Morgunblaðið - 31.05.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.1918, Blaðsíða 1
Föstndaí 31 maí 1913 ORfiUNBLASIÐ 5. argangr 203 tðlubiað Ritstjorsiarsím! nr. 5<- Kitstjón: Vilhjilmnr Finsen ísafoldarprentsmiSja Afgreiðslusími nr. 500 I. 0. 0 F. 1005319. Clsmla Bió Tökubarnið Od rógborni presturinn Fallegur 02 áhrifaniikilt f-jónl. i 4 páttum. Ef þér viljið sji verulega. góða kvikmynd, sem sýnir yður mjög viðbu’ðaríkan, undarlegan og spetinandi æfiferil, þá sjáið þetta sem þér hljótið að horfa hug- fangnir á frá upphafi til enda. :rl simfregnir (frá fréttaritara Morgunbl.) Khöfn 29. raaí. I opinberum tilkynningum frá London og Paris frá því á há- degi á þriðjudag, viðurkenna bandamenn öll aðalatriði í skýrslu Þjóðverja, sem símuð voru í gær. Frá Berlín er símað í nótt, að Þjóðverjar haldi áfram sókninni yfir Aisne með stöðugum áhlaup- um og að þeir hafi sótt meira fram á sömu slóðum og í gær. Barist er milli Soissons og Rheims og hafa Þjóðverjar komist yfir Vesle-ána báðumegin við Fis- mes. Khöfn 29. maí. Frá París er íilkynt á þriðju- dagskvöld að framsókn hcrarma Þjóðverja haíi verið hnekt. Þjóðverjar hafa farið yfir Vesle. Bandaríkjamenn hafa sótt fram hjá Contigny. Bretar tilkynna á þriðjudags- kvöld að bandamenn haldi stöðv- sínum. Það er álitið að Þjóðverjar hafi meira lið heldur en banda- menn. Frá Berlín er símað, að það sem blöð • hlutlausra þjóða hafi sagt um samninga milliÞjóðverja og Finna, sé uppspuni einn. ilaí á Nýja-Landi Bifreiðar verða hér eftir ávalt til leigu fyrir sanngjarna borgun, á Nýji-Landi. Síml 367» Spvrjist íyrir um taxta hjá okkur áður en þér pantið bíl annarstaðar. Virðingarfylst. Magnús Skaftféld. Hafliði Hjartarson. Magnús Bjarnason Liugavegi 50. Bókhlöðustig 10. Bókblöðustíg 10. Sími heima 695. Sími heima 485. Sími heima 485. lslandsmál í erSendum blöðum. VIII. Hvað vilja íslendingar? »Kristeligt Dagblad* ritar langa grein um íslandsmál hinn 15. maí og slíulum vér hér taka dálítinn kafla úr henni: — — Hvað er það þá, sem ís- Lndingar vilja? Skilnað við Dani? Ríkissjálfstæði? Að vera óháðir i menningar tillili? Hafa engin ^kifti við Dani? Vér trúum því ekki almennilega — að minsta kosti trúum vér þvi eigi, sé þetta rétt, að íslendingar hafi þá hugsað um hvað það er, sem þeir sækjast eftir. Vérskulum nú virða fyrir osshvern- ig íslendingar væru staddir ef þeir ættu algerlega með sjálfa sig. Þjóðin er rúmlega 85.000 manna og tnenning hennar hvilir nær öli á þeirri mentun, ssm hún hefir sótt til Danmerkur. Hún talar það tungu- mál, er engin önnnr þjóð skilur, og jafnvel skólagengnir Færeyingar geta eigi lesið islenzku nema með hinni mestu fyrirhöfn. Hér i Kaupmannahöfn er miðstöð menningar íslendinga. Þeir stunda nám hér, verða prófessorar, verzlun- armenn og iðnaðarmenn hér og til þess að fá lesendur að bókum sin- um og áborfendur að leikritum sín- um, verða isienzkir rithöfundar að rita á dönsku. Vér skulum hér bæta þvi við, að vér Danir berum hina mestu virð- ingu fyrir störfum islenzkra rithöf- unda og þeim skerf, er íslenzkir pró- fessorar hafa lagt til andlegra fram- fara vorra og visindalegra rannsókna. En þegar um það er að ræða, hvor- ir geti fremur komist af án annara, þá er eigi vandasamt að svara því. Þess vegna trúum vér því eigi al- mennilega að íslendingum sé alvara með það að skilja við Dani. Vér álitum að íslendingar qeti ekki verið sjálfum sér nóqir og vér efumst mjög um að þeir séu svo ssjálf- stæðir« að þeir geti ekki séð það. Að minsta kosti getur islenzkur skáld- skapur eigi þrifist á íslandi og svo virðist það ekki alveg »fair«, ef hir.- ir stóru ísleuzku spámenn yrðu fram- vegis að lifa á dönskum styrk og danskri alþýðu, þá er þeir hafa snú- ið við oss bakinu algerlega. En vér skulum kannast við það, að vér séum kærulaus þjóð. Vér höfum sem sé vanrækt eitt: að iáta íslendinga 'nafa eitthvað að gera. Það er enginn efi á þvi, að mikl- ir fjársjóðir eru fóignir í islenzkri jörð, eða öllu heldur við strendur íslands og fjöllum þess. Það eru margir Llendingar sem sjá þetta og ætla að sjálfstæði — í einhverri mynd — muai verða lyftistöng fram- fara á eynni. En slikt sjálfstæði skap- ar eigi ?fl þeirra hluta sem gera skal: Peninga. Þessu rfli hefðu Dan- ir átt að veita inn i landið, svo að íslendingar hefðu haft nó% að qera. Það er hættulegt — og óholt — að vera iðjulaus. Iðjulausir menn reka sig á marga meinbugi og miklu fleiri heldor en þeir. sem hsfa nóg að starfa. Og svo kemur hin almenna þrá til þess að tala, að halda ræður og þessir ræðumenn fá þeim mun fleiri áhevrendur sem fleiri eru atvinnu- lausir. Og þá fer óánægjan fyrst að aukast. Því að þá ná þjóðmálaskúm- arnir sér niðri. Og þá fjúka tíðum orð eins og »kúgun«, »frelsi« og »sjálfstæði«. En látum oss eigi koma til hugar að Danir »kúgi« íslana. Það væri brosleg ímyndun. Og vér skulum þess vegna segja við þi sem koma og heimta af oss sjálfstæði ogfrelsi: »Eruð þið nú vissir um það að þið hafið íbugað málið vel? Væri það ekki betra að við kæmum okk- ur saman um það, að þið færuð að gera eitthvað og að við semdum um það hvernig við getum hjálpið ykk- ur til þess að byrja?« Getuleysi Dana. Út af þeim ummælum »SociaI- Demokraten* að Danir gætu eigA .Nýja Biö< Ást þjöfsins Ljóœaudi fallegur sjónleikur í 3 þáttum, leikinn af afburða- góðutn leikendum. Skemtileg — hrífandi — vel leikin. Það eru nóg meðmæli með þessari mynd, því að þau eru sönn. Til Vífilsstaða fer bifreið fyrst um sinn hvern þriðju-, fimtu- og sunnu- dag kl. it frá Breiðabliki. Farseðlar verða að kaupast þar. (Aukaferðir vanalega kl. 2). ./•7J v,. St. Einarsson. Gr. Sigurðsson. Simi 127. Sími 581. .U.M V a 1 u r. Æfing i kvöld kl. 8Ví hverju sem viðrar. Fjöl- mennið ve!. — Stundvísir. beitt íslendindinga valdi, risa þau upp blöðin »Köbenhavn« og »Vort Land« með miklum bæxlagangi. »Köbenhavn« segir: — Þessi »rökfærsla«, (fyrir því að Danir geti eigi beitt valdi), sem gæti haft hættulegar afleiðingar og Borg- bjerg rekur þess vegna með þeirri nákvæmni, sem væri flóðhest sam- boðin, mun áreiðanlega verða metin að verðleikum á íslandil , Vér vitum eigi hver sú alvarlega hætta er, sem Borgbjerg á við. En vér munum enn hverjir það voru, sem gættu «rikiseiningarinnar« með þvi að selja höfnina á St. Thomas. Það var kænskubragð, sem varð þungt á metunum og íslendingar tóku eftir 1 Og fyrst það eru nú peir, sem Danmörk á i höggi við, þá vonum vér fastiega að aðrir eins rikisverðir og hr. Borgbjerg verði •kefltðir sem fyrst.------- »Vort Land« talar fyrst langt mál um það, að Borgbjerg gangi altaf eriuda Þjóðverja og ems í þessu máli. Og svo minnist það á van- mátt Dana og segir: — Vér erum fullvissir um það, að danska þjóðin mun aldrei gefa samþykki sitt til þess, að íslending- ar verði beittir valdi. Hr. Borgbjerg veit það eins vel og hver annar að vér qœtum beitt þá valdi ef vér vild- um. Það er aðeins ef eitthvert Kaupirc'u góðan hlut pá. mundu hvar þú tekst hann. Smurningsolía: Cylinder- & Lager- og 0xulfeiti eru áreiðanlega ódýrastar og beztar hjá Blguvjóul Hafnarstræti 18 -Simi 137.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.