Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐTÐ
Knattspyrnumót islands
Annar kappleikur.
Hann var háður á íþróttavellin-
um í fyrrakvöld og fór svo að
>Fram« sigraði »Reykjavíkur« með
6:1.
Veður var hráslagalegt, vindur þó
eigi svo mikill að hans gætti að nein-
nm mun, en hellirigning með köfl-
um, svo að keppendur urðu hold-
votir. En hvorki þeir né áhorfendur
létu það hið minsta á sig fá og
fylgdi sérstaklega æskulýður bæjar-
ins leiknam með miklum áhuga.
Varð maður þess fljótt var á and-
anum i áhorfendum, að hér áttust
við tveir gamlir keppinautar, sem
báðir eiga sér marga vildarvini i
bænum. Mun það og hafa átt sinn
þátt í því hve margt fólk kom suð-
ur á völlinn þrátt fyrir illviðrið.
Fyrri hálfleikurinn fór mjög vel
fram og voru félögin þá svo jöfn,
að eigi mátti i milli sjá.
En i síðari hálfleiknum skifti skjótt
um. Fatlaðist þá bezti maður
»Reykjaviknr«, Guðmundur Guð-
mundsson og gekk til fulls úr leikn-
um. Annar fatlaðist og um hrið og
hinn þriðji naut sin alls eigi, Ingvar
Olafsson. Hann meiddist í knatt-
spyrnu fyrir skemstu og var nú ný-
staðinn upp úr legu eftir áfallið.
Varð hann því að draga mjög af sér
og þvi meir sem lengra leið á leik-
inn. Mátti þvi svo heita sem
»Reykjavikur« vantaði tvo menn
allan siðari hálfleikinn, enda settu
»Fram«-menn knöttinn i mark hvað
eftir annað. Má þó segja það mark-
manni »Reykjavikur« til verðugs lofs,
að hann varði markið frækilega og
launuðu áhorfendur honum það hvað
eftir annað með fagnaðarópum þá
er knötturinn kom á mark
eins og kólfi væri skotið, en fékk
þar þær viðtökur að hann þeyttist í
öfuga átt með engu minni hraða.
En enginn má við margnum.
Þess má geta, að dómari ónýtti
eitt skorað mark hjá »Fram«, og
sögðu oss fróðir menn, að slíkt hefði
tæplega getað talist rétt. Einn af
»Fram«-mönnum spam knettinum á
mark, en var rangstæður. Markmað-
ur hendi knöttinn á lofti og skaut
honum út á völlinn en þar var ann-
ar »Fram«-maður fyrir og var sá
ekki rangstæður. Skaut hann knett-
ínum til marks og hæfði svo að
markmaður fékk eigi varist og lenti
knötturinn í netinu. Gerðist þetta
alt með svo skjótri svipan, að dóm-
ari, sem sá að fyrri tilræðismaður
»Frams« var rangstæður, mun eigi
hafa getað veitt því eftirtekt, eða
eigi orðið nógu fljóttur að pípa.
Annað mark var dæmt ógilt fyrir
»Fram«. Var það í leikslok. Gerðu
»Fram«-menn harða hríð að >Reykja-
víkur* og skutu knettinum til marks
og lenti hann að visu i netinu en
var eigi kominn nógu langt, er dóm-
ari pípti til merkis um að leiknum
væri lokið.
ísland og Danmörk
í >Dansk Islandsk Samfund* flutti
Thor E. Tulinius stórkaupmaður
nýlega fyrirlestur um samband ís-
lands og Danmerkur. Fór hann
mörgum orðum um það, að Dani
skorti algerlega skilning á því hve
miklar auðsuppsprettur væru á ís-
landi og hversu mörg framtíðar-
skilyrði þar væru. Hann gat þess, að
Island nyti að visu nokkurs styrks
úr rikissjóði Dana, en árið 1913
hefðu Danir grætt 3 miljónir króna
á verzluninni við ísland. Síðan lýsti
hann helztu auðsuppsprettum ís-
lands og tók það skýrt fram að akur-
yrkja, kvikfjárrækt og fiskveiðar
gætu gefið mörgum sinnum meiri
arð, heldur en til þessa og hið mikla
fossaafl Islands mætti nota til iðn-
aðar- og járnbrautareksturs. Og það
væru miklar Jikur til þess að Reykja-
vik yrði miðstöð kornvöruflutninga
frá Kanada til Evrópp. Því að þeg-
ar járnbrautin, sem nii er í smíðum
milli Manitoba og Port Nelson væri
fullger, væri það 10.000 sjómílum
skemra að flytja hveitið til íslands
heldur  en annara landa Norðurálfu.
DAOBOK
Gangverð erlendrar myntar.
Bankar
Doll.U.S.A.&Canada 3,35
Frankl franskur 59,00
Seansk króna ... 112,00
Norsk króna „ 103,00
Sterllngspund ... 15,50
Mark ... «» ... 65.00
Holl. Florin  ....    1,55
1
PðithAi
3,60
62,00
110,00
103,00
15,70
67,00
Sterling fór héðan 1 gærmorguu,
fyrst til Viðeyjar og svo til Hafnar-
f jarðar og þaðan suður og austur um
land. Farþegar voru margir með skip-
inu, þar á meðal: Jón Sveinsson
stucl. jur., Haraldur Níelaaon pró-
feseor, Tryggvi Guðmundsson frá
Beyðisfirði, Jorst. Jónsson kaupm.,
jungfrúrnar Asta og Jakobína Sjg-
bvatsdætur bankastjóra, Heba Geirs
prófasts Sæmundssonar, Auður Jóns-
dóttir, Olga fcórhallsdóttir, stúdent-
arnir Jónas Jónsson og Jónas Jónas-
son, Friðrik Jónsson póstur á Helga-
stöðum, Jón í>órðar8on prentarí, Hans
Eide verzlunarm., þórhallur Daníels-
son kaupmaður, frú Wathue, fru
Smith, Stefán Th. Jónsson kouaúll
0. m. fl.
Sigurður I. fór til Borgarness í
gær og með houam nokkrir farþegar.
Lagarfoss fer héðan í dag vestur
um haf. Með honum fer skipshöfnin
af FrancÍB Hyde.
Botnia mun að öllum líkindum
fara frá Kaupmanuahöfn á morgun,
áleiðis hingað.
Huginn, skip KveJdttlfsfóIagsins,
er b&ið að vera í Barcelona og af-
ferma fiskiun þar.
Mótorbátur til sölu
Mótorbátur, 8—10 tonn, bygður úr eik, í ágætu
standi er til sðlu. Upplýsingar hjá Guðm. Sveins-
syni, Laugaveg 18 b.
Snyrpinætur
og Snyrpibátar
til sölu. — Upplýsingar hjá
Nathan & Olsen.
Þeir
sem veikir eru af meltingarsjukdómum eða lang-
varandi sjúkdómum  og  þurfa þessvegna aukinn
sykurskamt, geta leitað álits héraðslæknis (Lauga-
vegi 40 uppi) um viðbötarskamt.
Aðrir fá ekki viðbótarskamt.
Matvælanefndin.
eða gömul söðulklæði, verða keypt
háu verði.
R. v. á.
Formaður
og hásetar
óskast á nýtt 4 manna far.  Uppl,
í sima 604.
íbúð óskast 1. október n. k.
R. P. Levi.
Reglur
og leiðbeiningar um söla og útflutning á óþurkuð-
um saltfiski.
(Tilkynning nr. 1 frá Útflutningsnefndinni.)
1. gr.
Samkvæmt samningi á milli stjórna Bandamanna og íslenzku stjórn--
arinnar er skylt, að bjóða fulltrúa Bandamanna hjer i Reykjavik allar is-
lenskar afurðir til kaups, jafnóðnm og þær eru tilbúnar til útflutnings, að"
þvl leyti sem þær eigi verða notaðar í landinu sjálfu.
ÖU sala fer fram gegnum landsstjórnina, og annast útflutningsnefnd-
in allar verklegar framkvæmdir á henni, samkvæmt auglýsingu stjórnar-
ráðsins,  dags.  4.  þ.  m.  og  ennfremur  reglugjörð  stjórnarráðsins dag--
settri i dag.
1
2. gr.
Samkvæmt samningnum ber að afhenda fiskinn á þessum höfnum::
Reykjavik, ísafirði, Akureyri, Seyöisfirði og Vestmannaeyjum. En full-
trúi Bandamanna hefir fallist á við nefndina, að kaupa óþurkaðan saltfisk
fyrst um sinn til 31. júlí, einnig á þessum stöðum: Keflavík, Hafnar-
firði, Stykkishólmi, Patreksfirði, Þingeyri, Siglufirði og Norðfirði. Er
þess þó krafist um Keflavík, að þar verði á boðstólum minst 200 smá--
lestir og Stykkishólm minst 100 smálestir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4