Morgunblaðið - 24.05.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.05.1918, Blaðsíða 1
Föstudag 24. jjiaí 1918 H0R6DNBLAÐID 5. árgangr 196. tðlublað Ritstjórnarsimi nr. 500 Ritstjón: Vilhjálmnr Finsen ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslasími nr 500 Söngskemtun heldur Benedikt Árnason með aðstoð frú Ástu Einarsson, laugardaginn 25. þ. m. i Bárubúð kl. 9 síðdegis. Söngskrá: Verdi: Cansonnetta. Puccini: Arie af »Toska« Meyerbeer: Romance af »Hugenotterne«. A. Thorsteinsson: Vorgyðjan kemur. S. Kaldalóns: Heimir. S. Kaldalóns: Draumur hjarðsveinsins. Sigfús Einarsson: Augun blá. Verdi: Romance af »Aida«. Leoncavallo: Serenade af »Bajadser«. Talervise Sorte Ojne. Aðgöngumiðar kosta kr, 1.50 og verða seldir í ísafoldar bókaverzlun í dag eftir kl. 12 og á morgun. Góður vélameistari og matsveinn geta fengið góða atvinnu á m.k. Faxa. Upplýsingar gefur Sigurjón Pétursson, Hafnarstræti 18. Leikfélag Reykjaviknr Landafræði«ást verður leikið sunnudagiun 25. maí kl. 8 síðdegis í Iðnaðarmannahúsinu. . Aðgöngumiðar verða seldir 1 Iðnó á laugardag frá kl. 4—=8 síðdegis með hækkuðu verði, og á sunnudaginn frá kl. 10—12 árdegis og frá 2 8 síðd. með venjulegu verði. Gamla Bió Kona landráða- mannsins Og miðstjórn njósnarafélagsins Hvíta rósin. Njósnarasaga í 3 þáttum, leikin af itölskum leikurum. Stabskapteinn Grauslund, sem er kominn heim úr ferð sinni, stjórnar samkomu í kvöld kl. 8l/a- Hljóðfæraflokkur spilar. K. F. U. M. Valur. Æfing í kvöld kl. 81/*. Fjölmennið. Erl simfregnir (frá frétfaritara Morgunbl.) Khöfn, 22. mai árd. Frakkar hafa gert árangurslaus áhlaup á Kemmelhæðina. Japan og Kína hafa gert með sér bandalag gegn Þjóðverjnm. Bandamenn yfirvega það, hvort \ þeir eigi að veita Makimalistum stuðning til þess að verjast þýzkum áhrifum. Khöfn 22. maí siðd. Mannerheim hershöfðingi Fnna 'hefir óskað að láta af herstjórninni og unir illa jýmsri afskiftasemi stjórnarinnar af hermálum. Er haldið að hann vilji fá meiri völd. Gömlu-Finnar hafa í hótunum um að hefja uppreist, ef lýðstjórn komist á. Frá Paris er símað, að enn sé Þar rætt um hina fyrirhuguðu sókn Þjóðverja. Islandsmál í erlendum blöðum. Eins og sézt hefir i skeytum hér 1 blaðinu, hafa íslandsmál verið ofar- lega á baugi í erlendum blöðum að undanförnu og ltklega hefir aldrei venð meira ritað og talað um ísland erlendis, heldur er einmitt nú. Það þykir því hlýða að gefa les- endum Morgunblaðsins kost á að kynnast því, hvernig þetta umtal er, og skulum vér þá skýra frá því eins stuttlega og oss er unt, en þó verð- ur eigi komist hjá því að það verði nokkuð langt mál, þvi. að margt kemur þar nýstárlegt fram. Fyrsta greinin og sú sem hleypti umræðunum aðallega á stað, stendur i þýzka blaðinu »Vossische Zeitung«. Þar segir svo: »Danir óttast það, að Island muni slíta sig úr rikistengslum við Dan- mörk og gerast lýðveldi. Ahrifa Breta gætir mjög á íslandi og menn ætla, að hið nýja lýðveldi muni síðar bindast tengslum við Bretland. Englendingar ganga duglega fram i þvi að útrýma öllum dönskum áhrif- um á íslandi og þeir hafa með stór- um fjárframlögum túlkað mál sitt þar og unnið sér hylli«. Því er bætt við, að brezki ræðismaðurinn ráði hér lögum og lofum. Svar Reuters og samningarnir viO Breta. Brezka fréttastofan Reuters Bureau andmælti þessum ummælum þegar í stað og kvað enga minstu hæfu í þvi, að Bretar hefðu lagt fram fé til þess að vinna sér hylli á íslandi, nema þá ef átt væri við það, að Bretar keyptu fisk af Islendingum. Svo komu fslenzku sendimennirnir til Lundúna og þá greip fréttastofan aftur tækifærið til þess að bera aftur ummæli þýzka blaðsins, og sendi út svolátandi tilkynningu: 11 ihh Mýjn Biö BöIyuh gullsins. Stórkostlega áhrifamikill sjón- leikur í 3 þáttum. Aðalhlutv. leika: Peter Fjeldstrup, Carlo Wieth, og Agnete v. Pranzen. Það er ekki oflof, að telja þessa mynd með þeim beztu, sem hér hafa sézt. Til Vifilsstaða fer bifreið fyrst um sinn hvern þriðju-, fimtu- og sunnu- dag kl. 11 frá Breiðabliki. Farseðlar verða að kaupast þar. (Aukaferðir vanalega kl. 2). St. Einarsson. Gr. Sigurðsson. Sími 127. Sími 581. Reuters fréttastofa hefir fengtð að vita, að íslenzk sendinefnd, skipuð herrum Tónsson, Thors og Briem, sem fulltrúum islenzku stjórnarinnar, dvelur nú sem stendur í Englandi til pess að ræða við bandamenn um ver'zlunarsamninq til endurnýjunar á þeim samningi, sem gerður var milli brezku stjórnarinnar og íslenzku stjórnarinnar árið 1916. Til þess að taka þátt í þessum samningum, hafa einnig verið útnefndir fulltrúar fyrir Frakkland, Italiu oq Bandaríkin. Brezki konsúllinn í Reykjavik er einnig kominn hingað. Það hefir komið í ljós, að vegna lífsnauðsynjaskorts í heiminum, á ísland erfitt með nauðsynlega að- drætti, þvi að það framleiðir aðeins fisk, kjöt, ull og gærur, en aðrar vörur, svo sem korn og önnur matvæli og allar iðnaðarvörur, verð- ur það að flytja inn frá útlöndum. Aðaltilgangurinn með samningunum er því sá, að ísland geti fengið sæmilegar vörubirgðir, en i þess stað skuldbinda íslendingar sig til þess að selja bandamönnum afurðir sinar fyrir fastákveðið verð. Samningarnir eru því ekki um neitt annað en vöruskifti milli banda- manna og íslendinga,oo- hafa eiqi neina pólitíska pýðinqu. Tilraun sú, er þýzku blöðin gerðu fyrir skömmu til þess að gera Dani órólega með þvi að gefa i skyn að Bretar legðu fram fé til þess að skilja ísland frá Danmörku, sem það er stjórnarfars- lega bundið, enda þótt það njóti nærri þvi sjálfstjórnar, er ekki fyrsta tilraunin, sem þýzku blöðin hafa gert síðan stríðið hófst. En þær tilraunir hafa þó engin minstu á Smurningsolia: Cylínder- & Lager- og 0xulfeitl82 Hafnarstræti 18 erK áreiðanlega ódýrastar og beztar hjá SIjgur j ón 1| Simi 137. Kaupirðu góðan hlut þá mundu hvar þú fekst hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.