngn i hendi og fleygði henni yfir höfuð Roberts. Um Ieið sneri John Francis aér við. Hann var eigi seinn á sér að gripa rýting sinn og reka Indverjann í gegn með honum. Féll Indverjinn dauður til jarðar, en i sama bili kom fjöldi Indverja út úr runnunum alt í kring um þá Robert. Urðu þar skjót um- skifti. Voru þeir teknir höndum og bundnir ramlega. Og svo voru þeir dregnir inn í salinn og fram fyrir hásætið þar sem furstinn af Bena- res hafði sezt aftur. Robert leit áhyggjulega til búrsins þar sem Helena var, en hún hafði lagat niður og fóí andlitið í höndum sér svo að hún sá eigi hvað fram fór i salnum. Nýir herskarar komu nú til hall- arrústanna og geugu inn í salinn og skipuðust í raðir meðfram veggj- unum. Furstinn sat lengi hljóður með hönd undir kinn, en að Iokum hóf hann höfuðið og leit á baudingjana tvo sem lágu fyrir fótum haus. — Hvérjir eru þið? mælti hann á ensku. Hvorugur þeirra svaraði. — j>ið hafið fundist Bkamt héðan, búuir sem Hindúar og þó eruð þið Englendingar. Vitið þið hvaða hegn- ingu lög vor ákveða fyrir njósnir? — j>að er dauðinn. — Við getum ímyndað okkur það’ mælti John Francis fyrirlitlega, og við sknlum sýna það að við kunn- um að deyja. — þið haldið víst að þið fáið að falla fyrir skoti eða sverði? Nei, þá Vátryggingar Ærunafryggingar, sjó- og stríðsvátryggingar. O. Jobnsoti & Tiaaber. Det kgl. octr. Brandassurance, Kaupmannahöfn vátryggir: liús, húsgðgn. alls- konar vornforöa o.s.frv. gegn eldsvoða fyrir lægsta iðgjald. Heima kl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h. í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsen). N. B. Nielsen. >8UN INSURANCE 0FFIC< Heimsins elzta og stærsta vátryggingarfél. Teknr að sér allskonar brnnatryggingar. Aðalnmboðsmaðnr hér & landi Matthias Matthiasson, Holti. Talsimi 497. ALLSKONAR V ATRYGGIN6AR Tjarnargötu 33. Slmar 235 & 431 Trolle & Bothe. Sunnar Cgiíson, skipamiðlari, Hafnarstræti ij (uppi). Skrifstofan opin kl. 10—4. Sími 608 Sjó-, Stríðs-, Brunatryggingar. Talsími heima 479 Trondhjems fátryggingarfélag U, Allsk. hrunatryggingar. Aðalumboðsmaður Capl Flnsen, Skólavörðustíg 25. Skrifstofut. jVs—61/a sd. Tals. 331 Bkjátlnst ykkur. j>að á að brenna ykkur lifandi. Viljið þið einnig sæta þeim dauðdaga? — Já, mælti Róbert og hvesti á hanu augun, og við hæðum þig og þorparalýð þinn, ræningjakóngur. Furstinn greip til sverðs síns, en áttaði sig fljótt og sneri sér að Bramínanum. — Aumkist yfir mig og hlífið dótt- ur minni, mælti hann. Lofið henni að dvelja hjá mér um hríð og eg skal þá fá talið hana á það að taka trú vora. j>ið getið ekki búist við því að hún kasti þegar þeim átrún- aði, sem hún hefir haft frá barn- æsku. Illur kurr fór um raðir Indverj- anna. — Gefið mér dóttur mína, gefið mér dóttur mfna! hrópaði furstinn. — Gleymið þór því harra að við höfum heitið gyðjunni því að fórna henni þrem fyrstu kristnumönnunum sem fóllu í hendur okkar? Og trú vor hótar þeim manni hörðustu hegningu sem svíkur gyðjuna um fórn. Eiga allar fyrirætlanir okkar að fara úli um þúfur? Nei, dóttir þín verður að deyja og skal deyja. Furstinn andvarpaði og allur Iík- ami hans skalf eins og lauf fyrír vindi. — Eg vil deyja í stað barnsinS míns, mælti hann lágt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.