Morgunblaðið - 10.06.1918, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1918, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Mér virðist það blátt áfram óvirð- ing, að fleiri og fleiri raddir heyr- ast á Islandi er segja sem svo: Við skulum heldur komast undir Noreg heldur en vera undir danskri ríkis- stjórn, ef við getum ekki orðið sjálfstæðir í Mér virðist það mikil skömm fyrir Danmörk, að íslend- ingar hafa komist á þá skoðun, að þeir geti ekki vænst annars en harð- stjórnar af Dönum, og það á held- ur elrki við nein rök að styðjast. Danska þjóðin er yfirlettt göðlynd og vill áreiðanlega ekki vera íslend- ingum til bölvunar og eigi heldur varna því að draumar íslenuinga um sjálfstæði rætist, þá er tími til kem- ur. En eins og nú horfir, hygg eg að það mundi verða hættulegt fyrir íslendinga ef þeir fengju sjálfstæði. Margir hinir gætnari íslendingar sjá það líka. En á hinn bóginn verða Danir að beygja sig ef mikill meiri hluti íslendinga heimtar skilnað. Og þá hygg eg að það væri heppilegt að danska stjórnin kæmist fyrst að samkomulagi við íslendinga um það, að til þess að skilnaður kæmist á, þyrfti að minsta kosti 8/4 hluta at- kvæða. Eu þetta er sjálfs mín skoð- un og getur vel verið að eg sé ekki óhlutdrægur vegna þess að eg er danskur. í rauninni hygg eg, að íslend- ingar séu ekki með skilnaði nú sem stendur. Auðvitað ætti heidur ekki að koma að því, ef danska stjórnin sýnir af sér dálitla lipurð við ís- lendinga. Um fánamálið vil eg ekki tala, vegna þess að eg er danskur. En eg fæ eigi séð, að það sé nokkuð ljótt i því þótt fánadraumur íslendinga rætist, enda þótt tíminn til þess sé nú ef til vill ekki heppilegur. Varfærni. Það hefir frézt, að forstjóri Öst- Asiatisk Kompagni, H. N. Ander- sen etatzráð, hefði í hyggju að gera sér ferð hingað til landsins, og hefir það ferðalag verið sett í samband við ýmsar væntanlegar fyrirætlanir félagsins hér á landi. Þetta hefir gefið tveimur greinar- höfundum, sem báðir hafa komið fram fyrir almenning í »Vísit, til- efni til þess að vara Islpndinga sterk- lega við manninum. Annar grein- arhöfundurinn, er kallar sig X., finn- ur sig knúðan til að reyna að sverta manninn á fremur óþokkalegan hátt. Hinn er kurteis í orðum, en J)ó auðséð hvert stefnir. X. gerir viðskifti Ö.-A. K. við Síamsbúa mjög að umtalsefni og vill gefa Í skyn, að það féfletti þá. Sönnunin á að vera sú, að Ö.-A. K. fær háa vexti af blutafé sínu. En þetta er álíka réttlátt og ef sagt væri, að útgerðarmennirnir hérna i bænum féflettu verkafólk sitt, ef þeir græða vel. Það er vonandi af vanþekkingu sprottið, en eigi af til- hneigingu til að segja vísvitandi ósatt, sem X. segir um þetta mál. Þvi framfarirnar í Síam mega þakkast Ö.-A. K. og H. N. Andersen ekki sízt. Velmegun hefir aukist stór- kostlega á síðari árum, fólkinu fjölg- að o. s. frv. Síamsbúar hafa sótt menningu sína til Danmerkur. Og hvað H. N. Aodersen viðvíkur, þá hefir hann reynst stjórninni í Síam holiur ráðunautur og hjálparhella í ýmsum vandamálum. Danir kalla hann Tietgen nútim- ans, og öll þjóðin hefir trú á hon- um fyrir frábæra greind, dugnað, víð- sýni og fésýslugáfu. Það má merki- legt heita, hversu þjóðin hefir verið samróma í þeim . dómi, því tíðast eru skiftar skoðanir um þá, sem mest ber á í hverju þjóðíélagi. DaDska stjórnin trúði honum fyrir vandamesta erindrekstri sínum, er ófriðurinn skall á og hefir æ notið aðstoðar hans síðan, og er hann þó andstæður henni í stjórnmálaskoð- unum. í ummælum danskra blaða- manna um hann kennir lotningar, sem þeim er þó eigi töm. Sams- konar álit hafa Norðmenn og Sviar á honum. Þrátt fyrir þetta leyfa menn sér, sem auðsjáanlega þekkja lítið sem ekkeit til Andersens og lífsferils hans, að fara óviðurkvæmilegum orðum um hann fyrir þá sök eina, að hann ætlar sér að koma hingað. Það er nóg. Þetta er gott og þarflegt, þeg- ar féglæframenn og þorparar eiga í hlut, en varla sæmilegt annars. Marg- ur maðurinn útlendur hefir komið hingað á siðari árum og ekki verið varað við. Þegar enski Rawson kom hingað um árið var annað hljóð í blaða-strokknum. Norskt félag — með íslenzkum leppum að visu — hefir sölsað undir sig öll vatnsrétt- indi í Þjórsá og enginn sagt orð við þvi. En Andersen etatzráð »ætlar að koma« og þá veitir ekki af að blása í básúnurnar. Er það þjóð- ernið sem veldur? Aðferð Vísis-höfundanna lýsir lágu þroskastigi þjóðarinnar. Það er eins og þjóðin sé svo heimsk og barna- leg, að hún megi ekki sjá framan í útlendinga. Bannstefnan er ofarlega á baugi hjá oss og máske kemur bráðum fram tillaga um, að loka landinu fyrir útlendingum, setja lög um aðflutningsbann á þeim, hversu mætir menn sem það eru. Hér er eigi rúm til að minnast á, að hve miklu leyti erlent fé mætti að gagni koma hér í landinu, svo að eigi væri hætta búin þjóðerni voru og sjálfstæði. En hitt virðis't ekki vafa- mál, hvort vér eigum að taka dæmi japana eða innmúrunarhátterni Kín- verja oss til fyrirmyndar. Og enginn vafi leikur á þvi, að stjórnin hérna getur haft mikið gott af H. N. Andersen. Utao af landi. Siglufjörður 100 ára. A annan í hvitasunnu, 20. mai, voru liðin 100 ár frá þvi að Siglu- fjörður var löggiltur sem verzlunar- staður. í tilefni þess efndu Siglfirðingar' til afmælishátíðar þann dag. Voru margir gestir á hátiðinni, þeirra á meðal um hundrað Akureyringar. Hornaflokkur Akureyrar lék nokkur lög. Ræður voru haldnar og kvæði sungin, þeirra á meðal tvö ný kvásði eftir Matth. Jochumsson og Pál Ar- dal. Hafði sr. Bjarni samið lög við þau. Tvær guðsþjónustr voru haldnar, önnur fyrir börn. Skrúðgöngur fóru fram, bæði fullorðinna og barna. íþróttir voru sýndar. Kranzar voru lagðir á leiði nokkurra mætra manna, er starfað hafa á Siglufirði. Allur bærinn var skreyttur islenzkum litum. Að öllu hafði hátíð þessi farið vel fram og verið Siglfirðingum til sóma. Að sjálfsögðu hefir það ekki auk- ið lítið á hátíðargleðina, að lög um bæjarstjórn á Siglufirði voru nýaf- greidd frá þinginu. Útigengin lðmb. Nýlega eru fundin tvö lömbframmi á Sölvadalsafréttum og hafa þau gengið þar sjálfala i allan vetur. Lömb þessi á Níels bóndi á Æsu- stöðum. Voru þau hin sprækustu og farin að taka bata. (Dagur). Asiu-vígstöðvarnar. Hinn 7. maí var »Asíu-vígstöðv- anna« getið i opinberri hernaðar- tilkynningu Þjóðverja. Þar var sagt frá því, að brezk stórfylki hefðu sótt fram frá Jeiicho austur yfir Jórdan og þar fram til austurs og norðvesturs. En eftir fimm daga harða orustu hefðu Bretar verið hraktir aftur yfir Jórdan. »Þýzkar hersveitir unnu sér þarna frægð við hlið hinna tyrknesku félaga sinna«. Það er eigi gott að segja hversu mikið það herlið er, sem Þjóðverjar hafa sent Tyrkjum þarna til hjálpir, eða hvers konar herlið það er. Það sézt eigi heldur á tilkynningum Breta. Þeir segja aðeins að dagana 30 apríl—4. maíhafi þeir »handtek- ið 1 þýzkan liðsforingja og 4$tyrk- neska og 42 þýzka liðsmenn og 800 tyrkneska«. Sennilega er hjalpar- lið Þjóðverja aðeins litið — hersveit- ir, sem sérstaklega hafa verið æfðar til þess að taka þátt í viðureigninni þarna, svo sem vélskyttur, verkfræð- ingar, stórskyttur og aðrir sérfræð- ingar, sem Tyrkir hafa haft fátt af. Slíkt hjálparlið sendu og bandamenn Rússum. En hér getur tæplega verið um að ræða mikið og sjálfstætt her- lið, eins og Þjóðverjar hafa áður sent Austurríkismönnum og Búlgur- um. En ef viðureignin á vesturvígstöðv- unum fer þannig, að hvorugir vinna á öðrum og þar lendir í saraa þófinu eins og 1915—17, þá getur komið að því að Þjóðverjar sendi herlið til Gyðingalands — og ekkert er líklegra, Þvi að þar geta þeir orðið biezku ríkiseiningunni skeinuhættir. Framsókn Breta í Gyðingalandi er heldur eigi til neins annars ger, heldur en að tryggja sem bezt Suez skurðinn. Fyrst um sinn hafa nú Tyrkir, með aðstoð Þjóðverja, stöðvað fram- sókn Breta þar eystra. Það er nú þegar liðið hálft ár frá því er Bretar tóku Jerúsalem, en siðan hefir þeim lítið orðið ágengt, eða sama sem ekkert. Að vísu komust þeir yfir Jórdan og til Es Salt, sem er um 30 kilómetrum fyrir austan ána. Er augljóst að þeir hafa þá ætlað séV að reyna að ná Hedjaz-járnbraut- inni af Tyrkjum og komust alt að henni. En þá komu Þjóðverjar til sögunnar og með tilstyrk þeirra tóku Tyrkir Es Salt aftur og Bretar urðu að höifa yfir Jórdan. Tundurduflin í Jótlandshafi. Það er sizt að furða þótt Norður- landaþjóðum brygði f briin er þær komust að þvi, að tundurdufl höfðu verið lögð þeygjandi og hljóðalaust i Jótlandshaf (Kattegat) rétt við nef- ið á þeim og jafnvel innan land- helgi Svíþjóðar. Tóku blöðin mjög hart á þessu Og nægir sem dæmi þess að birta eftirfarandi ritstjórnar- grein í »Berl. Tidende« frá 17. mai: — Ura öll Norðurjönd fer rétt- lát gremja út af því, að gengið skuli þannig fram hjá rétti hlut- leysingja eins og gert hefir verið með því að leggja tundurdufl í Jót- landshaf, öllum að óvörum. Og jafnframt hefir vaknað ótti og á- hyggjur út af þeim vandræðum sem oss og nágrannaþjóðum vorum eru sköpuð með þessu. Þessi tundurduflalagning er þvert ofan i alþjóða-réttarfarsreglur. I VIII. Haag-samþyktinni hafa flestar Norðurálfuþjóðir skuldbundið sig til þess, að gera allar þær ráðstafanir, sem unt er að gera til þess að tryggja siglingar hlutlausra þjóða, þá ei þær leggja sjálfvirkum stjóra- tundurduflum. En með þessu fram- ferði er augljóslega brotið f bág við þessa réttarreglu. A siglinga- leiðum, sem mikið eru notaðar, bæði af fiskiskipum og kaupförum hlutlausra þjóða og rétt upp að landhelgislinu hlutlauss ríkis — já, jafnvel innan við hana — eru tund- urdufl lögð með leynd og engar cJlnafíspyrnumét cTsíanós. I kvöld kl. 9 keppa ,Fram‘--,Reykjaviktir‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.