Morgunblaðið - 21.04.1918, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.04.1918, Blaðsíða 3
2i. apríl. 165 tbl. MORGUNBLAÐIÐ 5 Slík skyldu vera einkunnarorð okkar allra — 0% í alvörn mœlt. Allir segjast vinna »fyrir landið og þjóðinac. Stjórnmálamennirnir ræða og rita á þingi og þjóðfundum, i blöðum og bókum, setja lög og flytja frumvörp fyrir »landið og þjóðina*. Klerkar og kennimenn flytja fagnaðarerindið og kenna fræði sin innan kirkju og utan, fyrir landið og þjóðina. Sjómennirnir róa, bænd- urnir búa, kaupmennirnir kaupa og selja, iðnaðarmennirnir smíða og vefa, — allir starfa og græða, »fyrir landið og þjóðina*. Ætli það sé ekki þjóðinni fyrir beztu, sem miðar að þvi að hún geti sjálf séð sér farborða, að ein- staklingarnir þurfi ekki að sækja til annara það sem þeir geta sjálfir afl- að sér á eigin spýtur, einkum eins og nú er ástatt? Ætli það sé ekki landinu fyrir beztu að gera það sem arðvænlegast, fegurst, vistlegast og ástfólgnast börnum þess. Af þvi að sú er skoðun min, sný eg enn einu sinni ósk minni og er- indi til íslendinga, yngri sem eldri, en einkum þó æskulýðsins (framtíð- arinnar manna) og skora á þá að gera skyldu sina, gera það, sem er þeim vel kleift, að vinna fyrir landið og þjóðina. Eg minni alla á máltækið »hollur er heima fenginn baggi«, og á orð skáldsins: — nýtt hvað í mér er ísland helga eg þér, fyrir þig er ljúft að lifa og deyja. H. H. Eg fer ekki fram á neina fjarstæðu, ekkert annað en það sem allar aðrar Jjjóðir leggja áherzlu á nú á timum, að nota sem mest sin eigin gæði, til þess að standa sig sem bezt, að ;sýna forsjá, dugnað og samtök i því að láta sér og öðrum liða vel, að vinna gagn — að vera á verði — i þvi smáa engu siður en i þvi stóra. Þar standa allir jafnt að vigi, Jrar getur barnið unnið gagn að sinu leyti alveg eins og hinn fullorðni. Hvert smáblóm sem það hlúir að, er landinu prýði. Hvert jarðepli sem það rífur arfann frá, er hluti af þjóðarauðnum, þótt i smáu sé, Jarðræktin, garðræktin, blómaræktin, eru allar liðir i hamingju og far- sæld þessa lands og þjóðar, og ekki þeir þýðingarminstu. Vér, sem lifum á þessari miklu menningaröld megum alls ekki vera eftirbátar for- feðra vorra. Þeir sáðu akra og þeir træktuðu laoka, þeir erjuðu jörð sína. Margs kennir i garðrækt í fornöld á Norðurlöndum, t. d. er í Bjarg- -eyjarrétti hegning lögð við ef maður gengur í annars garð manns og stelur káli, hvönn eða laukum. Þið kannist víst flest við Björn próf. Halldórsson i Sauðlauksdal, þennan forvigishöld og frömuð islenzkrar ^garðræktar. Þar er maður til fyrir- Nærftt, miklar birgðir nýkomnar. Fyrir karlmenn allar stærðir. Fyrir drengi frá 5—14 ára. Kvenbolir. Kven- og karlmannssokkar í miklu urvali. Stritföt og maskinuföt og margt fleira i Austurstræti 1. cflscj. &unnlaugsson & (So. myndar — maður sem vann í sann- leika fyrir þjóðina og landið. Hann þorði að hefjast handa og var óhrædd- ur við erlendar nýungar. Jafnskjótt sem hann fékk spurn af jarðepla- rækt i nágrannalöndunum og sá nyt- semi þeirrar ræktunar, fékk hann sér eina skeppu af jarðeplum til útsæðis frá Kaupmannahöfn árið 1759. Fékk hann ekki sendingu þessa fyr en 6. ágúst, því að skipið er flutti hana hafði langa útivist, setti hann þær því ekki í jörð um sumaríð, heldur í ílát og huldi þær moldu. Þessi ber geymdi hann og gróðursetti í sandblendinni jörð árið eftir og næsta haust fékk hann fullvaxin jarðepli. Þessi tilraun slra Björns mun verið hafa hinn fyrsti vlsir til jarðepla- ræktunar hér á landi, en siðar fór orð mikið af garðrækt sira Björns. Nú gildir að bera merki hans sem hæðst á lofti í hugsjón og fram- kvæmd, áframhald á starfi hans þeg- ar mest á ríður. Garðræktin er holl vinna, arðsöm vinna, skemtileg vinna, þjóðlegt starf. Þess vegna eigið þið öll að bera virðingu fyrir henni, hún á að verða áhugamál allra karla og kvenna út til sjávar og inn til sveita. Hún á að verða hjartans mál bjartsýnnar æsku og geta ykkur þann orðstír er ekki fyrnist. Verið þess fullviss, að sá skerfur er þið leggið þar fram til þjóðnytja, verður ykkur margborg- aður i arði hans sjálfs. Margir ykkar lita sjálfsagt dökk- um augum á horfurnar sem stendur, en einmitt þess vegna varðar mestu að bera höfuðið hátt og ganga hik- laust að verki, draga sjálfur úr hætt- unum og hverri hindrun. Aðflutningar til íslands geta brugð- ist, vér getum orðið rúglausir, hveiti- lausir, brauðlausir, en^~vér þurfum aldrei að verða matarlausir, ef vér nennum sjálfir að rækta nóg af káli og garðmeti, hjá oss igvoru eigin landi. Starfið með forsjálni og fyrir- hyggju á komandi ári, þó hver lind virðist botnfrosin, hvert raddband brostið, þá standið samt sem stoltar hetjur. Guðný Ottesen. Sala kirkjujarða Þingmenn Árnesinga bera fram þingsályktunartillögu um það, að neðri deild skori á stjórnina að selja eigi Ólafsvelli á Skeiðum, ásamt hjáleigum. Sigurður Sigurðsson ber enn fremur fram þiugsályktunartil- lögu um það, að Gaulverjabær i Arnessýslu ásamt hjáleigunni Garð- húsum, verði eigi seldur. Þingsályktunartillögur þessar munu fram komnar fyrir áskorun þá, sem getið var i blaðinu í gær, að kom- ið hefði frá Agúst Helgasyni bónda í Birtingaholti. Þykir oss rétt að birta áskorunina orðrétta. Hún er á þessa leið: »Síðastliðin ár hefir presturinn á Ólafsvöllum haft i huga að ná kaup- um á prestssetrinu Ólafsvöllum, ásamt 5 hjáleigum. Eru allar þess- ar jarðir nú í ábúð annara en hans. Arið 1916 lagði hann fyrir sýslu- nefnd Arnesinga fyrirspurn um það, hvort hún teldi Ólafsvelli til þeirra jarða, sem ræðir um i 2 gr. kirkju- jarðasölulaganna frá 16. nóv. 1907. Svaraði nefndin þvi játandi með 13 atkv. móti 1, og lagði á móti því að jörðinni yrði fargað úr opinberri eign. Var þannig komið i veg fyr- ir í það sinn, að Ólafsvellir yrðn seldir. Nú hefir presturinn risið upp aftur og lagt á ný hina sömu spurningu fyrir sýslunefndina við- víkjandi Ólafsvöllum, og sýslunefnd- in hefir á nýafstöðnum fundi neitað með 8 atkv. móti 5 þvf, sem hún fyrir 2 árum hafði játað nær í einu hljóði, að Ólafsvellir teldust til þeirra jarða, sem ræðir um i 2. gr. kirkju- jarðasölulaganna. Að fenginni þessari yfirlýsigu sýslunefndar mun presturinn nú leita til stjórnarráðsins eftir kaupum á jörðinni. I allmörg ár hefir það verið ríkt i hugum manna á Suðurlandi, að hin mesta nauðsyn væri að koma þar upp góðum alýðuskóla, og á nýafstöðnum sýslunefndarfundi í Arnessýslu var skorað á landsstjórn- ina að nndirbúa og leggja fyrir næsta reglulegt Alþingi frumvarp til laga um stofnun bændaskóla á Suð- urlandi, austan fjalls. Þegar litast hefir verið um cftir hentugri skólajörð, hefir valið helzt lent á tveimur, Skálholti og Ólafs- völlum. Engum kunnugum mun þó bland- ast hugur um, að Ólafsvellir eru hentugri skólajörð, þó sögulegar endurminningar mæli fremur með Skálholti, en það er nú í eign ein- staks manns og mun ekki liggja á lausu. Þegar áveitan úr Þjórsá yfir Skeið- in, sem nú er tekið að vinna að, kemur i framkvæmd, fá Ólafsvellir (með hjáleigum) undir áveitu framt að 1000 teigum, eða nærri % af öllu áveitusvæðinu, og er mikið af því véltækt. Þá hefir jörðin einnig mikið þurlendi og óþrjótandi tún- efni. Getur þvi engum dulist, að hér er um mikla framtiðarjörð að ræða. Presturinn, sem sækir um kaup á jörðinni, er aldraður maður ' og hættur búskap fyrir mörgum árum, Er þvi bert að hann ætlar ekki jörð- ina handa sjálfum sér til ábúðar. Með því að eg er einn þeirra manna, sem einlæglega óska þess, að góður alþýðuskóli risi upp á Suðurlandsundirlendinu, get eg ekki hugsað til þess, að Ólafsvellir yrðu nú seldir úr þjóðareign og að þeim sé máske þar með komið i hendur bröskurum, sem gera þá óbyggilega, leyfi eg mér að snúa mér til yðar, háttvirtu alþingismenn, og biðja yður að flytja nú hið fyrsta áJAlþingi til- lögu um að banna sölu á Ólafs- völlum. Af því að eg býst við, að ef til- vill verði hraðað að leitast eftir kaupum á Ólafsvöllum, hefi eg ekki ráðrúm til að fá fleiri menn i lið með mér mðð þessi tilmæli til yð- ar, en eg vænti, að ekki líði á löngu, þar til að fleiri koma fram með mótmæli gegn sölu á umræddri þjóðeign. Bréfi þessu læt eg fylgja útdrát úr fundargerðum Arnessýslu 1916 og 1918, sem sýnir hvernig sýslu- nefndin litur á þetta mál. Áf sérstökum ástæðum, sem ekki koma þessu máli við, hafa sumir nefndarmennirnir skift um skoðun frá fyrri fundinum*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.